Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MILLI FRÁFÆRNA OG SLÁTTAR. Frh. af 2. síðu. tunnan syðra metin jafnt sölva- vætt eða 10 álnir. Nyrðra var kapallinn (4 tn.) vanalega seld- ur 20 41., eða 4 m. spec., en á Austurlandi var tunnan af hreinsuðum og hálfmuldum grösum seld í harðindum 30 ál. eða 1 rd. spec., og þótti gott kaup, því að menn álitu, að tvær tunnur grasa væru á við mjöl- tunnuna til matarnota. Venju- legast var gerður út karlmaður með 2—3 stúlkur frá stórbæj- unum, en fólk af smærri bæjum sló sér saman, einn frá bæ, und- ir forustu eins manns. Venju- lega voru 5—8 hestar í hverri lest, og var verið viku til hálfan mánuð í ferðinni, eftir því hvað grasatekjan var góð og tíð hent- ug. Útbúnaður til grasaferða voru tunnupokar, annað hvort unnir úr togi eða þá hærupokar, ofnir úr faxhári. Voru þeir all- þolnir, ef þeir voru vel gerðir í fyrstu. Litlar homhaldir, 6—8 tals, voru festar í kring í opið, og var svo reimað fyrir opið í hagldirnar með togbandi. Fjór- ar tunnur grasa voru ætlaðar hestinum, ef þau voru vel þur. Stundum prédikuðu prestar yfir grasafólki, áður en það fór, eða sveigðu að því í ræðu sinni sunnudaginn áður. Það gerði síra Jón lærði í Möðrufelli, og muna menn þetta úr ræðunni: „Troðið vel í hornin, svo að ekki verði svik fundin.“ Svo var farið af stað og haldið áfram, þangað til komið var í grasastöðvarn- ar og tjaldað. Tjöldin voru oft- ast ofin úr vaðmáli. Prjónatjöld höfðu fáir nema útilegumenn. Grösin eru misjöfn að gæðum. Bezt eru skæðagrös; næst þeim brekkugrös eða Maríugrös og enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. klóungur, kræða þótti kosta- minnst, en þó vel hafandi í grauta; hún var helzt notuð á Norðurlandi; hundaló þótti til einskis nýt. Þegar búið var að sofa af sér ferðina, skipaði for- maður flokksins til göngu. Bezt þótti grasaveður þokur og hæg- ar vætur, því að þá verða grös- in mýkri og ljósari og breiðast meira út, en skorpna saman og dökkna í þurki. Ef þurkar voru, var gengið á nóttunni og neytt döggfallsins. Það þótti meðal grasatekja, ef greiður kvenmað- ur tók tunnuna í göngunni milli mála. 1 göngurnar hafði hver um sig tínupoka, svo sem hálf- tunnupoka; var fest í pokann band, sem gekk upp um háls- inn. Ýmsar hættur gátu komið fyrir á grasafjalli, ekki sízt, ef þokur voru. Mátti þá alt af eiga á hættu, að útilegumenn væru á varðbergi, til að reyna að nema einhverja stúlkuna burtu, og enda huldufólkið var ekki laust við sama. En miklu tíð- ara var það, að huldumenn leit- uðu á selráðskonur. Grösin voru þurkuð, ef veður leyfði, og flutt heim síðan, og þótti heldur en ekki búsílag, ef vel hafði gras- ast. Þegar vel voraði og snemma tók snjó af heiðum og gróður var kominn, var stundum farið nokkru fyrir fráfærur til gras- anna og það að því skapi fyr komið heim aftur. A NNAÐ vorverk var það, er mikið var að gert, þar sem nokkurn skóg var að hafa eða f jalldrapa, sem var í stærra lagi. Það var kolagerðin. Allir þurftu kola við á hverjum bæ til þess að dengja við og smiðir til Ijáa- smíða og hestajárna; þurfti eitt kolakvartil til að smíða ljáinn. Skógurinn var höggvinn og hrísið rifið á haustin og vet- urna; svo var það afkvistað og afkvistið haft til eldiviðar. Leggir voru síðan kurlaðir í 3 —4 þuml. langa búta. Síðan var gerð kolagröf, 1—2 faðmar að þvermáli og um 2 ál. djúp, og kurlinu raðað í hana, og var hið stærsta haft neðst. Kúfur var hafður á gröfinni, 1—1 y2 al. á hæð. Svo var slegið eldi í botninn og látið brenna, þang- að til góður eldur var kominn í alla hrúguna. Þá var snögg- tyrft yfir og mokað mold yfir, svo að hvergi kæmist loft að; síðan var opnað eftir þrjá daga eða fjóra og kolin tekin upp; 4—5 tunnur kola fengust úr slíkri gröf. Stilt veður þurfti að velja til kolagerðar, svo að eigi hlytist óhapp af eins og hjá Ölkofra. Kolin voru seld í skóg- arsveitunum í aðrar sveitir í tunnutali, og var vanaverð á þeim 5 ál. tunnan. Fnjóskdælir seldu venjulega Eyfirðingum tunnuna fyrir lambsfóður (kola- lambið). I Þingvallasveit seldu menn hana 6 ál., en ef þeir fluttu kolin suður á Suðurnes og seldu þau þar, kostaði tunn- an 10 ál. Borgfirðingar gerðu og oft til kola á áliðnu sumri. Kolagerðin hefir orðið skóg- um og hríslandi á Islandi til hins mesta tjóns. Alt var höggv- ið, ungt og gamalt, og þar sem skógar voru ekki, var hrísið rifið miskunnarlaust; jarðveg- urinn rótaðist allur upp, og svo blés alt upp ofan í grjót. Sumir skógaeigendur leyfðu líka hverj- um, sem vildu, að höggva í skógi sínum og gera til kola, og tóku þá 5 ál. undir kolahest- inn, t. d. presturinn á Húsafelli, eða þá einhvern ákveðinn hluta af kolunum. Sama var, ef leyft var að höggva raftvið til húsa. Sumir tóku þó hærri leigu. Konungur eða stjórnin reyndi að sporna við þessari hrapar- legu eyðingu skóganna með lög- um (10. maí 1755), en fáir eða engir skeyttu þeim. Á VORU, einkum norðan ^ lands, rekaviðarferðir tíð- ar á vorin, bæði á Strandir, Skaga, Tjörnes, Langanes og Sléttu. Húnvetningar, Vestur- Isfirðingar, Barðstrendingar og Strandamenn sóttu til Horn- stranda sjóleiðis, en sumir Vest- firðingar sóttu rekaviðinn land- veg á hestum. Dragklyfjar á hest voru seldar á 5 ál. (=1 mark); mátti kaupandi þá velja viðinn sjálfur, en varð að höggva hann til og tegla. Hún- vetningar, Vestur-Isfirðingar og Strandamenn höfðu til þeirra ferða sérstök skip, sem þeir kölluðu byrðinga; þau skip voru á stærð við sex- eða áttæringa og rammlega gerð. Þau voru heldur flöt í botninn, flá til hliðanna, og risu stefnin hátt. Á byrðinga þessa settu þeir 10 —15 manns og sendu þá á rekastöðvarnar, og var oft búið að, semja um timburkaupin. Sendimenn voru flestir vanir að höggva og saga við. Svo voru þeir vikutíma eða svo við rek- ana og höfðu nóg að gera að saga og höggva timbrið. Þeir gerðu langa planka og festu ofan á borðin á byrðingnum, en fyltu hahn síðan með timbri, svo að hár búlki varð miðskipa, en autt nokkuð í barka og skut. Þegar þetta var búið, þéttuðu þeir samskeyti hliðarplankanna með mosa, svo að vatnshelt var. Maraði svo byrðingurinn í kafi, svo að upp úr stóðu hnýflarnir einir, en svo vel var um búið, að hvergi gaf sjó inn. Síðan gerðu þeir flota úr timbri, til þess að hafa á eftir byrðingn- um í eftirdragi. Til styrkingar reyrðu þeir köðlum um byrðing- inn og farminn og sömuleiðis um timburflotann. Segl. höfðu þeir á byrðingnum, stundum 2 eða 3, því að ilt var að kom- ast að að róa þeim, og sömu- leiðis á flotanum, en höguðu þó svo til, að flotinn var jafnan gangtregari en byrðingurinn. Svo biðu þeir byrjar og sigldu heim og skiftu síðan með sér farminum að hlutfalli réttu. Tekið er það fram, að nærfelt aldrei hlektist byrðingunum á í ferðum þessum. Byrðingarnir lögðust alveg niður fyrir 1700, og fóru menn þá að sækja reka- við á almennum bátum, sex- eða áttæringum, og kölluðu það að fara með stokkafarm, en ferðir þessar kölluðu þeir flota- ferðir; 8—10 manns voru á bátnum. Þeir völdu sér viðinn, hlóðu bátinn og gerðu flota og höfðu hann í eftirdragi. Þegar alt gekk vel og byr var hag- stæður, gat þetta borið sig, en ef veður gerði að þeim, urðu þeir oft að höggva af sér flot- ann, ryðja farminum, og stund- um fórust skipin alveg. Gerði bæði, að farmurinn var illur og skipin léleg. — Á síðustu ára- tugum minkar mjög reki til landsins. Skiftarétturinn er tvö kerti. I Birma, einu af smáríkjun- um á Indlandi, er það siðvenja, að þegar hjón eru orðin leið hvort á öðru, þá skilja þau og skifta eignunum á þann ein- falda hátt, að þaú loka húsinu, kveikja á tveim kertum og bíða þess að þau brenni út. Það hjón- anna, sem kertið átti, sem fyr brann út, stendur á fætur og fer burt fyrir fullt og alt, án þess að taka nokkuð með sér annað en fötin, sem þau standa uppi í- Atelier llésipdarar hafa ávalt forystuna í smekklegri ljósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Ljósmyíidastofa Sigurðar Guðmundssoiiar, Lækjargötu 2, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.