Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.07.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.07.1936, Blaðsíða 5
A L Þ V Ð U B L A D 1 Ð 5 hljóp að borðinu, léttilega eins og ung stúbta, dregur út skúffu og tekur upp eldhúshníf. .,Sko þennan hníf hérna! Með honum hefi ég gert morðtilraun. Það eru þegar tuttugu ár síðan. Ég var þá stofustúlka hjá fjár- málaráði Martin í Maríugötu. Ég var þá mjög ung stúlka, nýkom- in úr sveit.“ Hvern ætluðuð þér að myrða? Hvern ég ætlaði að stinga með hnífnum? Fyrsta manninn, sem ég elskaði á æfinni, hann ætlaði ég að myrða. Enginn hafði áður unnið ástir mínar. Við vor- um mörg systkynin, og heima var aldrei sagt vingjarnlegt orð við mig. Og nú kom maður og sagði við mig: Þér eruð fallegar, fröken, — og klappar mér og kyssix mig og fíflar mig. . . .“ . . . Og giftist yður ekki. Það er gamla sagan. „Æ-já; hefði það bara verið þannig — hefði það að eins verið það! Um það hugsaði ég ekki. Slíkur herra — hann var bróðir hennar hágöfgi, fjármálaráðs- frúarinnar. Með smjaðri sínu bleytti hann mig upp, líkt og þvott í sápuvatni. Þegar þvott- urinn einu sinni er kominn þarna í balann, getur maður gert við hann hvað sem maður vill — þá er hægt að vinda alt úr hon- um — ef maður gerir það dug- lega og sterklega, þá líka litinn og líningarnar af.“ Vel sagt, hugsaði fréttaritarinn. Þetta verður meira en klausa. Hann tekur minnisbókina upp úr vasa sínum og hraðritar: Sam- líkingar þvottakonunnar, eða Heimspeki þvottakonunnar. Þetta er hægt að hafa fyrir fyrirsögn, tvídálka á fyrstu síðu! „Ég varð líka mjög leiðitöm. Ég var hjá honum i íbúð hans og var eiginlega hamingjusöm. Bn svio hætti hann að hvetja tnig til þess að koma oftar til sín, og ég varð hrygg.“ Og þá ætluðuð þér að myrða hann? „Ó-nei. Ég var þá bara sveita- stelpa og tók öllu eins og það gerðist og hélt það yrði svo aö vera. En þá skeði dálítið, sem ég vissi að ekki var eins og Það átti að vera. ... Hann sagði mér, að ég ætti að fara í bláa kjólinn, sem hann hafði keypt fyrir mig, og koma til hans um kvöldið; það yrði lítils háttar samsæti heima hjá honum. Nú - ég fór þangað. Það voru þeg- ar tveir vinir hans komnir þar, ng hann lét mig setjast á milli ]>eirra. Einnig var þ£Lr einhver hama, sem sat hjá honum — Dama! — Ég sá seinna hvers konar dama það var. — Hún var við hans hæfi, sú konukind! Jæja, við borðuðum kökur og drukkum vín, og síðan var gert hálf-dimt. Það logaði að eins á borölampa með rauðum skermi. Báðir þessir vinir hans vildu eiga vingott við mig, hvöttu mig til þess að drekka meira og sögðu við mig, að ég skyldi sleppa öllum láta- látum — við værum hér ekki á meðal þorpsbúanna og ég ætti að hegða mér eins og dama. Ég var svo hikandi — ég segi yður það satt — ég var bara sveita- stelpa; ég vissi ekki hvað ég átíi að gera og ég vildi ekki gera þá reiða — svo ég sætti mig við þetta alt. Alt í einu sagði annar þeirra: Nú eiga dömurnar að aflklæða sig. Hin var auðvitaö strax til í það, en ég vildi ekki heyra það nefnt. Þá kallaði hann mig á eintal, skammaði mig og ætlaði alveg að gera út af við mig. Hann sagðist verða að skammast sín mín vegna, ég hafi þó ekki endra- nær verið svona tepmleg, og hann skuli sjá til þess, að ég kiomist áfram í Iífinu, ef ég viiji gera þetta lítilræði fyrir sig, og hvort ég vilji ekki halda áfram að vera elsku rósin hans og vsra góð . . .? Ég herti þá upp hug- ann, helti í mig snaps eg víni og svinahestin afklæddu mig — hin hafði gert það sjálf hjálpar- laust. Hún var í skrautlegum kjól Dg mærkjól og svo vildi hún auð- vitað sýna að hún var í sam- fellu úr finasia lérefti með blúnd- um og leggingum." Nú og hvað? „Já, ég skammað'st mín fyrir síðu prjónabuxurnar mínar, en bölvaðir þrjótarnir vom einu sinni byrjaðir og gáfu mér ekki nokkum frið, fyr en þieir höfðu klætt míg úr öllu nema sokkun- um, og þeir hefðu vel getað klætt mig úr þeim lika, hefðu þeir viljað. Þeir gátu farið með mig eins eg þeir vildu! — Og samt myndi ég meira að segja núna líta betur út en þessi dama!“ Það er gömul þvotíakoma, siem stendur hér í herbergi fullu af þvottalykt. Tvær helgimyndir hanga á veggjunum. Stór þvotta- bali stendur á miðju gólfi og mat- arílát á horðinu. — En alt þetta er horfið. Þetta er ekki lengur neitt fátæklingsheimili eg það er ekki gömul verkakona, sem stendur þama. Heldur er hér fín karlmannsíbúð, upplýst af daufri rauðri birtu, og ung og lagleg sveitastúlka, sem er neydd til þess að afklæðast. Hvers vegna lifir þessi gamla kiona upp æsku sína á ný? Hefir sársauki þeiniar óhamingju, sem yfir hana hefir dunið, rænt hana skynæminni? Hvað feemur henni til þess að telja upp syndir sín- 'p Gamla Bíó: .♦: <6* ♦ ♦; ♦; .♦; y. v ♦ p :♦. V ♦ .♦. .♦: :♦, ♦ .♦: ♦. ♦ ♦. :♦, :♦, V :♦. ♦ ♦ ♦ ♦ :♦: .♦. V ♦ V V ♦, Eítirsóttnr læknir. v v v V V V If 8 8 8 8 8 8 $ 8 8 V V V 9 V 9 8 X I Myndin, sem Gam'a Bíó sýnir. núna á næstunni, er frá Metro- Goldwyn-Mayer-félaginu og heit- ir. Eftirsöttur læknir. Er hún gerö samkvæmt leikritinu „The Bar- bor‘“ eftir Theodore Reeves. Aðal- hlutverkin leika Chester Morris, Robert Taylor og Virginia Bruxe. Leikurinn fer fram á sjúkrahúsi og gerist á 8 klukkutímum. Aðal- hetjan, dr. Miorgan (Chester Mor- ris) fórnar sér íyrir lífsstarf sitt og vfll ekki verða tízkulajknir. Hann er ástfanginn í hinni ungu hjúkrunarfeonu Madge (Virginia Bruce), en hefir ekki kringum- stæður á að kvænast henri. Vin- ur hans, ungur læknir, dr. Ellis (Robert Taylor) er einnig ást- fanginn í hjúkrunarkonunni. Auk þessara mótsetninga er dr. Morgan fallinn í ónáð hjá yfirlækninum, sem fer í einu og öllu eftir dutlungum ríks velunn- ara sjúkrahússins. Spenningin nær hámarki sínu, þegar dr. Mor- gan er skotinn niður af glæpa- manni. Þegar starfsbræður hans þora ekki að gera uppskurð á honum, stjórnar hann sjálfur uppskurðinum. ar? Sér hún nú alt í einu, að það hefir enga þýðingu lengur, að látast vera heiðuirð iog halda á l'ofti óflekkaðri minningu .mannsins síns? Að það verndar hana ekki gegn því að vera móð- ir ránmorðingja? Gleymir hún sér í þessum endurminningum ? Hvers vegna úthellir hún hjarta sínu fyrir alókunnugum manni, hver,s vegna ásakar hún sig, hvers vegna segir hún frá þessu öllu? „Og síðan gerðu þeir aldimt í herbierginu og höfðxi í fxammi’ svivirðingar sínar, þax til ég vissi ekki lengur af méx. . . . Um rrnorg- uninn óku þeix mér heim: í vagni sinum. Ég spjó og vissi hvorki í þennan heim né annan. Um daginn var ég veik, gat varla staðið á fótunum, -og hennar há- göfgi skammaði mig: Slæpast úti allar nætur við að skemta sér iog drabba — og geta svo auð- vitað ekki unnið á daginn! — Ég átti að fara þann fyrsta. — Ég haíaði hana fyrir hvert orð, sem hún sagði. Skemtanafýsn og drabb hafði hún ásakað mig um — spýjusmekkurinn var enn i munninum á mér <og táxiih stneymdu niður kinnaxnar, þegax ég hugsaði um skemtunina, sem ég átti að hafa haft síðas.liöna nótt. Hennar hágöfgi skammaði mig alveg á sama hátt og bróðir hennax gerði, þegar ég vildi ekki aflriæða mig. Þá fékk ég ein- hvers feonar hefndarþors'a — ég veit ekki vel hvers feonar — ef til vill h-efir djöfullinn hvís'laa þvi að mér — en ég gat ekki var- ist bonum, þó ég færi inn í her- bergið mitt og bæðist þar fyiir krjúpandi á kné, ekkert dugði. —- Þegax hann kom til þess að borða um kvöldið var ég alveg trylt — ég tók eldhúshnífinn — þenn- an eldhúshníf — óð að bonum og stakk honum af öllum mætti í brjóst honum —“ Já, nú lítur hún út alveg eins og Lukretia Borgia. Hún er ægi- leg þama sem hún stendur og sveiflar hnífnum. Nú skilur mað- ur soninn, er gengur út og myrð- ir. Vissulega hefir hún dnepið mann — þá, þegar hún var á sama aldri og sonurinn er nú. Auðvitað verð ég að setja þetta í blaðið. Það eru skiljanlega ekk- ert annað en erfðir, sem hafa gert Franz Polanski að morðingja. (Frttji.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.