Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 2
2 A LÞÍt&U&L A » l ð / En úr því að þeir, sem hafa náð markinu, þtrrfa ekki að rorra i kenslustundunum fram yfir það, sem þeir hafa þörf á, hvað hafa þeir þá fyrir stafni? Þeir fá tilsögu í aukanáms- greinum eftir frjálsu vali, og kennir þar margra grasa. Set ég hér skrá yfir flestar aukagrein- amar, eins og þær hafa verið í vetur: 'Á fyrsta tímabili: Bókband, húsa- málning (innanhúss), talæfingar á frönsku, hagfræði og þjóðfé- lagsfræði, hraðritun, bók’jald, framköHun ljósmynda, daáZ, teiknun og málaralist, samsetning útvarpstækja, íþróttir, hærri efna- fraeði, vélfræðiteiknun, kjólasnið ög loks æfingar í ræðuhöldum. Á öðru tímabili var mest af því sama, en auk þess: matar- tilbúningur, hjálp í viðlögum, æf- ingar í leiklist, hnefaleikar og tilraunir í eðlisfræði. Á þriðja timabili komu auk þess til greina: saumar, hjúkrun I heimahúsum, eldamenska úti á Víðavangi (camp-cooking), skáld- skaparæ.iingar, blaðamenska, blómarækt, og annað námskeið i efnafræðitilraunum. Þó að úr svo mörgu sé að velja, er það algerlega leyfilegt, ef nemandinn kýs það heldur, að fara fullkomlega sinar eigin göt- ur, t. d. með þvi að leggja fyrir sig eitthvert verkefni í bóknifent- um, Iistum eða vísindum. Segir skólameistarinn, að þó að árang- urinn verði ekki nein stórfeld uppgötvun eða þó að það flýti kanske ekkert fyrir náminu að öðru leyti, þá gefi það tæki- færi til sjálfstæðrar hugsunar, án þess að afskifti annara komi þar til greina. Sem eiit lítið dæmi ura' það, hyernig unnið er í þessum menta- skóla, má nefna það, að einu sinui tóku nemendur úr skólan- um að sér að annast að öllu leyti útgáfu á einu eintaki af all- stóru dagblaði, og tókst það vel. Skrifuðu þeir flestar greinarnar, xnnnnxizínxnan Atelier Psmyntfarar hafa ávalt forystuna i smekklegri ljósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Ljósmyiuíastofa Sígurðar Guðmundssonar, I mk.jargötu 2, Keykjavík. söfnuðu fréttum og auglýsingum, röðuðu efninu o. s. frv. Var þetta mjög myndarlega gert. ¥ MARZMÁNUÐI í vor fór fram um það atkvæða- áður réðu. Engar einktmnir eru lesnar upp eða birtar, engar rað- anir fara fram. Einu verðlaunin eru þau, að sá sem hefir lokið ákveðnu ætlunarverki á ákveðn- um tíma, fær ný tækifæri til að Bo Berqman: Klausturbréfið. Frá klaustri blessaðrar Klöru < með kærleik til bræðranna í Skál. Vtor koss pg vor hjartans kveðja. : Krfetur gleðji yðar sál. • Styrki yður Kristur að standa stöðugir alt til þess dags, að hver yðar Lendfllr í Hemans hlöðu sem þroskað ax. Yður um leið það vér letrum, að Lúkas, vor síkiphema trúr, einn fljótandi ifiarm með sóma færði í ,vort snauða búr. BrenniVín rússneskt frá Riga, rósavín frá Brabant, kampavín, fímet og klaret, kanjakk og íalikant. En dárlegir þankar sig derra ísem drekar í hverri gátt. Því sendum vér, blíðu bræðiur, til búsilags keraid smátt. Slíkt huggiar og hefur andann, og hjartað því fróast af. Það er heilsubót heilögum mönnum, en hinum verea en draf. ■< < ► ► ► ► < ► < ► < < < < Og súpum vér sjálfir stundurn, til sálarheilla ler það. Hvert staup með fðrun á eftir er andanum iskírnarbað. Svo lofum vorn Erelsara og Föður og föstum, þegar oss ber. Á mprgun, ó blíðu bræður, vort brennivín fáið þér. Nú viljum vér vaka og biðja, því veröld :er grimim og hál. Frá bræðrum í Klöruklaustri með kærletk til munkanna í Skál. greiðsla meðal nemenda, hvort þeir vildu halda þessu fyrirkomu- lagi áfram, og urðu 235 með, en 40 á móti. Atkvæðagreiðslan var leynileg. Sjálfur segir Steins- son, að sér finnist þessi aðferð hafa örvað nemendurna og skap- að tilbreytni í skólastarfinu. Hann heldur því fram, að hvatirnar, sem knýja áfram starfið, séu iniklu heilbrigðari en þær sem spreita sig á öðru. Með hinum nýju verkefnum kemst nemand- inn oft og tíðum nær viðfangs- efnum daglega lífsins, og þeir fá æfingu í þvi að velja sér sjálf- stæð viðfangsefni í tómstundum sínum. I stað þess að keppast við fyrirsett nám eingöngu af iöngun til að sjá nafnið sitt í blöðunum með hárri einkunn aft- an við, leggur nemandinn aukna stund á námið til þess að geta lagt því meiri vinnu í eitthvað annað, sem hann hefir sérstakan áhuga á, hvort sem það er ein af hinum reglulegu námsgreinum eða ekki. Að því er snertir þá nemendur, er eiga örðugra með að komaíit áfram, virðist reynsl- an benda til þess, að þessi til- högun verði þeim líka til góðs, því -að þeim er sint betur en. ella væri unt. Tilraunir Steinssons hafa vakið töluverða athygli, og ýms blöð- í Saskatchwan, Manitoba og víð- ar hafa birt greinar um hann. Fræðslumálastjóri fylkisins hefir 'lýst yfir því áliti sínu, að þessi íilhögun hefði ótvíræða kosti firam yfir þá venjulegu, og hann hefir hvatt aðra skólastjóra við æðri skóla til að reyna eitthvað líkt. Er enginn vafi á því, að hér- lendir skólamenn munu fylgja því m'eð athygli, sem í ljós kem- ur við tilraunir Steinssons eða annara, sem taka upp aðferðir 'hans. Eins og þegar hefir verið drepið á, er hér eklki um róttæka 'breytingu á reglugerð menta- skólanna að ræða, heldur tilraun til þess að framkvæma hana á þann hátt, að námið komi hverj- úm einstökum nemanda að not- 'um, betur en verða mundi, ef reglugerðin væri framkvæmd svo sem venja er til. Ég vona, að Islendingum heima þyki ávalt vænt um að heyrn frá því sagt, þégar frændur þeirra héma megin hafsins vinna sér eitthvað til vegs. Með tvenniu móti vinna landamir hérna ís- landi gagn. I fyrsta lagi með því að útbreiða þekkingu á landinu éða sögu þess og vekja samúð imeð því. í öðru lagi með því að duga vel á hinum almenna leik- Vangi lífsins og sýna þar með og sanna, hvað í kynstofninuxn býr. Menn, sem era hvorttveggja, hugsjónamenn og athafna-menn, verða jafnan bezt til þess fallnir, að halda uppi hróðri þjóðarinnar, hvort sem þeir eiga heima utan landsteinanna eða innan. Einn þeirra er skólameistarinn við mentaskólann í Yorkton, S. W- Steinsson. Blátt áfram. Fyrir rétti í New York stóö ný1, lega negri sem vitni. — Þér vitið, segir dómarinn, — hvað skeður, ef þér segið ósatt, — Já, svaraði negrinn. — Og þú veizt, hvar þú lendir. — Já, það veit ég. — O. K. Og ef þú segir sann- leikann ? — Þá velt ég líka, hvað sífeeður- — Hvað skeður þá? — Við töpum málinu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.