Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.11.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.11.1936, Blaðsíða 3
tWMB Bkt&MÐ 3 Knut Hamsun; Z ACHÆUS DJÚPUR friður hvílrr yfir sléttuimi. Á mílusvæði um- hverfis sjást hvorki tré né hús, aðeihs hveitið og grasið, svo langt sem augað eygir. Langt í fjarska sjást menn og hestar að vinnu, eins og örsmáar' flugur. Sláttumennirnir sitja á vélunum og feila grasið. Eina hljóðið, sem heyrist, er suðið í engisprettun- um, og þegar hljóðbært er heyr- ist sfcröltið í sláttuvélunum úti við sjóndeildarhringinn. Þetta er á búgarði Billybonys. Hann liggur einn sér á sléttunni og hvergi eru bæir nálægir. Það eru margar dagleiðir tii næstu sléttuborgar. Það er ekki búið á íbúgarðinum á vetuma, en frá pví á vorin og fram i október eru rúmir sjötíu verkamenn að vinna við hveitið. Það eru þrír menn í ■eldhúsinu, ’kokkurinn og tveir hjálparkokkar, og það eru tutt- ugu asnar í gripahúsinu, auk fjölda hesta, en það er ekkert kvenfólk, enginn einasti kven- maður á búgarði Billybonys. Sólin brennir, það eru 102 stig á Fahnenbeit. Tíbrá er i lofti og ■aldrei svalur gustur. Sólin lítur út eins og eldglæringar. Heima við húsin er alt þögult, •en frá stóra spónþakta skúrnum, sem notaður er sem eldhús og borðsalur, heyrist mannamál og fótatak. Það eru kokkurinn og hjájparkokkamir, sem eiga mjög annrikt. Þeir kynda grasi í stóru ,-eldstónum, og reyknum, sem gýs upp úr reykháfnmn, fylgja gneistar og eldglæringar. Þegar maturinn er tilbúinn, er hann bor- ánn út í pjáturbölum og settur á wagna. Svo ern asnamir spentir fyrir og þessir þrír menn aka með matinn út á sléttuna. Kokkurirm er digur trlending- i«rr, fertugur, gráhærður, hermann- legur í útliti. Hann er hálfnak- hm, með flakandi skyrtubrjóst og brjóstkassinn er eins óg myliu- steinn. Allir kölhxðu hann Polly af því að hanin var eins og páfa- gaukur í fnaman. Polly hefir verið hermaður í .Suðurrikjunum, hann kann að lesa. Þess vegna hefir harm með sér ljóðabók og gamalt tölublað af dagblaði. Þessa dýrgripi má enginn snerta, nema hann, og hann geymir þá uppi á hillu í eldhúsinu og gripur til þeirra, þegar hann hefir ekkert að gera. En Zachæus, landi hans, sem «r nærri þvrí blindur og hefir gleraugu, hefir einu sinni náð i blaðið og fer að lesa. Það hefði ekki þýtt að láta Zachæus fá bók með venjulegum bókstöfum, því að þeir hefðu runnið út i þoku fyrir honum. Aftur á móti hafði hann sanna ánægju af því að halda á blaði kokksins og lesa auglýsingarnar. En kokkur- inn saknaði óðara blaðsins, kom að rúmi Zachæusar og reif af honum blaðið. Og svo fóru land- amir að skammast. Kokkurinn kallaði Zachæus rænipgja og tikarson. Hann steytti hnefann við nefið. á hon- um og spurði, hvort hann hefði nokkru sinni séð hermann og hvort hann vissi, hvernig kastaii liti út. Ekki það, nei, þá skyldi hann gá að sér og halda kjafti! Hvað hafði hann á mánuði? Átti hann húseign í Washington og bar kýrin hans í gær? Zachæus svaraði þessu engu, en hann ásakaði kokkinn fyrir að búa til óætan mat og sagði, að hann hefði búið til búðing með flugum i. Farðu til helvitis og hafðu blaðið með þér. Hann — Zachæus — væri heiðariegur maður og hefði ætlað að skila blaðinu, þegar hann hefði verið. búinn að lesa það. Hræktu ekki á gólfið, skíthællinn þinn! Upp frá þeim degi urðu þeir landarnir hatursmenn. Matarvögnunum er ekið út á sléttuna og á hverjum vagni er matur handa fiinm mönnuirr. Mennimir koma hlaupandi að úr öllum áttum, sækja matinn og henda sér undir vagnana eða undir kviðinn á ösnunum, til þess að fá ofurlítinn skugga. Eftir tíu mínútur er máltíðinni lokið. Verk- stjórinn er kominn á bak og skip- ar mönnunum tii vinnunnar og matarvögnunum er ekið heim. En á meðan hjálparkokkarnir þvo upp ilátin, situr Polly sjálf- ur í skugganum bak við skúr- inn og les einu sinni ennþá kvæðabók sína, með hermanna- visum, sem hann hafði með sér að sunnan. Og þá er Polly her- maður aftur. AKVÖLÐIN, jjega.r dimt er orðið, korna sjö heyvagn- ar utan af sléttunni með verka- mennina. Flestir þeirra þvo sér um hendumar úti, áður en þeir fara inn til kveldverðar, sumir greiða líka hár sitt. Þeir eru af ýmsum þjóðflokkum, gamlir og ungir, imrfiuttir Evrópumenn og innfæddir, amerikanskir lands- hornaflakkarar, alt saman menn með misjafna fortíð. Þeir, sem eru betur éfnaðir, ganga með skammbyssu í bak- vasanum. Menn borða venjulega í flýti, án þess að ræðast við. Verkamennimir bera allir virð- ingu fyrir verkstjóranum, sem borðar við sama borð og þeir og gætir þess að alt fari fram eins og á að vera. Og að lok- inni máltíð ganga allir til hvíld- ar. En nú kom það fyrir, að Zac- hæus þurfti að þvo skyrtuna sína. Hún var orðin svo storkin af svita, að hún nuddaði af honum skinnið á daginn. Það var orðið koldimt og all- ir voru gengnir til hvíldar. Að- eins heyrðist hljóðskraf frá svefn- skúrnum, þar sem verkamennirn- ir ætluðu að fara að sofa. Zachæus gengur' að eldhús- veggnum, þar sem margar vatns- fötur standa fullar af regnvatni. Þetta var vatn kokksins. Hann safnaði regnvatni, af þvi að vatn- ið á Billybony-búgarðinum var svo kalíblandað, að ekki var hægt að þvo úr því. Zachæus tók til sin eina föt- una, klæddi sig úr skyrtunni og fór að þvo hana. Kvöldið er kalt og þögult, en það varð að þvo skyrtuna og Zachæus raular fyrir munni sér. Þá opnar kokkurinn alt í einu eldhúsdyrnar. Hann heldur á lanipar í hendinni og lýsir á Zac- hæus. — Jæja, sagði kiofckurinn og steig út. Hann setti lampann frá sér á þrepið, gékk fast að Zachæusi og spurði: Hver hefir gefið þér þetta vatn? — Ég tók það, svaraði Zac- hæus. — Það er mitt vatn! öskraði Polly. Þú hefir tekið það, þræl- beinið þitt, lygari, þjófur og tík- arsonur. Zachæus svaraði þessu engu, en fór áftur að tala um flugumar í búðingnum. Þegar kariarnir heyrðu hávað- ann, fóru þeir á fætur og út. — Þeir stóðu í hóp skjálfandi og hlustuðu með mestu athygli. Polly hrópaði til þeirra: — Hvernig lizt ykkur á, piltar! Mitt eigið. vatn. — Taktu þitt eigið vatn, sagði Zachæus og helti úr fötunni. — Ég er búinn að nota það. Kokikurinn steitti hnefann við augun á Zachæusi og sagði: — Sérðu þennah? — Já, sagði Zachæus. — Viltu fá hann? — Ef þú þorir. Svo heyrðust tíð högg. Áhorf- endurnir ráku upp hrifningaróp. En Zachæus stóðst eldá lengi Þessi hálfblindni, feitlagni ír- lendingur barðist eins og ljón, en hann var altof handleggjastuttur. Eftir dálitla stund reikaði hann út á hlið og valt um koll. Kokfcurinn snéri sér aÖ körlun- um: — Jæja, þar liggur hann nú. Lofið honum að liggja, hermaður hefir felt hann. — Ég held að hann sé dauður, segir rödd úr hópnum. Kokfcurinn yptir öxlum. — Það er ágætt segir haun drýg indalegur. Og honxun finnst hann vera mikill og ósigrandi. Hann reigir höfuðið og ber sig virðu- lega. — Ég gef hann dauðann og djöflinum. Er hann máske Ame- ríkumaðurinn Daniel Webster? Hann kemur og þýkist ætLa ,að kenna mér að biia til búðing. Og ég, sem hefi búið til mat fyrir herforingja! Er hann fursti yfir sléttunni, ég spyr? Og allir urðu að hrífast af ræðu Pollys. Þá stóð Zachæus á fætur ; og segir bálvondur: —. Komdu aftur, bölvaður-hér- inn! Karlarnir öskruðu af hrifningu, en kokkurinn brosti og.sagði: — Hvaða vitleysa. Ég get alveg eins barizt við þennan lampa. Svo tók hann lampann og géfck hægt og tignarlega inn. Það var orðið þreifandi dimmt og karliarnir fóru aftur inn i svefnskálann. Zachæus tók upp skyrtuna sína og fór í hana. Svo labbaði hann á eftir hinum og fór i fletið sitt. ÐAGINN eftÍT lá Zachæus á hnjánum úti á sléttunni og smurðí vélina. Það var steikjandi sólskin og svitamóða var á gler- augunum. Alt í einu stíga hest- arnir eitt skref áfram, hvort sam þeir hafa orðið hræddir, eða eitt- hvað annað hefir valdið. Zachæus rekur upp óp og hopipar á fætur, rétt á eftir fer hann að sveifla vinstri hendinni og gengur fram og aftur. Maður, sem ekur rakstrarvél skamt frá honum, stöðvar hest sinn og segir: — Hvað er að? Zachæus svarar: — Komdu hingað snöggvast og hjálpaðu mér. Þegar maðurinn kemur, sýnir Zachæus hotmm blæðandi hendina og segir: — Ég hefi mist einn fingurirtn, það skeði rétt áðan. Leitaðu að fingrinum; ég sé svo illa. (Frh. á 6. siðu.|

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.