Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 4
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Maxim Gorki, flökkudrengurinn, sem varð heimsfrægur rithöfundur. MAXIM GORKI AN þess að öðlast hið löggilta stimpilmerki Nobelsverð- launanefndarinnar er Maxim Gorki látinn, 68 ára að aldri, frægari en nokkur annar lista- maður i heiminum, vegna þess, að i einni af bókum sínum hefir Trann lýst lífi sínu þannig, að hver Rússi les þar brot af sinni eigin æfisögu. Að vísu hefir hann skrifað aðra ágæta rómana, sam- ið leikrit, sem sýnd hafa verið um allan heim, ort byltingaljóð, sem hleypíu straumi og skjálfta í zarveldið, en sæti á insta bekk á skáldaþingi heimsins hlaut i nn fyrst með bókunum , IIemska mín“, „.Méðal framandi 'iU'anria" og „Háskóli minn“. Detti manni Gorki í hug, verður rn’anni iyrst hugsaö til þess, eftir hvaða íeiðum hann hefir getað náð svo íangt að skrifa þessa sjálfsæfi- sögu, sem er svo laus við sjálfs- hyggju Goethes og Strindbergs og blygðunarleysi Casanova og Rousseaus; hún er svo marxist- isk, að þar er ekki einu sinni tíl nein söguhetja, sem svo mjög þykir prýða allar borgaralegar bökmentir. Fyrir þetta er hann órðinn brautryðjandinn, sem ung- lr amerískir og evrópiskir rithöf- undar feta á eftir. Á hvern hátt hefir hann unnið sigur á sjálfs- byggju sinni? EINS og menn vita, er Maxim Gorki rithöfundarnafn, en ekki skírnarnafn og þýðir „hinn beizki“. En þetta dulnefni, sem hann hlaut hjá vini sínum, skáld- inu Korolenko, varð svo þekt, að það eru að eins kirkjubækurnar í Nisjni Novgorod, sem geta hrós- að sér af því, að geyma á hinum sk'rautlegu spássíum sínum nafnið Alexei Maximiovitsj Pjieskof og angum kkkjubókagrúskurum dytti í hug, að setja það nafn í sam- band við Maxim Gorki. Einnig telu'!' kirkjubókin fæðingardiag hans vera 16. mars, en hann sjálf- ut álítur 14. mars fæðingiardag stan, og fæðingarárið, 1868, hefir hann d'regið mjög í efa. Maxim Gorki þroskaðist snemma í skóla stó'rra viðburða. Samkiomulag fjölskylduHna’r var ekki sem bezt. Þannig bar við etan dag, að móðu'rbræður hans tveir reyndu að losna við föður hans á þann hátt, að h'rinda bon- um út í vök á ís, en þá hefir Gorki naumlast verið meira en ársgamall. Afleiðingin var sú, að faðiir hans tók sig upp eg fór með kionu sína og bam til Astr- akhan, til þess að forðasí hina hættulegu mága sína. Það fyrsta, sem dængurinn man eftir er and- lát föðurins og ferðalagið meö móðurinní til Nisjni Novgorod, það er viðburður, sem hefír brent sig svo tan í vitund barnsins, að hann man efti'r froskunum, sem stukku upp á líkkistu föðuT hans. Bn þegar heim kiemur hefír lít- ið vænkast hagu'r Strympu og samkiomulagið á heimilmu hafði ekki batnað með árunum. Bræð- umir, móðurbræður hans, áttu i sífeldum erjum við gamla svíðing- tan föður þeirra, út af því, að karlinn fékst ekki til þess að skifta a-rfinum. Þessi eilífu r;fr- ildi og áfl og hafa gert sitt til þess að efla athyglisgáfu drengsins. Hún var bonum nauðsynleg sjálfs vöm í þessu umhverfi. Og þó hefði þessi sjálfsvöinn orðið fyrir gíg, ef amman hefði ekki! verið á beimilinu, hin fræga Babusjka, sem leiddi hann inn á mannlega viegi og kenndi honum og fræddi hann af almúgavizku sinni. Þegar Gorki var fjórtán ára dó móðirta. Babusjka var blá- fátæfc, og nú varð Gorki einn að ryðja sér braut. ÞVÍ Rússlandi, sem Gorki steit barnsskóm sínum á, hefir verið lýst af svo mörgum, að við geymum í huga vorum miargar myiKlir af því. Það var Rússland zarveldisins, og sumum trúuðum sólum virðist það svo fagjurt og æfíntýralegí, að augu þieirra verða blind af þrá eftir því, ef þær heyxa það niefnt. En Maxim Gorki hefir áreiðanlega málað sönnustu mynditia aF því, ann- ars væri byltingin lítt skiljanleg. Öllxun leiðist. Verkamaðurinn stel- ur „út úr leiðindum‘“, gleðikonur selja sig, „af því leiðindin hafa diepið blygðunartilfinningu þeirra". ívan hinn hræðilegi var „keisari, sem leiddist". Og bændi- urtnir, sem sendir eru til himna- ríkis, eftir að hafa út úr leiðindum legið í fylliríi og slagsmálum í beilan diag, eru svo daufir, að „driotttan geispar, meðan hann hlustar á þá‘!. 1 svoleiðis landi geiast sjaldan viðburðir, en gerist einhverntíma etahver viðburður, þá er hann hrór og þátttakendur bans óbefl- aðir dótnar. í slíku umhverfi þró- ast löngunta til grimdar. Það er því ekkert einsdæmi, þegar Gor- ki sér mann tafca í fótinn á drukk- tani stúlku, draga hana út úr vagni og berja höfðinu á benni við vagnþrepið, eða þegar nokkr- ar fullar bullur era samankiomn- ar í herbergi og taka að l'eika jarðarför, en líkið er komunguri drengsnáði, sem þeir hafa helt kengfullan. SEINNA, þegar Gorki ætlaði að fara að skrá þessa við- burði, farast honum þannig orð; , „Margt af þessu vildi óg helzt ekki þurfa að skrifa; ég vildi helzt dylja það, en sannleikann verður að segja, og þegar alls er gætt, þá er ég ekki að skrifa um sjálfan mig, heldur um þau skilyrði, sem rússneski almúginn hefir átt við að búa og á við að búa fram á þennan dag.“ (1917). Um þessar þyrnileiðir átti Gorki að brjóta sér braut 14 ára gámall. Hann var um skeið létta- drengur h já byggingafræðingi, þjónn á rauðmálaða fljótabátn- um á Volgu, leigður til þess aö mæla með dýrlingamyndum, einkar haldgóðrar tegundar, fyrir verzlún nokkra og bakarasveinn um tíina. Flest átti hann aö reyna. Oft var hann hnepptur í fangelsi, og einu sinni reyndi hánn .að frernja sjálfsmorð. Þeg- ar hann því talar um „Háskóla sinn“ og það, sem hann hefir lært þar, þá verður margur há- skólaborigari dálítið hnugginn yf- ir því, hve lítið hann í raun og vera veit. 1 þessum háskóla lífsims lærir Giorki að þekkja sannleikann um miennina. Og tilviljunin hefir nú einu sinni hagað því þannig, að Rússar bera á borð alla sína sam- anspöraðu lífssptski í orðekviðum og málshátíum, og tilviljunin hag- aði því lika þannig, að þessi stúd- ent hinna löngu þjóðvega hafði lagt sér til þann vana, að skrifa niður hjá sér öll þess háttar sann- leikskom á bréfmiða. Miðinn hefir másllre fokið eitthvað út fyrir veg- tan, en orðin sátu föst í heila drengsins. Þetta geta verið ó- mierlkilegar setnirigar, þegar t. ‘ö. hinn bláfátæki efnafræðingur seg- ít, að kötturinn sé þóttafull og efunaxgjörn skepna, þá er óþarll að missa hnerrann af undr- un yfi'r þvílíkri vizku, e,nda þót£ efnafræðingurinn komi þar upp um sjálfan sig. Og þegar stótcfi yfirkokkurinn, Smuri, á Volga- bátnum gellur við og segir: Munurinn á mönnunum er falirite í heimskunni. Einn er hygginn, annar minna hygginn og priðft flón. Til þess að verða hygg- inn, verður maður að lesa hinar réttu bækur — skilurðu það!“ þá verður að játa það, að é hinum löngu og seinfömu þjóð- vegum og vatnaleiðum finnasl hinir spökustu lærimeistarar. Það er því ekkert öfugmæli, þegar Gorki talar um háskóla sinn. Og barnalærdóm hans er að finna fe einu tilsvari í leikriti hans, þar sem nokkrir betlarar og fyllibytt- ur, að öðru leyti sómafólk, ern , .saman komnir. Ein fyllibyttan fær opinberun og öðlast spá- dómsgáfuna út úr fyllirii og boð- ar: „Maðurinn er sannleikurinn." » TC’TLI máður sér að leita aö orðslægð i æfiminning- um Gorkis, verður maður að gera það á eigin reikning. Að visu hefir hann margt sagt um rússneska almúga- manninn, og á því er hægt að byggja rússneska þjóðarsálfræði. Or verkum hans er líka hægt að tína ýmislegt efni saman til á- róðursstarfsemi bæði með og móti bolsévisma, en maður gerir' það líka á eigin reikning. En þetta verk er framar öllu öðm marxistískt, „ég-persónan“ er ekki hetjan; hann treður hvergí NÍJA SKÖ, enn þá eina! Þú hefír ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.