Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.11.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.11.1936, Blaðsíða 2
2 Ekki pótti vönxun hákarlamönn- nm mikið til Guðmundar koma tíl vinnu við hákarlinn, og rak hann þó mikið eftir öðrum. Hann var svefnléttur og glaðlyndur og einstaklega laginn á það að spana aðra upp og láta þá ham- ast sem mest. Gerði hann sér ýmsar gælur við hákarlana, þegar þeir ráku hausinn upp úr sjónum. Hann gaf sig mest að okkur, sem yngri vorum, og altaf var hann að grípa á vaðnum, rf hann var látinn hanga mannlaus, og maður jþurfti eitthvað að víkja sér frá. Laginn var hann á það að „setja í got“, sem kallað var, og æpti svo hátt, að menn skildu koma honum til hjálpar aö draga, að það tók út yfir alla háreysti aðra; féll körlunum þetta bðlvan- lega, einkum ef þeir voru nýsofn- aðir. En svo var Guðmundur þá vís til að sleppa vaðnum og stökkva frá öllu saman og koma str þannig frá því, sem erfiðast var. Guðmundur hirti ekki mikið um sjói’eikning að halda honum í lagi. og var hann til með að láta alt vaða á súðum. Oft var hann á ýmsu „slabbi" aftur og fram um þilfarið í klofháum leð- urbússum, með hendumar í vös- ununi og vindil í munninum. — Gömlu körlunum var meinilla við þetta háttalag fyrst framan af túmum og spáðu því, að þetta mundi boða aflaleysi; og óvanir þóttust þeir því að sjá unibúðir utan af límonaðiflöskum vera að flækjast um slorugt þilfarið. Erida gátu þeir margir þess til, að ekki muridi nú Jörundi gamla meira en svo hafa líkað þetta hátlalag sonar síns, ef hann hefði verið risinn upp úr gröf sinni. Næsta túr fórum við austur, og voru þá fyrstu stjóralegurnar stisaœaaæxissíizsí Alísieazkt félzg. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursst(50\un- artryggingar, Húsaleigutrygg- ingar. LH'st y*.' 0ngar n:zrjxnxnnmmn teknar framarlega á Rauöanúpa- grunni. Var þá hákarlslítið, og færðum við okkur eftir eina viku austur á móts vib Langanes — 40 kvartmílur norður af nesínu. — Fengum við þar sæmilega góðan hákarl með köflum og tókum þar mikinn afla. Lifrarkassarnir á „Erik“ tóku um 120 tunnur af Iifur, en eftir að þeir vom orbnir fullir varð iað láta liírina í Lestina — í nrið- hólfið sem kallað var. Kjölfest- unni var þá rutt , í sjóinn, og ýmsar bneytingar gerðar á þar í lestinmi og þrengdist mikið að farangri manna eftir að svo var komið; all-slarkaralegt var einn- ig um að litast — enda var þá Guðmundur búinn með limonaðið og vindlana. E>egar við lögðum af stað heim- leiðis, voru allir i bezta skapi yfir aflanum. Var gizkað á, að við hefðum um 150 tunnur, og þótti það mikill afli. En svo átt- um við nú eftir að verða fyrir óvæntu happi á leiðinni i land. Daginn, sem við sigldum af stað var norð-austan leiði, svona stinningskaldi og töluverð undir- alda. „Erik“ tók sig mæta vel út undir öllum seglum, og ekki vorum við neitt svo sem að setja það fyrir okkur, þó að lifrin gutl- aði til í lestinni. Skilrúm voru vel um búin og emgin hætta á því að þau færu að bila, enda reið mikið á því á hákarlaskipum, og voru mörg dæmi til þexs, að Lifrarkassar hefðu bilað; gat það orðið stórhættulegt, þegar Ufur W. B. Geata: Indíáninn og Guð. ; 1 skógarrjóðri ég reikaði einn, ! er röðull vestur hneig. í tómi kveldsins til min hvísl | úr tjarnarsefi steig: ; — Ég var í rió að vagga mér. . . . | I votum engidal i sat gæsahjörð við hljóðlátt skraf. i Ég heyrði þedrra tal. I • f f . í . Svo mælti gamall steggur stór, sem stýrði þessum hóp: .3já, Hann, í nefi er heim vom ber, i og heil og veil oss skóp, i Hann er í sannleika eilíf gæs J á engi himnaranns; i af væng Hans drýpur dögg um nótt um dag skin auga Hans. Þá lötusblómið höfuð hóf i við hægan ölduslátt: „Nei, Hann, sem stýrir stjamaher, á stöngli gnæfir hátt. Hann skóp mig alveg eftir sér, i og eins er tjömin mín ; ehm lítíll dnopi, aðeins einn, sem í Hans bikax skín.“ i Þar rádýr nú í næturdögg á næstu grösum stóð með stjömueld í auga og kvað: „Á erli um himnaslóð er eilíft rádýr, og það skóp i mig eftir sinni mynd; — hve gat það annars gert mig svona ; glæsilega hind!“ Og skamt frá páfugl skrafaði einn / í skarti og reigði sig: „Sjá, Hann, sem gerði gras og maðk og gersemi eins og mig, Hann páfugl heilags eðlis er, og yfir jarðarhvel með þúsund augna undradýrð um eilífð breiðir stél.“ kastaðist öll út í annaö borðið. Nú var gengið vel frá öllu um borð og alt þrifað til eftir beztu föngum. Vaðimir voru allir gerðir iipá í lykkjur og maigbundið ct- an um þá, og vom þeir festir við „vantana”. Sóknimar voru fægðar upp og blikuðu þær eins og björt sverð. Var þeim stung- •ð í lykkjumar og festir viÖ hnút- ana á vaðarhöldunum. Drepir og skálmar, sem vom geymdar í skips bátnúm; vom lagðar undir þóft- úmar og gengið frá þeim sem bezt. Skipsbáturinn var á miíju þilfarinu, festur þar niður meó sterkum slám, sem skrúfaðar vom niður í þilfarið á fjórum stöðum. Veður var ekki tryggilegt, þeg- ar við lögðum af stað, og leit út fyrir, að hann væri nú að ganga í drif; 'gekk óðum upp hreyt- ingsþokubakki með miklum kúf- um. Margir urðu nú fegnir hvíldinni og gengu til svefns eftir að segi voru upp komin. En ekki vorum við búnir að sigla lengur én í tvo klukkutíma, þegar við komum auga á dauðan hval íljótandi á sjónum rétt um horf (framund- an). Við þá fregn þutu allir upp úr fasta svefni, sem komnir vora til náða, og setti nú Guðmundur nokkurskonár ráðstefnu um, hvað gera skyldi, og urðu raddir manna misjafnar um það eins og gengur, þegar stórtíðindi bera að höndum. Það var nú tekið til ráðs nokkum tíma að bakka skipinu upp í vindinn, eftir að við komum að hvalnum. Og þama flaut þessi stóra skepna hjá okkur fast við borðið ogsnéri kviðurinn upp. Þetta var stærðar hvahtr, ó- skaddaðux að ðllu leyti, og kom nú heldur en ekki vatn í munninn á körlumun við að sjá allt þettá mikla rengi — og geta ekkert . á 7. síðu. Batlíbætlr Það er vandi að gera kaffi vinum ta hæfis, svo að hinn réttl kafffkeimur haldi sér. Þetta heflr G. S. kaffl- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti ilann svíkur engan. Reynið sjáJf. Keynslan «f óiýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.