Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sveitcastörf alþýdunnar: Milli fráfœrna og sláttar. (Einhver mox-kasta bók um þjóð- Búsmalinn. — Smalamennska. — Selfarir. - Grasaferðir. — KoEagerð. — Rekaviðarferðir, leg íræði, sem út hefir komið á síð- ari árum á íslandi, er Islenzkir þjóð- hættir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Er það heildaryfirlit um þjóðháttu, siðu og þjóðtrú Islendinga á síðari öldum. Því miður entist höf- undinum, hinum merka fræðimanni, rithöfundi og kennara, síra Jönasi Jónassyni, ekki ævin til þess að ljúka þessu merkilega verki. Vantar t. d. alt er að sjómensku lýtur. En annar merkur fræðimaður, dr. Einar Öl. Sveinsson bjó bókina undir prent- un og Isafoldarprentsmiðja gaf liana út. Iíafli sá, er hér fer á eftir er tekinn úr bókinni og f jallar um dag- leg störf til sveita). D RÁ fráfærum til sláttar leið -*• nokkuð misjafn tími, eftir því sem gras spratt fljótt, en oftast var það hálfsmánaðar- tími að minnsta kosti. Var þá nóg til að vinna, sem eðlilegt var. Verður að taka fyrst þau störfin, er náðu jafnt yfir alt. Mjólkuræmar hafa lengi ver- ið nefndar búsmali á Islandi. Þegar eftir fráfærurnar voru æmar nytkaðar kvöld og morgna, en hafðar í haga mála á milli. Nytkunartíminn kvöld og morgna heitir mál og kall- að að mjólka æmar á málum, mjólkurhirðing kvöld og morgna heitir málaverk, og kvöld- og morgunskattur mála- matur. Þessi nöfn eru forn. Smalinn hafði það verk á hendi, að sjá um, að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmál- um, til þess að það yrði mjalt- að, enda er sá tími enn í dag einatt kallaður mjaltir og verk- ið líka: vinnukonur mjöltuðu fé jafnan. Smalinn gerði ýmist að fylgja fénu eftir í hagana eða láta það sjálfrátt og smala því kvöld og morgna. Þurfti hann því að vera árrisull, ef fénaðar- ferð var löng, og æði erfið var honum einatt smalamenskan, fekki sízt til dala eða þegar ærn- ar létu illa, voru óspakar, ó- þekkar sern kallað var, eða sóttu mjög til fjalls; þó tók út yfir, þegar þokan kom, en jafn- an var húsmóðurinni að mæta, ef vantaði í kvíarnar; henni þótti það ódrýgja nytina, sem von var. Nóg var nú samt, þeg- ar þokur og rigningar komu og „datt úr því dropinn", þó að ekki vantaði oft í tilbót. En dug- legur og röskur smali var altaf mesta uppáhald húsmóðurinnar og fékk marga aukabita og sopa, þegar hann stóð vel í stöðu sinni, og svo er sagt með sönnu, að Sigríður hin stórráða á Grund og Espihóli hafi altaf tímt að gefa smalanum að eta, þó að misbrestur þætti verða á því með hitt fólkið. Þá átti hann altaf líka vísa smalafroðuna of- an af flóunarpottinum á málum. En ef hann var lélegur og vant- aði oft hjá honum, þá átti hann ekki upp á pallborðið hjá hús- freyju. Því er sagt svo frá, að húsfreyja á einum bæ var að ala barn og var að basla við að segja vinnukonunni fyrir, hvemig hún ætti að skamta. Seinast kom að smalanum, og átti hún þá að hafa sagt: „Vantaði ekki af ánum, æ æ?“ Stúlkan sagði, að svo hefði ver- ið. „Minna af skyrinu og meira af grautnum, æ æ — látt’ ’ann eta svikin sín, og æ æ.“ Má af því ráða, að stundum hafi ver- ið misjöfn æfi, sem smalarnir áttu Ef smalanum hafði tekizt svo vel fjárgeymslan, að engin ærin missti máls fram að Þor- láksmessu á sumar (20. júlí), átti hann að eiga nytina úr beztu kúnni þann dag og skemta sér við með útreiðum. Þetta var alment í Skaftafellssýslum og undir Eyjaf jöllum, en ekki víð- ar um land, svo að kunnugt sé. A LSIÐA var það fyrrum, ein- kum þar sem þröngtvarum haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er ná- lega 16 vikur voru af sumri. Sel- in voru bygð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. 1 selinu var jafnan einn kvenmaður, sel- matseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglings- stúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var malið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakon- ur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn féll saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltun- um Af því er talshátturinn: „Það stendzt á endum strokk- ur og mjaltir.“ Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamensku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilizt þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi ver- ið gert, sízt alment. — Selin voru venjulega þrjú hús: mjólk- urhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bæjum. Kvíar voru og til að mjalta í æmar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa: að mjalta æmar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóir, líkir venjulegu koffor-ti, og mátuleg klyf, er þeir vora fullir; þeir voru kall- aðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var þá skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn). Heldur þótti það vilja þynnast á sel- flutningunum, sem von var. Heldur hefir vistin verið einmanaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungað- ar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatselj- an gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endur- nýja fornar ástir. En þeir sam- fundir verða báðum jafnan að bana. Era margar þær harma- sögur til. Stundum ólu þær og börn í seljunum og báru þau út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komizt í tæri við selráðs- konur. Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öld- ina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út laga- boð 24. febr. 1754 að skipa öll- um bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun. það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum. Selfara er víða getið bæði i fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hef- ir flutzt hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Sel- venjur hafa þá verið hinar sömu og á síðari tímum, nema skyr hefir stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða í koll- um í krókum. WÁ var annað, sem sjálfsagt var að annast um tímann á milli fráfærna og sláttar. Það var grasaferðin. Grasaferða er getið í Jónsbók, Landleigubálki, 58. kap.; segir þar svo: „Eigi skal maðr utan orlofs lesa ber á annars jörðu til heim at bera, en ef less, tvígildi ber ok svá grös, ef hann less þau.“ Þá er og getið um grasaferð í Fljóts- dælu og í ýmsum ritum frá 17. öld. Hafa grös verið mikið not- uð hér á landi um margar aldir. Þótti hvert heimili til sveita, einkum nyrðra, illa búið til vetr- ar, ef ekki var farið til grasa- Víða var það og í uppsveitum syðra. Grasatekja var víða ágæt; má einkum til nefna sem orðlagðar grasastöðvar Arnar- fell, Lambahlíðar, Kjalhraun, Þjófadali eða Hveravelli, Orra- vatnarústir o. m. fl. Grösin voru í miklum metum, og var grasa- Frh. á .6. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.