Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 4
4 AJL Þ Ý-&mBfL,A ShM) Æfintýrakonan, sem st og hafði nærri pví k( HINIR léttúðugu Márar kröfð- ust þess, að sú kona, sem' 'ætti að teljast verulega fögur, hefði 27 fullkomin fegurðarein- 'kenni. Af peim áttu prjú að vera hvít: húð, hendur og tennur, prjú rauð: varir, kinnar og negl- ur, prjú löng: vöxturinn, hárið og hendurnar, prjú stutt: eyru, tennur og haka, prjú breið: hrjóst, enni og bilið milli augn- ’anna, prjú grönn: mitti hendur ög fætur, prjú lítil: fingur, hæl- ar og nasir og að lokum prjú á- völ: varir, armar og mjaðmir. Þetta voru strangar kröfur, sem aðei.ns fáar konur geta uppfylt. Jafnvei Lola Montez, ein fræg- asta æíintýrakona síðast liðinnar 'aldar, hafði aðeins 26 af pessum 27 fegurðareinkennum, og pó lagði hún heiminn fyrir fætur sér. Auk pess var hún svo í- smeygileg og hyggin, að hún öðl- aðist frægð og umtal í öðrum heimsálfum og var hylt sem Skjaldmær frelsisins í Ameríku. 'í PóIIandi hafði hún nærri pví Valdið stjórnarbyltingu. I Bayern setti hún alt á annan endann, Steypti premur ráðuneytum og gerðist ástmær konungsins og ráðgjafi hans. En Iok hennar urðu pau, að hún lézt í mestu eymd og fátækt í New Yo/rk fyrir 75 á,rum. HÚN var komin af bláfátæk- um foreldrum og hét upp- haflega Dolo;res Elisa Gilbert, og faðir hennar var liðsforingi í enska hernum. Hann var ekki áðalborinn og átti engar eignir, fen petta hvorttveggja pótti nauð- synlegt til pess að hækka í ,tign- inni í hernum. Aðeins lítilfjör- legustu stöðarnar stóðu honum opnar, og tíma sínum skifti hann milli æfingavallanna og heimilis síns í litlu setuliðsbo;rginni Li- mejrick. Út úr leiðindum hafði hann kvænst fátækri stúlku af írska sveitaaðlinum, og árið 1818 fæddist peim pessi dóttir. Móðirin réði nafni dótturinnar. Hún var mjög hrifin af öllu, sem spanskt var. Spánn réði tízkunni í pá daga. Svo fluttist faðirinn til írsku setuliðsborgarinnar í Indlandi, sem pá var paradís hinna ensku liðsforingja. Þar áskotnaðist hon- um fé' og hann var í miklum metum. Á sumrin fór hann með fjölskyldu sína í sumarleyfi til Simla. Lífið í hinu framancli landi, hin langa sjóferð, siglingin upp eftir hinu heilaga Ganges- fljóti og hinn leyndardómsfulli heimur Indverjanna hafði djúp- tæk áhrif á hina hrifnæmu Lola. Tveim árum eftir komu hennar til Indlands deyr faðirinn úr kó- leru. Einn af vinum hans, Craigie kapteinn, sér aumur á ekkjunni, tekur hana að sér og kvænist henni. Craigie var auðugur mað- ur og átti áhrifamikla vini og með aðstoð peirra varð hann brátt gerður að ofursta. Nú fékk móðirin einskorðað áhrifavald innan ensk-indverska setuliðsins, og dóttirin var í miklu eftirlæti meðal liðsmannanna. Svo var hún send heim, til pess að öðlast uppeldi hjá foreldrum stjúpföð- urins, kaupmannsfjölskyldu í Skotlandi. En heima í Skotlandi fór likt <pg í Indlandi. Allir urðu hrifnir af fegurð hennar, og hún var alin upp í taumlausu eftirlæti. Gamall hershöfðingi, vínur fósturforeldra hennar, varð svo hrifinn af henni, að hann kostaði dvöl hennar í París, og fór hún pangað ásamt dóttur hershöfðingjans. BREYTINGARNAR voru mikl- ar og Dolores kunni að aka seglum eftir vindi. Hún varð fljótt nákunnug skemtanalífi pess- arar töfrandi borgar. Hér öðlaðist hún pann skilning á ástinni, sem hún síðar mótaði í svofeldum orðum í dagbók sinni: „Hjóna- bandið er aðeins gamall vani, en á’stin er hið mikla takmark i lífi séfhverrar konu.“ Þó breytti hún ekki samkvæmt pessu. Þvert á móti — hún gifti sig. Reyndar hafði móðir hennar ætlað henni að ganga að eiga ríkan nábúa sinn í Indlandi, en prátt fyrir ráðagerðir móðurinnar um ríkt og tigið gjaforð hljóp dóttirin beirtt í fangið á fátækum og umkomulausum liðsforingja, sem hét James. Hún meira að segja flýði með honum bUrtu frá móðurinni, sem var komin til Pa- rísar, til pess að sækja dótturina og færa hana hinum indverska auðmanni. Með öðrum orðum: Dolores lék nú æfihlutverk móður sinnar; að eins hét hún nú frú James, í staðinn fyrir frú Gilbert. Einnig Dolores varð að pola fátækt og basl í írskri setuliðsborg, og að pví loknu fluttu pau hjónin til Indlands. James liðsroringi og Gilbert liðsforingi voru mjög lík- ir, aðeins var James dálítið vín- hneigðari og meiri æfintýramað- ur í ástamálum. Hjónabandihu lyktaði pannig, að hann strauk að heiman með konu eins vinar síns. Áður hafði verið mikið rætt um Dolores, en nú kastaði fyrst tólfunum. En Dolores lét pað ekki á sig fá; nú vildi hún fara heim til Evrópu. Hún stígur um borð í skip undir nafninu Lola Montez. Hún er aðeins 23 ára gömul, hefir rnikla lífsreynslu og er ágætum gáfum gædd. Það, sem Lola tök sér fyrir hendur á heimleiðinni, varð til pess, að fjölskylda hennar vildi aldrei framar við hana kannast og móðir hennar klæddist sorg- arbúningi. Lola valdi sér elsk- huga meðal farpeganna. Það var mjög lítilfjörlegur náungi, en pað var ekki hægt að halda sam- bandi peirra leyndu. En pegar pau komu saman til London, purfti elskhuginn skyndilega að hafa hraðann á og par hvarf hann eitthvað út í buskann. í London dvaldi hún um hríð, en naut lítilla vinsælda par. Hún hafði fengið stöðu við His Majestys Theater sem spönsk danzmær, en fyrsta kvöldið var hún hrópuð niður. Daginn eftir flýði hún til Bryssel, af pví að hún hafði ekki næga peninga til pess að komast til Parísarbiorg- ar. T HÖFUÐBORG Belgíu neydd- A ist hún til þess að vinna fyrir sér sem götusöngkona. Kvöld nokkurt var pýzkurfræði- maður á reiki par um göturnar og heyrði hana syngja spanska pjóðvísu. Hann varð svo hrifinn af pessari ópektu söngkonu, að hann bjargaði henni út úr krögg- um hennar. Hún kunni líka tök- in á pessum náunga og endir- inn varð sá, að hann hafði hana með sér til Varsjá. Nú purfti hún ekki framar að kvíða fátækt og niðurlægingu. Þjóðverji þessi var heiðarleg- asti maður. Hann yfirgaf hana, þegar hún bað hann um það, en áður hafði hann útvegað henni stöðu við óperuna í Varsjá. Þetta var árið 1842 og Lola stóð þá á hátindi frægðar sinnar. Með fegurð sinni og danzkunnáttu hafði hún slík áhrif á karlmenn,. að þeir máttu naumast líta á hana. I Póllandi hafði verið mikill pólitískur órói eftir að Rússar sigruðu pólska herinn. Þegar Lola var við óperuna var Pas- kevich fursti einvaldi í Póllandí. Hann var harðstjóri, hataður og fyrirlitinn. Jdegn honum reis mikil andúðarbylgja fyrir tilstilli Lolu. Það var þó ekki vegna þess, að hún berðist fyrir neinum pólitískum hugsjónum, heldur vegna þess, að henni fanst hann bæði ljótur og leiðinlegur. En samt sem áður var það í fyrsta sinni við þetta tækifæri, sem hún stóð í ljóma frelsisgyðjunnar. Hinn sextugi Paskevich, sem var grimmur og fáfengilegur dverg- ur, grófgerður og ofan í kaupið drepleiðinlegur, varð bráðskotinn í hinni ungu og töfrandi danz- mey. í ástarvímu sinni bauð hann hinni bláfátæku æfintýra- konu auðæfi sín, titil sinn og völd, ef hún vildi þýðast sig. í fyrstu gaf hún honum ákveðna. neitun, en seinna, þegar hann fór að hafa í hótunum við hana, hló hún að honum. En hann hafði leikhúsið á valdi sínu, og leikhússtjórinn og jafnvel lög- reglustjóri borgarinnar gerðu alt, tsemi i þeirra valdi stóð, til þess að fá hana til að láta að vilju gamla mannsins. piNS OG STUNDUM áður, þegar mikið var í húfi, misti Lola nú alt vald á sjálfri sér. Hún gneip písk og rak þá báða út úr búningsklefanum. Svo hófst sýningin, en Lola var hrópuð niður af hópi manna, sem harðstjórinn hafði leigt til þessa starfa. En í þetta skifti gafst Lola ekki upp. Hún hljóp fram á leiksviðið aftur og skýrði leik- húsgestum frá því, að hún hefði hryggbrotið Paskevich fursta og að hann hefði haft í hótunum við sig. Svo vel flutti hún mál sitt, að flestir gestir leikhússins tóku hennar málstað. Þeir sem höfðu hrópað hana niður samkvæmt boðí furstans, voru teknir; þeim var misþyrmt »g að lokum fleygt út, en leik-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.