Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.11.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.11.1936, Blaðsíða 3
Af4J& A .©<•* 3 Mark Twain : SAMUEL LANGHORNE CLEMENS, þektur um allan heim undir nafninu Mark Twain, fæddist í Florida árið 1835. Um 17 ára gamali gerðist hann bátsmaður á Missisippi-bát. Seinna fór hann tii Nevada og fór að skrifa þar fyrir blöðin. Árið 1869 varð hann frægur fyrir ritverkið Innocents Abroad, sem er um ferðir hans í Evrópu. Eftir það ferðaðist hann mjög víðn, flutti fyrirlestra og skrifaði. Hann er einhver frægasti rithöfundur, sem Ameríkumenn hafa átt. Eftirfar- andi frásögn er þýdd úr New and Old, 1875. L ÆKNIRINN ráðlagði mér að fara til Suðurríkjanna mér til heilsubótar, því að íoftlags- breytingin myndi hafa góð áhrif á heilsu mína. Ég fór því til Tennessee og fékk stöðu við •blaðið „Mórninig Glory and John- son County War-Whoop“ sem aðstoðarritstjóri. Þegar ég kom inn á ritstjórnarskrifstofuna hitti ég aðalritstjóranin, sem hallaði sér afturábak í þrífættum stól og hafði lappirnar uppi á borði úr grenivið. Það var annað greni- viðarborð í herberginu og annar -stóll, sem farinn var að láta á sjá, hvorttveggja hlþðið blöðum og handritum. Þar var trékassi fullur af vindlingaStúfum og við -dyrnar var stór ofn, sem tekinn var að hallast mjög út í aðra hliðina. Aðalritstjórinn var á svörtum sjakket mteð löngú stéli -og hafði hvítar handstúkur. Hann iVar í nettum, velburstuðum skóm. Hann vár í fellingaskyrtu með háan flibba og stóran klút um hálsinn og löfðu endarnir niður. Klæðnaður hans var frá 1848. — Hann var að reykja vindling og var í þungum þönkum. Hann hafði klórað sér í höfðinu og við það fór hárið alt í ólag. Hann var mjög ýgldur á avipinn og af því réði ég það, að hann væri að semja skammagrein. — Hann sagði mér að taka blöð- in tog líta í gegn um þau og skrifa siðan grein um skoðanir Tennessee-blaðanna, og draga saman í greininni alt, sem mér þætti máli skifta í hinum blöð- unum. Ég skrifaði eftirfarandi: Skoðanir Tennessee-blaðanna. Ritstjóri blaðsins, „Semi- Weekly Earthq:uake“ hefir ber- sýnilega misskilið Ballyhack-járn- brautarmálið. Það er ekki ætlun lámbrautarfélagsins að ganga frarn hjá . Buzzsrdville. Þvert á móti álítur félagið Buzzordville Blnhverja þýðingarmestu stöð lárhbráutarinnar óg lætur sér ekki til hugar koma að ganga fram hjá þeim stað. Herrarnir, sem ritstýra þessu blaði, munu auðvitað við fyrsta tækifæri leið- rétta þenman misskilning. John W. Blossom, hinn virðu- legi ritstjóri blaðsins „Thunder- holt and Battle Cry of Free- dom“, kom til borgarinnar í gær. Hann býr í Van Buren. Blaðið „Morning Howl“ hefir glapist til þess að halda því fram, að fréttin um kosningu Van Werters sé ekki rétt. En blaðið mun komast að því, að það hefir á röngu að standa í þessu efni, áður en það les þessa grein. Blaðið hefir vafalaust feng- ið ófullkomnar fréttir af kosning- unum. Það er gaman að veita því eft- tekt, að borgin Blathersville ístendur nú í Samningum við ein- hverja 'herramenn frá New York, um að leggja gangstéttir við hin- ar fallegu götur borgarinhar. Blaðið„Daily Hurra“ hvetur mjög til þess að samningar takist um þessi mál, og virðist gera sér hinar beztu vonir um árangur- inn." , :Að þessu loknu rétti ég aðal- ritstjóranum handritið, svo að hann gæti breytt því, hent því, eða tekið það eins og það var. Hahn rendi augunum yfir það, og hnyklaði brýmar. Svo las hann það yfir aftur og varð mjög þungur á brúnina. Það var ber- sýnilegt, að hann var ekkert hrif- inn af handritinu. Alt í einu stökk hann á fætur og hrópaði: — Þrumur og eldingar! Haldið þér virkiltega, að ég ætli að tala við þessar skepnur í þess- um tón? Álítið þér í raun og veru að lesendur blaðsins láti bjóða sér slíkt? Fáið mér pennann! Ég hefi aldrei séð jafn útstrik- aðan stíl og þessa blaðagrein mína. Ég hefi aldrei séð nokkurn ma’nn strika jafn miskunnarlaust yfir sagnir og lýsingarorð annars mannsi, eins. og þennan aðalrit- stjóra. Þegar hann var hálfnaður að leiðrétta, skaut einhver á hann inn um gluggann. Kúlan tók af mér eyrnasnepilinn. — Ó, sagði hann. Það er svínið hann Smith frá „Moral Volcano!“ Ég átti von á honum í gær. Um leið greip hann skammbyssu úr belti sínu og hleypti af. Smith féll og kúlan hafði hitt hann í lærið. Smith hafði einmitt verið að miða, þegar hann fékk skotið, en truflaðist og kúlan tók af mér einn fingurinn. Að þessu loknu hélt aðalrit- stjórinn áfram að leiðrétta og bæta inn í. Er hann var að ljúka verkinu, kom handspiiengja nið- ur ofnrörið og við sprenginguna fór ofninn í þúsund’ mola. Samt sem áður gerði það engan skaða að öðru ieyti en því, að ofnhurðin braut úr mér fáeinar tennur. — Ofninn er bráð-ónýtur, sagði aðalritstjórinn. — Það er ég hræddur um, svaraði ég. -i- Jæja, það gerir ekkert til. Það þarf ekki ofn i svona veður- blíðu Ég veit, hver gerði þetta, og ég skal jafna um hann. Jæja, ! svona eigið þér nú að skrifa. Ég tók við handritinu. Eins og nú var búið að fara með það, gat ég ekki lengur þekt það fyrir mitt eigið handrit. Það var svohljóðandi: Skoðanir Tennessee-blaðanna. „Hinir svívirðilegu blekbyttu- naglar, sem standa að blaðinu. „Semi-Weekly Earthquake“ ætla bersýnilega, að reyna að kóma heiðvirðu fólki til þess að trúa hinum andstyggilegu blekkingum sinum í sambandi við Ballyhack- járnbra.utarmálið, sem er ein af dá- samlegustu framkvæmdum 19. ajd- arinnar. Sú hugmynd, að ganga eigi fram hjá Buzzardville, hefir bruggast í þeirra eigin grautar- legu moðhausum. Það væri óneit- anlega betra fyrir þá að gleypa ofan í sig þessa lygi, ef þeir vildu komast hjá því að verða húðstrýktir, sem þeir sannarlega verðskulda. Fíflið hann Blossom, frá blað- inu „Thunderbolt and Battle Cry of Freedom", er enn að flækjast kengfullur hér í borginni og lifir á snikjum í Van Buren. Við höfum veitt því eftirtekt, að skriffinnarnir við hið skitna blað „Morning Howl“ halda því fram með hinni venjulegu lyga- hneigð sinni, að Van Werter hafi ekki náö kosningu. Hin himin- boma köllun blaðamannsins er að segja sannleikann afdráttar- laust, íéiðrétta misskilning manna, uppfræða alþýðuna og kenna fólki kurteisi; gera menn meiri, betri og haminigjiusamari. Og 9vo koma þessir dónar og draga blaðamenskuna niður i saur lyga og blekkinga. Grims- bylýðurinn í BlatherUvilLe vill fá steinstéttir við götur sínar. Ég held að þá vanti fremur fanga- hús, og geðveikrahæli. Og Buckn- er, þessi Búskmaður og Halanegri sem að nafninu til er ritstjóri snepilsins „Daily Hurrah“, trakt- erar saklaust fólk á moðsuðu sinni og fyllir dálka blaðsinsmeð sinni venjulegu heimsku og fá- fræði og heldur aö hann sé að tala af viti um þetta mál.“ — Jæja! Svona á nú að skrifa blaðagrein. Það þarf að vera í því bæði pipar og salt. Ég kæri mig ekki um þessa súkkulaðiromm- búðingsrjómafroðublaðamensku 1 i minu blaði. Ég gef dauðann og djöfulinn í isvoleiðis snakk. I sama bili kom stærðar múr- steinn með braki og brestum inn um gluggann. Hann hafði ber- sýnilega verið ætlaður aðalrit- \ stjóranum, en lenti í bakinu á mér. Ég reikaði dálítið til hliðar og var farið að líða alt annað en vel. Aðalritstjórinn sagði: Þetta hefir sennilega veriö liðsforinginn. Ég hefi búist viö honum. í tvo daga. Hann er sjálf sagt á leiðinni upp. Hann hafði á réttu að standá. Liðsforinginn stóð í dyrunum; augnabliki síðar með skamm- byssu í hendinni. Hann heilsaði á þessa leið; — Herra minn! Hefi ég þann heiður að tala við þorparann, sem ritstýrir þessu andstyggilega blaði? — Svo er, svaraði aðalritstjór- inn. Gjörið svo vel og fáið yður sæti, en farið varlega, það vantar einn fötinn undir stólinn. Ég býst við, að þér séuð hinn svívirði- legi lygalaupur Blatherskite Tecumseh liðsforingi. — Sá er maðurinn. Ég átti við yður ofurlítið erindi, og ei þér hafið tíma til, þá er bezt að ljúka því af. — Ég er að skrifa grein um menntun og siðgæði Ameríbu- manna, en ég get haldið áfram með hana, þegar þér hafið lokið erindinu. Það liggur ekkert áí Byrjið! Báðir hleyptu af samstunidis. Aðalritstjórinn misti lokk af hári sínu og kúlan hafnaði í bakhlut- anum á mér. Liðsforinginn hafði særst í öxl- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.