Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.08.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.08.1936, Blaðsíða 6
6 AI/i^Ý^BBÍjADIf) SOOSEVELT Frh,. af 2. síðu. jnni um veturinn, af því, það var, svo einmanalegt og af því það var alltaf svo agalega mikill stormur. Vindurinn gerði mömmu svo hysteriska. Svo var svo aga- lega ískalt í svefnherbergjunum okkar uppi á loftinu/og mamma e'r svo agalega mikið fyrir hita. Við höfðum stóran arin í dag- stofunni okkar, og það var krók- ur í honum til þess að sjóða mat, og það var líka maskína í eldhúsinu, en mömmu var samt of kalt. Henni leiddist svo aga- fega mikið. En okkur þótti a'skap lega gaman. Og pabba líka. Hann för alltaf út, í skóg til að sækja við og hann hjó alltaf í eldinn. Hann sagði, að sér liði bara vél. En það var svo erfitt -fyrir mömmu af því það var engin vatnsveita, og það varð að sækja vatn í þóstinn, en pabbi og strák- arnir sóttu vatnið. Mamma fékk sprungur í hendurnar af kalda vatninu. Hún er svo agalega við- kvæm. Hún vill helzt hafa alt svo a'skaplega fínt. Svo var það einn dag, að mamma og pabbi fóru í hasar af því það snjóaði, og það var ekki hægt að koma bílnum á stað, og við höfðum enga olíu á lampana og enga mjólk, og ekki heldur mikinn mat, og við vorum langt frá öllu. Við urðum öll að ýta 'foílnum, sem vigtar 4000 pund, niður hæðina og við urðum að pósta agalega mikið yatn og hita það í maskínunni og hella því í vatnskassann, og samt fór bíllinn ekki á stað þegar hann var kom- 4nn niður af hæðinni. Þá máttum við til að taka alt vatnið af hon- mm aftur, og Bob frændi kom riðandi og hló og sagði, að við mundum öll verða þíð í maí. Ög mamma sagði: ,Þárna er okkur alveg rétt lýst, Allir í Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími !606. Seljum ökkar vi&urkendu brauð og kökur með sama lága ver&inu: Rugbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 auxa. Franskbrauö heil á 40 au. — hálf á 20 au. Surbrauð beil á 30 aura, — háJf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur ails konar, rjómi og {«. Sendum um allan bæ. Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhús: Kéykjavík, Hafnar- ' firði, Keflavík. iMiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i mtmmm þessu húsi eru keng-brjálaðir." Og hún stappaði fótunum niður í jörðina og var alveg snar. Og Bob frændi sat á hestinum og hló og sagði: „Þú kant ekki að taka þessu Polly." Og pabbi sagði: „Hugsaður þér hvað önn- ur eins kempa og móðir Ellenar Starr, sem er 90 ára gömul, — mundi segja um annan eins aum- ingjaskap og þetta. Annar eins landnemi og hún var, barðist við Indíána og allt mögulegt!" Og mamma sagði: „Ég hata að vera landnemi í pessum góða, nýja heimi." IÐ erum nú að fara til Holly- wood af þvi við höfum aldrei verið þar áður og af því pabbi er að fara til Evrópu. Við ætlum Iíklega að eiga heima í bænum, af því það er þar, sem þeir búa til bíómyndirnar, og fólkið í bíómyndunum er svo agalega fíngert og viðkvæmt. Við ætlum líklega að eiga heima á öðrum sveitabæ. Jónsi er agaiega fyndinn. Einu sinni sá hann sígaunara, og hann spurði pabba, hvað sígaunarar væru, og pabbi sag'ði: „Það er fólk, sem á hvergi heima dg er alt af á ferðalagi." Þá sagði Jónsi: „Erum viö þá ekki sigau- narar?" Einu sinni fórum við með pabba og mömmu að sjá hjálpar- stöð fyrir þá, sem ekki hafa neina vinnu. Drengimir þar eru eins og bresbrisonis í Rússlandi. - Þeir vita ekkert hvert þeir eiga að fara, svo þeir fara bara eitthvað og stelast með lelstunum og fara af, þegar þeir eru orðnir svangir. Þeir fara á þessar stöðvar, sem Roosevelt forseti hefir gefið þeim. Roosevelt forseti er víst agalega rikur af því hann gefur fólki alla peningana sína. En við höldum, að hann eigi ekki að gefa fólki alla peninganá sína, en geyma heldur dálitið þangað til hann er orðinn gamall. Það er agalega vont fyrir hann, éf hann . ætti enga peninga þegar hann er orðinn gamall. Þá þarf hann kannske að sofa úti í garði. Gamalt fólk er oft svo agalega lasið og getur ekki unnið. Flestir af drengjunum á stöðinni ætluðu að fara til Kaliforníu, af því þar er maður, sem gerir svo mikið fyrir gamla fólkið, og þeir ætld að vorða gamlir þar. Við kærum okkur ekkert um að hafa peninga, og það gerir ekkert, þó við höfum lítið að borða. Við erum ekkert mikið fyrir mat. Við vitum um margt ríkt fólk, sem hefir alt af nóg að börða, en það er alt af að reyna að slanka sig, og það þekkir ekki fólk eins og við þekkjum. Olympíuleikamm Á myndinni hér aö ofan sjást Finnarnir Salminen, Askola og Iso-Hollo, sem unnu gull-, silfurr og' bronze-medalíurnar í 10 kíló- metra hiaupinu á Olympiuleikun- um í Berlín. Myndin er tekiri meðan áhorfendurnir eru *að hylla þá, en þeir standa á stallin- um, þar sem sigurvegararnir taka á móti verðlaunagripunum. Þetta ríka fólk býður ekki fólki ty að gefa því að borða, þó að það hafi svona agalega mikinn mat handa sjálfu sér. Það býður bara sérstöku fólki. Ef við vær- um rík, mundum við gefa fólki með okkur. Við þekkjum margt fólk alt í kringum okkur, sem við gætum hjálpað. Okkur langar bara tii að vera rík af því okkur langar ekki til að biðja forsetann um peninga. En ef við værum rík, mundum við gefa öðrum alt með okkur. En fyrst mundum við kaupa hjól fyrir Rikka og ííka hest, og lítinn bíl, sem er stiginn með fótunum, fyrir Jónsa og líka, pínkulííinn, mexíkanskan hest, og fyrir mig Patience, dúkkuvagn og dúkku. Fyrir peningana, sem þá veröa eftir, mundum við öll fara í ferðalag. Við mundu-m fara til Kína. Rikka langar að sjá gullið á kóngshöllinni i Kína. Jónsa langar að sjá.. ræningjana. Mér, Patience, langar að sjá. ait Úr skáldsögu. „Vesalings Alexainder sökk dýpra >3g dýpra niður í eymdina. Að LDkum voru skósólarnir hans orðnir svo þunnir, að ef hanin steig a fimmeyring fann hawn hvort það var krónupeninguj) eða skiptimynt." Kaifibætir. Það-er vandí að gera kaff í "inum til hæfis, svo að hinn x é 111 kaffikeimnr haldi sér. Þetta liefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G, S. kaffibæti. Hann svíkur engan. KcjTiið sjáW. Eeynsián er ólýjgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.