Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 KNXJT HAMSUN: Það, sem ég sá í hliðarherberginu. í-f . . . rithöfundur segir svo frá: Niðri við innri höfn- ina í Kaupmannahöfn er gata, sem heitir Vestervold; það er nýtt og afskekt stræti. Þar eru fá hús, fá götuljós og varla mann að sjá. Og jafnvel núna um sumartímann, ber varla við, að nokkur sjáist þar á skemti- göngu. Jæja, í gærkveldi kom dálítið fyrir mig í þessari götu. Ég hafði gengið nokkrum sinnum fram og aftur um göt- xma, þegar stúlka kom á móti mér. Engir aðrir sjást á ferli. Búið er að kveikja á götuljós- unum, en það er samt svo dimt, að ég sé ekki í andlit stúlkunn- ar. Það er líklega ein af þess- um venjulegu næturdrottning- um, hugsa ég og geng fram hjá henni. Við enda götunnar sný ég við og geng aftur sömu leið. Stúlkan hefir líka snúið við; ég mæti henni aftur. Ég hugsaði sem svo: Hún er að bíða eftir einhverjum; við skulum sjá, eftir hverjum hún er að bíða. Og aftur geng ég fram hjá henni. Þegar ég mætti henni í þriðja skiftið, tók ég ofan og ávarp- aði hana. — Gott kvöld! Eruð þér að bíða eftir einhverjum? Hún hrökk við. Nei . . . Jú, hún var að bíða. Hafði hún nokkuð á móti því, að ég skemti henni, þangað til hann kæmi, þessi sem hún var að bíða eftir? Haffibætlr. Það er vandi að gera kaffi mnum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. ílann svikur engan. Keynið sjálf. Reynslan er ólýgnust. Nei, hún hafði ekkert á móti því; hún var bara sona á skemtigöngu; það var svo ró- legt hér. Við gengum hlið við hlið og fórum að tala um ómerkilegt efni; ég bauð henni arminn. — Nei, þakka, sagði hún og hristi höfuðið. Það var nú ekkert gaman að ganga hér; ég gat ekki séð framan í hana fyrir myrkri. Ég kveikti á eldspýtu, til þess að sjá á klukkuna og lýsti fram- an í hana um leið. — Hálf tíu, sagði ég. Það leið um hana skjálfti. Ég greip tækifærið og sagði: — Þér skjálfið. Eigum við ekki að fara eitthvað og fá okkur hressingu. I Tivoli eða National? — Ég get ekki farið neitt núna, eins og þér sjáið, sagði hún. Og þá fyrst tók ég eftir því, að hún bar langa sorgarslæðu. Ég bað afsökunar og kendi myrkrinu um alt saman. Og það, hvernig hún tók afsökun minni, sannfærði mig strax um það, að hún var ekki ein af þessum venjulegu. — Takið arminn, sagði ég aftur. — Það hlýjar. Hún tók arminn. Við geng- um fram og aftur nokkrum sinnum. Svo bað hún mig að líta á klukkuna aftur. — Hún er tíu, sagði ég. — Ilvar eigið þér heima? — Á Gamle Kongevej. Ég nam staðar. — Og má ég fylgja yður að portinu? spurði ég. — Nei, helst ekki, sagði hún. — Nei, það megið þér ekki. Búið i þér ekki í Bredgade ? — Hvernig vitið þér það? spurði ég undrandi. — Ég þekki yður, svaraði hún. Þögn. Við göngum arm í arm inn í uppljómaðar götur. Hún gekk hratt og slæðan blakti. Hún sagði: — Við skulum bara flýta okkur. Við hliðið snéri hún sér snögglega við, eins og hún vildi þakka mér fylgdina. Ég opnaði fyrir henni hliðið. Hún gekk hægt inn. Ég ýtti við hurðinni með öxlinni og gekk inn á eftir henni. Þá greip hún hönd mína. Hvorugt mælti orð. Við gengum upp nokkur þrep og námum staðar á annari hæð. Hún opnaði sjálf ytri dyrnar, lauk upp öðrum dyrum, tók í hönd mína og leiddi mig inn. Það hlaut að vera stofa, því að ég heyrði í klukku á veggnum. Hún nam staðar augnablik. Alt í einu vafði hún mig örmum og kysti mig beint á munninn. Hún var heit og skalf öll. — Fáið yður sæti, sagði hún. — Hér er legubekkur. Svo skal ég kveikja. Og svo kveikti hún. Ég horfði í kringum mig forvitinn og ringlaður. Þetta var stór dags- stofa, búin ríkulegum húsgögn- um. Dyr stóðu opnar inn í her- bergin við hliðina. Ég gat ómögulega skilið, hvers konar manneskja þetta var, sem ég hafði rekist á og sagði: — En hvað hér er fallegt. Búið þér hér? — Já, ég á hér heima, svar- aði hún. — Eigið þér virkilega hérna heima? Þér eruð þá heima- sætan ? Hún hló og svaraði: — Nei, nei, ég er gömul kona. Nú skuluð þér sjá. Og hún fór úr kápunni og tók af sér slæðuna. — Nú getið þér séð, sagði hún og þrýsti sér að mér. Hún var mjög áköf og réði sér varla. Hún gat verið tuttugu og tveggja til þriggja ára; hún bar hring á fingri og gat þess vegna verið gift kona. — Fögur? — Nei, það var hún ekki. Hún var freknótt og hafði nærri því engar augnabrúnir. En hún iðaði af fjöri og var einkenni- lega rnunnfríð. Ég ætlaði að spyrja hana að heiti, hvar maðurinn hennar væri, ef hún þá ætti nokkurn mann, og ég- vildi fá að vita, hver ætti þetta hús. En þegar ég opnaði munninn, lagði hún fingurinn á varir mér og bann- aði mér að spyrja. — Ég heiti Elín, sagði hún. Viljið þér hressingu? Ég skal hringja, en þá verið þér að fara inn í svefnherbergið á meðan. Ég fór inn í svefnherbergið. Það bar dálitla birtu þangað inn af lampanum í stofunni. Ég sá tvö rúm. Elín liringdi og bað um vín. Ég þevrði, að stúlkan kom með vxnið og fór aftur. Skömmu seinna kom Elín á eftir mér inn í svefnherbergið og stansaði við dyrnar. Ég gekk í áttina til hennar. Hún andvarp- aði og gekk í áttina til mín. Þetta var í gærkveldi. En hvað bar svo við? Andið Iiægan: það skeði fleira. Það var farið að birta, þegar ég vaknaði. Dagsljósið skein inn með gluggatjöldunum. Elín var líka vöknuð. Hún stundi þreytulega og brosti til mín. Armar hennar voru hvítir og flauelsmjúkir og brjóstin há. Ég hvíslaði að henni og hún kysti mig, þögul af ástúð. Það birti. Tveim tímum seinna var ég kominn á fætur. Elín var líka komin á fætur og lagaði fötin sín. Hún var komin í skóna. Nú bar svolítið við, sem fær á mig, eins og ég sé troðinn djöfullegri möru, í hvert skifti, sem ég minnist þess. Elín á eitthvert erindi inn í hliðarherbergið, og um leið og hún opnar dyrnar leggur kaldan gust inn í herbergið frá glugg- um, sem standa opnir þar inni. Á miðju gólfinu stendur langt borð og á borðinu liggur lík. Lík í kistu, sveipað hvítum hjúpi. Líkið er skeggjað; það er karlmannslík. Skinhonið hnén rísa upp eins og tveir hnýttir hnefar undir hjúpnum og andlitið er nábleikt og hræði- legt. Ég sé þetta alt saman í dagsbirtunni, sný mér við og segi ekki orð. Þegar Elín kom aftur var ég alklæddur. Eg gat varla endur- goldið faðmlög hennar. Ilún klæddi sig betur og bjóst til þess að fylgja mér að hliðinu. Ég aftraði henni ekki og minnt- ist ekki á það, sem ég hafði séð. Þegar niður kom þrýsti hún sér upp að veggnum, svo að hún sæist ekki og hvíslaði : — Vertu sæll — á meðan. — Má ég koma á morgun? sagði ég, til þess að reyna fyrir mér. Frh. á 7. síðu. f Bétta, mlúka gljiiu fáið þér aðeins með Mána-bóni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.