Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.09.1936, Síða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.09.1936, Síða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS HI. ARGANGUR SUNNUDAGINN 20. sept. 1936. 38. TÖLUBLAÐ. HVÍTARV ATN, Skridufeíl í bqksýn. Svanasöngur á Hvítárvatni. Ferðasaga eftir Eypór Erlendsson. ARLA morguns 19. júlí var ég á ferð upp Hruna- mannahrepp ásamt Erlendi bróð- ur mínum, og var förinni heitið að Hvítárvatni. Veður var hið bezta, en útsýni ekki að sama skapi gott, því miklar skýjaslæð- ur teygðu sig eins og þanin voð um himinhvolfið og drógu mjög úr skini sólarinnar, en gráir þokubólstrar byrgðu víða fyrir útsýni til fjalla. En við •Voru'm sannfærðir um, að þetta myndu •aft eins .vera síðustu leyfarnar af hinni miklu þokubreiðu, sem nóttin hafði sveipað yfir land- ið, og að þær myndu hverfa með öllu, þegar fram á daginn kæmi. Sú varð líka reyndin, því þegar leið að hádegi tók að birta í lofti, og litlu síðar var hver ein- asti skýhnoðri horfinn með ölhi og sólin tekin að hella geisla- flóði sínu yfir umhverfið. Var nú útsýni hið bezta og fagurt um að litast, því landslag er þarna mjög breytilegt og svipmikið, einkum þegar ofar dregur. Sér- staklega eru það fjöllin upp af Biskupstungum, sem vekja at- hygli ferðamannsins, og er gam- an að veita því eftirtekt, hvemig þáu breyta afstöðu sinni hvert til annars um leið og áfram er haldið. — En fyrsti staðurinJn, sem á sérkennilega náttúru- fegurð að bjóða, em vafalaust hin svonefndu Brúarhlöð. Þar hefir Hvítá smám saman myndað ýmsar einkennilegar klettamynd- anir á óralöngum tíma. einkenni- legust er bergnál sú hin mikla, sem þama stendur mitt í belj- andi árstraumnum og hefir eigi látið straamþungan kúga sig, þrátt fyrir hin ægilegu átök hans, þegar ofsaflug hleypur í ána á veturna, og vatnið fer hamför- uin eftir árgljúfrinu. En Brúar- hlöð em einnig gædd annari og meiri fegurð en sérkennilegmn klettamyndunum. Þar eru fagrar kvosir austan megin árinnar og blómlegir trjámnnar alt um kring. Við héldum nú yfir hina traustu og veglegu brú, sem þama liggur yfir ána, og svo áfram upp með ánni, þar til Gulifoss blásti við sjónum okkar. Var þá auÖvitað sjálfsagt að láta staðar numið um hrið og líta sem snöggvast á þennan nafn- kunna foss, sem allir róma svo mjög sakir glæsileiks og fegurð- ar. Við stigum þvi af baki, skild- um hestana eftir dálítinn spöl frá ánni og gengum siðan niðúr að fossiniun. Blasti þá við okkur ein hin mikilfenglegasta sjón, sem ég Iiefi nokkurn tíma séð.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.