Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Eksemplar
Hovedpublikation:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.08.1936, Side 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.08.1936, Side 3
ALÞfÐUBLAÐIÐ i KNUT HAMSUN: ÓTTI EG HEFI í raun og veru aldrei vita'ð hvað ótti var, fyrr en ég dvaldi í fyrsta skifti i Ameríku. Það er ekki vegna þess, að ég sé svo hugaður; það hefir bara aldrei reynt á hugrekki rnitt fyrr. Þetta var árið 1884. Oti á sléttunni liggur lítil borg, sem heitir Madelía. Það er kyrk- ingsleg og Ijót borg, húsin and- styggileg og fólkið ruddalegt. jÞaÖ var hérna, sem Jessie James, blóðþyrstasti ræninginn í Ame- ríku, var loksins tekinn og drep- inn. Hingað var hann kominn, bér hafði hann falið sig, enda var þetta hæfilegur staður fyrir mann, sem hafði um árabil ógn- að Bandaríkjunum með ránum sínum og morðum. Hingað var ég líka kominn — jen í friðsamlegri tilgangi, nefni- íega í þeim tilgangi að hjálpa kunningja mínum út úr dálitlum vanda. Ameríkumaður, Johnson að nafni, var kennari við gagn- íræðaskóla í borg einni í Vis- ■consin. Ég kyntist honum og konu hans þar. Skömmu seinna fór þessi maður úr þjónustu skól- ans og setti upp verzlun. Hann íór til borgarinnar Madelía og setti þar upp timburverzlun. Er hann hafði rekið verzlun sína í ár fékk ég bréf frá honum og bað hann mig, ef ég gæti, að feoma til Madelía og veita verzl- un hans forstöðu, meðan hann í>g kona hans tækju sér ferð á hendur til Austurlanda. Ég hafði ekkert við að vera um þær ttamdir og sló til. EG kom til Madelía um dimt vetrarkvöld, hitti Johnson, &ekk með honum heim til hans Ug fékk herbergi. Hús hans lá Spölkom utan við borgina. Við áyddum meirihluta næturinnar i Það, að k;rma mér dálítið inn í limburverzlun, en ég bar ekki ötikið skynbragð á þá hluti. — Morguninn eftir fékk Johnson mér skammbyssuna sína og sagði eitt- bvert spaugsyrði um leið. Klukku- bma seinna vom þau hjónin lögð stað með lestinni. Nú var ég orðinn einn í húsiniu fiutti úr herbergi mínu og inn f stofuna, en þar var þægilegra vera, og auk þess gat ég þá befur fylgst með því, ef eitthvað gerðist. Ég tök líka hjónarúmið til minna þarfa. Svo liðu nokkrir dagar. Ég seldi borð og planka og á hverju kvöldi fór ég með peningana, sem inn kamu yfir daginn, i bankann og fékk kvittun fyrir. Það voru engir aðrrr i húsinu og ég var því einsamall. Ég mat- reiddi sjálfur handa mér og mjólk aði kýr Johnsons, bakaði brauð, sauð og steikti. Fyrsta bökunin fór nú samt öll í handaskolum, ég hafði ofmikið mjöl, brauðið varð hvítt að innan og daginn eftir var það glierhairt. Það fór líka illa fyrir mér í fycsta sinn, sem ég sauð grjónavielling. Ég fann nefniLega í búðinni allmikið af Fómandi fallagum bygggrjón- um og sýndist þau ágæt í vell- ing. Ég helti mjólk í stærðar kast- arholu, setti grjónin í á eftir og fór að hræra í. Ég sá brátt að gnauturinn var of þykkur og bætti mjólk í. Svo hrærði ég aft- ur. En grjónin belgdust út ‘og urðu á stærð við ertuir. Ég varð því ennþá að bæta mjólk út í. En þá sauð út úr, og ég varð að ausa grautnum í koppa og kirnuT, en allíaf vantaði mjólk og alltaf sauð út úr. Ég fann fleiri ílát, en ekkert dugðj og alltaf sauð út úr. Loks hafði ég engin önnur ráð, en að hella úr kastarholunni á borðið. Þar rann grauturinn út á borðið eins og hraunflóð og storknaði. í hvert skifti eftir þetta, seni mig langaði í velling, skar ég af hrauninu, lét í kastarholu, bæíti mjólk í, og sauð vellinginn upp á nýtt. Ég át velling eins og hetja í allar máltíðir, til þess að reyna að Ijúka honum áður en hjónin kæmu heim. Það var að vísu strangt erfiði, og ég þekki engan í borginni, sem ég gæti boðið heim, til þess að hjálpa mér við vellinginn. Og loksins lauk ég honum ein- samall. AÐ var dálítið einmanalegt í þessu stóra húsi, fyrir tví- tugan pilt að dvelja þar til lang- frama. Það var heldimt á nótt- inni og engir nábúar, fyrri en inni i borginni. Samt sem áður var ég ekkert hræddur, það datt) mér ekki í hug. Og þegar ég heyrði tvö kvöld í röð, einhvern vera að rjála við lásinn, stóð ég á fætur, tók lampann og skoð- aði læsinguna á eldhúsdyrunum í krók og kring. En læsingin var í stakasta lagi. Og ég hafðl ekki einu sinni skammbyssuna í hend- inni. En það átti þó eftir að koma fyrir eina nóttina, að ég varð svo hræddur, að hárin risu á höfðinu á mér. Ég hefi aldrei á ævi minni, hvorki fyrr né síðar orðið jafn hræddur. Og ég náði mér ekki að fullu fyr en löngu seinna. Einn daginn hafði ég óvenju- mikið að gera. Ég seldi mikið og var við vinnuna langt fram á kvöld. Það var orðið svo áliðið, þegar ég loksins var búinn, að það var komið sótsvarta myrkur og búið að loka bankanum. Ég gat því ekki losað mig við pening- ana, sem höfðu komið inn yfir daginn. Ég fór með þá heim til mín um kvöldið og taldi þá; það voru 7—800 dollarar. Eins og venjulega settist ég niður þetta kvöld og fór að skrifa. Það var orðið framorðið og ég hélt áfram að skrifa. Þaö var komið fram á nótt; klukkan var orðin tvö. Þá heyri ég aftur einhvern vera að rjála við læs- inguna á eldhúshurðinni. Hvað gat þetta verið? Það voru tvennar útidyr á hús- inu, aðaldyrnar og eldhúsdyrnar. Frá aðaldyrunum lá gangur inn að ‘stofunni. Fyrir aðaldymaf hafði ég til frekara öryggis skot- ið slagbrandi. Gluggatjöldin fjT- ir stofuglugganum voru svo þétt, að ómögulegt var að sjá, þó að ljós logaði inni fyrir. Frh. á 7. síðu. w&j-M Á sjötugsafmœli Jóns tónskálds Frið- finnssonar, 16. ágúst. Hver hljómur pinn er lofígerð, Ijós í geði, sem lífsins dásemd parf að skýra frá: um landnám, uormenn, vonir, fjör og gleði og uorlífs djúpu, heitu ástarprá. Og Breiðdals sól reis björt i pinum tönum, sem beggja megin hafsins flutti vor. Og pú ert einn af okkar beztu Jónum sem ísinn hafa brœtt og markað spor. Við plöginn söngstu um suani blárrageima og sólarris hins falda morgundags. Og söngvar grœnna grana spruttu heima úr gróðrarmold píns unga bygðarlags. Og huað er pnð, sem œsku dreymir ekki sem álfa tueggja sýgur móðurbrjóst? Og menning sú á marga skólabekki en meira en lítinn tueggja skauta gjóst. Huer sjötíu árin eru ei deigur dropi að drekka fyrir pyrsta œskusál, en pó er uerra að deyfist sérhuer sopi og suölun litla fœrir elliskál. En samt er eftir eitt: pii getur sungið i ormagarði fram á hinztu stund, og sjálfa elli suefnsins porni stungið, en sigurminning helgað huerja und. Þ. Þ. Þ. • t>/. ♦»1 «« V# » • '/t'** V*«•/« > »* •• •'■••

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.