Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.11.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.11.1936, Blaðsíða 3
Afaífct'AOBfcAðte 3 Knut Hamsun: A gresjunni. SUMARÍÐ 1887 vann ég á akri á búgarðí í Rauðafljótsdain- um í Ameríku. Auk mín voru tVeir aðrir Norðmenn, einn Svíi, tíu eða tólf Irar og nokkrir Ame- ríkumenn. Ált i alt höfum við verið um tuttugu á þessum akri, én ]>að var ekki nema lítill hluti af öllum |>eim fjölda, sem vann á búgarðinum. Sléttan blasti við okkur græn- gul og endalaus hvert sem auga var litið. Hvergi sáust hús að undanteknum gripahúsunum okk- ar og svefnskálanum, sem stóð á miðri gresjunni. Ekkert tré sást eða runni, bara hveiti og gras svo langt sem augað eygði. Þar sáust heldur engin blóm, bara gulir brúskar villisennepsins, en pað var eina blómið, sem óx á gresjunni. Þetta blóm átti ekki griðland J>ar og við rifum það upp með rótum, fórum meÖ það heim, þurkuðum það og brendum því. Þama sáust aldrei fuglar á flugi, en,gin hreyfing, nema þeg- ar hveitiöxin bylgjuðust í golunni og ekkert hljóð heyrðist nema jBuðið í engisprettunum. Það var eini söngurinn þama úti á gresj- unni. Við þráðum forsælu. Þegar mat arvagninn kom um hádegið, lögð- um við okkur á magann undir vagninn eða hestana, til þess að komast í forsælu, meðan við rif- iun i okkur matinn. Sólin ætlaði að steikja okkur. Við höfðiun bara hatt, eina skyrtu, einarbux- ;ur og skó. Það var allur klæðn- aðurinn og minna mátti það ekki vera, annars gátum við veikst af sólbruna. Ef til dæmis kom gat á skyrtuna, meðan við vorum að vinna, brendi sólin okkur og við iengum sár á húðina. Við hveiti- íUppskeruna vmnum við alt að 16 klukkutíma á sólarhring. Tíu skurðvélum var ekið hverri á eft- ir annari á sama akrinum dag eftir dag. Þegar búið var að skera niður einn ferhyrninginn ók um við yfir á annan ferhyrning og skáram hann líka niður. Og þannig var haldið áfram, en tíu Jnenn gengu á eftir og hlóðu hveitibindunum upp í stakka. En verkstjórinn sat á hestbaki með Skammbyssu í hendinni og hafði auga á hverjum fingri. Hann var vanur að uppgefa tvo hesta á Idag. Ef eitthvað kom fyrir, véi ‘bilaði eða því um líkt, var verk- istjórinn óðara kominn þangað og gerði við vélina, eða lét senda hana heim. Hann var stundum langt í burtu, þegar hann tók eftir því, að eitthvað var að, og þar sem engir vegir voru, varö hann að ríða um hveitigrasið all- an daginn og hestarnir voru löðursveittir. Þegar kom fram í september og október var ennþá óþægilega heitt á daginn, en næturnar voru orðnar svalar. Og svo fengum við ekki nægilegan svefn. Það kom oft fyrir, að við vorum vaktir upp klukkan 3 á nóttunni, með- an ennþá var þreifandi myrkur. Þegar við vorum búnir að gefa hestunum að borða og vorum komnir alla leið út á akurinn, var loksins orðið vinnuljóst. Þá kveiktum við eld til þess að hita okkur og tína saman olíukönnurn ar og smyrja vélarnar. Eftir fá- einar mínútur urðum við svo að setjast upp á vélamar aftur. Við áttum aldrei hvíldardag. Við unnum á sunnudögum jafnt sem aðra daga. En þegar rigning var, gátum við ekkert aðhafst, og lágum inni; þá spiluðum við „kasínu“, ræddum hver við ann- an eða sváfum. K ARNA var Irlendingur, sem ég undraði mig yfir strax í upphafi. Guð má vita, hvers- konar náungi það hefir verið. Þeg ar rigning var lá hann altaf og las rómana, sem hann hafði kéypt sér. Hann var stór og laglegur maður, 36 ára gamall og talaði ágæta ensku. Hann kunni líka þýzku. Þessi maður kom á búgarðinn í silkiskyrtu og vann altaf í silki- skyrtu. Þegar ein silkiskyrtan var orðin gatslitin, fór hann í aðra nýja. Hann var ekki sérlega góð- |bc verkmaður, hann var óhand- laginn, en var ágætis náungi. — Hann hét Evans. Það var ekkert sérstakt við þessa tvo Norðmenn. Annar þeirra var frá Hallandi. Hann strauk af því að hann þoldi ekki erfiðið. Hinn hélt út, en hann var líka frá Valdres. Meðan verið ,var að þreskja reyndum við allir að fá að vinna sern lengst frá gufuvélinni. Það þyrlaðist svo mikið sand- ryk út frá vélinni. I nokkra daga stóð ég “í miðju sandrokinu. Svo bað ég verkstjórann að láta ein- hvern skifta við mig og hafði mitt fram. Verkstjórinn lét mig fá þægilegt verk lengra úti á ökr- unum, þar sem ég átti að hlaða á vagnana. Hann gleymdi aldrei lítilræði, sem ég hafði gert fyrir hann, skömmu eftir að ég kom. Það skeði á þennan hátt: Jakkinn minn var einkenn- isjakki með gljáandi hnöppum. Hann var frá þeim tíma, er ég var sporvagnaumsjónarmaður í Sikakó. Verkstjóranum leizt prýði, lega á jakkann og einkum þó hnappana. Ég sagði við hann einn daginn, að hann mætti gjaman fá jakkann. Hann vildi fá að borga mér hann og bað mig að setja upp, hvað sem mér sýnd- !ist, en ég bað hann að þiggja hann af mér aem gjöf, og sagðist hann þá vera mér mjög þahklátur. Þegar uppskerunni var lokið gaf hann mér annan jakka, þegar hann sá, að ég átti engan ferðajakka. Frá þeim dögum, þegar ég vax að hlaða á vagnana, man ég eft- ir einu atviki. Svíinn kom eftir æiki. Hann var í háum stígvélum og gyrti bux- urnar ofan í þau. Við byrjum að hlaða á vagninn. Hann var hamhleypa til vinnu og ég átti Sult í fangi með að halda í við hann. Hann hamaðist sem miest hann mátti og þegar þannig hafði gengið um hríð, fór ég að hleypa í axlirnar ög lét hendur standa friam úr ermum. í hverjum hveitistakk voru átta bindi og venjulega létum við að- eins eitt bindi ‘ upp í einu. Nú rétti ég fjögur. Þá kom í ljós, áð í einu bindinu, sem ég rétti Svianum, hafði leynst slanga. Hún gerði sér lítið fyrir og rendi sér ofan í annað stígvélið hans. £g vissi ekki af neinu, fyr en ég heyri hið átakanlegasta neyðar- óp og sé Svíann koma fljúgandi ofan af ækinu með slönguna dinglandi út úr öðru stigvélinu. Hún hafði þó ekki bitið hann og þegar hann kom niður, losnaði slangan úr stígvélinu og hvarf eins og elding eitthvað ú‘t. í ghas- íð. Við reyndum að stinga hana með heygöfflunum, en náðum henni ekki. Múldýrin, sem spent voru fyrir ækið, skulfu bæði af ótta. Ég heyri ennþá neyðaróp Svi- ans og sé hann kasta sér ofan af ækinu. Svo urðum við ásáttir um, að vinna hægara eftirleiðjs, og ég rétti honum aðeins eitt bindi í einu. Þá vorum við nú búnir að plægja og sá, uppskera og þreskja hveitið. Svo fengum við kaupið okkar. Við vorum glaðir í bragði og með vasana fulla af peningum lögðum við af stað, tuttugu saman, til næstu borgar á eléttunni, til þess að ná í hrað- iest, sem gæti flutt okkur eitt- hvað austur á bóginn. Verkstjór- inn fór með okkur; hann lang- áði til að skála við okkur, áður en vegir skildust, og hann var í jakkanum með gyltu hnöppunum. Sá, sem ekki hefir tekið þátt I ölgildum síéttuverkamanna, á erfitt með að hugsa s.ér, hyeisu fast þeir sækja drykkinn. Hvar um sig gefur umgang — það urðu tuttugu glös á mann, en ef þið haldið, að þar með sp búið, þá eruð þið illa svikin, þyí að meðal þessara manna eru til þeir öðlingar, að þeir gefa fimm um- fganga í einu. Og hamingjan hjálpi þeim gestgjafa, sem ætlaði sér að koma með athugasemdir við slíku framferði. Hann fengi fljót- lega að hverfa út fyrir sínar eig- in dyr. Svoleiðis hópar, eins og þessir sléttuverkamenn, berja ráður alt, sem verður á vegi þehra. Við fimta glasið eru allir búnir að drekka sig stóra og ráðe upp frá því lögum og lofum í borginni, þangað til af þeim er runnið. Lögreglan ræður eklki við neitt og tekur það fangaráð að drekka með hópnum. Og svo er drukkið og spilað, slegist og öskr- að að minsta kosti í tvo daga. Við verkamennimir héldum veí saxnan. Það hafði oft slettst upp á vinskapinn um sumarið, en nú, {>egar við vorum að kveðjast, var alt slíkt gleymt. Og eftir þvf sem við drukkum meira, þvi ör- látari vorum við á veitingarnar og föðmuðumst. Kokfeurinn, sem var gamall kroppinbafeur, iskegg- laus og með kvenrödd, trúði mér hixtandi fyrir því á norsku, að hann væri líka Norðmaður, og á- stæðan fyrir því, að hann hefði ekki sagt mér það fyr væri sú, að Ameríkumenn fyrirlitu Norð- menn. Hann sagðist oft hafa heyrt mig og Valdres-manninn tala um sig á norsku, meðan á máltíð stóð, en hann sagði að nú skyldí það alt vera gleymt og grafið, því að við værum, í raun og veru beztu strákar. Jú, hann varNorð- maður, fæddur í Jowa 22. júlí 1845. Þess vegna skyldum við vera góðir vinir og fMsrtncrs, svo lengi sam við gætum sagt eitt orð í norsku. Ég faðmaði feokk- inn; aldrei ætluðum við að slíta vlnáttu okkar. Allir verkamenn- irnir föðmuðu hver annan og dönzuðu liver við annann í mik- illi hrifningu. Við sögðam hver við annan: — Hvað viltu nú drekka? Hór fæst ekfeert nógu gott handa þér. Og svo fórum við sjálfir inn fyr- ir. borðið og fórum að leita að beztu vínunum. Við tókum niður flöskur, sem stóðu hátt uppi i Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.