Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ 'upp á loftið og svæfi par, en léti gamla Skeggja sofa niðri. Ef hún drægi stigann upp á eftir sér, þá myndi hann alls ekki komast til hennar, þó hann reyndi. Og jafnvel þó að hann reyndi þá myndi hún geta ráðið niðurlögum hans. Hún gæti bara sparkað í hann, og þá myndi hann detta áftur niður. GJÁBAKKAKALLINN spilaði nokkur seiðandi lög á mumnhörpuna meðan sumarsólin seig bak við fjöllin og kastaöi bjarma yfir undirlendið og inn í selið. Pað var þegar kominm sá tími er gengið var til náða í seljunum. Þegar hann loksins stakk munnhörpunni í vasann, stóð stúlkan á fætur, þandi út ibrjóstið, teygði sig og geispaði. „Ég held að ég sofi sjálf uppi á loftinu, þá getur þú lagt þig í rúmið,“ sagði hún og leit út und- •an sér á hann. „HoJræt,“ svaraði Gjábakka- kaliinn, „ég segi eins og kerling- in: jrú ræður og ég hlýði, hún var nýháttuð hjá mér —“ Hann fleygði af sér jakkanum ■og henti af sér stígvélunum og skreið upp í rúmið. „Hér mun mér líða vel, ég er líka í stúlkurúmi og alt það!“ sagði hann. „Já, svona skeggjaður karl hef- ir víst ekki áður komið í slíka sæng,“ svaraði selsstúlkan og brosti stríðnislega. Hún tók stig- ann og klifraði u.pp á loftið, en Gjábakkakallinn gapti upp á eft- ir henni. En þeir leggir, nam og nam. ,,Þvu,“ kallaði hann, „ég er víst ekki svo skeggjaður, að ég geti ekki neitt, ha? Ne-hei, þú ættir ■að finna hvemig ég tek á hlut- unum, tinan mín. Þú hefðir átt að sjá föður minn: hann var svo skeggjaður, að nann varð aö leita uppi á sér munninn, áður en hann gat stungið upp, í sig graut- arskeiðinni. Það var sannariega nokkuð fyrir stelpu, sem hafði krafta i köglum!“ „Svei,“ sagði hún. Hún hafði numið staðar efst í stiganum og sparkað af sér klossunum. Það var engin nauðsyn fyrir hana að hafa þá með sér. Hún fór líka úr sokkunum þarna sem hún sat í stiganum. En það var svo erf- itt að leysa sokkaböndin með annari hendinni og hún hætti snöggvast og stundi. „Á ég að hjálpa þér?“ spurði <jjábakkakallinn vífinn. Hann þeyttist fram úr rúminu og steig í fyrsta stigaþrepið. „Puff, hva ætlú hjálpir, ég get áreiðanlega sjálf leyst mín eigin sokkabönd.“ Hún þaut eins og köttur upp á loftið og dró til sín stigann. Slikt heljarstökk, frá gólfinu og upp á loftið, gat Gjábakkakallinn ekki tekið. Hann var alt of mátt- laus í hnjáliðunum til þess — og þarna stóð hann fyrir neðan og horfði upp á loftið eins og hundur, sem hefir mist af ketti upp í tré. Svo skreiddist hann upp í stúlkurúmið og hreiðraði um sig. En hún fór úr treyjunni og lagðist svo út af. Hún setti hend- urnar undir hnakkann, horfði upp í loftið og hugsaði um það, sem þessi spámaður hafði sagt. Já, margir erfiðleikar myndu mæta henni áður en hún fengi hann, hafði hann sagt, en að sið- ustu myndi hún verða rík og hamingjusöm. Það var dásamlegt. Ef hún yrði rík og hamingjusöm og fengi þann, sem hún kysi sér, þá gat hún einskis óskað frekar hér í þessum heimi. Hún varð svo glöð, að hún gat varla ráðið sér, og hún gat ekki legið kyr. Hún setti upp fæturna og spyrnti í súðina svo að það brakaði í henni. Það var dásamlegt að vera ung! — Og hún brosti út í myrkr- ið með blóðrauðum og heitum vörunum, en lítil birturönd frá gluggakistunni lék um hvítar tennurnar — sem vildu bíta. „Hva er þetta?“ kallaði Gjá- bakkakallinn að neðan, „er alt að brotna þarna uppi? Á ég að taka á móti þér?“ „O, reyndu bara að sofna, blessaður,“ sagði stelpan og hló. , „Já, ég var einmitt að sofna, Ijúfan mín eina,“ sagði Gjábakka- kallirin. Hann spenti greipar yfir þrjóstið og lokaði augunum. Hann var sannarlega fjandi þreyttur. Hann hafði gengið svo lengi þennan dag. En það var þó ,ekki gott að sofna. Það voru ,svo margar hugsanir, sem flugu ígegnum hausinn hans. Það var nú til dæmis þessi dásamlega stelpa þarna uppi á Ioftinu. Hún myndi sannarlega sóma sér vel :sem húsfreyja á Gjábakka. Og það var aldeilis ekki víst, að þún heföi ekki orðið skotin í hon- jþml í danzinum áðan! Hún hafði Jiallað sér svo blíðlega upp að honum og brosað til hans, og það gerðu stúlkurnar ekki nema þær væru skqtnar! Ætti hann ekki að klifra upp á loftið til hennar og spyrja hana hvort hún væri ekki skotin í bon- um? Að minsta kosti gæti hann sagt henni að hann væri ást- fanginn upp fyrir eyru og niður fyrir iljar. Því að það var hann, það fann hann svo greinilega. En hann varð víst að bíðá stundar- korn. Það var ekki hyggilegt að fara að neinu óðslega — það gat bara eyðilagt alt sainan. Gjábakkakallinn lá og beið, þar til hann valt út af. Og þegar hann vaknaði aftur, var orðið næstum því bjart í selinu. Hann reis upp á olnboga og gægðist út um gluggann á suðurhliðinni. Skollinn sjálfur, nú var nóttin úti — og enn hafði hann ekki klifrað upp á loftið. Hann skreiddist fram úr rúminu og mældi með augunum fjarlægðina frá gólfi til lofts. Þetta var fjár- ans ári hátt! Hann varð að hafa eitthvað til að standa á. Hann setti hendina bak við eyrað og hlustaði fullur eftirvæntingar. Hún hraut svo að það þaut í þakinu. Ójá, hún hafði auðvitað orðið þreytt af að bíða eftir hon- um með heit brjóstin og blautar varirnar, elskan stutta! Hann klifraði upp á stólgarm og teygði úr sér. Jú, nú myndi honum tak- ast það, ef hann hoppaði dálítið léttilega. , Hann stóð kyr um stund og safnaði hugrekki. Þetta var sann- arlega þýðingarmikil stund, því að nú gat það meir en verið, að hann — einnig hann, hefði tæki- færi til pð ná sér í kerlingu! Þ,að reið því mikið á því að halda vel á spilunum. Hann greip um brúnina á loftsgatinu og hóf sig frá stólnum. Nokkra stund sveif hann fram og aftur, eins og bjúgnalangi í eldhússrjáfri. Einn — tveir — þrír — og nú byrjaði bardaginn, þetta var sannkallað erfiði, en mikið skal til mikils vinna. Hann var næstum dottinn niður. en svo tókst það og hann skreið upp á brúnina. , Stúlkan svaf. Hún lá þarna með annan blessaðan fótinn fram af og hinn upp við þil. Flétturnar lágu á brjóstinu beru og breiðu. Hún var rjóð í kinnum og munn- urinn lítið opinn og bros lék um varirnar. En þær dásemdir! Auð- vitað lá hún þarna í algerri ó- vissu urn það, hve hamingjan sjálf var nálægt henni — en því glaðari myndi hún verða, er hún opnaði blessuð augun. Það var svo sem engin furða þó að hún hefði orðið þreytt að bíða eftir honum, en hann skyldi svo sann- arlega sem hann héti Hallbjörn bæta henni — og sér — það upp margfaldlega, blessuninni. Honum datt fyrst í bug að vekja hana með kossi, en hætti við það. Það varð að fara varlega jað svona ungviði, hann hafði reynslu fyrir því. Ætli hann ætti ekki að byrja með því að strjúka henni varlegá um vangann. Hanri strauk vandlega píþuösk- una af sleikifingrinum og strauk svo með honum engilblítt um efri vör stúlkunnar. Stelpan hnerraði, snéri sér á aðra hliðina og svaf áfram. En hvað hún var þreytt — elskan sú arna! Hún var líkast til alveg nýsofnuð. Gjábakkakallinn strauk henni einu sinni til og klappaði henni varlega á mjöðmina. Nú notaði hann allan lófann. „Sefurðu svona fast, elskan mín?“ skrikti hann út um skegg- ið. . Stúlkan snéri sér aftur og tök um hendi hans. „Ó, er það þú, Meyvant?" sagði hún svefndrukkin. — „Kondu al- veg, oh — kondu!“ „Ne-he-hei, það er svei mér ekki Meyvant, þa e’ é, Hallbjörn frá Gjábakka,“ sagði Gjábakka- kallinn. Nú fanst honum að það versta væri búið. Eftir hálftíma ýrði alt í lukkunnar velstandi, ef alt yrði ekki öðruvísi en hann hafði ætlað. En stelpan vaknaði í einni .svipan, kom auga á skeggja gamla þar sem hann lá á fjórurn fótum og brosti með öllu andlit- inu, og svo rak hún upp þetta líka reginöskur. „Uss, uss,“ sagði Gjábakkakall- inn. „Öskraðu ekki svona, ljúfan. Ég ætla bara að biðja þín, sérðu.“ Hann færði sig nær loft- skörinni til að minka í henni hræðsluna. Hún hafði líkast til .vaknað of skyndilega. „Ég þarf endilega að fá mér konu,“ sagði hann svo og stundi. Hann fálmaði eftir hendi hennar til að þrýsta henni ofurlítið. En stelpan hvæsti eins og grimmur köttur. Hún dró fæturna inn undir sig og krepti litla hnef- ana. „Ég skal gefa þér á hann svo að þér sýnist alt vera kerl- ingar, sem fyrir þig ber,“ sagöi hún. Og svo rauk hún á hann, harði hann bylmingshöggi fyrir brjóstið, svo að hann steyptist niður um loftsgatið með öskri. Því miður stóð stór fullur grautarpottur fyrir framan arin- inn og hvernig nú sem á því stóð, þá lenti Gjábakkakallinn með skeggjaðan hausinn ofan í pött- inn svo að grauturinn slettist alla vega, og þarna lá hann of- án í pottinuin eins og dauður væri. Þetta var ljót sjón. Stúlkan varð dauðhrædd. Þetta hafði liún þó ekki ætlað að gera. Hún skreiddist niður og dró hann úr pottinum. Drottinn minn, hann lá þarna ataður í grautnum og eins og liðið lík. Hún reyndi að lífga hann við, en það tókst ekki. Hún skvetti yfir hann vatni og fullri byttú af mjólk, en ekkert dugði. „Gvu almáttugu!" Hann var víst dauður — og hún — hún

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.