Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.11.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.11.1936, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS m, ÁRGANGUR SUNNUDAGINN 8. NÖV. 1936. 45. TÖLUBLAB Theódör Friðriksson: Þegar við fundum hvalinn. ÉG VAR ÞÁ húsmaður á , t Þverá í Dalsmynni, og réð ég mig á hákarlaskip til Akur- •eyrar þá um veturinn. Það hafði verið í ráði að verzl- ' jinín Goodmands Efterfölgere á Akureyri, er Eggert Laxdal veitti forstöðu, fengi nýtt og vel bygt hákarlaskip, og átti það að.vera ' komið í tæka tíð, eða fyrir 14. april. Var skipshöfnin ráðin löngu áður en skipið kom, og ihugðu margir gott til þeirrar lerðar, þegar, til kæmi. Guðmundur Jörundssoh var Táðinn formaður á skipið. Bann yar að vísu ungur og.lítt reyndur sem hákarlamaður. En hann var nýkominn frá stýrimannaskólan- um í Reykjavík — og sonur /gamla Hákarla-Jörundar í Hrís- <ey. Og tréystu margir því, að Guðmundi muridi kippa í kynið ©g vérða aflasæll eins og faðir Jhans hafði verið forðum dagav Hásetum hafði verið gefið til kynna, að skipið værí danskt, ^míðað úr eik og vel frá því gerigið í alla staði. Og voru margir þaulæfðir hákarlamenn ráðnir til þess að vera með Guð- mundi. — Stýrimaður var Guðni Jóhannesson kominn á ¦efri ár. Það dróst með ferð skipsins fram yfir 'réttan tíma, og kom það . ekki til Akureyrar f yrr en í lok aprílmánaðar. Var þá mörg- um orðið órótt að.bíða eftir því, enda voru öll hákarlaskip lögð \ út af Eyjafirði fyrir löngu. — — En loksins kom skípið' og var þá brugðið við ög hásetum, gérð strengileg boð um að koma. Það var að kveldlagi, sem ég kom til skips, og voru þá allir hásetar fyrir nokkru komnir, bún- ir að fá sér rúmstæði og koma farangri sínum fyrir, og voru þeir mér nú7 hjálplegir með það, sem eg hafði meðferðis. Ég var þéim kunnugur að máli sumum og kannaðist við þá flesta svona af afspurn, og tóku þeir mér allir ¦¦vel. ., .,. .... -\i . , Sldpið lá á floti við bryggju EFTIRFARANDI grzin segir Theódór Friðriksson rit- L höfundur frá hákarlaferð, er hann fór með Guðmundi skipst]óra Jörundssyni, en hann var sonur Hákarla-JBrundar í Hrísey. Guðmundur var þá nýkominn frá stýrimannaskcl- anum í Reykjavík, cg þðtti skipverjum hans hann hafa nokk- uð aðra siði en tíðkuðíist í skipstjórnartíð föður hans. I þessari ferð funda þeir dauðan hval á floti, og segir greinin frá ferðalagi þeirra skipverja með hvalinn í eftirdragi inn á Eyjafjörð. Greinin er úr bókinni: Hákarlalegur og hákarla- menn, eftir Theódór Friðriksson. niður við Oddeyrartanga. Það var gott í sjó og glatt á hjalla um borð. Mönnum leizt vel á skipið. Lúk- arinn var allur málaður og snyrti- lega frá öllu gengið hjá Dansk- inum. En heldur voru nú sumir á því, að fínheítin mundu fara af'vhjá okkur, þegar hákarlinn kæmi til sögunnar. Skipið var hásiglt og seglin barkarlituð, mikil fyrirferðar og mjög óþjál. Þetta var „Galeas" og var hægt að draga bugspjótið til, éftir því sem þurfa þótti, og álitu það margir góðan kost, þeg- ar legið var við stjóra í hvössu yeðri. Guðmundur Jörundsson bauð háseta sína velkomna og lék við hvern sinn fingur. Hugði hann gott til þess að leggja út í há- karlinn. Honum leizt vel á skipið og spáði öllu því bezta. Hann var að sjá snyrtilega til. fara, hár og spengilegur og fríður sýn- um, og brá honum meira í móð- urkyn en föður. Hann var af yngri börnum Jörundar og Mar-' grétar seinni konu hans. Mér leizt éinstaklega glaðlega á Guðmund, bg ólikur var hann þeini í sjón og framkomu gömíu hákarlamönnunum. Að vísu skip- aði hann rösklega fyrir verkum daginn eftir og var þá ekki legið á liði sfnu að drífa það um borð í skipið, sem þurfa þótti bæði til útgerðar ög útbúnaðar. En mörgum þótti þá útgerð skips- stjórans : i i „flottára*' lági, borið saman víð það, sem venja var til í hákarlalegur. Hann hafði með sér mikið af límonaði, vindl um og ýmsum þeim fínheitum til klæðaburðar, sem eldri mönnum fannst stinga nokkuð mikið í stúf við það er þeir áttu að venj- ásj:, og varð út af þessu hlátur og kes;kni. Og spáðu sumir því, að Guðmundur yrði ekki eins „borubratturj" þegar hann færi að fást við hákarlinn. Aftur var honum ekki meiraren svo ura, þ-að gefið, að menn hefðu með^ sér mikið af brennivini; þóttil hann ólíkur föður sínum í þvi efni. r Guðmundur var nú farínn að^ verða órór yfir því, að geta ekki ¦• komist út í hákarlinn. Hann gat . búizt við því, að skip færu að tínast inn á Eyjafjörð fulll af i lifur, enda voru þau nú búin að ( vera úti einn hálfsmánaðartíma, * en við ekki farnir að sjá eitt einasta got. Fyllti þetta Guð* mund miklum metnaði um að fara að komast af stað. Og urðu eldri og reyndari menn að koma vitinu fyrir hann með það, að að hann gleymdi því ekki, er nauðsynlegt þótti á skipi tíl há- karlaveiða, fyrir ákafanum að leggja af stað. Og nú óskaði Guðmundur eftir miklum stormi, í þeirri von, að sér gæfist kostur á undir eins að reyna skípíð á siglíngu og sjá, hve mikið mætti bjóða því af séglum. Lagðist það einhvérnveginn í hásetana, eftif þessu skrafi öllu saínan að dæma, að- Guðmundur mundi vera mesti gapi á sjó og ófyrir- leitinn, treystu þá márgir Guðna gamla Jóhannessyni, áð hahn mundi köma til skjklanna og bera vit fyrir unga skipstjórann. MAÐUR er nefndur Árhi — kallaður stóípi. Hann yar heliar-skrokkur stór, og tvígild- ur að afli, eri .stirður mjög og þungur i Vöfum. Arni tok miklu ástfóstri við allan kjarngóðan mat, sem menn höfðu með sér til 'útgerðar, og altaf var hann eitt- hvað að hnýsast eftir því, hyar menn feldu kjarnmestu bitana. En ekki var hann neitt séfstaklega hrifinn af því, þó skipstjorinn hefði með sér límonaði. Harin var á því, gamli maðurinn, að það væri ekki mikill kjarni í svoleið- is gutli. Guðmundur var mesti æringi og sóttist eftir því að vera í áflogum við nokkra unga menri, sem vdru á skipinu, og hafði þá aHa með sér á vöku, en skipaði eldri mönnunum á stýrimanns- vaktina með Guðna. Þótti suraum þetta skritin niðurröðun, og brosti Guðni áð þessari ráðstöfun skip- stjórans. Við vörum á annan sólarhring að þvælast út fjörðinn, og var Guðmundur óánægður yfíp að fá ekki leiði. En loksins, þegar við vorum komnir út fyrir fjarðar mynnið, gerði austan storm, og var þá tjaldað því, sem til var af seglum. Var Guðmundur um tíma ófáanlegur til að láta rifa, þang- að til allt ætlaði um koll að keyra, og varð þá Guðni að taka af skipstjóranum ráðin. Guðmund ur vildi fIýta sér sem mest aö komast út í hákarlinn, og var nú stéfnan tekin vestur og fram á Strandagrunn. Þar tókum við tvær stjóraleg- ur með nokkurra daga millibili og fengum 1200 tunnur af lifur. Skall nú á okkur hríðargarðaE eftir hálfsmánaðartíma, þar á grunninu, og var þá leitað til lands og siglt inn á Eyjafjörfc með aflann — og þótti túrinn vel. hafa gefizt.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.