Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 11
 ALÞÝÐUBLAÐSINS lí efti þiljum fyrir framan stór- sig'luna, Ef þessi regla var brot- in, var syndarinn kjöldreginn og -ef b'fotið var endurtekið fékk hann 27 vandarhögg á dag í 3 daga og auk þess átta daga stofufa,ngelsi við vatn og b'rauð. Og gerðist einhver svo dja,rfur að ganga um púðulrskemmu skipsins með logandi ljós í Ihend- inni pá fundust engar málsbætur og sökudóLgu’rinn varð að láta lífið. Að einu leyti höfðu þó hini'r ■óbreyttu hermenn forréttindi fram yfi'r aðra menn, herforingja og borgara. Þeir máttu fremja skír- lífisbrot einu sinni án þess að l@g næðu yfir þa.ð. Aftur á móti urðu liðsforingjar og venjulegir borgarar að borga sekt fyrir 1. skírlífisbrot og sæta, opinbermn skriftum. En þegar óbreyttur her- maður framdi skírlífisbrot í ann- ,aö sinn, varð hann að borga sektir og sa.t auk þess í fangelsi við va.tn og brauð. Við þriðja brot varð sökudólgurinn að sæta ævilöngu fa.ngelsi. Hermaður, sem drap varnar- lausan mann, varð að sæta bræðilegri refsingu. Einu sinni í vikuij í iníu vikur, va.r hann hýdd-' fur með vendi og á þeim stað, sem morðið var framið, og að því loknu, var brotinn í honum hryggurinn. Ekki var þó öllu lok- ið ennþá, því að nú var hann isettur á hjól og stegldur, það er a.ð segja, ef hann var ekki dauð- iur. Ef hermaður í sjóhernum framdi morð, var hann bundinn við hinn myrta, og þeim báðum sökt í hafið. Ef einhver sjóliði lenti í deilu við a,nnan, og dró íupp hnífinn sinn, án þess þó að vinna hinum mein, var hann dæmdur til þess að leggja hönd- Sna upp að mastrinu, stinga ihnífnum gegn urn hendina og idraga hnífinn síðan út aftur. En þó einkennilegt megi virð- a.st, þá voru viðurlögin við sjálfs- morði þó einna ströngust meðaj sjóliðanna. Nú á dögum er sjálfs- morð, eins og við vitum, talið algert einkamál, en fyrir um 100 árum var þetta dálítið öðruvísi. Hinn látni ma.ður er hengdur upp á hásinunum frá sólaruppkomu til sólarlags. Ntr gæti maður lagt fram þá spurningu, hvort lögunum hafi verið framfylgt til hins ýtr- astai. Áttu menn í raun og veru enga samúð í þá daga? Það er örðugt að svara þessari spufn- ingu. En gamlar herskýrslur sýna aðeins, að dómaramir hafa verið ósamþykkir út af því, hversu þung hegningin ætti að vera. Faðir hins fræga leikrita- skálds, Ludvig Holbergs, hinn göfuglyndi Niels Holberg offursti, átti einu sinni sæti í herrétti.sem átti að dæma 4 liðsforingja, sem vora ákærðir um að hafa skrópað úr síðdegisþjónustunni. 1 dóm- arasæti sátu samkvæmt reglu- gerðinni, bæði ofurstar og liðs- foringjar. Liðþjálfararnir vildu, að liðsforingjarnir mistu laim sín í einn mánuð, en fánasveinarnir vildu láta taka liðsforingjana af lífi. Liðsforingjarnir og kaptein- amir, sem sæti áttu í herrétt- inum, komust að svipaðri niður- stöðU. Holberg ofursti komst að þeirri niðurstöðu, að í raun og veru verðskulduðu þeir dauðann og ekkert annað, en bað þó hers- höfðingjann að vægja þeim. — Dómurinn hljóðaði þannig, að lokum, að liðsforingjarnir mistu laun sín um mánaðartíma. Það virðist því svo sem Hol- berg gamli hafi verið mesti sóma- karl. En margt bendir þó til þess, að liðsforingjarnir hafi ekki lit- ið á hina óbreyttu hemrenn sem manneskjur. Hernaðarrefsingar miðaldanna hurfu þó smátt og smátt úr sög- unni. En þó veittist mjög erfitt að losna alveg við þær, og alveg fram að árinu 1881 vom þessar hegningaraðferðir við lýði. Heimsins nrerkilegasta fiðla er smíðuð af Kanadamanni. Hún er smíðuð úr dagblöðum og þrátt fyrir það, þó hún hafi ekki venju- íegan hljóm getur eigandinn spil- að mjög laglega á hana. * í brúðuleikhúsi eiuu í New York skeður það oft, að hætta verður við sýningar sökum þess, að áhorfendurnir, sem oftast nær er fullorðið fólk, lætur meiningu síina í ljósi á mjög ákveðinn hátt. Leikhetjunnar eru hvattar til dáða og hylltar með ópum og óhljóð- um, en skúrkurinn fær fúlegg að launum skemmtanar sinnar. — Nýja ráðskonan mín er al- veg ómöguleg. Hugsaðu þér. t morgun hafði hún sett hægri fót- arskóinn vinstra megin og vinstri- fótarskóinn hægri fótar megin, svo ég varð að krossleggja fæt- urna til þess að komast í þá. * — Elskarðu mig Emil? — Já. — Finst þér ég vera lagieg? — Já. — Hefi ég þau fallegustu augu, sem þú hefir séð? — Já. — Og varir minar eins og rós- arblöð? • — Já. — Og er ég falleg í vexti? — Já. — Ó, Emil, hvað það er fallegr, sem þú segir. Viltu segja eitt- hvað fleira fallegt um mig? ❖ — Ég rífst að minsta kosti einu sinni í viku við manninn minn; en þér? — Nei, maðurinn minn fær nefnilega útborgað mánaðarlega. * — Kameldýr geta drukkið 100 lítra af vatni í einum teig. En þau geta líka gengið 4—5 daga á eyðimörkinni, án þess að bragða vatn. * Hún: Er það merkilegt hlut- verk, sem þú leikur í þessu nýja leikriti? Hann: Nei, afar ómerkilegt. Ég er eiginmaðurinn. * — Hvað oft á ég að segja yður þetta, María, að þér megið ekki eyða svona ljósunum á kvöldín. — Aðeins fimmtán sinnum enn- þá, kæra frú; nú er 15. og ég fer úr vLstinni þann 1. * Hann: Segið méjr í alvöru, frök- en Hólm, þér eruð eldri en syst- ir yðar? Hún: Það er ekki teljandi. 2 mánuðum eða svo. — Hvað er sámeiginlegt með lyfsala og negnhiífakaupmanni? — Það veit ég ekki. — Þeir lifa nefnilega báðir á dropunum. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I ÖÐRXJM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. ViOtœkjaverzluntn veitir kaupendum viötækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlim mundi gera, þegar bikmir koma fram í tækjunum eOa óhöpp bera að höndum. Ágóöa Viðtsekjaverzlunarinnar er lögiun samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta ötvarpsnotendum. TakmarkiO er: Viðtæki inn & hvert hehnili. Viðtækjaverzinn rikisins. Lækjargötu 10 B. Síini 3823. Hvíld. nzzaxauziæaziuzissimKizizíiíXZíXttKín L M. Á. Á. § 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 Sunnudagur og sólin skin i heiði, og á, sem streymir áfram út i hafið; háir hamrai og beinvaxinn pilviður, og fjöll, sem mynda hring. Heilög kyrð. 8 0 Menn koma og setjast í sandinn á árbakkanum, 8 börn augnabliksins á barmi eilífðarínnar. Timinn pýtur áfram án afláts ^ eins og áin, 8 og enginn veit um upphaf hans né endir ^ og fólkið leikur sér um litla stund, ^ en áin streymir framhjá. 8 ^ (Skrifað í Lynn Canyon, B. C.). 8888888888888888888888888

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.