Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.08.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.08.1936, Blaðsíða 3
9 ALÞTÐUBLAÐIÐ Kn t Hamsun: Drælarástarinnar ETTA hefi ég skrifað. Ég skrifaði það í dag, til þess að létta á hjarta mínu. Ég hefi mist stöðu mína í kaffihúsinu og mínum skemtilegu dögum er lok- ið. Alt hefi ég mist. Og kaffi- húsið var Kafé Maximilian. Ungur maður í gráum fötum kom kvöld eftir kvöld ásamt tveim vinum sínum og settist við eitt af borðunum minum. Pað komu margir menn, og allir sögðu eitthvað fallegt við mig, en þcssi sagði aldrei neitt. Hann var hár og grannvaxinn, hafði mjúkt, svart hár og blá augu og þessum augum beindi hann stundum til mín. Á efri vör hans var dálít- ill skegghýungur tekinn að vaxa. Jæja; í upphafi hefir honum <ekki litist meir en svo á mig, þesgum manni. Hann kom hvað eftir annað í viku. Ég hafði vanist honum og saknaði hans, þegar hann kom ekki. Kvöld nokkurt kom hann ekki. Ég gékk um allan salinn, en kom ekki auga á hann. Loks- ins fann ég hann við eina súluna við aðrar dyrnar; hann sat þar á- samt stúlku frá Cirkus. Stúlkan •vasr í gulum kjól og hanskarnir íiennar náðu upp að olnbogum. Hún var ung, og hafði falleg, dökk augu; ég er bláeyg. Ég nam staðar eitt augnablik og hlustaði á samtal þeirra. Hún var að ásaka hann fyrir eitthvað; hún var leið á honum og bað hann að fara. Ég sagði við sjálfa mig: Heilaga jómfrú! Hversvegna kemur hann ekki til mín? Kvöldið eftir kom hann ásarnt kunningjum sínum tveimur og setíist við eitt af mínum borðum, því að ég þjónaði við fimm borð. Ég gekk ekki til hans eins og venjulega, heldur roðnaði og lét eins og ég sæi hann ekki. Pegar hann gaf mér merki, kom ég til hans. Ég sagði: — Þér voruð ekki hér í gær. — En hvað hún er yndislega grönn þeman okkar, sagði hann við félaga sína. — Öl?, spurði ég. —- Já, svaraði hann. Og ég hljöp fremur en gekk effir þessum þremur ölflöskum. II. OKKRIR dagar liðu. Hann fékk mér bréfspjald og sagði: — Farið með það til . . . Áður en hann hafði lokið setn- ingunni tók ég bréfspjaldið og færði það stúlkunúi í gula kjóln- um. Á leiðinni las ég nafn hans: Wladimierz T . ... Þegar ég kom aftur horfði hann spyrjandi á mig. — Ég hefi komið því til skila, sagði ég. — Og fenguð. þér ekki svar? — Nei. Hann fékk mér krónu og sagði brosandi: — Ekkert svar er líka svar. Alt kvöldið sat hann og horfði á stúlkuna og mennina, sem með henni voru. Klukkan ellefu stóð hann á fætur og gékk aÖ borðinu hennar. Hún tók kuldalega á móti honum, en fylgdarmenn hennar töluðu við hann, lögðu tvíræðar spurningar fyrir hann og brostu að honum. Hann dvaldi þar aðeins nokkrar mínútur og þegar hann kom aftur, vakti ég athygli hans á því, að öli hafði verið helt í annan frakkavasa hans. Hann klæddi sig úr frakk- anum, snéri sér skyndilega við og horfði stundarkom yfir að borði cirkus-stúlkunnar. Ég þurk- aði af frakkanum hans og hann sagði brosandi við mig: — Þakka yður fyrir, ambátt. Þegar ég hjálpaði honum i frakkann aftur, strauk ég í laumi yfir bakið á honum. Hann settist í þungum þönk- um. Einn af vinum hans bað um meira öl. Annar kunningja hans bað uin nteira öl og ég tók líka glas Wladimierz og ætlaði að fylla það. — Nei, þakka yöur fyrir, sagði hann og snart hönd mína. Ég varð máttlaus í handleggn- um. Hann varð þess var og dró að sér hendina. Um kvöldið bað ég tvisvar fyr- ir honum á hnjánum fyrir framan rúmið mitt. Og ég kysíi hægri hafði snert hana. ur. INU SINNI gaf haun mér blóm, mörg bl’óm.. Hann keypti þau af blómasölukonunni um leið og hann fcom inn; þau voriu nýútspruingin og rauð og það vor;u nærri því öll blómin, sem fconan hafði. Hann lét þau liggja lengi fyrir f'raman sig á borðinu. Hvoruguí' kuinningja hans var nreð honum. Þegar ég hafði tíma til, síóð ég bak við súiuna og horfði á hann og hugsaði: Hann heitir Wladimierz T . . . Það hefir máske liðið klukku- tími. Hann leit oft á klufcku'na. Ég spurði hann: — Eruð þér að bíða eftir ein- hverjum? Hann horfði á mig utan við sig og sagði skyndilega: — Nei, ég bíð ekki eftir nein- um. Eftir hverjum ætti ég að bíða. — Ég átti bara við það, hvort þér biðuð kannsbe eftir einhverj- um, sagði ég aftur. — Komið hingað, sagði hann. Þetta er til yðar. Og hann gaf mér öll blómin. Ég sagði: Þakka yður fyri'r, en ég gat ekki talað, svo að það varð bara hvísl. Ég roðnaði af gleði, og þegar ég kom fram að borðinu stóð ég á öndinni. — Hvað viljið þér? spurði jóm- frúin. — Ja, hvað haldið þér? spurði ég- — Hvað ég held, sagði jóm- frúin. — Eruð þér frá yður? — Hver haldið þér að hafi gef- ið mér þessi blóm? Umsjónarmaðurinn gékk fram- hjá. — Þér færið ekki manninum mieð tréfótinn ölið, heyrði ég hann segja. Wladimierz gaf mér þau, sagði ég og fór á stað með ölið. , Wladimierz var ekki farinn. Ég þakkaði honum aftur fyrir blóm- in, þegar Iiann var að fana. Hanri stanzaði. — Reyndar keypti ég þau hamda annari, sagði hann. Jæja, hann hafði máske keypt þau handa annari, en ég hafði nú samt fengið þau. Ég fékk þau, en ekki sú, sem átti að fá þau. Og hann lofaði mér meira að aegja að þakka sér fyrir þau;. Góða nótt, Wladimierz. IV. ORGUNINN eftir var rign- ing. Á ég að fara í svartta eða græna kjólinn minn í dag? hugsaði ég. Þann græna, af því stúlku, sem stóð í rigningunni og beið eftir vagninum. Hún hafði enga regnhlíf,, s;vo ég bauð henni að standa undir minni negnhlíf, en hún afþakkaði það. Þá tó'k ég saman regnhlífina mína, svo að hún yrði ekki ein um að blotna. Um kvöldið kom Wladimierz i kaffihúsið. — Þakka yður fyrir blómin, sagði ég upp með mér. ■— Hvaða blóm? spuröi harnn. Verið þér nú ekki altaf að tala um þessi blóm. — Ég vildi bara þakka yður, sagði ég. Hann ypti öxlum og svaraði: — Það eruð ekki þér, sem ég elska, ambátt. Það var ekki ég, sem hann elskaði, nei, ég hafði ekki búizt við því, svo að þetta voru mér engin vonbrigði. En ég sá hann á hvierju kvöldi og hann settist við eitt af mínum borðum ien ekki við annara borð og það van ég, se.m færði honum ölið. Vel- kominn aftur Wladimierz. Næsta kvöld kom hann aeint. Hann sagði: — Eigið þér mikið af peaing- um, ambátt? — Nei, því miður, ég er fátæk stúlka. Þá horfði hann á mig og sagði brosandi: — Þér misskiljið mig víst. Mig vantar dálítið af peningum þang- að til á morgun. -—• Ég á eitthvað af peningurii; ég á 130 krónur heima. — Heima, ekki hér? — Bíðið þér stundarfjórðung, sagði ég, og komið heim með mér, þegar búið er að loka; þá skal ég ná í peningana. Hann beið í stundarf jórðrmg og gekk með mér. — Aðeins hundr- að krónur sagði hann. Hann gekk altaf vjð hlið mína og' lét mig aldrei ganga á undan sér eða, eftir, eins og fínir pienn gera stundum. — Ég bý bara í litlu herbergi,, sagði ég, þegar við stönzuðum við portið. Frh. á 6. síðu/ enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. að hann er nýr; þá tek ég hann. hendina á mér, þar sem liann ■ Ég var ákaftega glöð. Þegar ég síanzaði, til þess að bíða eftir sporvagninum, sá ég

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.