Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 5
A L E> V Ð U B L A Ð I Ð 5 Mjólkurpósturinn. Eftir Öldu. sjálfum sér fram; hann skyggir hvergi á rússnesku þjóðina. En upp úr djúpunum stígur ein vera, sem svifur á engii- vængjum yfir allri eymd mann- lesgs breyzkleika; það er amman, Babusjka. Að vísu er hún trú- uð, en hjá henni er trú og lif runnið saman i eitt. Hún getur byrjað bænir sínar á gæluorðum við eftirlætisdýrlinginn sinn; „Ó, þú blómgaða ávaxtatré", og hún getur nefnt nafn guðs og dýr- línganna jafnoft og togaraskip- stjórar blóta, án þess að nöfnin verði meiningarlaus uppfyllingar- orð, að eins íil þess að fá hrynj- andi í setninguna. Fyrir henni verða þessi orð tjáning þeirra ofurmannlegu gæða og miskunn- semi, sem hún á í svo ríkum mæli. Hún dæmir aldrei neinn, að eins skilur og fyrirgefur. Það er því ekkert óeðlilegt við það, þegar hún mætir úlfinum í skóg- inum og úlfurinn þefar af henni og hún segir; „Farðu burt — farðu i guðs friði.“ Fáir rithöfundar hafa átt að baki jafn viðburðaríkan lifsferil og Gorki. Örlögin virðast ekki hafa hlíft honum við neinu — nema Nobelsverðlaununvun. Framtíðarspáin. í Ungverjalandi er sigöjnara- þjóðflokkur, sem er mjög hjátrú- arfullur. Þegar sveinbarn fæðist, er strax farið að spá því, hvað úr drengnum muni verða. Tekin er silfurskeið og fiðla og lögð hjá honum. Ef hann grípur fyrst silfurskeiðina, verður hann þjóf-, ur, en ef hann grípur fiðluna fyrst, verður hann fiðlusnillingur. En ef hann grípur hvorttveggja i einu, verður hann slagarahöf- undur. Atelier Ijósmpdarar hafa ávalt forystuna í smekklegri ljósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. L|ósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar, kaekjargötu 2, Reykjavíli. r i j* G geng um gráar götur þorpsins snemma morguns í júlí. Þorpið er sofandi enn þá. Það er of snemt til að verka- raenn séu komnir til vinnu sinnar. Á stöku stað sést einn og einn maður á feríi, þreytulegir og syfjaðir slæpingjar, sem líklega hafa ekkert sofið alla nóttina. Flestir þeirra eru sljóir í augun- um, með úfið hár eða bögglaða hatta; þeir bera það með sér, að þeir hafa orðið utanveltumenn i lífinu. Annaðhvort hefir þeim orðið eitthvað á, sem mannfélag- ið hefir ekki getað fyrirgefið, eða það hefir aldrei haft neitt með þá að gera. Upp úr reykháfum sumra húsanna er grár reykurinn að byrja að liðast út í morgun- loftið, til að gera það enn grárra, og í eldhúsgiuggunum sjást syfjuleg andlitin á vinnukonun- um, sem eru að koma á fætur og byrja á því, að líta til veðurs. Og þarna kemur mjólkufpóstur- inn með gamla, rauðblesótta hestinn sinn, sem hann beitir fyrir gamla vagninn, sem einu sinni var rauður, en veður og tími hafa nú næstum máð af hon- um allan lit, að eins hér og hvar er skella, sem segir til um hinn upprunalega lit hans. Mjólkur- pósturinn nemur staðar við hvert hús, skilar mjólkurfötu og tekur aðra í staðinn. Hann er miðaldra maður, hávaxinn og ofurlítið lotinn, hárið var einu sinni þykt og svart, en nú er það orðiö þunt og hæruskotið. Hann er tog- innleitur og kinnfiskasoginn með grátt yfirskegg, augun eru brún, augabrýrnar loðnar og svipurinn festulegur og duiur. Við hlið hans í vagninum situr dóttir hans, unga stúlkan, sem hvert mannsbarn í þorpinu þekkir. Meðan faðir hennar skilar af sér mjólkinni, situr hún með hend- urnar í kjöltu sér, hreyfingarlaus eins og steingervingur i litla hægindastólnum, sem faðir henn- ar smíðaði handa henni og varði svo miklu hugviti og vinnu til að gera sem ’þægilegastan. Oftast horfir hún þegjandi fram fyrir sig, en ef faðir hennar yrðir á hana, svarar hún eins atkvæðis orði og brosir, þau er bæði fá- málug, feðginin; ef tiþvill hugsa þau þess meira. Hún er i grárri káþu, unga stúlkan, og með grátt ullarteppi vafið um fætur sér, þvi það er kalt að sitja hreyf- ingarlaus í vagninum snemma á morgnana. Á höndunum hefir hún ullarvetlinga og á höfðinu snotra hvíta núfu, sem fer vel við dökkt hárið og alvarlegt and- litið. í útliti er hún mjög lík föður sínum, hefir sama togin. leita andlitið; hennar andlit er að eins unglegra en hans, nema augun; þau virðast bera með sér þjáningar og Hfsreynslu heillar mannsæfi; þau eru dökk og djúp, augu krossberans, sem veit að hann er dæmdur til að bera böl sitt æfilangt. Hún er ináttlaus upp að hnjám. . Einu sinni var hún lítil stúlka, vel gefin og efni- leg í alla staði, dóttir bóndans i dalnum og eftirlæti allra, setn þektu hana. Þegar hún var 10 ára að aldri kom ólánið; bæði hún og móðir hennar fengu löm- unarveikina. Móðirin dó, en dótt- irin varð máttlaus. Dalabóndinn seldi jörð sína og varði aleigunni til að leita dóttur sinni lækn- inga, enginn hefir heyrt hanti mæla æðruorð, hvorki þegar kona hans dó, né þegar lækn- arnir sögðu honum, að dóttir hans væri ólæknandi. Síðan eru tvö ár, og þann tíma hefir hann unnið fyrir sér og dóttur sinni sem mjólkurpóstur. Við þessa dóttur hans hafa ef til vill allar hans vonir og hugsjónir verið tengdar. Frá því hún fædd- ist hefir það verið markmið hans að búa svo í haginn fyrir hana, einkabarnið, að hún geti, þegar hún stækkar, átt betri daga en þau hafa átt, foreldrarnir. Svo þegar hún er orðin farlama, snýst öll hans hugsun og umhyggja um að henni geti liðið sem bezt, að hún finni sem minst til þess, að hún er öðru vísi en annað fólk. Ef til vill leynist líka inst í huga hans ofurlítill vonarneisti um að dóttir hans fái máttinn aftur einn góðan veðurdag á einhvern dul- arfullan og óskiljanlegan hátt. Og mjólkurpósturinn og dóttir hans halda áfram leiðar sinnar, og gleymast mér í önnum dagsins. Eftir þrjú ár kem ég aftur í þetta þorp; alt lítur eins út og þegar ég var þar. Það er snemma morguns; skipið, sem ég er með, liggur á höfninni, og ég hefi fylgt kunningjastúlku minni í land. Við mætum mjólkurpóst- inurn með gamla, rauðblesótta klárinn sinn; en nú er hann einn í vagninum. „Veistu af hverju dóttir hans er ekki með honum?“ spyr ég kunningjastúlku ntína. „Hún.er dáin,“ segir hún. „Hún dó úr lungnabólgu í fyrravetur; hefir sjálfsagt ofkælst á þessu sífelda ferðalagi. Hún var nú sæl að fá að deyja, því hún lífði ekki nerna sjálfri sér til angurs og föður sínum til byrði. Svo var hún heldur ekki alveg með sjálfri sér.“ „Hvernig ekki með sjálfri sér?“ spyr ég. „Hún vildi ekkert vinna. Sjálf- sagt hefði hún getaö gert eitt- hvað í höndunum, til þess að vera ekki algerður ómagi á karl- inum." „En stóllinn hennar er enn þá í vagninum,“ segi ég. „Já,“ segir kunningjastúlka mín. „Karlinn hefir nú alla tíð verið einkennilegur; hann vili ekki taka stólinn, og meira að segja teppið, sem hún hafði um fæturna, liggur enn þá i honum.“ Gamli maðurinn heldur áfram að bera nyólkina í húsin, en hann er orðinn þungstígari en hann var, bakið ofurlítið bogn- ara, hárið ofurlítið grárra, and- litið skorpnara og hrukkurnar á því fleiri og dýpri. Margir, sent mæta honum, skotra forvitnislega til hans augunum, en hann sér það ekki, eða læzt ekki sjá það. Svipur hans er sem lokuð bók, og augu hans virðast aldrei horfa á neitt sérstakt; þau horfa út í óendanlegleikann, þangað sem þær eru horfnar, kona hans og dóttir, þangað sem hana hverfur líka bráðum sjálfur. Fjölskyldu-kapplið. Á hátíð einni í Viborg kepti úr- vals knattspyrnulið staðarins við tólf bræður, sem allir voru synir frú Dahl í Hvilsom. Frúin mars- eraði sjálf í bnoddi fylkingiar inn á knattspyrnuvöllinn. Elzti son- uriran, Anders, sem er 36 ára, var bara með sem varamaður, því að haan áleit, að hinir ellefu væru fullkiomlega færir um að standa sig jgegn úrvalsliðinu. í skólanum. I einum bekknum var sögu- kennarinn að halda móralska pre- dikun yfir hinum syndugu nem- endum og lauk henni á þessa leið: — Og ef þið hagið ykkur ekki betur hér eftir, þá nota ég engin vettlingatök við ykkur, og þá — — drottinn sé með yður. Á aftasta bekk situr Alli litlf og segir í hálfum hljóðum: — Og með þinum anda.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.