Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ust fregnimar um prælaveiðarnar ura alla Austfirðina, og fól'k flýði 5nn í landið. Ræningjamir höfðu |jví ekkert að gera þar lengur og héldu á braut. Þeir höfðu tek- fð 110 fanga og drepið marga. Frá Berufirði sigldu svo þessi tvö skip suður með ströndinni og mættu þar þriðja sjóræningja- skipinu. Nú ákváðu sjóræningj- arnir að ráðast til fanga í Vest- mannaeyjar, því að þar var mjög þéttbýlt á þeim tíma. En þetta Var mjög hættulegt, því að mjög Var erfitt að lenda við eyjarnar. Á leiðinni hittu ræningjamir enska fiskiskútu, og var þar um borð Islendingur, Þorsteinn að nafni. Hann hafði verið í Vest- mannaeyjum og var því kunnug- Ur þar. Ræningjarnir tóku skút- 'una, en lofuðu að sleppa skips- höfninni, ef þeim yrði vísað til vegar til Vestmannaeyja. Þor- steinn gekk inn á þetta til þess að bjarga lífinu. IVESTMANNAEYJUM höfðu menn fengið fregnir um rán- ið J Grindavík. Ibúamir urðu ðttaslegnir og bygðu sér virki úr grjóti og hnausum við dönsku verzlunarhúsin. En þegar tíminn leið og engir ræningjar komu, urðu menn rólegri, fyltust of- ■dirfsku og gerðust stórorðir. Þeir •þóttust hvergi varbúnir að taka á móti „Tyrkjanum". í fyrsta lagi var mjög erfitt fyrir ókunnuga að komast í land og auk þess hafði danski kaupmaðurinn eitt- hvað af vopnum, sem átti að út- býta, ef hættu bæri að höndum. Ög svo var virkið, sem þeir ætl- uðu sér að verja, hvað sem á tíyndi. Einn góðan veðurdag, fjórum Vikum eftir ránið í Grindavík, sáu Vestmannaeyingar þrjú skip og eitt fiskiskip koma siglandi "úr austurátt. Allir.voru kallaðir til vopna og menn fylktu sér við idönsku verzlunarhúsin. Skipin fóru ekki inn á höfnina, en fóru suður fyrir eyjarnar og stefndu því næst í vesturátt. Mönnum hægði; þetta voru áreiðanlega tíönsk og ensk herskip, sem höfðu verið send til þess að vernda landið. Hver maður fór heim til sín og menn voru settir á vör.ð, til þess að hafa auga með skipunum. Alt í einu tilkyntu varðmenn- irnir, að skipin hefðu snúið við og nálguðust eyjarnar. Danski kaupmaðurinn, sem nú hafði öðl- ast herforingjatign, hraðaði sér til strandar. Skipin höfðu þegar varpað akkerum og voru að setja á flot stóran bát, sem þegar var róið. í áttina til lands. Kaupmað- urinn hleypti af á þá úr byssu sinni, en sjóræningjamir bara hlógu að honum og veifuðu framan í hann höfuöfötum sín- um. Þá varð hann óttasleginn og flýði sem hraðast heim til dönsku verzlunarhúsanna, og 300 sjóræn- Íngjar voru settir á land á eynni. Kaupmaðurinn, sem sá að öll vörn var árangurslaus, náði sér í róðrarbát og flýði ásamt skip- stjóranum af danska verzlunar- skipinu og nokkrum öðmm til lands. Þegar menn fréttu að skipin væru komin aftur, streymdu þeir að dönsku verzlunarhúsunum. Menn vom gripnir mikilli sfeelf- ingu og hver hugsaði fyrst og fremst um að bjarga sjálfum sér, ög menn flýðu í dauðans ofboði upp í hellana. En ræningjarnir dreifðu Sér brátt um alla eyjuna Konumar og bömin grétu, en kaxlmennirnir sátu þögulir. Til- finningar sínar gátu þeir ekki látið í ljós með orðum. Annar prestur- inn í eyjunum hafði verið drepinn, en hinn presturinn, ■ Ólafur Egils- son var meðal fanganna. Hann reyndi að hugga bæði sjálfan sig og aðra með guðsorði. Smám saman færðist ró yfir faingana. Það var þegar alt kom til alls, dálítið spennandi að sjá sig um; í heiminum. Það var ekki farið mjög illa með fangana á leiðinni. Hugrekk- ið jókst, log smám saman fóru fangamir að kynnast- ræningjun- um. Aðeins sumir þeirra voru í raun og vem Tyrkir eða Márar. Margir þeeirra voru æfintýra- menn og glæpamenn frá ýmsum Steinn Steinarr: Götuvísa. í múrgrárri auðn undir mánans sigð geng ég. — Ekkert lif ekkert hljóð, ekki visnandi blað, ekki blaktandi strá, ekkert, nema ég i múrgrárri auðn undir mánans sigð. — Og ekkert er til nema ég. í smáhópum, 4—10 í hverjum hóp, og rændu fólkinu, þangað til þeir voru búnir að fara mn alla eyj- una. Aðeins fáir björguðu sér með því að flýja í hella í kllettunum og fela sig þar. Að lokum kveiktu rsEiningjarnir í dönsku verzlunar húsunum og kirkjunni og brendu inni gamalmennin, sem leitað höfðu hælis þar, og ekki þótti borga sig að hafa á braut sakir elli. 240 manna tóku ræningjarnir til fanga í Vestmanniaeyjum, og í þessum þrem skipum vom alls 350 þrælar, sem teknir höfðu ver- ið hér á Islandi. Um leið og sjóræningjamir vóru komnir um borð með fainga sína, undu þeir upp segl og sigldu hraðbyri frá Islandsströndum. RVÆNTINGUNNI, sem gneip þetta vesalings fólk, er ekki hægt að lýsa, þegar það sá hin bláu fjöll landsms hverfa sjónum. þjóðum. Foringi fararinnar, Murat Reiss, var þýzkur liðhlaupi, fræg- ur um allan heim fyrir grimmd og hugrekki. Tyrkimir sjálfir voru ekkert nema vingjarnleikinn við faingana, en sumir hinua voru mjög grimmir . Ferðalagið stóð yfir í fjórar vikur. Á leiðinni ól prestsfrúin þarn og skýrði prestur það með mikilli leynd, áður en Tyrkimir komust að raun um, að barnið var fætt. Þegar þeir fréttu það, komu þeir til þess að fá að sjá bamið iOg gáfu föngunum nokkrar gamlar skyrtur, til þess að sveipa það í. Á leiðinni dóu fjögur gamal- me|nni, sem tekin höfðu verið til fanga á Austfjörðium. Segli var sveipað um líkin og þeim síðan ^ökt í hafið. Ræningjamir foomust hjá öllum hættum og sluppi gegn um Gibraltarsund án þess að hitta Spánverja, sem alltaf reyndu að ná ræningjaskipunum frá Algier,. þegar þeir fóra gegn um sundið. ÞEGAR skipin foomu til Algier voru fangarnir reknir á land eins og fjárhópur. Svo voru þeir fluttir á torgið, þar sem þræla- markaðurinn var. Hér kom það í Ijós, að hinar ljóshærðu, íslenzku bændadætur voru ágæt markaðs- vara. Falleg stúlka var þegar seld fyrir 600 ríkisdali og kaupandinn seldi hana strax aftur fyrir 1000 ríkisdali kristnum manni, s;m bjó (skamt frá Algier-borg. Tyrkirnir máttu nefnilega ekki hafa kristnar konur, og ef að það sannaðist á þá, urðu þeir að láta lífið. Áður en fangarnir voru boðnir upp, hafði æðsti maður borgarinn- ar rétt til þess að velja sér átt- unda hvern fanga. Þegar prest- urinn var fluttur á torgið, valdi höfðinginn þegar son hans, 11 ára gamlan, sem þannig skildist frá föður sínium. Presti þótti afar vænt um þennan son, því að hanra var fluggáfaður. Drengurinn var fluttur burtu, en presturinn, bona hans og tvö börn þeirra, annað tveggja ára og hitt hafði fæðsí á leiðinni, urðu að bíða í sal höfðingjiáns í tvo tíma, ein voru síðan fluitt í fang-- elsi. DAGINN eftir komu tveir menn, Dani og Þjóðverji, báðir fangar, til þess að flytja þau á annan stað. Þar var bamið látið í Ivöggu og konan fékk föt. Þau fengu líka nógan mat og á-- vexti. En presturinn fékk iekki að' dvelja hjá konu sinni og bömum meira en einn dag. Daginn eftir var hann fluttur í annað hús, þar sem fyrir voru tveir fangar frá yestmannaeyjum. Um þetta leyti var búið að selja flesta fang- ana, mönnum, sem bjuggu langt frá Algier-borg. Sumir fangarnir veiktust af hinum hræðilega hita, sem þeir voru svo óvanir og 31 dóu skömmu ef.ir að þeir komu til Algier . Presturinn dvaldi aðeins fáa daga á þessum nýja stað. Hann fékk dag nokkurn skipun um það, að fara til Kaugmannahafnar, tií að reyna að fá Kristján IV. til þess að leysa út fangana. Fjórir sióræningjar komu til þess að sækja hann og hann bað þá svo ákaft um að mega kveðja konu sína og böm, að þeir létlu loks tilleiðast. Hann fékk aðeins- sð siá þau stutta stund og svo' farið með hann aftur af stað. Ðg með bréf frá „Tvrkiunium" á svo óskilianlegu máli, að iafnvel ..erkibiskuoinn í Kaunmannahöfn" qat ekki lesið bað. var han»í Frh. á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.