Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 04.10.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 04.10.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SUMARTOR Á HÁKARLAVEIÐ- | AR. (Frh. af 2. síðu.) ínn. Rúmlega þverhandarbreidd frá hverri vaðbeygju var gildri trénál stungið ofan á bDrðstokk- ínn. Hún var úr birki —- og stóðu 4—5 þumlungar af henni upp úr borðsitakknum. Það voru aðeins beittar fjórar söknir svona til að byrja með. Þegar búið var að finna botn, var tekið tveggja faðma grunn- mál, búin til lykkja á vaðarhaldið og henni smeygt í nálina. Svo fóru menn að hllfa sig. Peir fóru í skinnklæði og settu upp tvenna lyettlinga, mjúka þelvettlinga naest hendinni og þykka togvettl- ínga utan yfir. Önnur vaktin fór nú niður, og var það vakt stýrimanns. Sinn tnaðurinn gætti svo hvers vaðar, skipstjóri þess aftasta. Gengu vaðarmennirnir hver að sinini vað- beygju, smeygðu lykkjunni upp af nálinni, gripu um vaðinin, lögð- ust á hnén og teygðu handlegginin út af borðsbokknum til þess að finna sem best, ef Gráni nar aði í beituna eða stryki sér við. Vöð- unum hafði verið rennt að vanda þeim megin skipsins, sem straum- ur bar frá, og á tíu mínútna fresti yar rennt í botn og tekið grunin- mál. Skipstjóri hafði með sér allmik- ið af hráu kjöti, og þegar ekki varð nú hákarls vart, þá sagði hann Sæmundi að sjóða kjötbita. Gekk það vel og var það svo.ailt,- af aukaxerk Sæmundar að sjóða kjöt fyrir skipstjóra, og gaf skip- Btjóri honum jafnan vænan bita. Kom það sár vel fyrir Sæmund, þar sem hapn hafði mat af skorn- um skammti heiman að í þetta Binn. Fyrir vaktaskiftin hitaði svo Sæmunriur kaffi. Stýrimannsvaktin kom upp, en hin gekk til hvílu. Svo urðu aftur vaktaskipti, og ekki hafði hákarl- 8nn gert neitt vart við sig. Skip- taði þá skipstjóri að draga upp og beita á nýjan leik. Var Sæ- tnundur látinn draga með þaul- vönum og rólegum hákar’amanni. Þannig var dregið, að sinn mað- íirinn stóð hvoru megin vaðioeygj- Unnar, og tóku þeir sjtt handtakið bvor með annari hendi. En væri taijög þungt á, var dregið með báð ttrre Vildi ruglast fyi'St hjá , Sæ- mundi „handfangið“, en um það bil, að sóknin var komin yndir borð, var hann nokkurn veginn búinn að lærq. að draga. {/}V (i Beitan var orðin bæði lyktar- «ag bráar-laus, og var beitt aftur á sama hátt og i byrjun. Sæmund- ur var látinn draga úpp annan vað, og fór hann nú að kunina sæmilega vel handfangið. Þessi vakt leið þannig, eins og þær fyrri, að enginn fekkst há- karlinn. En þegar svo skipstjóra- vaktin kom upp enn á ný, þá voru komnir á skip tveir hákarlsormiar — og nú fór sá grái að bíta. Þegar vaðmaðurinn fann, að hákarl nartaði í beituna, biá hann hart við og kallaði á þann, sem draga átti með honum, og var sá nefndur lausi maðurinn eða lausinginn. Drógu þeir nú rösk- lega fyrsta spnettinn, til þess að festa sem bezt í skepnunni, og þurfti þá talsverð átök, því að erfiðast var1 jafnan að pá hákarl- inum frá botninum. Aftan við fram- og afturvant voru negldar á skipshliðarnar svonefndar fiskifjalir. Þama var hákarlinn dreginn upp, og voru fjalimar byrðing skipsins til hlífð- ar. Ofan úr reiðanum lá hljóltaug niður á þilfar aftan við hvem Ivant. Neðan í þesisum hjóltaugum voru afársterklegir krókar. Þeir voru á stuðlajámi, sem var 1% þumlungs á hvern veg að þykt- inni til. Þegar hákarlinn var að komast undir borðið, færði vaðarmaður- inn sig með vaðinn að hjóltaug- inni, sem næst honum var, en laúsingirm greip hákar’.adrep um Ieið og sá grái kom upp úr sjón- um. Stakk svo lausinginn drepn- *um í mænuna á Grána. Drepurinn var tvíeggjaður stalstingur, þriggja til fjögúrra þumlúnga breiður og tíu þumlunga langur. Skaftið var fjögurra álna langt. Lausinginn lagði nú frá sér drepinn, losaði hjóltaugina og lét krókinn siga það langt niður, að hann var hálfur í sjó, en vaðmað- urinn hélt þannig í hlekkina, að ekki losnaði úr hákarlinum, þó að skipið ylti. Var nú beðið eftir lagi, og þegar það kom, teygði vaðar- maðurinn sig svo langt sem hanin náði út yfir öldustokkinn, og hafði, þegar vont var í sjó, annam fótian í klofinu á lausingjaintim tii þess að stingast ekki fyrir borð, þegar skipið kastaðist á öldunum, en lausinginn stóð og hélt amnari hendinni utan um hjóltaugina sjálfa, en hinni utan um lausa partinn, sem kallaður var hlaup- ari. Vaðarmaðurinn bugfyllti nú krókinn sem bezt hann gat í Grána, krækti annað hvort umdir hrygginm eða í kjaftinn. Þegar veltíngur var mikill, vildi rifna út úr hákarlinum, og þurfti stund- um að bera í hann aftur og aflur. En þegar gott hald var fengið, var hann dreginn það hátt á hjól- tauginni, að kviðugginn var ofain við öldustokkinn. Þegar svo var komið, var hlauparinn festur á nál. Nú var hákarlinum snúið þann- ig, að kviðurinn vissi aftur. Laus- inginn hélt annari hendi í krókinn á hjóltauginni, en hinni í kjaft- vikið á Grána. En vaðarmaðurinm greip hákarlaskálmina og gjörði skurð þvert yfir kvið hálkarlsins — neðan við tálknin. Síðain skar hann kviðinn frá beggja megim niður að miðju. Blaðið á hákarla- síkálminni var á’narlangt, þriggja til fjögurra þumlunga breitt og íaðeins ein eggjað. Skaftið var fimm kvartil á lengd. Þegar búið var að skera frá kviðinn, var gerður skurður ofan við lifrina, sem hángir á gall- húsinu á sterkri slýju, sem kölluð er magáslýja: Síðan fór vaðar- maðuiínn með höndina undir gall- húsið og dró lifrina inn á þilfarið. Væri hákarlinn mjög stór og lifr- armikill, þá var lifrin látin renmgt út í sjó, og um leið og hún rann út úr hákarlinum, var hún bút- íuð í siundttr í hæfilega stóra búta, sem síðan voru teknir upp á þil- farið í pokaháf. Munnamaginn á hákarlinum er mjög feitur, og var skorið úr hon- um stykki og látið inn á þil- farið.. Síðan var hákarlinum slept niður. Nú var sóknin tekin, og var beitunni, sem eftir var á henni, ýtt upp undir hakið á leggnum. Því næst var tekið munnastykk- ið og það þrætt vandlega upp á sóknina — og var það þrautreynt, að þetta þótti þeim gráa hið mesta lostæti. Svo var þá gallhús- ið tekið og látinn hanga við það lifrarbiti. — Síðan var seigildið þrætt upp á sóknina, svo að það sat í bugnum, en lifrin flögraði upp um oddinn, þegar i sjóinm kom. Þegar svo búið var að beita sóknina á þennian hátt, var rennt á ný. Vatt vaðarmaðurinn vettl- inga sína, meðan vaðurinm var að renna í botninm. í lest skipsins voru kassar með báðum hliðum, og voru þeir hólf- aðir í þrent, hvor um sig. Þrjú göt voru á þilfari hvoru megin og hlerar yfir. Var lifrin tekin og henni rent ofan um þessi göt. Var það verk við hæfi Sæmundr ar, að setja lifrina ofan um göt- in, en máttlítill var hann við dráttinn, þegar hákarl vár á sóknunum. Um það bil, sem hákarlinn fór að verða verulega ör, jókst aust- anvindurinn að miklum mun, og brátt kallaði einn vaðarmaðurinn: — Vaðinn ber fram með. Hún er farin að drifa. Hún er „hrokk- in upp“! Jú, það var ekki um að villast, skipið var hrokkið upp, en svo var að orði komist, þegar það fór að draga drekann. Var öllum illa við, áð þetta skyldi koma fyrir, þegar nú einmitt aflahorf- umar voru að verða góðar. Skip- stjóri stökk fram á og gaf út af stjórafæirinu 60 faðma í viðbót við það, sem út hafði verið gefið um leið og lagst var þama. Skip- inu sió nú flötu fyrir sjó og vindi, og varð þá feikna velting- ur — og ágjafir hinar mestu.1 Þetta stóð þó ekki nema nokkr- ar mínútur, því brátt fékk drek- inn hald á ný og skipið snerist lupp' í vindinn. Sæmundi var sagt að fara niður í hásetaklefa og laga þar til, það sem aflaga hefðí farið meðan skipið fiotrak. Þegar hann kom niður í, lá kaffiketilh VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN f ÖÐRIJM LÖNDUM ÁLF- UNNAIÍ. „Ö.B1 Viðtækjaverzlunln veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðakifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum eamkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar úttbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. VakmarkiS er: ViStæki inn á hvert. heimill. liðtækiaverzSBn rikisins. Lækjargötu 10 B. Sfmi 3828

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.