Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 5
ALÞ urleiö með her sinn, og sá sér f)á sitrax færi á því, að ráðast á tið það, sem hann skildi eftir fyrir norðan París. Herforingja- ráðinu hafði annaðhvort ekki bor- ist fregnir af ferðum von Kiucks, eða misskilið baráttuaðferðir hans. Það skipaði því svo fyrir, að beina meginþorra hersins aust- ur. Þá var það sem Galljeni reis upp gegn skipunum Iierforingja- ráðsins og beindi 6. herdeild gegn liði því, sem von Kluck hafði skilið eftir skammt frá Mar- ne, og hefur gagnárás á her Þjóðverja. 4. sept. fær hann Jof- fre loks til þess að fallast á ráðagerðir sínar og daginn eftir sá von Kluck hvað verða vildi, en af því að ensk liðsveit og 5. herdeild Frakka hörfaði þáund an dálítið fyrir austan Marne og 'hélt lengra til austurs, kom von Khtck þó ekki til hugar, að Frakk ar hefðu yfir meira liði að ráða við Mame, en að fyrstu hersveit- irnar, sem þar voru, væru ein- færar um, að veita viðnám. Von ÍKhtck sendi því 2 af 5 hersveitum sinumí eftir 5. herdeild austur á bóginn, og þannig myndaðist 40 til 50 km. eyða í herlínu Þjóð- verja á milli liða þeirra von Klucks og von Biilows. 6. sept. byrjuðu svo Frakkar og Eng- lendingar gagnárás, sem von Kluck hafði ekki búizt við. 8. sept. flutti Gallieni mikið lið til þessara stöðva á fólksfhitninga- bifreiðum frá París og daginn eftir réðust Englendingar yfir Marne Von Biilow, sem var næsti hers- höfðingi fyrir austan von Khick, varaði sig ekki á þessu. En við þetta bættist atvik, sem kom eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Hrað boði frá herforingjaráðinu þýzka misskildi hlutverk sitt og kom þannig aukinni ringulreið á her- stjórn þeirra félaga Búlows og von Klucks. Þessi ýmsu smáatvik urðu til þess að útkljá örlög Evrópu. Allir þeir möguleikar, sem Þjóðverjum gáfust síðar til þess að vinna stríðið, voru miklu minni. En hvernig hefði farið, ef Gal- liene hefði ekki knúið fram vilja sinn jafn ófyrirleitið og hann gerði, eða ef þýzka herforingja- ráðinu hefði ekki verið stjórnað af örvasa gamalmenni, heldur til idæmis ungum atorkumanni einslí og Ludendorff. Manni, sem hefði lagt allan sinn áhuga í það að auka hægri arm hersins með iiðsauka frá þeim vinstri. Hvernig hefði farið, ef þýzka herforingja- ráðið hefði haft meiri hraða á því að flytja til liðsveitir sínar til dæmis með bifreiðum. Okk- ur, sem nú horfum yfir þessa atburði, kemur það mjög á ó- vart, að hersveitir þær, sem Gal- liene flutti á bifreiðum frá París, skuii hafa verið þær fyrstu, sem voru fltittar á þann hátt í ó- friði, — þó að hemaðaráætlun Þjóðverja byggðist á því einu, að hraða öllu sem mest þeir máttu, tóku þeir það ekki fylli- lega með í reikninginn, hve auð- velt er að slíta öllum járnbraut- arsamgöngum, og hve heppilegt væri undir slíkum kringumstæð- um að grípa til bifreiðanna. Þetta er eitt af þeim mörgu dæmum,, sem sýna, að tæknin hafði skap- að ný skilyrði á hemaðarsviðinu, sem herstjómin hafði ekki áttað sig á. í stríðsbyrjun hafði þýzki herinn aö eins 1000 bifreiðar. Síð- ar voru bygðar 75 000 bifreiðar, en möguleikinn til að nota þær með árangri var genginn úr greipum Þjóðverja eftir orastuna við Mame. Það eru íiðin meira eu 20 ár frá þessum atburðum, þar sem djarfasta spilaborg þýzkra hem- aðarsinna hrundi í rústir. I dag eru Þjóðverjar eins vígbúnir og þeir voru þá, og enn þá ógna þeir öllum heiminum. Vafalaust eru áætlanir þeírra nú éngu lak- ari en Schlieffens-áætlunin. Það er alt of algengt, að gera sér ekki nægilega ljósa grein fyr- ir þeirri hættu, sem friðinum staf- ar af Hitler-Þýzkalandi. Reynsl- an frá síðasta stríði sýnir okkur, að sá þarf ekki æfinlega að sigra, sem er bezt búinn að fé, og vopnum og ræður yfir mest- um mannfjölda. Möguleikarnir fyrir skyndiárás Þjóðverja eru meiri nú en nokkru sinni fyr á þessari öld flugvéla og skrið- dreka. ófarir síðasta stríðs hafa kent Þjóðverjum að taka ýmis- legt með í reikninginn, sem Schlieffen gamli gleymdi í áætl- un sinni. Stríðsmöguleikar Þjóð- verja liggja nú í þvi, að þeim heppnist að koma fram skyndi- legu áhlaupi og að þeir geti unn- ið sigur áður en andstæðingar þeirra hafa áttað sig og dregið saman liðsafla sinn. Því miður er ekkert sem tryggir okkur það, að það sem Þjóðverjum mis- heppnaðist í síðasta striði, geti ekki heppnast þeim í komandi styrjöld. Dansandi æska. Samtal við Sig. Guðmundsson danskennara. Nú er svo komiö, áð ekki þyk ir sá samkvæmishæfur — eða skemmtanahæfur, sem ekki kann að danza, og um leið ér það talinn skortur á almennri mennt- un, að vera vankunnandi i þess- um efnum. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Þannig hefir danzinn, þrátt fyr- ir andstreymið alt, sigrað í heim- inum, og þó við Islendingar sé- um miklir danzunnendur, þá verður sízt sagt, að við séum nokkur danzfífl, samanborið við aðrar menningarþjóðir heimsins. En þó að hér á landi sé mikill áhugi fyrir danzíþróttinni, sem höfuðatriði alls skemmtanalífs, þá virðist næsta lítið kapp lagt á ailt faglegt nám og listræna þjáif un leiksins, enda erum við eftir- bátar maigra um þessi efni. Og það, sem verra er, að næsta lít- ill almennur áhugi virðist fyrir því, að kippa þessu í lag. 1 nokkur undanfarin ár hafa þau frú Ásta Normann og hr. Sig. Guðmundsson kennt danz hér í Reykjavík, og þar eð mér var kunnugt um, aÖ danzskóli þeirra er nýtekinn til starfa á þessum vetri, snéri ég mér til Sig. Guðmundssonar og spurði um á- lit hans á danzmennt okkar ís- lendinga. — Það er álit mitt, sagði Sig- urður, að alla langi til að danza, þó þeir sérvizku sinnar vegna vilji ekki viðurkenna það, auk þess, sem danz er holl hreyfing fyrir kyrsetufólk, sé hann stiginn rétt og í góðum húsakynnum. En danz i þröngum og loftvond- um húsakynnum getur aldrei orð- ið annað en lágsigld og miður holl íþrótt, og slíkum skil- yrðum erum við íslendingar altof kunnugir. — En vilja sumir ekki helzt danza í þrengslum? — Jú, en af hverju haldið þér að það sé? Það er af því, að ung 5 ; lingana langar til aö danza, en þeir era feimnir og óframfærnir, að láta sjá sig á gólfi, þar sem rými er gott og margir sjá til, af því þeirn er vel ljós vankunn átta sín í undirstöðuatriðunum. Á þennan hátt venst fölk á að danza í þrengslum og unir sér bezt í þröngum danzsölum, þar sem raunar er ódanzandi. Hér I Reykjavík er og vöntun á rúm-. góðum danzsölum og það á sinn þátt í því, að danzmennt okkar er á ýmsan hátt ábótavant. — En fær þá fólk nokkuÖ notið danzkunnáttu sinnar í þessum „hnappdanzi," sem er óhjákvæmi- leg afleiðing ónógra húsakynna? — Nei, og auk þess lamar það viðleitni fólks til að framfylgja réttum grundvallarreglum um hollan og smekklegan danz. Sjáið þetta fólk, segir Sigurður, og benti út í stóra salinn í Oddfellow- höllinni, þar sem nemendur hans og Ástu æfði sig. Þetta fólk hefir flest ekki danzað fyr en hjá okk- ur, og einmitt þessvegna veitist því léttar að læra undirstöðuatrið in rétt. Og svo skapar æfingin meistarann, sé æft af alúð og við viðunandi skilyrði. Ef ég ætti eina ósk nemendum mínum til handa, þá myndi ég óska þess, að þeir gæfu sig aldrei i að danza nema í rúmgóðum húsakynnum. En fólk verður að gera sér það Ijóst, að til þess að kunna að danza, verð- ur það að læra að danza! Það er sama regla, sem gildir um alt nám, alla þjálfun og leikni. Z. ímímmsssmmm NÝJA SEÓ, enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum huglei6- ingum um kreppuna. Otbreiðið Alþýðublaðið! %

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.