Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS ffl. ARGANGUR SUNNUDAGINN 25. OKT. 1936 43. TÖLUBLAÐ m—a———i—————1—Ul«n —_—————————————————————————»»■# Sósíalistisku skólarnir í Mexikó. GREININNI, sem hér fer á eftir, er sagt frá skólalög- gjöfinni í Mexikó, sem er einn aðalþátturinn I sex-ára- áætlun verkamanna- og bændastjórnarinnar, sem fer þar með völd núna. Þegar borgarastyrjöldinni lauk, sem hófst í raun og veru árið 1910, og byltingin hafði sigrað, var það eitt af höfuðvandamálum stjórnarinnar að menta alþýðuna, en mestur hluti bændEmna var Indíánar, sem hvorki voru læsir né skrifandi. Jafnframt bóklegri kenslu eru kendar íþróttir og listir í skólunum, einkum málaralist, því að Indíánarnir eru mjög gefnir fyrir hana. Þá er og veitt tilsögn í ýmsum iðn- aði, einkum heimilisiðnaði. Lýsir greinin vel hinum lifandi á- huga alþýðunnar á því að menta sig og ósérhlífni kennar- anna, sem oft eiga ekki sjö dagana sæla við starf sitt í frumskógum hitabeltislandanna. HIN NÝJA skólalöggjöf í Mexikó, sem gekk í gildi árið 1934, mælir svo fyrir, að alt uppeldi eigi að vera í anda sósíalismans, allir hleypidómar trúarbragðanna séu afnumdir og aeskulýðurinn sé alinn upp - þeirri skoðun, að takmark sósíal- fcmans sé jafnám auðvaldsskipu- lagsins. Bömunum sé kent að bera hag fjöldans fyrir brjósti, en berjast gegn allri sérhags- munapólitík. Þar sem þessar kröfur eru ekki einungis pappírssamþykt, heldur verið framkvæ.mdar í tvö ár sem aðalmálið í mexikönsku sex-ára- áætluninni, er það fyllilega þess vert að gefa máli þessu dálítinn gaum. Það er nefnilega I fyrsta isinni í sögunni, sem framkvæmd hefir verið krafan um sósíalist- iskt uppeldi við aðrar kringum- stæður en hjá sovétlýðveldinu. Áður en lengra er komið inn á skólamálin, verður að gera grein fyrir ástandinu með þessari þjóð. Hið mexikanska þjóðlíf er að mótast, og þar hefir orðið hrað- fara tækniþróun á síðustu árum. -Smá sveitaþorp hafa á örfáum árurn stækkað og orðið að iðn- aðarborgum með mörg hundruð þúsund íbúa. Göturnar, þar sem menn áður óðu leðjuna í hné, -eru orðnar malbikaðar, og vel mentuð lögregla stjómar umferð- Inni um þær. Járnbrautir og brýr hafa verið bygðar, fljótin og foss'- arnir virkjaðir, verksmiðjur bygð- ar, vöruhús og hótel. Allar þess- ar framfarir hafa verið ótrúlega stórstigar. Að lokinni hinni hræðilegu og langvinnu borgarastyr jöld hefir hin sósíalistiska uppbygging orð- ið mjög hraðfara. Byltingin hófst árið 1910 og var upphaflega bar- átta milli pólitískra flokka ,sem vildu hvor um sig ná völdunum, en brátt þróaðist þessi styrjöld hpp í stéttabaráttu, þar sem að- allausnin var frelsi hins vinnandi lýðs. Og það kom brátt í ljós, að enginn pólitískur flokkur gat haldið völdunum, nema hann hefði hinnn vinnandi lýð á bak ' wð sig. Það sem einkendi þessa borgarastyrjöld var sú staðreynd, að verkalýðurinn var svo að segja allur fátækir Indíánabændur, en þeir vora 10 milljónir af 16 mil- jóna íbúafjölda. Þess vegnavarð vígorð byltingarinnar: Jörð og frelsi. Aðalmálefni verkamanna- og bændastjórnarinnar, sem nú situr að völdum, er því að tryggja frelsið og útvega bændunum jarðir. En bezta tryggingin fyrir frelsinu og því, að verkalýðurinn fái arðinn af vinnu sinni, er sós- íalistisk vitund fjöldans, sósíal- istiskt uppeldi og þróun. Þess vegna er hinn sósíalistiski skóli merkasta málið á stefnuskrá mexikönsku verkamanna- og bændastjórnarinnar. AÐUR EN byltingin sigraði hafði mestur hluti verka- lýðsiins, Indíánarnir, engan aðgang að menntun. Það var hin almienna skoðun, að ólæs Indíáni væri ó- dýrari og auðsveipari vinnukraft- ur en Indíáni, siem var bæði læs og skrifandi. Kirkjan, sem átti flestar jarðirnar, áður en bylt- ingin sigráði, studdi þessa skoð- un. Hinir mexikönsku prestar sögðu líka, að menntaður Indíáni væri ekki svipáð þvi j-afn frómt og kriistilega hugsandi og hinn ö- menntaði Indíáni. Hinir fátæku og menntuinlar- liaúsu Indíánar gáfu sinn síðasta skilding fyrir kerti, sem þeir svo skenktu dýrlingum sínum í kirkj- unum. En þegar þeir eru farnir að menntast ofurlítið, fara þieir að hugsa um, hvort ekki sé skyn- samlegra að fara til læknis, ef einhver er veikur í fjölskyldunni. heldur en áð gefa dýrlingnumi kertli, siem oftast nær var dálítið vEifaisamur ábati. Frá 1922—-‘32 hafa verið bygð- ir yfir 10 þúsund sveitáþorps- skólar. Sex ára áætlunin hefir á stefnuskrá sinni áð bceta við eigi færri en 12 þúsund slíkum skól- um og er þegar búið að byggja meir en helming þeirra, svo að nú eru til í landinu um 25 þús- und slíkir skólar. Margir af þess- um skólum eru í Indíániafcofum, en víða eru notaðar til þ-ess kirkj- ur, heldur ien að láta þær standa áuðar. Allvíða hafa þó verið byggð nýtízku skólahús. I fátæk- legustu skólahúsunum eru engin húsgögn, en nemendurnir verða að sitja flötum bein'um á gólf- inu umhverfis k-ennarann, sem sit- ur á stól eða þá á trékassa, ef enginn -stóll er til. Sumsstáðiar eru töflur til þ-ess að skrifa á, -en sumsstaðar bara brúnn papp- ír. Víða eru þrír -eða fjórir n-em- endur um sömu bókma. Samt s-em áður er það hreinasta furða hv-e fljótir nem-endurnir eru að til- eihka sér fræðin. Emn hjálpar öðrum og enginn hugsar sérstak- lega um það að vera efstur á prófi. Hin gagnkvæma hjálpsemi eink-ennir mjög skólastarfíð. Alt þetta samkeppniskerfi, -s-em ein- k-ennir cvrópiska skóla er ó- þekt m-eðal Indíána. Þar eru hvorki til dúxar né fúxar, &em hvorttveggja >eru jafn viður- styggileg fyrirbrigði. Og þó liggja nem-endurnir ekki í leti. — Reyndar er ekki æfínl-ega dauða- þögn í þessum skólum, þiegar t. d. sex eða átta nemendur þurfa að líta í sömu bókina í einu. En þegar k-ennaiinn þarf að útskýra eitthvað ríkir dauðaþögn, því.að enginn vill missa af þieim vís- dómsorðum, sem fram ganga af munni kenimrans. Ýmsir menn, sem hafa heimsótt hina m-exi- könsku Indíánaskóla, láta mikið af hinni gagnkvæmu hjálp meðal nemiendanna. Ef Indíánadnengur hefir lært að skrifa eitthv-ert -orð, þá er hann ek’ki ánægður fyr en hánn er búinn að k-enna sessunúut sínum það. STJÓRNIN varð ' að byrja á þvi, að kom'a einhverju kerfi á skólaha. Allir skólar voru s-ettir undir s-ömu stjórn og einkaskólar afnumdir. Fyrst v-arð miklum erf- iðleikum bundið að útvega kenn- -ara. Það varð því að grípa til sérstakra ráðstafána. Sendimenn stjórnarinnar ferðuðust um land- ið þvert og -endilangt -og 1-eituðu uppi í hverju þorpi menn, s-em. líklegalstir þóttu til þess að geta tekið áð sér starfið. Oft voru þessir mienn -ekkert sérstaklega vel að sér, en ef átti að koma upp kennaraskólum fyrst, til þess að mennta kennarama, þá voru þar fárin 2—3 ár til spillis. Það var því látið nægja, að kennarinn kynni áð lesa og skrifa. Og það þótti mikill lærdómur meðal þjó'ð- ar, þar -sem tæpur fjórði hluti íbúánna kupni þessar íþróttir. — Það þótti því hin m-esta upp- götvun að finna slíkan mann í hverju sveitarþorpi log þótti ófært að senda hann burtu á keninaim- skóla. Það varð því að finn*, annað ráð. Það varð að hafa far skóla, til þess að undirbúa toenn- arana. Nú, voru sendir út hópar far- k-ennara, sem dvöldu mokkra máin- hði í hverju sveitaþorpi og hverj® héraiði -og bjuggu kennaraefnin’ undir starfið. Þeir eru til hús*

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.