Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 Píus páfi XI. hefir venð veikur undanfarið og var um skeið ótt- ast um líf hans. Þjóðsagnir úr Eyjum. höfn. En trúið mér! Hér eftir munum við, ég og hinn ágæti stýrimaður sjá svo um, að slíkt bg þvílíkt endurtaki sig ekki. Og ef illa fer um okkur hér, þá 'minnist þið þess, að það er ykk- ur að kenna. Við þvoum hendur okkar. Að svo mæltu gekk hann í gegnum hópinn og hásetamir viku lotningarfullir til hliðar. Stýrimaðurinn, sem hvíslað hafði hverju orði að skipstjóranum, þurkaði sér um augun og gekk 'á eftir hónum. Báðir hurfu ofan i káetuna. Mikið var rifist í hásetaklefan- um þennan dag og átti þó sam- komulagið eftir að versna. Nú var úti um sátt og sam- lyndi. Alt var á tjá og tundri í hásetaklefanum og hver kendi öðrum um ófarirnar. Það var ekki verandi þar lengur. En skipstjóranum. og stýri- manninum leið ágætlega. Þaö kom þeim ekki við, þó að óá- nægja væri meðal skipshafnar- innar.. Þeir áttu enga sök á því. En enginn hugði á breytingu. Það hafði verið gert það sem hægt var, og skipstjórinn hafði lofað skipshöfninni að ráða. Nú urðu menn að halda sér í skefjum. Skipið lá á hættulegum stað, en þar varð það að liggja — og það liggur þar enn þá. — Hundrað ár eru nú liðin frá því að óbeliskinn var reistur í Parfs. Hann er 25 metra líár, og alíur úr einum isteini og vegur 240 ‘smál. Áður en hann var flutt- ur til Frakklands frá Egypta- landi, hafði hann 'staðið í Luxor í 3000 ár. — Vínarborg er húseigandi svo að að því kveður. Borgin á kjálf '70 045 íbúðir og 3825 sölubúðir. Borgin eignaðist mest af þessu húsnæði meðan jafnaðarmenn stýrðu borginni. Haltibætir i>að er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn rétti kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst nm G. S. kaffibætL Hann svíkur engan. Reynslan er ólýgnust. Eeynið sjálí Aku r dr a ugurinn Einhverju sinni var það fyrir löngu, að bóndinn, sem bjó á Ey stri-G jábakka í Vestmamniaeyj- um, bað viinnumann sinn, sem var búimn til kirkjugöngu á jóladag- imn, að fara austur á Urðir og bjarga upp tré, sem rekið væri í Rekabás. Vimniunaður tók illa undir þetta, og varð þeim bónda mjög sundiunorða út af förinni. Þó lauk viðureign þeirra, fyrir harðfylgi bómda, á þá lund, að vinnu- maður hafði fatiaskifti og fór á rekamn, icn annað neimilisfólk fór til Landakirkju að hlýða messu. Vinnumaður druknaði þarna í básnum, er hann var að eiga við tréð, og gékk hann aftur, eins og títt er um menn, sem létust með heiftarhug til eim- hvers. Þegar kirkjufólkið kom aftur heim frá messu, sá það vinnumann á bæjardyrabitanum, þar sem hann skemmti sér við að flá kött. Af afturgömgu þess- .ari urðu svo mikil brögð, að reimleikum á Eystri-Gjábakka, að bóndi flýði af bænum með skyldulið sitt, því að honum var þar ekki við vært. Eftir Jþað var þar ekki búið um nokkum tíma, þar til Abel sýslumaður flutti þanrj^. Telja menn, að draugurinn hafi aðallega haft hæli sitt í móanum austur af Eystri-Gjá- bakka, en einnig í Landahelli. Áttu eimhver undirgöng að liggja á milli þessara staða. Abel sýslumaður var mikill búsýslumaðiur, og hóf skömmu eftir að hann kom að Giábakka tilraunir til akurvrkiu í móan- um austan við bæinn, þar sem draugurinn átti að hafa hæli sitt, og síðan hefir verið nefnt Akur. Lét sýslumaður Svein Hjalta- son vinnumann sinn starfa að landbrotinu. Draugurinn tók þetta illa upp, og urðu ásóknir hans við Svein svo magnaðar að hann sturlaðist á geði. Ekki heppnuðust akuryrkjutil- raunir sýslumanns, og var dnaug- iinum kennt um það. EKKI ERU ALT SELIR, SEM SÝNAST. Áður fyrr var svo háttað um allan reka í Vestmannaeyjum, að sá, sem fyrstur fann, hlaut happið. Var þvi mikið kapp um rekagöngur. Venjulega var far- ið í þær fyrir dögun, svo aðrir yrðu ekki fyrri á rekanum. Of- ainbryggjarar gengu á reka í Klaufinni. Víkinni iog Brimurð. Bnihverju sinni fór bóndi nokk- ur af einhverjum bænum fyrir ofan Hraun fyrir dag á reka suður eftir, eins og venja var. Hann kom ekki heim aftur um daginn og var þá farið að leita hans. Fanst hann meðvitundar- lítUI og máttlaus, liggjandi fyrir ofan Klaufarskálina. Dó hann skömmu síðar og fékk ekki málið fyrri andlátið, nema hvað menn þóttust heyra, að hann segði, þegar reynt var að spyrja hann bess. hvernig hann hefði orðið svo á sig kominn; „það eru ekki alit selir, sem sýnast.“ „Blik“, 3. tbl. Utanríkisráðherra Argentínu, Lamas, sem fékk friðarverðlaun Nobels fyrir árið 1930. — Fyrir tæpum mánuði hljóp iaf stokkunum í Hull togarinn St. •Goran, og er það 27. togarinn, er ðætist við togaraflotann í Hull á þessu ári, en hann er allur um hálft þriðja hundrað. St. Goran getur borið 1200 smálestir (gross tonnage 564). Hann er 172 feta iangur, 29 feta breiður. Gufuvélin 1000 h.a. Eyðir 15 smál. af kolum á dag, þegar gufuvélin er látin ganga sem mest hún má. Gengur hlaðinn 12,3 sjóm. Miðunarstöð og bergmálsdýptarmælir er í skipinu, enn fremur vönduð bræðslustöð. St. Goran kostaðí 554 þús. kr. — Norðmenn eru farnir a?) senda kælt kanínukjöt nýtt ti| Englands. . j Alíslenzkt félag. Sjövátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvnn- artryggingar, Húsaíeigutrygg- íngar. Lifstryggingar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.