Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýja Bíó: Benjamino Gigli í „Gleym — mér — ei (( Bráðum sýnir Nýja Bíó kvik- myndina „Gleym-mér-ei" með frægasta tenorsengvaia heimsins Benjamino Gigli í aðalhliitvérkinu. En áður en Gigli öðlaðist heinrsfrægð, var hann afgreiðslu- jdrengur í lyfjábííð i Recamatti á ftalíu. Honum leiddist það starf og vildi fá að læra að syn.gja, og létu foreldrar hans pað loksins eftir honum. 14. október 1910 hélt Gigli í fyrsta sinni söngskemtun; 4 árum seinna lék hann hlutverk í „Gio- conda“. Árið 1915 söng hann i Palermo og fleiri ítölskum borg- um. Hann söng lög eftir Verdi, Rossini, Wagner, og Puccini. Á- heyrendur voru geysihrifnir, og fljótt náði hann jafnmiklum vin- sældum og Caruso. 26. nóvember 1920 stóð Gigli í fyrsta sinn á sviði Metropolitan-óperunnar í New York og fékk 10 000 krónur fyrir kvöldið. 1 mörg ár var Gigli ráðinn við Metropolitan-óperuna, en svokom kreppan og launin lækkuðu. En Gigli vildi ekki kannast við kreppuna og sagði skilið við Metrópólítan-óperuna. Hann fór til Suður-Ameríku og Evrópu, en hann komst fljótt að raun um, að hann hafði misreiknað sig. Hann fékk oft ekki rneira en 5 000 krón- úr fyrir kvöldið og stundum minna. Árið 1924 kom Gigli í fyrsta BENJAMINO GIGLT. sinn til Þýzkalands og söng í Berlín og Hamborg. 1 Hamborg kom óþægilegt atvik fyrir hann. Dag nokkurn kom bréf til hans á gistihúsið, þar sem hann bjó. Bréfið var. vélritað og þar stóð, að ef hann vildi halda fullu fjöri, skyldi hann leggja 50 000 krónur á tiltekinn stað. En lögreglan fékk málið í hendur, og tókst henni að hafa uppi á bréfriturunum. Gigli er einn af þessum farand- söngvurum, sem fer borg úr borg og syngur, og alls staðar er fólk- ið jafnhrifið af söng hans. Og alls staðar, þar sem hann syngur, er hvert sæti skipað, hvort sem hann syngur í París, Neapel, Lon- don, Berlín, Stokkhólmi, Buenos Ayres, — eða Nýja Bíó. SVEJK. (Frh. af 3. síðu.) tók eftir pví, að tennurnar voru farnar að glamra í sessunaut hans. — Þetta er ákaflega svalt haust. — Ég er glataður maður, sagði stallbróðir Svejks, — ég hækka ■jekki í 'tigninni hér eftir. — Það þurfið þér ekki að láta yður detta í hug, sagði Svejk, sem ekki vildi styggja félaga sinn með því að vera á annari skoð- un. — Og ef þeir taka yður ekki á skrifstofuna aftur, þá verð- ur ekki svo létt fyrir yður að fá .aðra atvinnu, því allir heimta að mannorð yðar sé hreint, en það hefir heldur fallið á það upp á síðkastið. Og hefir konan yðar nokkuð til að lifa á, meðan þér eruð inni, eða neyðist hún til þess að fara út og betla og kenna börnunum alls konar, ósæmilegt líferni. Hinn iðrandi heimilisfaðir stóð -á fætur óg fór að tala um börnin sín. Hann áiti 5 böm og elzti drengurinn var 12 ára og var skáti. Hann drakk aldrei annað en vatn og hefði því átt að vera föður sínum fyrirmynd. — Er hann skáti? spurði Svejk. — Ég hefi gaman af að heyra um skáta. Það var einu sinni í Mydlovary nálægt Zliv í Hluibo- káhéraðinu í tékknesku Budejo- vice, einmitt þegar við — 91. herdeild — vorum jjar við her- æfingar, að bændurnir fóru að elta skáta í skóginum, en þar höfðu þeir sett sig niður. Bænd- urnir náðu þremur skátum. Minsti skátinn hljóðaði svo mikið, þegar þeir bundu hann, að við, sem vorum hertir í alls konar mann- raunum, gátum ekki hlustað á það og fórum. Meðan skátarnir voru bundnir, bitu þeir 8 bænd- ur. Seinna játuðu þeir, fyrir borg- arstjóranum, þegar jreir voru komnir á pínubekkinn, að j>að væri ekki til það engi í umhverf- inu, sem jreir væru ekki búnir að traðka niður, þegar þeir lágu þar i sólbaði, enn fremur, að rúgakur einn í Razice hefði brunnið af hreinni tilviljun um hausao, pe-ar peir voru að steikja r.ádýr á teini. Rádýrið höfðu j>eir stungið með skátahníf i skóginum. í holu einni í skóg- inum fundust 50 kíló af nöguðuin hnútum, kirsiberjasteinum og appelsinuberki. Það reyndist ómögulegt að hugga veslings skátaföðurinn. Hvað hefi ég gert? hrópaði hann. — Ég hefi eyðilagt mann- orð mitt! — Það hafið þér áreiðanlega gert, svaraði Svejk af hinni með- fæddu hreinskilni sinni. — Eftir það ,sem nú er skeð, eruð þér. eyðilagður fyrir heila lífið, því að þegar kunningjar yðar lesa um þetta í blöðunum, þá bæta þeir við það. Það gera menn æf- inlega, en það skuluð þér ekki fást um. Það eru að fninsta kosti tíu sinnum fleiri menn í heim- inum, sem hafa eyðilagt mann- orð, en þeir, sem hafa gott rnann- orð. Það eru bara smámunir. Það heyrðist fótatak á gang- inum, lykli var snúið í skránni, dyrnar opnuðust og lögreglumað- ur hrópaði nafn Svejks. — Afsakið, sagði Svejk ridd- aralega. — Ég hefi bara verið hér síðan kl. 12 á hádegi, en þessi herramaður hefir verið hér frá því klukkan 6 í morgun. Ég þarf ekkert að flýta mér. 1 stað þess að svara seildist lögreglumaðurinn í öxlina á Svejk og leiddi hann þegjandi með sér upp tröppurnar. 1 salnum sat lögreglufulltrúi við borð. Hann sagði við Svejk um leið og han,n kom inn: — Jæja, þér eruð þá herra Svejk. Hvemig lentuð þér hingað. — Það var ósköp blátt áfram og venjulegt, anzaði Svejk. — Ég kom hingað undir leiðsögn lögregluþjóns, af því að ég var ekkert upp á j>að kominn að láta henda mér út af vitfirringahæl- inu án miðdegisverðar. — Vitið þér bara hvað, herra Svejk, sagði iögreglufulltrúinn vingjarnlega. — Hvers vegna ætt- um við að vafstra með yður hérna í Salmegötunni. Væri ekki betra að við sendum yður á aðal- lögreglustöðina? — Yðar er valdið, mátturinn og dýrðin, eins og maður segir, anzaði Svejk. — Það er ekki nema þægilegur spássértúr að labba á aðallögreglustöðina núna í kvöldsvalanum, og allra bezta ferðaveður, ekki ber á öðru. — Mér þykir vænt um að við emm sammála, sagði lögreglu- fulltrúinn ánægður. — Það er alt af betra að útkljá málin á frið- samlegan hátt, finst yður ekki, herra Svejk? — Ég hefi alt af verið mikið fyrir það að ráðfæra mig við' fólk, sagði Svejk. — Ég skal aldrei gleyma vingjarnleik yðar, herra lögreglufulltrúi, sannið þér bara til. Þegar hann hafði hneigt sig kurteislega fyrir Iögreglufulltrú- anum ,gekk hann ásamt lögreglu- þjóni niður í varðstofuna. Og stundarfjórðungi seinna sást Svejk á horninu á Jecnagötunni og Karlstorginu ásamt' lögreglu- þjóni, sem bar heljarmikla skræðu. undir hendinni með þýzkri áletrun: „Arrestantenbuch" Á horninu á Spálenágötunni rákust þeir félagar á mikinn mannfjölda, sem hafði hópast þar sarnan umhverfis stærðar til- kynningu. — Þetta er tilkynning frá keis- aranum um stríðið, sagði lög- regluþjónninn við Svejk. — Þetta var ég búinn að segja, sagði Svejk, — en á vitfirringa- hælinu hafa þeir ekki hugmynd um það enn þá, enda þótt þeir ættu að hafa það frá fyrstu hendi. — Hvað eigið þér við? spurði lögregluþjónninn Svejk. — Af því að svo margir her- foringjar eru lokaðir þar inni, sagði Svejk, og þegar þeir komu að öðmm mannfjölda, sem hnappaðist utan um aðra tilkynn- ingu, hrópaði Svejk: — Húrra fyrir Franz Jósef keis- ara! Þetta stríð skulum við vinna! Maður úr hópnum gekk í veg fyrir Svejk og keyrði hattinn nið- ur fyrir augu hans, og loksins komst hinn góði dáti, Svejk, inn um hliðið á aðallögreglustöðinni. — Ég endurtek það, að við vinnum áreiðanlega j>etta stríð, sagði Svejk við mannfjöldann, sem hafði elt hann, um leið og hann hvarf inn um hliðið. Rétta, mjuka gljðann fáið þér aðeins með Mána-bóni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.