Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ r Sjómannauppreisnin á „Bounty“. - : i t ARIÐ 1787 lá hið mikla bark- skip „Bounty“ í höfninni í Portsmouth og átti' innan skamms að sigla áleiðis til eyjar- innar Tahiti í Kyrrahafinu. Til- gangur fararinnar var sá, að sækja brauðávaxtatré til eyjarinn- ar og fara með pau til Vestur- Indlands og rækta þau þar til matar handa prælunum, h Roger Byam sjóliði átti að fara með, en forfeður hans höfðu gegnum marga mannsaldra verið í hinurn enska flota. En jafn- framt því að takast nú hina fyrstu löngu sjóferð sína á hendur, á hann að semja orðabók yfir mál Tahitibúa. Skipstjórinn á „Bounty" er Wiliiam Biigh. Hann er pektur um allan enska flotann fyrir grimd og miskunnarleysi í skip- stjóm sinni. Hann er xyrir pessar sakir alræmdur og hataður um aiian floíann. Nokkru á'ður en leggja á af stað, kveður Roger Byam for- eldra sína og margra ára vin fjölskyidunnaf, hinn víðfræga og vinsæia vísindamann Sir Joseph Banks, en'Banks pykir mjög vænt um hinn unga mann. Banks fer einnig um borð í „Bounty" til að kynna Roger fyrir skipstjór- anum. Undir eins og Roger kemur um borð, fær hann að kynnast pví, hvers konar maður skipstjórinn er: Sjómanni á einu skipinu hefir orðið pað á, að löðrunga einn af yfirmönnum sínum og í hegn- ingarskyni á hann að flengjast nokkrum vandarhöggum á hverju pkipi í flotanum. En pegar á að fara að fram- kvæma hegninguna um borð í ,,Bounty“, er sjómaðurinn dauð- ur, en Bligh skipstjóri gefur samt sem áður pá fyrirskipun, að húð- strýkja skuli líkið. Undír eins og Roger kynnist Fletcher Christian, sem er fyrsti stýrimaður á skipinu, verða peir vinir. Christian hatar skipstjór- ann, en er pó tilneyddur aÖ fram- kvæma allar fyrirskipanir hans, meðal annars til pess að gefa honum ekki tækifæri til að ákæra hann fyrir óhlýðni. Christián býð- ur pó aðeins eftir tækifærí til að sýna skipstjórantim hug sinn, og dag nokkum, pegar Bligh krefst pess að hann undirskrifi birgða- skrá skipsins, neitar Christian pví, par sem hann heldur pví fram, að skipshöfnin hafi alls ekkifeng- ið pá fæðu, sem skýrt er frá á skránni. Yfir pessu verður Bligh frávita af reiði. Aðbúnaður skipshafn- arinnar er hinn ægilegasti, skip- verjar eru daglega barðir, kjöl- dregnir og sveltir. Þeir eru að- framkomnir af hinni illu aðbúð, er peir koma til Tahiti, en par er peim vel tekið, og par verða peir ástfangnir í innlendum stúlkum Roger og Christian og heita peim eiginorði. Þarna dvelja peir um skeið, en svo kemur að pví, að „Boun- ty“ á að fara frá Tahiti. Fyrsta fyrirskipunin, sem Bligh gefur, eftir að skipverjar eru komnir um borð, er að húðstrýkja skuli nokkra skipverja. Við pessa at- höfn deyr skipslæknirinn, og Christian kennir skipstjóranum opinberlega um dauða hans, en poiinmæði allrar skipshafnarinn- ar er nú að protum komin, og eftir nokkra atburði gera sjó- mennirnir uppreisn og Christian verður foringi peirra. Skipstjóranum og nokkrum fylgismönnum hans er skipað í einn skipsbátinn og skildir eftir matariitlir á hinu opna hafi. Roger verður eftir á „Bounty“, og pó hafði hann neitað að taka 'pátt í uppreisninni. Bligh er duglegur sjómaður, og eftir hræðilegar prengingar nær hann að komast til Englands. Christian sigiir „Bounty“ hins vegar aftur til Tahiti, og par lifir hann og félagar hans við alísnægtir og hamingju lengi vel. En einn dag sést til ensks skips frá Tahiti, og stefnir pað til Eyj- arinnar. Christian sér, að hér er hætta á ferðinni fyrir hann og félaga hans. Hann safnar peim pví sam- an og siglir Bounty burtu. Roger verður eftir á Tahiti. Hann álít- ur sig saklausan og vill fyfir hvern mun komast aftur heim til Englands. Bligh er skipstjóri á skipinu og hann tekur Roger fastan og fjötrar hann í lest skipsins. Síð- an leitar hann „Bounty“ svo vík- um skiftir, en árangurslaust, og fer síðan heim til Englands. Þar ákærír hanh Roger fyrir að hafa tekið pátt í uppreisninni, og er hann dæmdur til dauða. Mála- ferlin leiða pó til pess, að Roger er náðaður. Bligh hlýtur fyrir- litningu fyrir og miklar breyting- ar eru gerðar á sjómannalögun- um, sem tryggja pað, að sjó- menn séu ekki kvaldir. En Christian siglir „Bounty“ um Kyrrahafið, par til hann pyk- ist viss um að enska skipið sé farið, pá siglir hann „Bounty“ upp á strönd eyjarinnar Pictairns, sem er óbyggð, og pegar skip- verjar og konur peirra, er peir höfðu tekið með sér frá Tahiti, eru komnir á land, brennir Chris- tian „Bounty“ til öskú. Þessa sögu segir samnefnd kvikmynd, sem sýnd verður í Gamla Bíó á næstunni. Þetta ier stórfengleg kvikmynd, sem gerist að mestu á ólgandi hafinu. Sýn- ingamar era stórfenglegar og allur útbúnaður myndarinnar með hinni mestu prýði. I útlendum blöðum hefir hún verið kölluð „bezta mynd ársins". Aðalhlut- veririn leika Clark Gable: Chris- tian, Franchis Tone: Roger og Laughton skipstjórann Bligh. — Kvikmyndin kostaði 2 milljónir króna. Hundrað manna leika í mynd- inni og par á meðal ibúar eyj- arinnar Tahiti. Sagan, sem kvik- myndin segir, er að öllu leyti sönn. Þeir atburðir, sem sagt er frá hér að framan, gerðust raun- verulega árið 1787. En myndin sleppir pví að segja frá afdrifum Christians og félaga hans. Þeir settust að á eyjunni Pitcairns og lifðu par við alls- nægtir. Mikið ósamkomulag kom pó upp á meðal peirra um skeið, aðallega út af konunum, og vortu margir drepnir í ipeim viðskiftum. Christian var pó alt af höfuð peirra og herra, sem peir treystu. í áratugi vissi enginn hvað orð- ið hefði af „Bounty“ og upp- reisnarmönnunum, en loks komst pað pó upp, og voru peim pá gefnar upp sakir, enda voru upp- reisnannennirnir pá allir komnir að fótum fram. Það var aðvent- istaprestur, sem fana pá, og nú í dag lifa afkomendur ChristSaas og félaga hans á PitcaimS —•- og eru allir aðventistar. , <r ■———■ Það var líka skeratun. Monsen var rithöfundur. Eirnt sinni sat hann kófsveittur yfir skájdsögu og beið eftir anda- giftinni, sem lét bíða eftir sér. Monsen v,ar í mjög slæmu skapi, og ekki bætti pað úr skák, oð 6 ára gamall snáði, sem hann átti, var að leika sér í stofunni og hafði nokkuð hátt um sig og var alt af að leggja spurningar fyrir föður sinn. — Ef pú ekki hættir pessunv spurningum, segir Monsen, — pá fer ég út og drekki mér. Það varð dauðapögn í tvær mínútur, en pá sagði lítil rödd: — Pabbi! Má ég koma með og horfa. á? Frjáls samkeppní. Fyrír mn tuttugu árum ráku 2' kaúpmenn verzlun í sömtu götu í boig einni í Noregi. Þeir hétu Mikkelsien og Pálsen og milli: þeirra var mikil samlkeppni, eink- um buðu peir egg niður hvor fyr- ir öðrum. Eggin urðu ódýrari og ódýrari' og að lokum brá Mikkel- sen sér inn til Pálsens og sag’ði: — Heldurðu að verðið á ©ggj- unum sé nú ekki orðið nógu lágt. Við seljum pau fyrir (miklu lægra verð en við kaupum pau og pá er bara tap á peim. — Tapar pú á peim? spurði Pálsen. — Já, auðvitað, svaraði Mikkel- sen! — Tapar pú ekki á peim líka?' Nei, svaraði Pálsen, — ég: kaupi pau hjá pér. Á lækningastofunni. „Notið sem fæst orð,“ stóð & hurð læknisins. Dag nokkurn kemur maður inn á lækningastofuna með hendina reifaða og svohljóðandi samt.al fer fram milli læknisins og sjúk- lingsins: — Skorínn? — Bitinn! — Köttur? — Hundur! — Gott! — Nei, vont!

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.