Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ JÚLIUS VON STAKKHOLZ: GJÁBAKKAKARLINN var hundleiður á öllu sam- an. Hann stóð pungbúinn úti á túninu og horfði dökkum sjónum yfir héraðið. Svo virtist sem öllu gamni hefði verið út- rýmt úr heiminum. Alt var kol- grátt og tilbreytingasnautt, hreint og beint ólifandi! Enga vinnu var svo sem hægt að fá og því síður dans á laugardags- kvöldum. Það var meira að segja ekki neitt varið í það 'lengur að heimsækja hann Óskar skó- smið, sem áður hafði þó verið fullur af glensi og skringileg- heitum. Nú stóð liann í slættin- um og hafði ekki einu sinni rænu á því að snúa sér við, þó að ein lítil stúlkukind stykki fram hjá honum. Hinn áður svo glað- lyndi skósmiður var nú víst orð- inn gripinn af mammon. O, svei, o, svoj! Gjábakkakarlinn snéri skro- tuggunni undir beztu tönnina og tugði svakalega. Nei, það var al- deilis ekki iifandi lengur hér í Blánefsdalnum. Ætti hann ekki að hlaupa bara á fjöll og slúðra við seljastelpumar? Jú, drottinn minn dýri, þarna hafði hann það. Það var svo sem ekki margt sem amaði að, meðan hausinn var enn svona frjósainur! Hann stökk inn í kofann sinn og stakk brauðsnúð og smjör- líkissneið ofan í skjóðuna sína. Það var eins og að taka með sér alla búslöðiina, hugsaði hann og bretti upp á varirnar. Meiri mat átti hann ekki hér í þess- um synduga heimi. En langt var þó hægt að komast á þessum brauðsnúð og þessu ágæta smjör- líkisstykki, já, næstum því á heimsenda, ef maður var heppinn, og þó sérstaklega ef hann hitti einhverjar góðar seljastelpur á leiðinni. Og þær voru venjulega góðar, að minsta kosti fengu þær orð fyrir það. „Ég veit um litla stúlku, ég þekki hana vel; ég veit um litla stúlku út í skógi!“ sönglaði hann og brosti glettnislega. Nei, það var synd að segja, að skjóðan væri þung. Hann snaraði henni á bakið, læsti dyrunum og stökk af stað. Fari kofinn blessaður, Blánefsdalur og heila hersingin. Nú fór Hallbjöm Harðarson frá Gjábakka út í heiminn til að freista hamingjunnar og halle- iúja! Hallbjörn harðarson skar sér sterklegan birki- staf og hljóp við fót fram dalinn og til fjalla. Skapið varð léttara Og léttara því Jengra sem hann komst frá þessum gleðisnauða dal. Hann leit við til byggðarinn- ar og gretti sig. Engar þakkir áttu þessir blessaðir sauðir sem þarna bjuggu. Fyrst þeir höfðu ekki vit á að meta Gjábakka- kallinn, þá var hann svo sem ekki upp á þá kominn og þeirra hafur- task. Þarna stóð Laugarness- bóndinn og sparaði saltið í mat- starfsmanna sinna, en þegar hann vildi punta upp á sjálfan sig, þá vantaði hann ekki aurana. Og þarna kjagaði Holtsbóndinn og jagaðist við almáttugan guð út úr því, að ekki skyldi vaxa meira gras á enginu hans og kartöflur í kálgarðinum. Bölvaðir mamrn- onsþrælar alt saman. Ætti hann svo sem ekki að þekkja þá? Hamingjusamur var sá, sem var upphafinn yfir þessa heimsins heimsku. Hann sveiflaði birki- stafnum hlægjandi og rjóður, með rautt hárið flagrandi í hlýj- um blænuin og hélt áfram létt- ur á sér, reifur og glaður. Hann var frjáls sem fuglinn fJjúgandi. Alt angaði af sumri og gróðri. Hver var nú hamingjusamari en Gjábakkakallinn? Hann mætti stúlkutetri norður við vegar- beygjuna og strauk skeggið og hneigði sig eins og ungur fursti. „Ekki hélt ég að svona góð- gæti væri á ferðinni á þessum slóðum," og hann sendi henni sjóðandi augnaskot undan loðn- um brúnunum. Stúlkan roðnaði, brosti niður i svaðið og hljóp sína Ieið. En Gjábakkakallinn hló. Ekkert var eins upplífgandi eins og slíkir rjóðir smáálfar úr draumaheim- inurn. Þeir voru eins og nýtt blóm á morgni lífsins. Þessar stúlkur biðu aðeins eftir fyrsta sólargeislanum til að geta opn- ast og breitt úr blöðunum. Og hann var sannarlega einn af þessum geisium. Húrra fyrir stúlkunum! Gjábakkakallinn þrammaði eins og hann ætti lífið að leysa gegn um byggðina. Smjörlíkisstykkið bráðnaði í sólarhitanum og lak út úr skjóðunni. Það var gat á öðru horninu svo að hún Jak öllu saman. Hann svifti skjóð- unni af sér, batt fyrir gatið. — Svona, nú varð smjörið að bíða fyrst um sinn. Það var gott að það bráðnaði, því þá gat liann etið brauð með ídýfu í kvöld! UM KVÖLDIÐ þegar sólin var í þann veginn að síga niður fyrir tindana, var Gjábakkakall- inn kominn inn milli fjallanna. í bláuin skuggum birkihlíðanna sá hann inyndarleg selin fram- undan. Þarna var áreiðanlega nóg af seljastelpum, bústnar, á- gætar seljastelpur, með rjóma og hveitikökur á hverjum fingri. Þarna hlaut að vera mikil þörf fyrir myndarlegan og glaðlytndan Gjábakkakall. Ef til vill myndi ha|nn lenda þarna í sinu stærsta æfintýri. Nú reið á því að hitta á bezta selið, þar sem jafnframt var bezta hjartalagið. Hjörtun voru svo sem ekki jafngóð öll til fjallanna Hann fleygði sér niður í lyng- ið og opnaði búrið. Tja, það leit ekki vel út í skjóðunni. Hún var öll útötuÖ í feiti. Hann greip brauÖið meú báðum höndum og beit stóras. bita af því. Það bragðaðist vei og ekki þurfti hann að hafa fyr- ir því að smyrja. Það smurði sig alt saman sjálft. Svona átti það altaf að vera. Hann dýfði brauð- inu aftur ofan i feitina og beit stóran bita. Nam, nam, sjálfor fremur en í byggðinni. Hann taldi ráðlegast að ráðfæra sig við stafinn sinn. Það var gamalt og gott bragð. Hann kastaði birki- stafnum hátt á loft upp og fylgdi honum eftirvæntingarfullur með augunum. Hann féll niður í þúrra mosaþembuna í siuðvestur átt. Og endinn á stafnum stefndi beint á grátt sel í birkiskóginum rétt við stóra vatnið. — Olræt, þá vissi hann það! Þangað varð hann nú að snúa* sínum léttu skrefum. Með húf- una á skakk og blístrandi trala- iala í skeggið trítlaði hann létti- lega inn eftir heiðinni. Smjörlíkið gutlaði í skjóðunni og brauðs- endinn kitlaði hann svolítið í bakið. Pliss-plass-plump, sagði smjörlíkið og brauðið. Fjandi er þetta þunglyndisleg músik. Ætli hann hefði ekki tíma til að fá sér bita? Hann hafði hvorki smakkað vott né þurt allan daginn. kóngurinn hafði ekki meiri á- nægju af mat sinum. Hann kipptist við. Eitthvað hafði hreift sig inn á miili grein- anna bak við hann, og þarna stóð léttklædd ungmeyja og brosti glettnislega til hans. „Gúda,“ sagði hann, ,yvertu æ- tíð velkomin, blessunin,“ og sva skellihló hann og veifaði til henn- ar. Hún kom nokkrum skrefum nær honum og horfði á hann for- vitnum augum. „Hver ert þú eiginlega?“ sagði hún og beit í laufblað. „Ég er ógiftur spiiari og sprellugosi og hefi hugsað mér að heimsækja selin hérna í fjöll- unum, og biðja mér stúlku,“ svaraði hann, og fékk sér stór- an bita af brauðsnúðnum. „Komdu hérna og seztu hjá mér, og við skuium bera ráð okk- ar saman.“ Hann strauk meö hendinni yfir dúnmjúka mosa-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.