Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8 ; ; i Aðvörun, t sænskum fjallabæ. Rasmussen stórkaupmaður frá Kaupmanna- höfn ætlar að eyða sumarfríi sínu (hppi í snjópöktum fjöllunum. — Lappakonan stendur álengdar og kallar til hans: Blessaðir .verið pér nú ekki að fara petta. Þér frjósið bara í hel og veikist má- ske. Víst er það skrítið, en samt er pað satt. Ameriskur bindindismaður á rommtunnu líf sitt að launa. Mörgum finst petta ef til vill ótrúlegt, en samt er pað satt. Einu sinni bar svo við, að bind- indismaðurinn var á ferð eftir St. Lawrance fljótinu. Maðurinn datt fyrir borð og greip auð- vitað í pað, sem næst var hendi, en pað var tóm rommtunna. Ó, þú æska. I tækniskóla einum í Dublin kveikti nemandi í sígarettu í kenslustund í flatarmálsfræði. Þegar pilturinn neitaði að slökkva i sígarettunni var honum vísað úr tímanum. Félagar piltsins, 20 að tölu, á aldrinum 14—17 ára, yfirgáfu allir skólann og gengu fylktu liði um bæinn, unz peir að lokum hófu knattspyrnu í skólagarðinum. Kennarinn varð að láta undan. Ast á rottum. Ástin til dýranna getur komið frain á margvíslegan hátt. Skó- smiður nokkur, sem hefir verk- js'tæði í borg einni í Noregi, hefir safnað um sig hóp taminna rotta, sem hann elur eins og hver önn- ur húsdýr. Skósmiðurinn byrjaði á pví að gefa rottu, sem stöku sinnum heimsótti hann á verkstæðið, en nú eru pær orðnar 12 að tölu, og vill skósmiðurinn ekki fjölga peim meira. En pað er engu lík- ara en að rotturnar viti um pessa ákvörðun húsbónda síns, pví að í hvert skifti, sem ný rotta ætlar aÖ bætast í hópinn, reka hinar hana óðara burtu. Að slíku afreki loknu launar skósmiður peim með aukabita. Nú eru rotturnar orðnar svo ve! tamdar, að pær snerta ekki viÖ peim mat, sem skósmiðurinn ætlar sjálfum sér. Góð verzlun. Spákonan yfir spilunum: — Það lítur út fyrir að pér vinnið í lotteríinu. Þér spilið, er ekki svo ? — Jú; ég spila á heilmiða. — Hamingjusami maður! Ég öfunda yður; pér fáið firntiu pús- und króna vinninginn! — Þér skuluð ekki purfa að öfunda mig. Ég skal selja yður miðann á 40 púsund krónur, ef pér borgið hann út í hönd. Átthagafræði. Kenslukonan: — Geturðu sagt mér, Karl litli, hver hefir skapað öll pessi fal- legu tré, sem hérna eru i garð- inum? Karl: — 111 Niels litli: — Það er ekki von, að hann geti svarað pessu. — Hann er ekki úr pessu bygðar- lagi. Börn annara. Frú Björnson æst: — Krakkar! Ég banna ykkur hér eftir að leika ykkur með börnum Andrésar, pau eru svo illa upp alin. Leikið ykkur held- ur með börnunum hans Áma framkvæmdastjóra. — Það getuin við ekki, segja Pétur og Ninna einum rómi, — pví að mamma peirra hefir bannað peim að leika sér við okkur. Iþróttaáhugi. A: Mér virðist box vera ágæt íprótt. B: Hafið pér nokkru sinni tek- ið pátt í boxi? A: Ég; emð pér brjálaður? Ég er ekki boxari, en ég er tann- læknir. Ekki viss. Maður nokkur hafði nýlega far- ið á kendirí vegna ánægjulegs fjölskylduviðburðar. Hann labbar inn til húsbónda síns, skrifstofu- stjórans, og segir: — Herrar mínir; ég ætlaði bara að tilkynna ykkur, að ég er búinn að eignast tvíbura. Skrifstofustjórinn: — Hvers vegna segið pér „herrar mínir“ pegar ég er hér einsamall? Faðirinn: — Eruð pér virkilega einsamall? Ja, pá er víst bezt að ég fari heim aftur og gái í vögguna. Gamalt fólk. Hania Hulagic í Kobasha í Jugóslavíu er 120 ára gömul. Hún vinnur bæði fyrir sér og syni sýnum, hundrað ára göml- um, með betli. Venjulegri vinnu græðir hún ekki nóg á. Hún hef- ir pó enn pá svo góða sjón, að hún getur prætt saumnál, og fætur hennar eru sterkir og prautseigir, pví hún gengur 2 mílur á hverjum degi. Annað mál. — Mamma, má ég baða mig héma? — Nei, alls ekki; vatnið er svo djúpt. — En pabbi er pó alt af að synda hérna. — Það er annað mál. Hann er líftryggöur. Huggun harmi gegn. Þau vom úti á göngutúr að kvöldlagi. Alt í einu hrökk hann við og sagði: — Hamingjan hjálpi mér! ég gleymdi 30 krónum á borðinu. — Ég. sá pær ekki, segir hún. — Hamingjunni sé lof! Þær em par pá líklega enn pá. VEKÐ VIÐTÆKJA EK LÆGKA HÉR A LANDI, EN f ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzluntn veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu mn hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögmn samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Talunarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. Viðtæklaverzlun rikisins. Lækjargötu 10 B. Sími 3823. Heldur deyjá. — Nei, herra læknir. Ég leita ekki til annara lækna; heldur vil ég deyja. — Jæja, jæja. Komið pér pá til mín. Góð jörð. Amerískur bóndabær Langt út á sléttunni. Bíll kemur pjótandi og staðnæmist á hlaðinu hjá John- ston bónda. — Ofurlítill jarðarskM, segir bílstjórinn. — Jahá, svarar Johnston, petta er bezta jörðin í öllu ríkinu. — Og dýr fyrir fátæklinga? — Hver ekra er 500 dollara virði, segir bóndinn, í von um góða verzlun. Hafið pér hugsað yður að isetjast að hér? — Ekiki eiginlega pað, svaraði gesturinn lum leið og hann skrif- aði eitthváð í vasabók sína, en ég er formaður skattanefndar, *>g pér hafið kært yfir pvi, að við höfum virt jörðina1 of hátt. Verra gat það verið. Gesturinn kemur æðaudi til baka með ískökuna: — Svona tookkuð svínarí! Vilj- ið pér bara sjá, pað er fluga í ísnum! — Yss, verið pér rólegur, svar- ar afgreiðslustúlkan; pér megið vera ánægður. Það stendur í bliað- inu í dag, að maður hafi fundið heilan Mammút í ísnúm. enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. F. R. VALDEMARSSON Ritatjóri; Alpýðupnen tsmiðjan.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.