Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 frumbyggjar. Prh. af 5. síðu. og virtist vera alveg utan við sig. Varir hans bærðust og hann sagði eitthvað, en þau gátu ekki heyrt hvað það var. Vinnupilt- urinn gægðist fyrir hornið á gömlu hlöðunni, en enginn tók eftir honum. Adoniram tók í tauminn á nýja hestinum og teymdi hann yfir flötina að nýju hlöðunni. Nanny og Sammy földu sig bak- við móður sína. Hlöðudyrnar opnuðust og þarna stóð Adonir- am. Hesturinn teygði álkuna nasandi yfir öxl hans. Nanny stóð kyrr fyrir aftan móður sína en Sammy hljóp alt í einu fram fyrir hana. Adonir- am starði á þau. „Hvað í ósköpunum eruð þið að gera hér?“ sagði hann, „og af hverju er húsið lokað?“ „Við erum flutt hingað og ætlum að búa hérna, pabbi,“ sagði Sammy með skjálfandi röddu. „Ha!“ sagði Adoniram. „Er- uð þið að sjóða eitthvað hérna í hlöðunni?" Hann opnaði dyrn- ar að þreskiklefanum og leit inn, svo sneri hann sér að konu sinni, náfölur. „Hvað í ósköpunum á þetta að þýða, mamma,“ stundi hann. „Komdu innfyrir, pabbi,“ sagði Sarah. Hún leiddi hann með sér inn í þreskiklefann og lokaði dyrunum. „Vertu ó- hræddur, pabbi,“ sagði hún. „Ég er með fullu viti og það er ekkert að óttast. En.við erum flutt hingað og við ætlum að búa hérna. Við höfum eins mik- inn rétt til þess að vera hérna og hestarnir og kýrnar. íbúðar- húsið var orðið svo hrörlegt, að við gátum ekki búið í því leng- Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og ikökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 aura. Franskbrauð heil á 40 au. — hálf á 20 au. Súrbrauð heil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómi og Í8. Sendum um allan bæ. Pantlð í síma 1606. Brauðgerðarhás: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. ur, og þess vegna flutti ég hing- að. Ég hefi gert skyldu mína í f jörutíu ár og ég ætla líka að gera hana nú, en hér ætla ég að búa. Þú verður að setja upp skilrúm og glugga og kaupa einhver húsgögn.“ „Hvað er þetta, mamma?" sagði gamli maðurinn með and- köfum. „Það er bezt fyrir þig að fara úr jakkanum og þvo þér. Þama er þvottaskálin. Við ætlum að fara að borða kvöldmatinn.“ „Hvað er þetta, mamma!“ Sammy gekk fram hjá glugg- anum og teymdi nýja hestinn yfir að gamla hesthúsinu. Gamli maðurinn sá til hans og hristi höfuðið orðlaus af undrun. Hann reyndi að klæða sig úr jakkanum en orkaði því ekki, svo kona hans hjálpaði honum. Hún helti vatni í tinfat og náði í sápu, svo greiddi hún hæru- grátt hár hans þegar hann hafði þvegið sér. Hún bar matinn á borðið, Sammy kom inn og öll fjölskyldan settist til borðs. Adoniram starði ruglaður á diskinn sinn, og þau biðu. „Ætlarðu ekki að lesa borð- bænina, pabbi?“ spurði Sarah. Og gamli maðurinn teygði höf- uð sitt og bað í hljóði. Á meðan máltíðin stóð yfir, starði hann stöðugt á konu sína en borðaði þó með góðri lyst. Hann var svangur eftir ferða- lagið og maturinn var góður. Að lokinni máltíð fór hann út og settist á dyraþrepið í fjós- dyrunum. Þar áttu Jersey-kýrn- ar upphaflega að ganga inn, en Sarah hafði ákveðið að það ættu að vera aðaldyrnar á hús- inu. Hann sat hreyfingarlaus og grúfði andlitið í höndum sér. Þegar búið var að þvo upp diskana og mjólkurföturnar, kom Sarah út til hans. Það var farið að rökkva og himininn var léttskýjaður. Úti á enginu stóðu raðir af heystökkum, kvöldið var svalt og kyrt. Sarah laut niður að bónda sínum og lagði höndina mjúk- lega á herðar hans. „Pabbi!“ Herðar gamla mannsins hristust af ekka. „Nei, gráttu ekki pabbi,“ sagði Sarah. „Ég skal------setja upp — •— skilrúmin,- og — — hvað sem þú vilt,-----mamma.“ Sarah bar svuntuna upp að andlitinu til þess að hylja sigur- brosið sem breiddist um varir hennar. Adoniram var líkastur vígi, sem ekki hefir neinn liðsafla og hlýtur því að vinnast ef nógu áhrifamiklum vopnum er beitt. Hringur Elísabetar drottningar. Margir, sem unnað hafa lista- verkum og merkisgripum, hafa fengið dýrmætustu hluti safna sinna í uppboðsstofu Christiés í London. Fyrir nokkrum árum var seldur þar hringur, sem á að hafa valdið dauða Elísabet- ar drottningar og eins af vild- armönnum hennar. Hringurinn er úr gulli og greiptur í hann gimsteinn. í steininum er andlitsmynd drottningar. Óþektur Itali smíð- aði þennan hring, sá hinn sami, er krotaði hina nafnkunnu mynd af Hinrik áttunda, sem geymd er í gripasafni konungs- ættarinnar í Windsor-kastala. Hringur þessi á langa sögu og merka. Elísabet drottning gaf hann jarlinum af Essex, er ástir tókust með þeim. Sagði hún honum að gæta hringsins vel, og ef hann móðgaði sig, skyldi hann senda sér hringinn og skyldi þá öll misklíð á enda. Löngu seinna komu óvinir jarlsins því til leiðar að hann var dæmdur til lífláts. Eitt með öðru, sem olli gremju drottning- ar var það, að jarl hefði farið óvirðulegum orðum um fegurð drottningar. Átti hann að hafa sagt, að sál hennar væri sami vanskapnaðurinn og líkaminn. Eftir að dauðadómurinn hafði verið uppkveðinn, bjóst drottn- ing við, að fá hringinn sendan, og ætlaði þá að náða jarlinn, eins og hún hafði lofað. Jarlinn var líka reiðubúinn að senda hringinn, þegar fokið var í öll skjól. I því skyni sendi hann eftir frú Howards, greifafrúar- innar af Hettingham, er var frændkona hans, og bað hana að senda trúverðugan mann með hringinn, sem treysta mætti að fengi drottningu sjálfri hringinn. En hún gat ekki þagað yfirj' beiðni jarlsins og sagði manni sínum frá því. Maður hennar var svarinn fjandmaður jarls- ins og lét konu sína lofa að koma hringnum ekki til skila. Drottningin gaf samþykki sitt til líflátsins og var þungt í skapi yfir hroka jarlsins, sem kaus heldur að deyja en að leita á náðir hennar. Nokkru eftir þennan atburð tók greifafrúin sótt mikla, og þegar hún vænti dauða síns „Góða mamma,“ sagði hann í hásum rómi. „Mér kom ekki til hugar að þér væri svona mikið áhugamál að koma þessu í kring.“ gerði hún boð eftir drottningu. Fékk greifafrúin þá drottningu hringinn og bað afsökunar á því að hafa ekki skilað honum fyr af ótta við mann sinn. Drottningin varð forviða og réði sér ekki fyrir bræði. Tók hún óþyrmilega í lurginn á sjúklingnum og sagði, að þó að guð kynni að fyrirgefa misgerð þessa, þá gæti hún það ekki. Rauk hún síðan burt, frávita af reiði og harmi. Hún var utan við sig í meir en hálfan mánuð og fór ekki af klæðum, en lá. í rekkju sinni, eða æddi um. Ekki fékkst hún til að borða. Um síðir dó hún af hungri og harmi. Fyrir rétti. Maður nokkur, sem stefnt hafði verið fyrir rétt, var að segja kunningja sínum frá við- ureign sinni við rannsóknar- dómarann og fórust þannig orð: „Ég er altaf svo helvíti góð- ur að þræta, en þegar ég á að fara að sverja, fer ég eins og heldur að linast.'ú ÞAÐ, SEM ÉG SÁ 1 HLIÐARHERBERGINU. Frh. af 3. síðu. — Nei, ekki á morgun. — Því þá ekki á morgun? — Þei, þei, góði! Ég verð við jarðarför á morgun. Ættingi minn er dáinn. Svo að nú veistu það þá. — En hinn daginn? — Já, hinn daginn; hérna við hliðið; ég bíð; vertu sæll! Ég fór. Hver var hún? Og af hverj- um var líkið? En hvað munn- vikin skældust í þessu and- styggilega háðsglotti. Hinn dag- inn átti hún von á mér. Ætti ég að koma aftur? y Ég, fer beina leið inn á kaffi- húsið Bernina og bið um bæjar- skrána. Ég slæ upp á Gamle Kongevej númer þetta og þetta, — jæja, ég finn nafnið. Svo bíð ég um stund, þangað til morg- unblöðin koma. Ég les með áfergju dánartilkynningarnar, — jæja, ég finn líka nafnið hennar; það er efst í röðinni, feitletrað: Maðurinn minn and- aðist í dag eftir langvarandi legu, 53 ára að aldri. Tilkynn- ingin var dagsett í fyrradag. Ég sit lengi og yfirvega þetta: Maður nokkur giftir sig, konan hans er þrjátíu árum yngri en hann; hann fær lang- varandi sjúkdóm; svo deyr hann einn daginn. Og ekkjan kastar mæðinni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.