Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS BL ATOrtAmfajR SUNNUDAGINN 5. DES. 1936. 49. TÖLUBLAÐ Sjóræningjarnir frá Algier sóttu hræla upp að ströndum Islands. Skúli Þórðarson segir frá ránsferð „Tyrkjai( hingað til lands árið 1627, pegar fiögur sjó- rœningjaskip frá Algier rœndu strendurnar og fluttu fleiri hundruð íslendinga í prœldóm til Norður-Afríku, flesta frá Vestmannaeyjum. ARIÐ 1627 var mikið ógæfuár víða um Evrópu. Þá geis- aði 30 ára stríðið í Þýzkalandi og fleiri löndum. Danmörk slapp ekki heldur; Jótland lenti í höndunum á Wallenstein. ' Á sjónum var ekki heldur ör- ugt. Sjöræningjar óðu um alt. ■Rán og þrælaveiðar var mjög arðberandi atvinnuvegur. Sjó- ræningjar þessir, „Tyrkjar" eins og almenningur kalláði þá — höfðu fyrst og fremst starfssvið sitt á Miðjarðarhafinu, en fóru 'þó oft út í Atlantshafið og einu sinni alla leið upp til Islanids. ' Menn vita ekki, hvernig sjó- ræningjar þessir, „Tyrkir“ eins idottið í hug að senda leiðangur svona langt norður á bóginn. Sagan segir, að danskur fangi ’hafi vakið athygli þeirra á því, að hér væri varnarlaust land, þar sem auðvelt væri að ná fjölda fanga. Staðreyndin var sú, að vorið 1627 lögðu mörg skip af stað út á Atlantshafið og fjögur skip af þessum leiðangri komu til íslands. 20. júní 1627, snemma morg- gns urðu ibúarnir í Grindavík' 'þess varir, sér til mikillar undr- unar, að ókunnugt skip nálgað- ist höfnina. Danska verzlunar- skipið ,sem árlega kom þangað á höfnina, lá þar einmitt um þess- ar mundir. Hið ókunna skip varpaði akkerum rétt hjá danska kaupskipinu, skaut út báti með tveim mönnum og réru þeir að kaupfarinu. Menn þessir töluðu þýzku og sögðust vera sendir af Ðanakonungi til þess að veiða hvali í norðurhöfum og spurðu, hvort þeir gætu f-engið keyptar yistir. Hinn danski skipstjóri fékk óð- ara slæman grun, og danski kaupmaðurinn í Grindavík varð ekki síður undrandi á ferðum þessa skips. Hann sendi því átta íslendinga á báti fram aÖ skip- inu, til þess að rannsaka, hvernig stæði á ferðum þess. En þegar þeir komu grunlausir um borð, var ráðist á þá og þeir bundnir. I sama bili réri öll skipshöfnin af danska skipinu í llanld, að undan- teknum skipstjóranum, sem ekki vildi yfirgefa skipið. Þegar skipshöfnin kom að landi, sendi kaupmaðurinn þegar í stað tvo menn fram aftur, til þess að sækja skipstjórann. 1 sama bili hafði ókunna skipið sett út stóran bát með 30 manna áhöfn, vopnaðri. Þeir tóku skip- ptjórann til fanga og hina tvo menn, sem sendir voru til þess að sækja hann. En kaupmaðurinn og menn hans flýðu inn í landið. Að þessu loknu rændu ræningj- arnir bæði skipið og verzlunar- húsin. Einnig réðust þeir á bóndabæ í nágrenninu og náðu í nokkra menn, sem ekki höfðu haft tima til þess áð sleppa. En flestir höfðu flúið inn í landið, þar sem þeir höfðu falið sig í hellisskútum. Ræningjarnir flýttu feér því um borð með bráð sína. En þegar þeir voru að Jeggja af stað úr höfninni, komu þeir auga á danskt vgrzlunarskip, sem sigldi fram hjá. Og þégar skipið drö upp danska fánann réðust fæningjarnir á það. Skipshöfnin gafst upp og hásetarnir voru teknir til fanga. Sjóræningjarnir 'sendu nokkra di sínum mönnum um borð í verzlunarskipið. Svo ísigldu bæði skipin inn i Faxaflóa. FREGNIRNAR um komu ó- kunnugra sjóræningja bárust strax út. Alls staðar áttu menn von á þeirn. Menn grófu skart- gripi sína í jörð niður, og konur og börn flýðu lengra inn í landið. Á þessum tíma voru Bessastað- ir höfuðstaður landsins. Þar bjó Holger Rosenkranz. Þegar þing- tíminn stóð yfir, var fjöldi fólks á Bessastöðum og þá lágu skip hér á höfnunum. Um leið og höfuðsmaðurinn frétti um ránið í Grindavík, gaf hann skipun um, að öll skipin skyldu safnast saman á höfninni Seilu hjá Bessastöðum. Þrjú skip komu þangað og voru útbúin eft- ir beztu getu. Menn héldu vörð viö ströndina og áttu að gefa merki, ef framandi skip sæist. Allir karlmenn á Bessastöðum voru vopnaðir, og bygt var virki við höfnina og þar var komið fyrir fallbyssum. Ræningjarnir virðast ekki hafa borið mikla viröingu fyrir þess- um skipum, sem lágu úti fyrir Bessastöðum, því að þegar þeir sáu þau, stefndu þeir beint að þeim. Skipin bar fljótt að landi. Ræn- ingjaskipið var á undan og verzl- unarskipið á eftir. Þegar að hafn- armynninu kom, skutu ræningj- arnir nokkrum fallbyssuskotum á virkið, og var þeim svarað með fallbyssuskotum úr landi. Enginn skaði varð þó af skotunum. En þegar ræningjaskipið var að sigla inn úr hafnarmynninu stóð það alt í einu á grunni og gat ekki I-osnað. Nú voru ræningjarnir í miklum vanda staddir. Fallbyssuskip þeirra sat fast og þrjú dönsk skip lágu inni á höfninni, undir það búin að ráðast á það. Nokkrir af þeim, sem í virkinu voru, báðu höfuÖsmanninn að ráðast á skipin, én Rosenkranz áleit hyggilegast að hafa sig ekki í neinni hættu. ALLA þessa júnínótt lá skipið þarna,, beint fram undan virkinu, og enginn hreyfði sig til þess að ráðast á það. Fallbyssun- um, sem. í vírkinu voru, var mið- að á skipið, en höfuðsmaðurinn bannaði að skjóta. Hann var allh nóttina á hestbaki ásamt fylgdar. liði sínu. Þannig lá ræningjaskipið í tvö Idægur í skotfæri. En þá fluttu ræningjarnir farminn yfir i kau'p- skipið, og þá komst ræníngja- skipið á flot aftur. En> nú höfðu ræningjarnir enga löngun til þess að kanna þessa höfn meira, og þessi tvö skip sigldu vestur með landi til þess að reyná þrælaveiðarnar á Vest- fjörðum. Á leiðinni hittu ræn- ingjarnir fiskiskip og fréttu þá, að tvö ensk orlogsskip lægju við Vestfirði. Þetta hafði þau áhrif, að ræningjarnir snéru við og sigldu aftur beina leið heim til sín — til Algier. Austfirðirnir eru dreifbygðir og ströndin mjög hálend. Þá var Idönsk verzlun á Berufirði, og þangað kom skip með vörur á hverju sumri. Fregnin um rán „Tyrkjanna“ í Grindavík hafði naumast borist þangað, þegar íbúarnir á Beru- firði sáu tvö skip á höfninni einn m-orgun. Þetta voru tvö ræningja- skip frá Algier. Þau réðust þegar á danska verzlunarskipið, tóku sfcipshöfnina til fanga og rændu síðan verzlunarhúsin. Fólkið var lostið skelfingu og flýði sem fæt- ur toguðu upp í fjöllin. Tveir menn ,sem sendir voru ríðandi til þess að njósna um ferðir ræn- ingjanna, fundu einn sjóræninlgja, sem rak á' undan sér sjö fanga. það var sótsvört þoka, og menn- irnir þorðu ekkert að aðhafast, en flýttu sér til baka. Fljótt bár-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.