Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 3
ALÞfÐUBLAÐIÐ 3 Eraest Hemiiigway: AÐ var orðið framorðið og allir voru farnir út úr veit- ingasalnum, nema gamall mað- ur, sem sat þar sem skugga bar á af trjám. Á daginn voru göt- urnar rykugar, en á kvöldin og nóttunni féll döggin á göt- urnar og lægði rykið. Gamli maðurinn hafði gaman af því að sitja frameftir á kvöldin, af því hann var heyrnardaufur og á kvöldin var alt svo rólegt. Þjónarnir tveir í veitingasaln- um vissu, að gamli maðurinn var drukkinn, og af því þeir þektu hann vel og vissu, að ef hann fór yfir strikið, hafði hann það til að gleyma að borga. Þess vegna gáiu þeir honum gætur. — 1 vikunni, sem leið, reyndi hann að fremja sjálfsmorð, sagði annar þjóninn. — Hvers vegna? — I örvæntingu. — Út af hverju? — Engu. — Hvernig veistu, að það var út af engu? — Hann er þrælmúraður. Þeir sátu saman við borð fast við vegginn rétt hjá dyrunum og horfðu yfir salinn, þar sem ÖIl borðin voru auð, nema borð- ið, sem öldungurinn sat við í skugganum af trjánum, sem bærðust í vindinum. Dáti gekk ásamt kvenmanni fyrir glugg- ann. Götuljósið skein á tölu- tnerkið á kraganum hans. Stúlk- an var berhöfðuð og trítlaði við blið hans. — Næturvörðurinn tekur hann, sagði annar þjónninn. -— Hvað gerir það til, ef ^ann hefir sitt fram? -— Það væri vissara fyrir bann að fara af götunni. Vörð- Urinn tekur hann. Þeir fóru tveir fram hjá rétt áðan. Öldungurinn í skugganum sló glasinu í borðið. Yngri Þjónninn gekk til hans. — Hvað viltu? Öldungurinn leit á hann: -— Einn lítinn, sagði hann. — Þú verður fullur, sagði Þjónninn. Öldungurinn horfði á hann aftur. Þjónninn fór. —- Hann verður hér í alla ^ótt, sagði hann við félaga sinn. "• Ég er orðinn syfjaður. Ég ^oinst aldrei í rúmið, fyr en klukkan þrjú. Hann hefði átt að láta verða af því í vikunni sem leið. Þjónninn tók brennivíns- tiösku úr skáp innar af, og gekk að borði gamla mannsins. Hann Setti bakkann á borðið og helti ^ult glasið. '— Þú hefðir átt að láta verða því að drepa þig í vikunni sem leið, sagði hann við heyrn- ardaufa manninn. Öldungurinn miðaði á glasið: — Obbolítið meira, sagði hann. Þjónninn helti í glasið, þang- að til vínið rann niður á borðið: — Þakka yður fyrir, sagði öldungurinn. Þjónninn fór inn fyrir með flöskuna og settist aftur hjá félaga sínum. — Ilann er fullur nú, sagði hann. — Hann er fullur á hverju kvöidi. — Af hverju ætlaði hann að drepa sig? — Hvernig á ég að vita það ? — Hvernig fór hann að því? — Hann hengdi sig í reipi. — Hver skar hann niður? — Frænka hans. — Af hverju gerði hún það? __ Af ótta um sálarheill hans. — Hvað á hann mikla pen- inga? — Hann er þrælmúraður. — Hann hlýtur að vera orð- inn áttræður. — Það skyldi maður halda. — Ég vildi að hann færi nú að róla heim. Ég kemst aldrei í rúmið fyrir þrjú. Er nokkur meining í því? — Hann er hér, af því að hann vill vera hér. — Hann er einmana. Ég er ekki einmána. Ég á konu, sem bíður eftir mér í rúminu. — Hann átti líka einu sinni konu. — Það þýddi ekkert fyrir hann að eiga konu nú. — Það er ómögulegt að segja. Það getur vel verið skárra, að eiga konu. — Frænka hans lítur eftir honum. — Það má nú segja; hún sem skar hann niður. — Ég vildi ekki vera svona gamall. Það er andstyggilegt að vera gamall. — Ekki alt af. Þessi öldung- ur er snyrtilegur. Hann drekk- ur, án þess að missa niður; jafn- vel þótt hann sé fullur; sko tih — Ég vil ekki sjá hann. Ég vildi að hann færi nú heim. Iiann tekur ekkert tillit til þeirra, er þurfa að vinna. Gamli maðurinn leit yfrum til þjónanna. — Einn lítinn, sagði hann og miðaði á glasið. Þjónninn flýtti sér til hans. — Búið, sagði hann. — Ekki meira í kvöld; það er búið að loka. — Einn lítinn, sagði öldung- urinn. — Nei, nú er alt búið. Þjónn- inn hristi höfuðið og fór að þurka af borðinu. Gamli maðurinn stóð á fætur, taldi ’glösin, sem hann hafði tæmt, tók leðurpyngju upp úr vasa sínum, borgaði og gaf þjórfé. Þjónninn horfði á eftir hon- um niður götuna. Þetta var ákaflega gamall maður; hann var ekki vel stöðugur í rásinni, en bar sig að öðru leyti vel. — Af hverju lofaðirðu hon- um ekki að drekka, sagði þjónn- inn, sem ekki þurfti að flýta sér. Þeir voru að loka glugga- hlerunum. — Hún er ekki hálf tvö. — Ég vil komast í háttinn. — Hvað munar þig um einn klukkutíma ? — Meira en hann. — Klukkutími ér aldrei nema klukkutími. — Þú talar eins og gamall maður. Hann getur keypt sér flösku og drukkið hana heima. — Það er ekki það sama. — Nei, það er það ekki, sagði þjónninn, sem átti konuna. Hann vildi ekki vera ósann- gjarn; hann þurfti bara að flýta sér. — Og þú ert ekkert smeyk- ur við að koma heim, fyr en ven julega ? — Ertu með einhverjar meiningar ? — Nei, ég bara segi sona. — bara sona í gamni. — Nei, sagði þjónninn, sem þurfti að flýta sér. — Ég er öruggur. — Þú ert ungur og öruggur og hefir vinnu, sagði eldri þjónninn. — Þú hefir alt. — En hvað vantar þig? — Alt, nema vinnu. — Þú hefir alt, sem ég hef. — Nei, ég hefi aldrei verið öruggur, og ég er ekki ungur. — Hættu þessu bulli; við skulum flýta okkur. — Ég er einn af þeim, sem vilja sitja fram. eftir á kaffi- húsum, sagði eldri þjónninn. — Ég er einn af þeim, sém ekki vilja fara að hátta, einn af þeim, sem vilja hafa ljós á nóttunni. — Ég vil fara að komast í rúmið. — Við erum ólíkir, sagði eldri þjónninn. Hann var kom- inn í frakkann. — En það er ekki alt undir æskunni og traustinu komið. Á hverju kvöldi er ég lengi að ákveða, hvort ég eigi að loka, eða ekki. Það getur alt af einhver komið, sem langar í kaffi. — Það eru knæpur opnar alla nóttina. — Þú skilur mig ekki. Þetta er snoturt og þægilegt veitinga- hús. Það er alt uppljómað. Birt- an er ágæt og svo er skugginn af trjánum. — Góða nótt, sagði ungi þjónninn. — Góða nótt, sagði hinn og slökti; svo hélt hann áfram og talaði við sjálfan sig. — Það er auðvitað bjart, en það er líka nauðs-ynlegt, að staðurinn sé hreinn og þægilegur. Það þarf enga músik; það er ekki nauðsynlegt að liafa músik. Ekki getur þú heldur látið þér sæma að fara inn á bar, enda þótt þar sé alt upp á að bjóða. Við hvað var hann hræddur? Það var ekkert og maður er ekkert. Það er bara þetta, sem er um að gera, að hafa nógu bjart, nógu hreint og alt í röð og reglu. Sumir eiga við það að búa og verða þess aldrei varir, en hann vissi, að alt er nada y pues nada y nada y pues nada.* Hann brosti og nam staðar inni á bar, þar sem rauk á gljáfægðri kaffivélinni. — Hvað vilt þú, sagði bar- maðurinn. — Nada. — Otro loco mas, sagði bar- maðurinn og snéri sér frá hon- um. — Einn bolla, sagði þjónn- inn. — Barmaðurinn skenkti. — Það er bjart hér og þægi- legt, sagði þjónninn, — en bar- inn er eklti nógu snyrtilegur. Barmaðurinn horfði á hann og svaraði ekki. Það var orðið of framoröið, til þess að ræðast við. — Viltu aftur í bollann, sagði barmaðurinn. — Nei, þakka þér fyrir, sagði þjónninn og fór. Hann kunni illa við bar og knæpur. Þá var hreinn og bjartur veitingasalur eitthvað annað. Nú ætlaði hann heim í herbergi sitt. Hann ætl- aði að hátta og kanske gæti hann sofnað undir morguninn. Þegar alt kemur til alls, sagði hann, — þá er þetta sennilega bafa svefnleysi, þetta verða margir að þola. * Ekkert og síðan ekkert og ekkert og síðan ekkert.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.