Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 7
Aiifc'S'ÐUBLrAÐI© 7 hungbrvofan. (Frh. af 3. síðu.) tölustöfum. Tölurnar vaxa og ógna með að éta upp heiminn — þetta eru hinar óseljanlegu hveititunnur. Sendimennirnir horfa óttaslegnir á þessar vit- firtu tölur. Árið 1930 — 550miIIj- ónir tunna. Árið 1931 — 630millj- ónir tunna. Kombúrin tútna út í Kanada, Ástralíu, Bandaríkjunum, Argentínu, Ungverjalandi og Ju- goslavíu. Kornhrúgurnar vaxa. Verðið fellur. Milljónum tunna er breytt í ösku. Soltnir menn reika hvíldarlaust kringum hinn ónýta, bannlýsta mat. Við hliðina á skjalahylkjunum ú borðinu liggja ensk, þýzk og' frönsk blöð. Haugar af blöðum. Blöð frá 46 löndum. Við hliðina á greinum frá ráðstefnunni eru skýrslur um eymd mannanna. í Berlín fara sjálfsmorð vaxandi. í rnaí féllu 178 manns fyrir eigin hendi. Þessir menn dóu ekki af óheppni í ásíum eða lífsleiða. f*eir dóu af því IífiÖ neitaði þeim um brauð. Bláleitt vormistrið liggur yfir Rómaborg. Svölurnar svífa yfir borginni. Gosbrunnamir skvampa hljótt. Fulltrúarnir horfa angur- værir á þessar svimandi tölur. Hvernig á að bjarga heiminum frá eyðileggingu? Fulltrúi Ungverjalands, Grigo- Bj Pronai barón, biður um orð- ið. Hann hefir fundið leið út úr ógöngunum. t landi hans deyja nienn úr hungri, en Proanai bar- ón er til allrar hamingju ekki tepruleg smámey. Hann hugsar ekkert um mennina, hann lítur aöeins á tölurnar. Baróninn ber úlnhyggju fýrir svínunum. Það á uð fóðra allan búpening, stóran og smáan, á hveiti. Það þarf að eyðileggja hveiti- birgðirnar með Eosin. Eyðileggja f*aö til manneldis. Ungversku fulltrúarnir — Juli- us Kar-jlyi greifi, Ladislegg, Som- ri greifi og Maximilian Choijos greifi — andvarpa í viðurkenn- ingarskyni. Þetta var ágætis til- laga — ónýtt til manneldis . . !“ A|ít í einu líður skuggi — ef til vjll skuggi hins rómverska rökkurs — yfir augu fulltrúanna. Greifarnir þrír og baróninn eru á sömu skoðun. Ef til vill kemur þeim nu í hug sveitaþorpið Disel . . . ? Þar sem nokkrir menn höfðu lagst á hræ. Árangurslaust hafði steinolíu verið helt yfir hr^eið. Lyktin hafði ekki hrætt mennina frá því. Hver átti það víst, að þeir myndu ekki ráðast að ónýtta hveitinu og að þeir myndu ekki ræna því frá svín- unum? Hver átti það víst, að þeir kæmu ekki ringulreið á þriðju og fjórðu alþjóðaráðstefnuna? . . . Mennirnir halda ennþá að of lítið sé til af brauði í heiminum og þess vegna fái þeir ekkert brauð. Það er ómögulegt að koma þeim í skilning um að brauðið er of ó- dýrt og að ekki er hægt að kom- ast hjá því að eyðileggja það. Dagarnir líða. Fulltrúarnir drekka létt rómversk vín. Þeir eru þreyttir og andvarpa. Fulltrú- arnir eru 140. Þeir halda ræður, starfa í nefndum og flytja fyrir- lestra. í dag heldur herra Mad- gearu, fulltrúi Rúmena, ræðu. Herra Madgearu er landbúnaðar- málaráðherra. Hann veit hvernig á að' bjarga heiminum. Það þarf að skipuleggja auglýsingarnar. Það verður að auglýsa brauðið engu síður en aðrar vörur. Borg- arbúar verða að borða meira brauð. Það þarf að kenna hinum ósiðuðu Kínverjum að borða brauð. Það er langt síðan Amer- íkumenn komust að raun um, að auglýsingarnar eru nauðsynlegair fyrir verzlunina. Fyirst hægt er að auglýsa vínföng og kvikmyndir, því skyldi þá ekki mega auglýsa brauð? . . . Það lýsir gegnum hið róm- verska rökkur . Fullírúarnir hverfa heim til sín. Nóttin er full af innblæstri — hún særir fram ný furðuverk. í staðinn fyrrr stjörnurnar eru það logandi bók- stafir, sem lýsa upp himininn': „Borðið brauð! Gott brauð! Hveitibrauð! Nærandi brauð!“ Múrveggir Berlínarborgar eru þaktir af götuauglýsingum: „Borðið brauð úr „Manitoba“- flórmjöli!" í norðurhluta Berlín- arborgar safnast mannfjöldinn saman. Hann er á sömu skoð- un. Hann heldur af stað. Hann krefur. . . . ÞaÖ er einmitt það, sem við viljum. Brauð úr „Mani- toba“. Einhver brýtur rúðu. — Síminn, lögreglan, tveir árásarbíl- ar. . . . Þetta eru kommúnistisk- ar múgæsingar! . . . „Það litur út fyrir, að þið hafið gleymt heims- kreppunni. . . . Fyrirgefið, hvað er þetta „Manitoba"? . . . Ríki? Brauð? Hvað á að gera við at- vinnuleysingjana? . . . 6 000 000 atvinnuleysingja? „Við höfum sagt ykkur fyrir löngu síðan, að ríkið er engin franrfærslustofnun. Við verðuin að Iækka atvinnu- leysisstyrkina. Þið getið hætt að borða . . . .“ Kreptir hnefar, há- reysti, byssuskot. Þvínæst heyrist næstum himneskt hvísl. Það er ekki skordýrasuð Rómaborgar, það er járn. Sjáið! Krupp og Schneider vita einnig hvers vel skipulagðar auglýsingar mega sín. Yfir Manchester eru ljómandi auglýsingar: „Borðið hveiti- brauð." Rafmagnsstafirnir líða yfir Misnaie-Montaut eins og samanvafðar eiturslöngur: „Brauð styrkir vöðvana!" Flug- vélamar dreifa fannhvítum aug- lýsingum yfir Kína: „Brauðið gefur okkur fttelsi!" Á töngumun í bæjum á Spáni grenja hátalaranir: „B'rauð! — Grundvöllur lífsins!“ Prestar og málafærslumenn apa sig líka: „Brauð ! Að eins brauð!“ Hinir soltnu engjast af sultar- þjáningum. Þeir rífa grjótið upp úr götunum. Þeir brjóta irúður í bnauðsölubúðunum. Þeir hrópa: „Brauð!" Þetta er iorðinn millj- ónaher, sem vildi helzt sprengja heiminn í loft upp. í naun og veru er þietta að eins vofur; hinar svífandi vofur hins rómverska rökkurs. Forseti ráð- stefnunnar rís úrmotisínuogþakk- ar hr. Madgiaru fyiir ágæta ræðu. Ræður eru fluttar og ákvanðanir eru gerðar. Það skrjáfar í blöðun- ium. Tölumar eru aldrei til friðs. Þær hvína, glotta >og steypa sér VEKÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR Á LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar biianir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Vlðtoki inn á hvert heimili. Viðíæbjaverzlon rikisinsl Lækjargötu 10 B. Stmi 3823. kollhnís. Tölurnar hittu eyru hjnna 146 fulltrúa. Fulltrúi Ungverja, Gengij Pron- ai er á gangi um bryggjurnar við Víkur. Hann virðir fyiir sér gluggana hjá bökumnum. — Brauð, allsstaðar brauð! Þessi flón skilja ekki, að það er alltof mikið af bmuði í heimin- um. Feimin vofa líður fram hjá baróninum. Það er ein af hinum hveiisdagslegu vofum hins róm- venska rökkurs. „Gefðu mér fyrir bnauði, í GuðjB nafni! . . . .“ Við að heyra þessi orð, snýr baróninn sér snúðugt undan. Það stendur ekki í hans verkahiing að fnelsa vofur. Hann ætlar sér að frelsa Ungverjaland og all- an heiminn. „Bmuð“! segja þeir? En við höfum afráðið að eyði- leggja það, gem það óætt og gefa það svínunum. Fylgdarmaður barónsins, ame- riskur blaðamaður, brosir háðs- lega. „Mr. Legge hefir orðið hált á því, því er nú einu sinni þannig varið, að svínin hafa sinn smekk.“ Aldraðiir auðjarl. Jón gamii Rockefeller, hinn þekti milljónamæringur, varð 97, ára 8. júlí síðast liðinn. Sagði hann við það tækifæri, að þeg- ar hann væri orðinn hundrað ára ætlaði hann að byrja að lifá. Á yngri árum sínum strengdi hann þess heit, að lifa í hundrað ár eða liggja dauður ella. Af- mælisveizlan var haldin á óðáli hans, „Golf House“ í Lake- wood. í New Jersey. Sænski mat- sveinninn hans hafði bakað helj- armikla afmæliskringlu, og át Jón gamli hana upp til agna, án þess að kenna sér nokkurs meins. Alíslenzkt félag. Sjóvátryggingau, Bmnatryggingar, Rekstursstöðvun- artryggingar, Húsaleigutrygg- ingar. Llfstryggingar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.