Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 5
alí>ýðublaðið 5 hafi búið þar eins og í smá- þorpi. — Suma stærri hell- ana var búið að gera að f járhúsum en aðrir höfðu hrun- ið í jarðskjálfta. Þetta sýndi og sagði bóndinn á Ægissíðu okk- ur. Síðan fórum við í bílana aftur og stansaði fyrri bíllinn ekki fyrr en á Iilíðarenda ensáseinni stansaði við einn lítinn bæ því ein telpan sagðist ætla að finna afa sinn og væri hann dáinn fyrir 3 árum en við krakkarnir sögðum, að hún hefði verið að finna afa sinn sáluga sem var dáinn fyrir 30 árum. Síðan héld- um við áfram að Hlíðarenda. Þar fórum við úr bílunum ög kom bóndinn þar á móti okkur, og leyfði hann okkur að skoða kirkjuna þar. Síðan benti hann okkur á þar sem talið er, að rústirnar af bæ Gunnars á Hlíð- í stóru herbergjunum voru bæði eins manns rúm og stærri rúm og í þeim sváfu tveir sam- an. Þegar við vorum búin að búa um okkur fórum við niður í borðsalinn. Þar fengum við hafragraut og mjólk, síðan fór- um við að þvo okkur, og svo áttum við að fara að sofa, en við vorum altaf að bjóða góða nótt, en enginn sofnaði fyr en Helgi kom inn og sagði að við mættmn til að fara sofa því við ættum að vakna kl. 6. Þegar við heyrðum þetta fórum við að sofa, en þá var klukkan langt gengin 2. 4. júní kl. 8 að morgni vakti Helgi þau, sem ekki voru vöknuð og sagði okkur svo að fara á fætur. Við gerðum það, fórum svo að þvo okkur/tókum saman dótið og settum það út í bíl. Síðan fórum við að borða og fengum þá hafragraut og 1 SLÚTTNESI SUMARIÐ 1935. arenda séu. Hann benti okkur líka á Gunnarshólma, þar sem Gunnar snéri aftur og að síð- ustu sagði hann okkur frá hvar álitið er að Gunnar hafi verið heygður með öllum vopnum. Upp á þann hól fórum við, þar var varða og hjá henni tók Helgi mynd af okkur. Síðan fórum við í bílana aft- ur og var þá keyrt að Múla- koti. Þangað komum við um kl. 4. Þá fórum við strax út í garð- inn til að skoða hann, en síðan gengum við út fyrir Múlakot, svo langt að við sáum Fljóts- hlíðina á enda. Síðan fórum við aftur að Múlakoti og þá borðaði helmingurinn af krökkunum en svo hin á eftir, því við vorum svo mörg, að við gátum ekki borðað öll í einu. I Múlakoti fengum við heitan mat, mjög góðan. Þegar við vorum búin að borða tók Ólafur Túbals list- málari mynd af okkur, síðan fórum við í bílana og keyrðum beina leið að Laugarvatni, því þar áttum við að gista um nótt- ina. Þangað komum við kl. rúm- lega 12 og tókum við þá dótið okkar og fórum upp í herberg- in þar sem við áttum að sofa. 1 minni herbergjunum sváfu 4 en í stóru herbergjunum sváfu nokkuð margir. 1 litlu herbergj- unum voru eins manns rúm en mjólk, lögðum svo af stað og var þá klukkan rúmlega 9. Þegar við fórum frá Laugar- vatni var hellirigning. Nú átt- um við að fara að Gullfossi, ekki skipinu heldur fossinum, þar fórum við út úr bílunum og voru þá allir í regnkápu, sem höfðu hana með sér. Bílstjórarnir höfðu enga regnkápu, tóku því teppi úr bílnum, settu það utan um sig og fóru síðan að skoða fossinn með okkur, en við fór- um að hlægja. að bílstjórunum og líktum þeim við múnka. Við gengum nú nær fossinum til að sjá hann sem bezt. Þar tók Helgi mynd af okkur, en síðan flýttum við okkur inn í bílana og var þá keyrt beina leið að Geysi. Þar fórum við úr bílun- um til að skoða hann, en ekki nennti hann að gjósa, en þar í kring voru smáhverir sem voru að gjósa, en það er ekkert á við Geysi, þegar hann gýs. Síðan fórum við að bænum, sem er nálægt Geysi, þar fóru fáeinir krakkar inn fil að fá að drekka, en síðan var haldið á- fram að Hveragerði. Þar fórum við inn en Baldur keyrði áfram að Grýtu til að vita hvort hún ætlaði að fara að gjósa. Hann sagði Helga, þegar hann kom aftur, að Grýta ætlaði að fara að gjósa. 1 Hveragerði keyptum við okkur mat, sumir skyr og rjóma en aðrir mjólk og kökur. Þegar við vorum búin að borða fórum við að Grýtu og var hún það betri en Geysir, að hún gaus þegar við komum að henni. Síðan fórum við aftur í Hveragerði til að borga matinn, því við ætluðum ekki að fara án þess. Þaðan hringdi Helgi til Steindórs til að spyrja hann um hvort honum væri ekki sama þó við færum seinna til Þingvalla og að Álafossi Steindór leyfði það, svo að við fórum beina leið til Reykjavíkur, en áður en bíl- arnir skildu sagði Helgi okkur að mæta daginn eftir kl. 2 á Arnarhóli, síðan skildu bílarnir og fóru þá bílstjórarnir að skila krökkunum heim. Laugardaginn 6. júní kl. 2 mættum við á Arnahóli, áður en við lögðum af stað röðuðum við okkur upp, eins og þegar geng- in er skrúðganga. Við gengum frá Arnarhóli til Alþingishúss- ins, þar skoðuðum við margt, t. d. efri og neðri deild, og líka ýmsar gjafir, sem Alþingi hefir fengið, en margt hefir það feng- ið að gjöf. Svo fórum við upp á áhorfendasvalirnar, til að skoða sem flest. En til þess að fá nú að heyra eitthvað neðan úr þingsalnum voru 2 drengir kosnir til þess að halda ræður, og voru ræðurnar svona sæmi- legar, ef tillit er tekið til þess að þeir voru óundirbúnir. Frá alþingishúsinu gengum við að Landakotskirkju. Hana skoðuðum við og fórum svo upp í turn til að sjá yfir bæinn. Síðan fórum við að dómkirkj- unni, hana skoðuðum við líka rækilega, þaðan fórum við að listasafni Ásmundar Sveinsson- ar, þar sáum við mörg falleg líkneski. Þegar búið var að því sagði Helgi okkur að við mætt- um eiga frí á sunnudaginn en mæta á mánudaginn kl. 10 y2 f. h. á Arnarhólstúninu, ennfrem- ur sagði hann okkur að þau sem vildu mættu koma á hnefa- leikinn, sem þá átti að vera á íþróttavellinum kl. 8y>, en ef við vildum það skyldum við mæta á Arnarhóli kl. 8%, en síðan máttum við fara heim. — Um kvöldið komu nokkrir krakkar, en þá vildi svo illa til að hnefaleiknum var frestað þangað til daginn eftir og átti hann þá að byrja kl. 2. Sunnu- daginn 7. júní mættum við á Arnarhóli kl. 1%. Þaðan fórum við upp á íþróttavöll til að horfa á hnefaleikinn, en um kvöldið máttum við líka koma til að horfa á fótboltann; komu Jnokkrir krakkar þangað og mættum við á Arnarhóli kl. 8%. Mánudaginn 8. júní kl. 10% f. h. mættum við á Arnarhóls- túninu, við röðuðum okkur upp og gengum að Alþýðuhúsinu, þar fórum við inn, skoðuðum prentsmiðjuna o. fl. Síðan fóru nokkrir krakkar í lyftunni upp en hún gengur upp stigann; við fórum alveg upp á þak, og þar var okkur stilt upp og tekin af okkur mynd, síðan fóru nokkrir aftur í lyftunni niður en hin gengu. Niðri var okkur sýndur salur, sem gerður er til þess að hafa skemtanir í, þar er líka leiksvið. Þegar við vorum búin að skoðá Alþýðuhúsið fórum við þangað sem útvarpssalurinn er. Þar vorum við tekin í lyftunni upp, nokkur í einu. Skoðuðum við nú útvarpssalinn o. fl., síð- an fórum við aftur í lyftumii niður. Þegar við vorum komin út sagði Helgi okkur að mæta á Arnarhóli kl. 2 sama dag en síð- an fórum við heim að borða. Kl. 2 fórum við að skoða Nátt- úrugripasafnið. Þar vorum við til kl. 3, þá fórum við heim að drekka. Kl. 4% fórum við svo aftur að skoða, og þá skoðuðum við Síríusverksmiðjumar, við skoðuðum súkkulaðigerðina, sápugerðina o. fl. Síðan fórum við að skoða Sundhöllina og Austurbæjarbarnaskólann; þar lékum við okkur á leikvellinum. Kl. 6% fóru við heim að borða. Þriðjudaginn 8. júní kl. 10% mættum við aftur á Arnarhóli, þá sagði Helgi okkur að við ætt- um að fara til Þingvalla og að Álafossi kl. 2, en mæta dálítið fyr. En síðan fórum við að skoða forngripasafnið, en það- an fórum við heim að borða. Kl. 2% lögðum við af stað til Þingvalla. Við höfðum ekki Frh. á 8. síðu. enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. t

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.