Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ i / . ALÞÝÐUBLAÐSINS ML ARGANGUH SUNNUDAGINN 1. NÓV. 1936. 44. TÖLUBLAÐ Vestan um ha[: W • 1 Islenzkur mentafrömuður vestan hafs. SUNNUDAGSBLAÐI Alþýðublaðsins hefir borist eftirfaí’- andi grein frá séra Jako b Jónssyni, sem um þessar mundir er prestur íslenzks safnaðar í Vesturheimi. 1 grein- inni segir séra Jakob frá íslenzkum skólafrömuði, S. W. Steinsson, sem er skólastjóri við mentaskólann í borginni Yorkton. Er fyrirkomulag þessa skóla allmikið öðru vísi en tíðkast í öðnim skólum vestan hafs. Skólaárinu er skift í fjögur tímabil, og eru 50 dagar í hverju tímabili. Siðasta tímabilinu er varið til undirbúnings prófsins og upplestrar, en námið sjálft stendur yfir í þrjú timabil. I»eir nemendur, sem lengra eru komnir, þurfa ekki að lesa til prófs og geta þá helgað sig áhuganámsgreinúm sínum. Þykir skólafyrirkomu- lag Steinssons fyrirmynd annara skóla vestra. T FYRRA SUMAR var ég svo heppinn, að fá tækifæri til að standa við í bænum Yorkton í fjóra klukkutíma. Kom ég þá á- samt ferðafélögum mínum heim til íslenzks skólastjóra þar í borginni. Hann heitir S. W. Steinsson og er bróðursonur Halldórs læknis í Ólafsvík. Steinsson er maður enn ungur -að aldri, prúðmenni hið mesta og ber með sér skapfestu og ðugnað. Hann talar góða ís- ’lenzku, þó að hann muni hafa frekar lítið tækifæri til að iðka hana, þar sem hann er nú. Kvæntur er hann konu af dönsk- um ættum. Er hún mjög aðlað- andi og gestrisin heim að sækja, og glæsileg kona í allri fram- göngu. Stutt dvöl á héimili þess- ara hjóna var mér éin af þeim mörgu ánægjustundum, sem ég hefi átt á heimilum landa minna víðsvegar um Vesturheim. Er það sannarlegt æfintýri oft og tíðum, hvernig maður rekst á landana hingað og þangað, stund- um svo að segja af hreinni til- viijun. Ástæðan til þess, að ég tek mér fyrir hendur að fræða les- 'endur Alþýðublaðsins um Steins- son, er það, að hann er nú að vekja allmikla athygli á sér sem frömuður í skólamálum, og ætti það að vera mönnum áhugaefni heima, ekki sízt af því, að þegar einhver landinn gerir vel, er sjaldan gleymt að geta þess um leið, af hvaða bergi hann er brotinn. Steinsson er skólastjóri (Prin- cipal) við mentaskóla í Yorkton. f’ullnaðarpróf frá skóla hans tnundi að mestu svara til prófs þpp úr fimta bekk við Menta- skólann í Reykjavík. Er hann háður hinu almenna skólakerfi fylkisins, að því er snertir náms- íhna á ári hverju, þær umbæt- ur, sem skólastjórinn gerir, verða því að falla inn undir þann ramina, sem þegar er settur. f*etta gerir hann að vísu nokkuð ófrjálsari, en af því leiðir þó einnig, að sams konar umbætur ætti líka að vera hægt að gera í öðrum sams konar skólurn. Enda heldur Steinsson því fram, að svo sé. Tilraunir Steinssons eru ekki sérstæðar að því leyti, að engir aðrir skólamenn hafi fylgt sömu stefnu og hann. í öllum megin- atriðum sýnist hann vera fylgj- andi hinni svo nefndu nýskóla- stefnu og færir svipuð rök fyrir úiáli sínu og aðrir nútíma um- bótamenn í kenslumálum. í ræöu, sem Steinsson flutti í marzmánuði í vor, mintist hann á, hvernig flest hefði verið, að minsta kosti að útliti, í föst- um skorðum fyrir strið. Fastar skoðanir á flestum hlutum höfðu náð fylgi og verið taldar áreiðan- fegar. Og hann segir, að á þess- ari hugsun hafi allar uppeldis- aðferðir verið bygðar. Um þetta fer hann svofeldum órðum: „í uppeldi vorra tíma er gengið út frá því, að núverandi skipu- fag í mannfélagsmálum sé að ei- lifu réttlátt. Pað er þetta, sem við eigum við með ópólitískri kenslu. Að bera fram staðreyndir, sem opna augu manna fyrir hinu raunverulega íUífinu, er talin til- raun til að afla flokks- eða stefnu-fylgis. Nú á dögum er hið gamla mannfélagsskipulag, hinn kristilegi rétttrúnaður, hið gamla samkeppnisfyrirkomulag, alt sam- an hlutir, sem mjög er um deilt. Engin meginregla er ti), sem ekki er efast um. Er nokkuð unnið við að draga fjöður yfir þetta gagn- vart ungu fólki? — Borgaralegar skyldur verður að kenna sem ó- útkljáð vandamál. — Við verðum að ala börn okkar þannig upp, að þau viti, að við vitum ekki, og þeim nægi ekki nð taka við, heldur verði þau að komast sjálf að niðurstöðu." Er ekki iað orðlengja það, að Steinsson álítur, að skólarnir fullnægi ekki þeirri skyldu, að gera nemenduma hæfa til þess, að standa sem sjálfstæðir menn gagnvart viðfangsefnum lífsins. Skólarnir miði að því, að fella alla í sama mótið, og taki ekki nægilegt tillit til þess, áð nem- endurnir séu misjafnir að upp- lagi, misjafnir að getu. í öðru lagi sé kensluaðferðin fólgin í því að hamra ýmis konar fróðleik :inn í þá, án þess að um nokkra löngun sé að ræða frá þeirrn hálfu. Og af því að ekkert svig- rúm sé gefið til annars en þess, sem er fyrirskipað, sé búið að drepa niður alla löngun til sjálf- stæðrar hugsunar hjá nemendun- um, þegar þeir koma út úr skól- unum. — Loks minnir Steinsson á það, að nemendumir þurfi að vera knúnir áfram af heilbrigð- um hvötum, ef námið eígi að verða þeim til góðs. Góðar vonir um starf og stöður megi sín ekki mikils nú á dögum, en það sem hvetji flesta, sé áhuginn á því að komast í gegn um skól- ann og út úr honum. Ekki eðli- leg fróðleikslöngun eða vilji á því að geta gert upp við sig vandamál. TIL ÞESS að ráða bót á þess- um annmörkum, þarf skól- inn að geta hagað störfum sín- um á þann veg, að hver nemandi fái þá athygli og aðhlynningu, er hann þarf, miðað við hæfileika sína og getu. Enn fremur verður það að hvetja til sjálfstæðrar hugsunar og samstarfs, stæla á- huga nemendanna og síðast en tíkki sízt, að gera þá hæfa til að nota tómstundir sér til gagns eða gleði. Hvað hefir nú þessi ungi ís- lenzki skólameistari gert til að nálgast þennan margþætta til- gang? Skólaárinu er skift í fjóra hluta, og eru 50 dagar í hverjum. Síðasta tímabilinu er varið til prófsundirbúnings og upplestrar, svo að sjálft námið tekur aðeins þrjú. Hér í landi er kent 5 daga í viku, svo að hvert tímabil verð- ur 10 vikur. En í „Yorkton Col- legiate Institute“ er ætlast til þess, að búið sé að fara yfir ált, sem kensluskráin heimtar, eftir 6 vikur, og eru þá 4 vikur eða heill mánuður eftir af tímanum. Eins og gefur að skilja, munu þeir nemendur skólans, sem hafa minni námshæfileika, hafa nóg við þann tima að gera. Af próf- um, sem fara fram að liðnum sex vikna thnanum, sést, hvar skórinn kreppir helzt að, og hverju kennararnir þurfa að gefa sérstakan gaum þann tíma, sem eftir er. En það hefir lika komið í ljós, að hinir duglegri náms- Ýnenn í skólanum hafa ekkert við þann tíma að gera annað en að hanga yfir félögum sinum, Þeir sem náð hafa ákveðinni einkunn í skyldugreinunum, sem talin er fullnægjandi, þurfa ekki að sitja lengur í ikenslustundum það sem eftir er tímabilsins. Fyrir bragðið geta kennararnir gefið hinum, sem eftir eru, meiri gaum.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.