Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ SVEFNPURKURNAR Saga eftir Jóhanne$ V. Jensen. UNGU MENNIRNIR í Keldby voru úti á gamlárskvökl, gengu á milli með glens og hrekki, eins og j)á var títt. Sums staðar halði náðst til þeirra, og þar hafði þeim verið veitt, svo að það er ekki að vita, nema þeir hafi verið orðnir dálítið hýr- ir, þegar þeim datt í hug að koma við á Ási. Þeir þurftu að ná sér niÖri á fólkinu á jressum bæ, sem lá hinumegin vatnsins, því að i fyrra höfðu þeir haft þar í •frammi hina verstu hrekki á gamlárskvöld og verið illa leikn- ir. En nú var það einnig ljótur leikur, sem þeir léku þar, því að þegar fólkið sat í mestu makind- um við kvöldmatinn og borðaði sætsúpuna í helgiskapi, var hurð- inni hrundið upp, og heljarmikill litunarpottur, fullur af ösku, kom fljúgandi inn og nam staðar á miðju borðinu og spr:akk þar, svo að askan þyrlaðist um í herbergj- inu. Fólkið á Ási vissi í fyrstu ekki sitt rjúkandi ráð fyrir hósta og hnerra; það fálmaði og pataði sig áfram í þokunni en brátt rann Jjó upp fyrir því, hvað um var að vera, og þá datt því vissulega gkki í hug 'að sækja piltana til þess að gera þeim gott, heldlur náði hver í keyri og lurk ogl æddi á eftir piltunum, semhöfðu skundað sína leið, jafnskjótt og þeir höfðu þeytt pottinum inn. Ásstrákarnir, sem reyndust frárri á fæti en piltarnir, höfðu gerbráð fyrir öllu því versta á gamlárs- kvöld, en Ásstrákarnir voru á sokkaleistunum og í klossum, svo að jjeir gátu ekki náð til pilt- anna útí í vatninu. En svo höfðu þeir samkvæmt eðli sinu farið sér hœgt að öllu, jjeir höfðu haldið kyrru fyrir við vatnsbakkann í nokkrar klukkustundir og komið sér vel fyrir, meðan þeir biðu. Það var svalt um nóttina, gott ef það var ekki frost, svo að piltunum varð kalt að standa þarna allan jjennan tíma úti í vatninu. Og eins og til að stytta sér stundir og til Ijess að halda á sér hita, tóku strákarnir frá Ási til að berja með svipunum í vatnsyfirborðið, >og þar eð vind- urinn stóð af landi, gusaðist vatn- ið yfir piltana og bleytti þá. Þá urðu þeir reiðir og hreyttu úr sé/r ónotum, en í stað jjess að kenna í brjósti um þá, sóttu strákamir stórgrýti og moldarhnausa, bentu jjeim út í vatinið, svo að aumingja piltarnir urðu boldvotir og tóku til að kvarta. En strákarnir frá Ási höfðu svo ágætan tíma, þeir stóðu bara kyrrir. Loks urðu pilt- arnir að sætta sig við að biðjadt vægðar, og svo var skopast að þessu næstu da.ga. Nú urðu þeir að hefna sín. Og, í þessum hefnd- arhug fann einn af piltunum sví- virðilegt ráð til þess að ná sér aftur þiðri á Áshyskinu, ógj í æs- ingunni féllust þeir allir á, að þeir yrðu að koma því í fram- kvæmd. En til þess að skilja þessia brellu, verðum við að þekkja bet- ur bæinn á Ási og heimafólkið þar. Það var ævagamall bær, sem stóð einn út fyrir sig á ásnum fyrir norðan Keldbyvatn. Fyrr á tímum hafði hann einnig verið mokkuð afskektur, þar eð gamli bærinn, sem nú er korninp í eyði og aðeins er hægt að sjá rnerki um af tóttarbrotum og girðingum með gömlu og kræklulegu blóm- kjarri, lá allmikið vestar. Keldby, sem er austan við vatnið, er nú nýtízku sveitaþorp, sem risið hef- jr upp„ i manna minnum, eftir að þjóðvegurinn var lagður. Fólkið á Ási vilcli ekki flytja af jörð feðra sinna, það siat kyrt á þess- um ævagamla bæ og hélt við hin- um íornu siðum á tíma, þegar þeir voru annars staðar fallnir í gleymsku og dá. Það hafði alt af búið út af fyrir sig og féll ekki í freistni fyrir ysinum og þysinum á þjóðbrautinni eðla þessum béains ek'ki sen nýtízku hugmyndum í Keldby. Og þegar öllu var á botninn hvolft, var fólkið á Ási prýðisvel stætt. TI/fENN VORU farnir að annála svefndrungann og seinlætið í Ásfólkinu. Það svaf alt af, jjieg- ar þess var kostur. Það var svo rnikið af ungu fólki, strákum og stelpum, á bænum, að engin hjú jjurfti að halda. Þegar eitthvað átti að gera, dró fólkið ýsur og lötraði af stað, hárið var löðr- bndi í hálmi og dún, og það ók sér sýknt og heilagt, eins og þvi væri kalt af svefnleysí, þó að það væri rétt að rísa upp frá síðasta dúrnum, það skr?.ið á jörðinni, svo jjreytt og syfjulegt var jjað. Þó að komið væri fram á þa’ð einhvers staðar þar sem það stóð, byrjaði bað að depla örsmáum augunum og klóra sér í höfðinu, og jjegar yrt var á það, þá var eips og það vaknaði >og æ'tti eftir að átta sig á, hvar þaö væri. Það sat tímunum saman yf- ir matnum, en það var aðeins í löngum vondum draumi eða mar- tröð, að Ijað plægði eða gætti annara nauðsynlegra verka. Á sumriin var eins og bærinn væri í eyði. Þá hafði fólkið lagst hing- að og jjángað til þiess að baða sig í sólskininu. Húsbóndinn lá ef til vill endilangur upp við bæj- arvegginn, einn sonurinn hjá hverfisteininum, annar hafði kom- ið sér fyrjr í kerrunni, þriðji lá í þreskihúsdyrunum, hafði ekki megnað að komast lengra, og þarpa sváfu þeir, en inni í hús- inu hvíldi konan og dætiurnar í værum blundi, meðan flugurnar skriðu umi í haugum á augnalok- um þeirra. Það var sagt, að föt fólksins á Ási upplituðust aðeins öðrum megin á sumrin, því að það svæfi á hina hliðina. Það leit lika alt öðru vísi út en annað fólk, af því að það var aldriei vakiandi. Böndinn á Ási hafði stærðar æxli, sem líktist klóm á humri, bak við eyrun. Það hafði vaxið, á meöan hann svaf. Konan hafði líka mi'kinn fitukepp á ann- ari kinninni. Fitunni skaut út á því, þar sem henni bezt líkaði. Allir synirnir voru sérstaklega vel hærðir, og það jafnvel þar, sem aldrei sprettur hár á öðru fólki, á enninu og um eyrun. En þetta á líka að vera auðsmerki, ef vöxt- urinn hefir jjá ekki stafað af þessum eilífu legum og svefni og illgresið þotið upp eins og á hwerju öðru afgirtu svæði. Það var undarleg sjón að sjá þessi heljarmenni hreyfa sig, t. d. þeg- ar þeir áttu að spanna hest fyrir kerru. Það gat tekið klukkustuind. Þegar verkinu svo loks var lokið, höfðu þeir ef til vill gleymt, til hvers þeir höfðu gert þetta, og urðu að spenna hestinn frá kerr- umni aftur, svo að þeir gæti lagst til svefns á ný. Þeir gátu staðið og látið hökuna hvíla á reku- Iskafti í þrumuveðri og sofið, og þeir áttu bæli úti um hagann. Þá gátu þeir leitað til þess, sem næst var, ef þá syfjaði. "P LZTI SONURINN á Ási hafði verið í konungs þjónustu, og það var Iöng saga að segja frá ]jví, hvernig það hafði alt gengið. Hann grét beizkum tárum og var óhuggandi, frá því hann var tekinn inn í nýliðið og þang- að til honum var vikið þaðan aftur, þessu heljarmenni að burð- uml, vegna þess að hann var alt af úti á þekju og hætti til að* gráta. En nú voru bræður hans famir að titra við umhugsunina um, að brátt kæmi að þeim. í eiina sinn, sem strákarnir á Ási höfðu haft hláturinn sín megin, ýar í fyrra, þegar þeir með sinni eiinstöku þolinmæði biðu á vatns- bakfcanum, meöan piltamir frá Keldby skulfu af kulda úti i vatninu. En nú átti líka að hefna þess grimmilega. Þiegar piltarnir voru komnir yf- ir fyrir vatnið, sáu þieir, að það var enn ljós á Ási, svo að það var of snemt að byrja á verkinu. Þeir gengu frarn hjá litlu, af- skektu húsi, þar sem bjó ekkja María að nafni, og til þess að stytta sér stundir, héldu þeir hljómleika fyrir hana með snar- kringlum og öðru skrani. Gamla konan varð frá sér numin af gleði yfir þvi, að unga íölkið skyldi muna svona eftir sér, og kom út og bauð gleðilegt nýjár. Þeir urðu endilega að koma inn.. Það var þó að minsta kosti hlýtt jilnni í litla herberginu, þar sem spenslabókin lá á borðinu með gleraugum ofan á. — En elsku, blessaðir strákarn- ir; ég á bara ekkert, sem gæti hitað ykkur, sagði Maria, jjegar hún var búih að koma þeim inn. Það er synd og skömm. En mér datt bara aldrei í hug að nokkur mundi koma til þess. að bjóða gömiu kerlingarskari — eins og mér — gleðilegt nýjár. — Það skaltu nú ekki vera að fárast um, sagði foringi piltanna. Við höfum brennivinsflösku með. En — ef þú ættir svolitla ögn. af geri — — Ger! Þið ætlið þó ekki að fara að éta ger með brennivín- inu? — Nei, alls ekki, María. En við þurfum á geri að halda, heizt ákaflega fínu og mjúku geri, sem hægt er að líma. — Oh hrekkjalómarnir! hrópaðii Maria sigri hrósandi. Nú eru ein- hver strákapör á döfinni. Guð blessi ykkur! Þið skuluð víst fá iger, ef ég á það til. En hvað ætlið jjið að líma með því, og hvem ætlið þið að leika á? Það vildu piliarnir ekki segja,. heldur urðu mjög íbyggnir á svip. María gamla átti vissulega jger í skál. Það var ekki svo lítiö, en glerhart og sprungið. — Ég get helt vatni á það og hitað það upp, sagði María, Frh. á 21. síöu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.