Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 7
ALJ»VÐUBLAÐIÐ i wsf|§s SííII-ííísSsíí;: SiSsSSSSSti liilillll Wunpi ÉSNPmM „Já, pað er einmitt það. . . . Okkur kemur ekki saman. .. Auk þess er hún eldri en ég.“ „Ne-hei, — nú lýgur hann,“ segir konan hans uppnæm. „Ég er ekki eldri en hann. F>að er lýgi. Við erum jafnaldrar. Ég er bara einum mánuði eldri.“ „Alveg rétt,“ segir eiginmaður- inn, „bara einum mánuði eldri, það er rétt, sem hún segir, herra domari. En þér verðið að muna að einn mánuður til viðbótar við kerlingaraldur er sama sem heilt ár til viðbótar við aldur karl- manns. . . . Hún er þegar orðin 40 ára . . ,,Hvað?“ öskrar konan. „Nú lýgur hann aftur, herra dómari. . .. . Ég er enn ekki orðin 40 ára.“ „Jæja, jæja, ekki alveg 40,“ segir maðurinn hennar sefandi. „En 39 ár er lika nokkuð hár aldur fyrir konu. . . . Sjáið. . . . Hárið er byrjað að grána . . . og þegar alls er gætt . . .“ „Hvað . . . þegar alls er gætt?“ öskrar konan bálreið. „Nú skalt þú loksins fá að tala út. Pú skalt ekki fá að gera grín aö mér að öllu þessu fól'ki viðstöddu. Hvað áttu við með því, að segja „þeg- ar alls er gætt“?“ „Ekki nokkum skapaðan hlut, elsku Maria, ekki nokkurn skap- aðan hlut. Ég átti bara við það, að 39 ár er hár aldur fyrir konu. Kerlingin. Skemtileg smásaga eftir rússneska skáldið Mih. Zosjenko. D JMARINN lítur hvast á bæði hin ákærðu. Pau eru maður Og kona. Bæði ákærð fyrir heima- brugg. „Jæja, hvernig gengur það,“ segir dómarinn. „Ætlið þér í raun og veru að halda því fram, að þér séuð saklaus?" „Já,“ svarar maðurinn; „ég er saklaus; það getið þér bölvað yð- ur upp á, herraa dómari. Það er hún ,sem er sek, — og þar sem það er hún, sem er sek, þá er það henni, sem á að hegna. . . Ég veit bókstaflega ekkert um það ,sem ég er ákærður fyrir.“ „Hvemig getur staðið á þvi?“ segir dómarinn undrandi. „Þér búið með konu yðar í sömu í- búðinni — og þekkið þó ekkert til málanna? Vissuð þér í raun og vera ekkert um það, hvað kona yðar tók sér fyrir hendur?“ „Ég vissi ekkert, herra dómari. Hún er sek, en ekki ég.“ „Það er skrítið,“ segir dómar- inn. „Og hvað segið þér við þvi.“ Hann snýr sér til konunnar. „Það er alveg satt alt, sem hann segir, herra dómari. Það er ég, sem er sek. Hann vissi ekk- ert.“ „Frú mín,“ segir dómarinn byrstur; „ég held að þér séuð að gera tilraun til að bíekkja réttinn og koma sökinni af manni yðar. Það hefir enga þýðingu. Það að- eins tefur málið. . . . Ég get eng- an trúnað lagt á það ,sem þér segið, að hann hafi ekkert vitað, þar sem þið búið saman í sömu íbúðinni. ... En kannske þér, frú mín, 'hafið ekki búið með honum?“ Hún þegir, en hann kinkar kolli drýgindalegur. „Nei; ég bý ekki með henni," segir hann. „Það er sannleikurinn í málinu; ég hætti að búa með henni. Sumir halda, að við höng- um saman, en það er ekki rétt. . . . Það er hún, sem er sek.“ „Er þetta rétt?“ spyr dómarinn og snýr sér aftur að konunni. „Rétt ... já, rétt. . . . Þið verðið að refsa mér. . . . Hann vissi ekkí neitt.“ „Ja-æja,“ segir dómarinn; „og þið búið ekki saman. Hvers vegna ekki, má ég. spyrja. Kemur ykkur ekki saman?“ Hinn ákærði eiginmaður kink- ar aftur kolli og segir: Hárið gránar og kinnaraar eru hættar að vera eins blómlegar og áður — og hrukkurnar eru sannarlega farnar að segja til sín, herra dómari. . . . Nei, ég er hættur að búa með henni, það segi ég alveg satt . . .“ „Jæja, þú ert þá svona, van- skapaða kvikindið þitt,“ segir konan og slær saman hnefunum. „Þér lízt ekki á mig, finst ég ekki vera eins mjúk og hlý og áður fyr — þú ert að auglýsa hrukkurnar mínar — bölvað kvik- indið. . . . Hann lýgur, herra dómari, hann lýgur. . . . Hann býr með mér, kakkalakkasvínið . . . og það var hann, sem bjó til „apparatið“ — og hann bland- aði bruggið. Ég reyndi að frelsa hann, þennan svikara og hórkarl — og hann — hann gerir gys að mér svo allir heyra. . . . Nú getið þér refsað okkur báðurn . .“ Hún grætur og snýtir sér svo að hvin í réttarsalnum. Hann horfir gersamlega ráð- þrota og uppgefinn á konuna sina. . . . Svo slær hann í ráða- ieysi út með höndunum og segir: „Jæja þá, þá það. Við erum bæði sek. . . Hann snýr sér svo að konu sinni og hvæsir: „Svei, asninn þinn . . . kerling er og verður aldrei annað en kerMng.“ Ungi maðurinn: Ég skal vera hreinskilinn við þig. Þú ert ekki fyrsta stúlkan sem ég hefi kyst. Unga stúlkan: Ég skal vera hreinskilin við þig líka. Þú átt eftir að Iæra mikið ennþá. Bending. Hannibal Jensen var vanur að sitja hjá kunningjum sínjuim fram eftir öllu kvöldi, og var því mjög óvelkominn gestur. Eitt sinn sat hann hjá Olsen kunningja sínum þangað til klukkan var farin að ganga eitt. Fer þá Jensen að blístra. — Góði, hættu þessu, segir Ol- sen. — Ég er hissa á þér að þola ekki þetta, segir Jensen, þú sem býrð rétt hjá járn brautarstööinni. 1— Það er annað mál, segir 01- sen. — Þegar ég heyri í leimpípunni, Uá veit ég, að lestin er að fara. Nýlega urðu göíuuppþot í út- jöðrum Lundúnaborgar. Lenti fasistum og kommúnistum sam- an. — Hér á myndinni sést lög- reglan vera að stilla til friðar og hefir tekið konu fasta, sem ekki var sem ánægðust með að láta fasistana halda sýningu á sér á götunum í Eastend. Alístenzkt félag. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvun' artryggingar, Húsaleigutrygg- ingar. Lífstryggingar,

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.