Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Varaforseti herstjórnarráðsins í Nanking, „kristni hershöfð- inginn“, Feng Yu Hsiang, sem er kominn heim aftur til Kína, til þess að reyna að stöðva innrás Japana, sést hér á myndinni ásamt konu sinni og yngstu börnunum. Myndin er tekin, þegar þau komu til Nanking. I fréttaskeytunum frá útlöndum er stöðugt verið að segja frá nýjum og nýjum herflutningum Japana yfir á meginland Asíu, til Mansehukuo og Norður-Kína. Á myndinni sést járn- brautarlest, sem er að leggja af stað frá Tokio, höfuðborginni í Japan, full af hermönnum, sem eiga að fara yfir til meginlands- ins, til þess að berjast þar fyrir nýjum arðránsmöguleikum fyrir japanska auðvaldið. Bæði hermennirnir í járnbrautarlestinni og ættingjar þeirra og vinir á járnbrautarstöðinni veifa með litlum japönskum fánum að skilnaði. Kreppuráðstöfun. Pólskir bændur eru svo spar- samir, að þeir nota 4 sinnum sömu eldspýtuna. Þeir nefnilega kljúfa hana að endilöngu. Pól- verjar segja, að þetta sé ekki satt, heldur séu það Skotar, sem noti þessa aðferð. Peningar grafnir í jörð niður. f Suður-Svíþjóð hefir nýlega komið einkennilegt mál fram í dagsljósið. Jarðeigandi nokkur hafði nýlega selt búgarð sinn fyrir 160,000 krónur. Bankinn, sem hann hafði ætlað að leggja peningana á vöxtu í, neitaði að taka við peningunum. Nú er jarðeigandinn dauður og ráðs- kona hans skýrði skiftaréttin- um frá því, að 60,000 væru geymdar í svefnherberginu, en 100,000 í leirkrukku undir gólf- inu 'í einu af útihúsunum. Slæmur félagsskapur. Lárus bindindispostuli var á gangi á götu og sér þá kunn- ingja sinn liggja augafullan í göturennunni og við hlið hans lá grís. Þá hristi Lárus höfuðið og sagði: „Raunalegt er að vita þig í svona félagsskap." Þá stóð grísinn á fætur og fór sína leið. Það má ekki móðga Hitíer og Mossulini. Ameríski rithöfundurinn Sinclair Lewis hefir nýlega gef- ið út bók, sem heitir: „It can’t happen here.“ I bókinni er sýnt fram á þýðingu fasistískrar byltingar fyrir þjóðirnar. Upphaflega átti að gera kvik- mynd um efni bókarinnar, en ritskoðari kvikmyndahandrita neitaði að viðurkenna handritið með þeim forsendum, að ekki mætti móðga Hitler og Musso- lini. Erfingjar. Miljónamæringurinn O’Flah- erty í San Francisko lét eftir sig margar miljónir. En það voru heldur ekki færri en 1204 persónur, sem gerðu erfðakröfu í dánarbúið. För dem, som er glad i musik. Ameríski tónlistartrúðurinn, Perry Perkins, leikur með list og prýði á 101 hljóðfæri mis- munandi tegundar. Formælingar. I nýútkominni bók um for- mælingar er sagt frá einkenni- legum einvígjum meðal frum- stæðra þjóðflokka. Andstæðing- arnir taka sér stöðu hvor á móti öðrum með nokkurra skrefa millibili og taka að blóta og for- mæla hvor öðrum, ætt hvor annars og öllu viðkomandi ætt og eignum hvor annars. Þessi einvígi geta staðið tímum sam- an, en sá, sem sigrar er í mikl- um metum hafður og fær þægi- lega stöðu í heiðursskyni fyrir orðkyngi og úthald í formæl- ingum. 8|. Myndin hér að ofan er af brezka nýlendumálaráðherran- um J. M. Thomas, sem nýlega varð að segja af sér sakir hneykslismáls, sem hann var við riðinn. Huggarinn. Konan hrópar á mann sinn sér til hjálpar og segist hafa gleypt nál. Maðurinn kemur og segir með mestu stillingu: — Taktu þessu með ró, kona. Hér er önnur nál. Anna og María. I veröldinni eru um 94 milj. kvenna með nafninu Anna og um 90 miljónir með nafninú María. Þessi nöfn eru því ekki beinlínis frumleg lengur. Dýr málarekstur. Kostnaðurinn við hina víð- tæku rannsókn út af Stavisky- hneykslinu hefir nú verið gerð- ur upp. Málareksturinn kostaði hvorki meira né minna en 21 miljón franka. Hættuleg tilraun. Á veitingahúsi einu í Buda- pest bar það við nýlega, að einn af gestunum, sem orðinn var nokkuð ölvaður, gekk að döm- unni, sem spilaði fyrstu fiðlu í hljómsveit veitingahússins og kysti hana. í hljómsveitinni voru tólf dömur og réðust þær allar á manntetrið, sem hafði gert þetta í beztu meiningu, og lúbörðu hann fyrir tiltækið. Þegar honum var loks bjargað úr klóm kvennanna leit hann út eins og hann hefði verið á fremstu víglínu í heimssíyrjöid- inni. RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON. STEINDÓRSPRENT H-F-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.