Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.07.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.07.1936, Blaðsíða 7
ALÞÍÐUBLAÐIÐ 7 UM DIMMA NÓTT Frh. af 3. síðu. þig en mig og hana, sagði taðir- inn. Svo þögðu þeir stundarkom. — Jæja, þá skulura við drepa kana. — Ég get ekki gefið þér hana; ég get það ekki — Og ég þoli þetta ekki leng- nr. Slíttu úr mér hjartað, eða gefðu mér hana að öðrum kosti. Faðirinn þagði. — Við skulum hrinda henní fram af klettinum ofan í hafið. — 3á, við skulum hrinda henni tram af klettinum, endurtók fað- Mnn. Rödd hans var eíns og bergmál af rödd, sönarins. Svo gengu þeir inn í kvenna- búrið, þar sem stúlkan hvíldi sof- andi á dýrindis teppi. Þeir námu staðar fyrir framan hana og horfðu lengi á hana. Tárin runnu niður kinnar gamla mannsins og •hrundu ofan í silfurgrátt skegg- ið, þar sem þau glitruðu eins og demantar. Sonurinn vakti Kó- sakkastúlkuna. Hún hrökk upp úr svefninum, og andlit hennar var fagurt sem morgunroðinn, og augun voru eins og tvö kom- blóm. Hún leit ekki við Alhalla, en bauð gamla manninum rós- rauðar varimar. Kystu mig, gamli örn. — Búðu þig út; þú kemur með okkur, sagði gamli maðurinn lágí. Þá leit hún á Alhalla og hún sá tárin i augum arnarins síns. Hún var skynsöm stúlka og hún skildi alt. — Ég keni, sagði hún. — Ég kem. Hvorki annar né hinn, þaxmig hafið þið orðið ásáttir. Þá verður sá að taka ákvörðunina, sem hefir sterkt hjarta. Ég kem. Og án þess að segja orð gengu þau öll í áttina til hafsins. Þau gengu eftir þröngum stig. Vind- urinn þaut; hann þaut með þung- nnnmmrm rm Atelier liösmyntíarar hafa ávalt forystuna í smekklegri Ijósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssona r, Ltekjargötu 2, Reykjavík. ttxmsttKnttímxx Þessi mynd er tekin um daginn, þegar verkföllin stóði yfir í Belgíu og sýnir verkt'allsmenn fyrir ffaman vopnaverks mðju i Liege. Fyrir innan verksmiðjumúrana sjást lögre jfluþjónar, se,m halda vörð um verksmiöjuna. um og einkennilegum nið. Stúlkan var lítil og grönn. Hún varð fljótt þreytt, en hún var stolt og vildi ekki kvarta. Og þegar Alhalla sá, að hún var orðin á eftir, sagði hann: — Ertu hrædd? Augu hennar skutu leiftrum, þegar hún leit á hann. Svo sýndi hún honum blóðrisa fæturna. — Ég skal bera þig, sagði Al- kalla og rétti út arminn. En hún kastaði sér i fang arnarins síns gamla. Gamli maðurinn tók hana í fang sér eins og hun væri fis og bar hana; en hún, sem sat á armi hans, beygði greinarnar, svo að þær slæust ekki í andlit gamla mannsins, Lengi gengu þau, og nú gátu þau heyrt stunur hafsins í fjarska. Tolaik gekk á eftir þeim og sagði við föður sinn: — Lof- aðu mér að ganga á undan, svo að mér verði það ekki á að reka hnífinn í bak þér. — Já, gaktu á undan, sagði faðir hans. — Ég veit, hvað það er að elska. Nú lá hafið fram undan þeim. Það var dapurlegt á að sjá. myrkt var yfir því og þarna var engin strönd. Bylgjurnar risu og hnigu við klettana, dimt var þar niðri, kalt og ömurlegt. — Vertu sæl, sagöi gamli mað- urinn og kysti stúlkuna. — Vertu sæl, sagði Alhalla og hneigði sig fyrir henni. Hún horfði niður af bjargbrún- inni, vék til baka og greip hönd- unum fyrir brjóstið. — Kastið mér út, sagði hún. Alhalla breiddi faðminn móti henni og stundi þungan, en gamli maðurinn tók hana, þrýsti henni að brjósti sér, kysti hana, lyfti henni hátt yfir höfuð sér og fleygði henni fram af. Bylgjurnar stundu þungan, og ölduhljóðið var svo þungt, að þeir heyrðu ekki, þegar hún kom niður. Ekkert hljóð heyrðist. Gamli maðurinn lét fallast nið- ur á klettinn og starði þögull út í myrkrið, þar sem haf og himinn runnu saman í eitt og bylgju- hljóðið barst að eyrum hans. Vindurinn stóð af hafi og lék sér að skeggi hans. Tolaik stóð yfir honum og faldi andlitið í hönd- um sér, þögull og hreyfingarlaus eins og myndastytta. Tíminn leið, vindurinn hrakti skýin yfir höfði þeim. — Við skulum fara,y faðir minn, sagði Tolaik. — Biddu, hvislaði gamli mað- urinn, eins og hann væri að hlusta eftir einhverju. Og tíminn leið og tíminn leið og bylgjurnar risu og hnigu og vindurinn þaut í trjánum, hann þaut í trjánum. Við skulum fara, faöir minn. - Bíddu enn þá. Við skulum fara, faðir minn. En gamli maðurinn hreyföi sig ekki af þeirn stað, sem hann hafði glatað gleði lífs síns. En alt tekur enda. Að lokum stóð hann á fætur, hrukkaði brúnirnar og hvísiaði raddlaust. — Við skulum fara. Og hvert fer ég nú, Tolaika? Til hvers á ég að lifa lengur? Ég er bara gamall maður og engurn þykir vænt um mig framar, og þegar engum þykir vænt um mann framar, til hvers er þá að lifa? — Þú ert frægur maður og ríkur, faðir ininn. — Lofaðu mér að eiga kossa hennar ;ig þú mátí eiga alt hitt, alla þessa dauðu hluti; aðeins ást kvenna er lifandi. Ef maður- inn á ekki ást einnar konu, þá á hann ekki neitt, hann er vesæll betlaxi alla ævi. Vertu sæll, sanur minn, blessun Allah hvíli yfir þér alla daga og allar nætur. Og gamli maðurinn snéri sér aftur að hafinu. — Faðir minn, sagði Tolaik, — faðir minn! Meira gat hann ekki sagt, því að þegar dauðinn hlær við manni, þá er ekki hægt .að vekja í sal hans ástina tíl.Hfsins. Gatnli maðurinn gekk hröðum skrefum fram á bjargbrúnina og fleygði sér fram af. Sonurinn gat ekki haldið aftur af honum, hann gaí það ekki. Og í þetta skifti heyrðist ekki heldur neitt frá hafinu, ekkert hljóð, þegar gamli maðurinn hrapaði. Bylgjurnar ri.su og hnigu eins og áður >3g vindurinn söng í rrjánum. Lengi stóð Tolaik Alhalla og horfði ruður í djúpið. Svo gekk hann heim aftur. Þannig lét Mosolaima el As- vabs líf sitt og eftir hans dag varð Tolaik Alhalla höfðingi á Krím. Batfibætlr. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn réttl kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist< Munið að biðja nnst nm G. S. kaffibætt Hann svíkur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnnst

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.