Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐÍB Um viða veröld: Djá Hitler með hárið firir angann. Ferðasaga eftir 11 ára telpu Patience Abbe. SVO seldi pabbí allar mynd- irnar sínar í Be.ifin, og við vorum rík aftur, og Knick írændi sagöi: „Heyrðu, Polly (það er mamina), því fáið þið ykkur ekki þak yfir höfuðið?" Og mamma fann hús í Vikt'Driustræti með stóru járnhliði og svo öðrum stó'r- mm dyrum og rauðu plussteppi á tröppunum í ganginum og mar- maralíkneskjum á veggjum og líka lyftu. Þá kom Hitler til Berlínar, og mamma fór út og marséraði í skrúðgöngunni. Ekki viljandi, heldur af því fólkið ýtti svo á hana, að hún varð að marséra til að komast út' úr þyrpingunni. Það munaði bara einum, að hún væri búin að hengja s:g í kaðli, 6em lögieglan setti til þess að halda fólkinu burtu. Svo var hest- |ur næstum búinn að drepa hana. Svo var hún líka nærri búin að týna loðhúfunni sinni. Þá hélt einn Nazisti, að hún væri Rússi, af því húfan var búin til úr húfu af Kósakka, sem var dauður, og Nazisíinn reyndi að kveikja í húfunni með blysi og ætlaði að láta hana brenna á höfðinu á mömimu. Þá hélt mamma á húf- |unni í hendinni og marséraði, og hún sá pabha sitja í blaðamannia- istúkunni á meðan hún marséraði, og hún var agalega æst. Svo sá hún Hindenburg í glugga 'Og Hitl- er i öðrum glugga, og alt fólkið öskiaði og söng „Horst Wessel" „D'eutschland útter alles." Mamma sagði: „Það lítur sannarlega út fyiir, að Nazistamiir séu komnir hingað.“ Og það var. Efíir það fóra þeir aldrei. Og allir voru í einkennisbúningi og marséruðu og sungu á götunum og allir vorru allt í einu svo kátir og sungu svo agalega hátt og vora alltaf að marsára. Og Hitler ók í bíl með pabba Hindenburg, og Hitler hafði hárið fyri'r öðru aug- anu. En slundum var hann bros- andi, og stundum var hann svo agalega neiður í framan, og hann fcélt alltaf hendinni upp í Lof ið, og alt fólkið öskraði: „Heil Hitler!“ Þá fóru allir drengir, sem voru orðnir 12 ára, í berinn og marsér- uðu á gðtunum með hljómsveit og höfðu rýtinga og sverð og flögg og marséruðu niður að keísarahöllinni, og þar kom Hit- ler á móti þeim. Einu sinni kom Jónsi heim og spurði pabba, hvort við værum Gyðingar. Pabbi sagði: „Nei, því spyrðu að því?“ Og Jónsi sagði, að strákarnir í skólanum hefðu spurt sig, hvort við værum Gyð- ingar, og hann sagðist ekki vita það. Það var agalega slæmt fyrir Gyðingana, þegar Hitler kom. Einu sinni vorum við að ganga í gegnum Tiergarten með Jeannie Lyons, og hún sagðist verða að fara heim. Og við sögðum: „Af þ’í?“ Og hún sagði: „Af því að ég er Gyðingur. En mér þykir bara vænt um, að ég er Gyðing- ur.“ Ef Jeannie er Gyðingur, þá eru Gyðingar ekki ljótir. Jeannie er agalega sæt. Hún hefir kol- svart hár og fjólublá augu. Og hún er svo pen og kurteis, og hún er bezta vinstúlkan okkar. Við skiljum ekki hviersvegna Hitler hatar Gyðinga, af því Jesús var Gyðingur, og Gyðingar toúa á Guð og biðja Guð fyrir sér. Hitler ætti ekki að vera svona sírangur við Gyðinga vegna Jesú. Mamma var að siegja okkur sögu, sem hét: „40 dagar Musa Dagh,“ og Tyrkirnir voíiu vondir við Armen- íumenn og létu lí il böm svelta og þræla í verksmiðjum. Að hugsa sér, hvernig farið er með lí'il böm í heiminum. Guð, að sjá rú&snesku börnin, sem hvergi áttu heima og sváfu undir ópera- liúsinu og vöfðu utan um sig dagblöðum til að verða ekki kalt, og sum voru ræningjar, en þau gátu ekki gert að því, af því þau vora svo svöng. Af því erum við á móti stríði að þá eiga öll böm svo aga- lega bágt. Og þó að börn séu næstum alltaf óþekk við pabba sinn og mömmu, þá vilja þau ekki vera vnnd við fólk, og viegna þess a fólk ekki að fara í stríð ög menn eiga lekki að dœpa hvem annan til þess að lítil böm þurfí ekki að eiga bágt. Á fór pabbi til Ameríku, og og svo símaði hann, að við mættum koma, og þá sagði marnma, að við skyldum fara, en svo símaði pabbi aftur, að við mættum ekki koma, og þá vissum við ekkert, hvað við átt- um að gera. Þá sagði mamma: „Nú föram við.“ Og svo fórum við. Við sváfum í lestinni til Bren- ner Haven. Um morguninn sáum við skipið. Það hét Evrópa. Það var eins hátt og hús. Við vorum um borð þangað til við vorum í Souíhamton, þá fóram við í land og upp í litla lest. Við vor- um á þriðja plássi. Það var eltki hægt að komast inn nema bara að utan. Sv3 sátum við í vagninum og fórum til Lmdon. Og á einni stöðinni kom maður til/ékkar. — Hann var vinur mömmu, og hann var á fyrsta plássi. Hann var líka að fara til London. Hann var bankastjóri, og rnarnma sló hann nm 10 shillinga, ef Marteinn frændi kæmi nú ekki á móti okk- ur til að aka okkur í bíj til Hamp- stead. Svo komum við til London. En húsin áður en maður kemur til Lmdon era agalega slcrítin. Þau era öll a’skaplega lítil og öll al- veg hreint eins og þau hafí öll garð. Þegar \dð vorum í London var svo agalega skrítið að heyra alla tala ensku. Allir tala ensku í Lmdon. Áður vissuin við ekki hvemig það var að vera á stað, þar sem allir tala ensku. Það var agalega mikið af fá- tæku fólki í Lmdon. Þegar við ókum úr City út á Hampstead- heiði fórum við í gegnum þar, sem fátæka fólkiö átti.heima. Það var agalega mikið Ijótt. Einu sinni vorum við á samkomu á heiðinni. Allt ríka fólkið fór í burtu af heiðinni til jiess að fátæka fólkið gæti leikið sér þar. Við töluðum við fjögur böm. Eitt var telpa, sem var 10 ára, og hún varð að passa þr.ár systur sínar, en þær höfðu stór, opin augu, og þær voru svo horaðan í framan, og ein telpan snýtti sér á kjóln- um sínum. Við gáfum þeim fáein penny. Við sáum Iífvörð kongsins. Þeir höfðu stóra, háa loðhatta og vora í gljáandi vaðstígvélum með hvíta flauelsvettlinga á höndun- um. Þeir voru ríðandi á hest- um, og þeir brostu aldrei. Þá sagði kapbeinninn: „Ar-úp!“ og þá hvísluðu fveir í eyrað hvor á öði]um, og þá marséruðu sumir burtu, en sumir voru eftir. Og einn á hestinum stóð í hliðinu á garði kóngsins, bara stóð þar allan daginn. 1 kóngshöllinni voru margir dátar í skyrtum að ganga inn. Það vdiiu Skotar og líka írajr. Dnengur, sem við töluðum við og varð vinur okkar, agalega góðuir vinur okkar, sagði okkur það. Og hvað honum þótti vænt um kónginn! Hann kallaði san kongs- ins prinsinn af Wæls. Hann talaði svoleiðis. Og svo íalaði hann um konginn og kallaði hann ‘ans ‘átign og prinsinn af Wales ‘ans kanunglegu ‘áíign. Dátamir fóra inn í gairð kongs- ins og spiluðu fyrir hann á hljóð- færi. Vinur okkar sagði, að þeir spiluðu lög, sem konginum þætti gaman að, og kongurinn sat í dagstofunni sinni og hlustaði á þá. Þá sagði kapteinninn: _,,Arrr- úp“ og þá marséruðu þeir út, og við eltum þá upp Pall Wall, og vinur 'Okkar sýndi okkur hallir allra lávarðanna og hertoganna. Svo sýndi hann okkur líka, hvar prinsinn af Wales átti heima, og við fórum inn í garðinn hans. Og vinur okkar sagði: ‘ans kon- unglega ‘átign er tipp-topp, ‘ann er agalega flottur og elegant! Hann talaði svona. ,, VO fórum við rétt strax í Lest- ^ ina og fórum til Southamton. Og svo fórum við um borð í Bremen. Mamma kom niður til að borða morgunmat með okkur tvo fynstu dagana. Svo kom hún aldr- ei til að borða með okkur ,svo við fiengum pulsur og pikLes. Það var ekki hafður neinn rjómaís með roorgunmatnum, en við fieng- um hann til miðdags. Þjónninn sagðist altaf skyldi láta vera pikl- es á borðinu hjá okkur, og þegar víð Nkomum niður var það altaf þar. Svo sáum við Ameríku, en það var þoka. Og skipið sagði altaf: „Búmm, búmm, búmm,“ og við stoppuðum og voram alveg kyr. Langan tíma. Þá kom lítill bát- ur, sem þeir kalla kúttara, og pabbi var í bonum. Við sáum hann af þvi, að hann var sá eini, sem var sköllóttur. Svo kom bann upp stigann. Hann var agalega fölur og horaður, og hann sagðist hafia xmnið SV'O mikið. Svo sagði hann,' að það væra blaðamenn, sem væru að Leita að okkur. Blaðamenn era menn, sem setja fólk I blöðin. Mannna fór niður’ Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.