Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 04.10.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 04.10.1936, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS III. ÁRGAMGUR SUNNUDAGINN 4. OKT. 1936. 40. TÖLUBLAÐ / íshafspokunni: , Sumartúr á Hákarlaveiðar ÞAÐ VAR VEN.IA ýmsra stæRl' bænda við Eyjafjörð að út- yega sér umráð yfir einu skip- rúmi á þessari eða hinni hákarla- .skútunni, þó að þeir ættu engan hlut í henni. Voru þeir svo skyldir til að sjá fyrir fullgildum manni í -skiprúmið. Sumir létu vinnumenn sína í þessi skiprúm, enaaðrir fengu í þau sér óviðkomandi menn. Greiddu peir þá mat peirra og hlífar og tóku eftir þá hálfan hlutinn. Sjómennirnir sjálfir — eða þeirra húsbændur — tóku svo ¦Mnn helminginn. Jónas á Látrum átti Felix alian og Elínu hálfa. En §amt sem áður útvegaði riann sér umráð yfir einu skiprúmi á Ak- ureyrinni, sem var eign Þorsteins á Grýtubakka o. fl. Skipstjóri á Ákureyrinni var Vílhjálmur, sonur Þorsteins, en tengdasonur Einars alþingismanns í Nesi. Var Vil- hjálmur annar mesti aflamaðurinm við Eyjaf jcrð. Hinn var Jón Guinin- laugsson frá Sökku í Svarfaðar- dal. Var mikil keppni milli pess- ara skipstjóra um aflabrögðin. Jönas á Látrum lét vinnumenn sína oftast vera á hans eigin skip- ton, en gjörði í^t óviðkomandi naann á Akureyrina. Stundum fóru hákarlaskipin veiðiför í ágúst-- öiánuði, og var það kalLaður sum- artúr. Sumarið 1883 fór Akureyrin í s. umartúr. En sá maður, sem Jónas hafði gjört út, var bóndi, og þurfti hann að fara til bús sins. -Fór hann heim, en Akursyrin lagðist undan Látrum og Jónas för um borð. Skipstjóri tjáði hon- Um, áð nú vantaði sig manin1 í Btað þess sem farinn væri, og bæri Jónasi að sjá sér fyrir hon- Um. Jónas Ienti nú í vandræðutoi Því hann hafði ekki fleiri rnenm við sláttinn en þörf var á. Sagði faann Ioks,, að hann hefði engin íáð, nema. skípstjóri vildi taka af sér nýfermdan dreng. Hann vissi Vel, að hann væri ekki fullfeominn EINHVER merkasta bck, sem út hefir komið hér á þessu ári, er Virkir dagar, eftir Guðmund G. Hagalin rithöf- und. Er það aðeins fyrri hluti af ævisögu Sæmundar Sæ- mundssonar hákarkformanns, og segir ^rá uppvexti Sæ- mundar og fram að þeim tíma, er Sæmundur kvænist og reisir bú. Sæmundur er að mestu V.inn ipp að Látrnm \ Látraströnd, austan Eyjafjarðar. Á Látrum var hákarlaútgerð á seinni hluta 19. aldar, og fékk Sæmundur memma ið kynnast sjómenskunni. Auk þess, sem bókin er ævisaga Sæ- mundar, gefur hún glögt yfirlit yíir þjóðhætti þessa tímabils, einkum alt, er að sjómensku lýtur. Kaflinn, sem hér fer á eftir, segir frá fyrstu hákarlaför Sæmundar. Bókin er gefin út af ísafoldarprentsmiðju. SÆMUNDUR SÆMUNDSSON. maður, sízt til hákarlaveiða, eh Bjóveikur væri hann þó ekki. Það væri orðið fullreynt. Hann væri ekki hár í bfti, en þéttur, þægur og fús til verka. Skipstjóri sagði, að Jónas skyldi fara fram í há- setaklefa og tala við hásatana. Ef þeir fyrir sitt leyti vildu leyfa, að strákurinn færi, þá skyldi hann ekki hafa á móti því. Jónas fór svo fram i til hásetanha og bar upp við þá erindið. Og svo var hann vel þokkaður, að allir luku upp einum munni um það, ao sjálfsagt væri að taka af hDii- öm strákgreyið. Þeir skyldu þá leggja meira á sig, ef strákurinn reyndist öriýtur. Jónas fór nú í land. Sæmundur var nýbúinn að reka féðl í kvíarn- ar og sat inni á rúmi sínu með matardisk á hn]ánum. Þegaropn- ar voru hurðir, heyrðist til bað- stofu, það sem sagt var í búr- inu, þó ekki væri talað nema í venjulegum róm. Heyrði nú Sæ- mundur það, að Jónas kom inn í búrið og sagði húsfreyju að hún yrði að reyna að reita saman eitthvað í koffort handa honum. Sæmsa litla. Hann ætti að fara á hákari á Akureyrinni. Það má nærri geta, að Sæmundur hafi hætt að sinna matnum og hlustað með athygli á samtalið í búrinu. Húsfreyja brást reið við, sagði að hún vildi alls ekki missa Sæ- mund frá ánum. Það væri víst ekki gripinn upp annar eins smali og hann. Jónas sótti sitt mál fast. Hann mundi missa yfirráðin yfir skiprúminu á Akureyrinni, ef strákurinn færi ekki út, og ærnar væru orðnar spakar. Ein af vinnu- konunum gæti sem bezt hóað þeim saman. Sæmundur yrði að! fara. Þá sagði gamla konan, að það væri alveg óf orsvaranlegt, aö heimta það af sár, að riún gjörði mann út á hákarl svona alveg fyrirvaralaust, og það væri meira en meðalskömm, að láta dreng- inn fara matarlausan eða svo til. Jónas sagði þá, að hann þekktí hana illa, ef hún gæti ekki tínt jeitthvað { koffortsgarm. Og hvort sem þau töluðu nú lengur eða skemur, varð það endirinn, að bóndi hafði sitt fram. Það var sótt koffort, tínt í það eiíthvað af' brauði, sykri, harðfiski og kjöti. Svo voru Sæmundi fengin stígvél og skinnklæði, og að því búnu kvaddi hann fólkið, og Jónas' flutti hann um borð. Tóku skips- menn honum strax hið bezta, en hann var mjög á báðum áttum. Hann kveið fyrir störfunum, sam hann hafði heyrt talað um, aS ekki væri á annara meðfæri er* hiroia duglegustu manna, en hin*

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.