Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 dó; þá mótmæltu þeir amtmað- ur og verjandi þess konar eftir- grenslunum sem ólöglegum. Nú heimtaði sækjandi skriflega, að allar þær spurningar, sem hann kæmi fram með í réttinum til þess að upplýsa málið, yrðu heyrðar og bókaðar, ella til- kynti hann konungi neitun dómanda. Næsta dag framlagði verjandi nýtt mótmælaskjal móti ónauðsynlegum spurning- um, og amtmaður kvað sækj- anda hafa framið réttarspjöll daginn áður, með því að eyða deginum til einskis. — Hitt virðist hann þó ekki hafa nefnt, að réttarhaldið átti þann dag að byrja kl. 9, en var frestað til 10 eftir beiðni hans, og' er hvorki hann né verjandi voru þá komn- ir, var beðið eftir þeim til kl. I V2; þá var farið að kalla á þá og komu þeir þá senn. Kvað amtmaður erfiðleika á að ríða þessa löngu leið, meira en mílu vegar, tvisvar á dag, en báðir lofuðu þeir þá öllu góðu í þessu efni framvegis. — Enn fremur skýrði amtmaður frá því, hversu hann hefði uppfylt þær fjár- greiðsluskyldur, sem á hann höfðu verið dæmdar, og að hann hefði greitt ungfrú Swarts- kopf samtals 1000 dali o. s. frv. Tóku dómendur þessu öllu vel og dæmdu sækjanda til að greiða 3 lóð silfurs þegar í stað og ekki mega mæta fyrir rétt- inum fyr en sú sekt væri gold- in. — Hákon sýslumaður vildi láta sækjanda greiða því að eins, að hann yrði sannfærður um það af vitnum, að hann hefði hagað sér ósæmilega fyrir þessum úrskurði til þess æðri réttar, sem málið kæmi fyrir á sínum tíma og' áskildi sér að kæra á sínum stað yfir þess- um ólöglega úrskurði . Gekk síðan út. Var hann nú kallaður inn með vitnum til þess að full- nægja úrskurðinum og halda síðan áfram réttarhaldinu. Hann kom inn, neitaði að borga, en bauðst til að halda áfram mál- inu konungs vegna. Verjandi mótmælti, að sækjandi mætti ganga fyrir réttinn, unz hann hefði fullnægt úrskurðinum, en ekki skyldi standa á sér að hlýða á löglegar vitnaleiðslur í aðalmálinu. Sækjandi mótmælti að þetta yrði bókað; kvaðst skyldi yfirheyra vitnin, en ekki vilja borga samkvæmt úrskurði prófasts, heldur fara eftir at- kyæði Hákonar sýslumanns. — Sat í þessu þófi þennan dag og var nú komið í óvænt efni. Dag- inn eftir (12. sept.) las prófastur UPP úrskurð sinn um sækjanda, dæmdi hann sekan um 3 lóð silfurs á ný fyrir að hafa ekki borgað sektina daginn áður undir eins, og þar eð hann hefði svo mikið af fé hans undir hendi, þá legði hann löghald á ígildi 6 lóða silfurs af því, unz sá dómur hans yrði ónýttur á æðri stöðum. En sækjandi mætti mæta fyrir réttinum, svo að fullnægt yrði skipun konungs. Sækjandi áfrýjaði enn þessum dómi annars af dómöndunum, en bauðst til að ganga fyrir réttinn og hlýða á vitnin og spyrja þau. Var nú stúlkan, sem var byrj- að að yfirheyra hinn 10. sept., krufin sagna, og var framburð- ur hennar ekki í einu né neinu saknæmur fyrir amtmann eða fólk hans. Margt var það, sem hún kvaðst ekki vita, og margt, sem hún gat sagt ljóst og satt, án þess að sök kæmi. Mörg svör- in voru þó berlega í mótsögn við það, sem þeir landfógeti höfðu haft eftir ungfrú Swarts- kopf. Gekk á þessum yfirheyrsl- um næstu 2 daga (13. og 14.) og fram á hinn þriðja, unz aft- ur kom upp ósamkomulag milli sækjanda og hinna út af spurn- ingu, sem hann lagði fyrir vitn- ið: hvort það vissi ekki til þess, að madama Pipers hefði boðið peninga til að ráða ungfrú Swartskopf af dögum. Hákon sýslumaður vildi láta bóka þessa spurning og svara henni, en prófastur ekki, nema sækj- andi tiltæki, hvaða tíma hann ætti við, og um minna en ár væri að ræða frá þessum degi. Verjandi mótmælti þessari spurningu sem ólöglegri á sama grundvelli og prófastur. Hákon sýslumaður sat þó , við sinn keip og sækjandi mótmælti kröftuglega mótmælum verj- anda, krafðist þess að spurning sín yrði bókuð og henni svarað. Verjandi andmælti enn Hákoni sýslumanni, en hann vildi þó ekki tefja réttarhaldið á langri stælu um þetta. Kom sækjandi þá með aðra spurning og úr því hélt yfirheyrslan áfram, svo að ekki þótti Éistœða til aiádmæla. Næsta réttarhaldsdag (mánu- dag 17. sept.) bar nýrra við. Dómendur lýstu yfir því, að verjandi skyldi teljast sekur að lögum fyrir framkomu sína síð- ast, en þó engar sektir gjalda að sinni, þar eð hann hefði beðið réttinn fyrirgefningar. — Nú krafðist sækjandi, að bréf Kinchs frá Eyrarbakka yrði les- ið upp og talið fullnægjandi gagn í stað þess að hann mætti. En það fór sem fyr, amtmaður mótmælti og gekk síðan út, er bréfið var lesið upp. Daginn eftir (18. sept.) var enn komin á snurða vegna þess, að prófastur vildi ekki leyfa spurning sækj- anda, og' þegar Hákon vildi leyfa hana, óskuðu þeir amt- maður og verjandi að fá að vita, hvors úrskurður mætti sín meira í þessu efni. Þorleifur prófastur kvað sinn úrskurð gilda, hann væri forseti réttarins, því að hann væri nefndur á undan Há- koni í skipunarbréfinu. Jöfnuðu þeir þetta svo með sér með hlýðnisyfirlýsingum við vilja konungs o. s. frv., og meira gerð- ist ekki þann daginn.*) Síðan var setið yfir Maren í tvo daga enn (21. og 22. sept.). Vitnisurð- ur hennar gekk vitanlega á móti öllu því, sem haft hafði verið eftir ungfrú Swartskopf eða aðrir höfðu borið og saknæmt var. — Veikindi hennar sjálfrar t. d. höfðu ekki stafað af grautn- um, henni hafði ekkert orðið meint af honum, hún hafði ver- ið lasin af öðru áður og síðar o. s. frv. Hún virðist ekki hafa komist í nein vandræði með að svara því, sem hún var spurð um hvern dag, enda mátti nokk- uð vita jafnan fyrirfram, hvers spurt myndi verða, — og svo gat verjandi og amtmaður, og Þorleifur prófastur, ráðið því, hvort hún þyrfti að svara þeirri og þeirri spurningu, sem fyrir hana var lögð af sækjanda, eða ekki, en helzt spurðu þeir hana sjálfir á víxl. — Mánudaginn 24. sept. kom Maren enn og spurði þá Þorleifur prófastur hana beinlínis, hvort hún hefði átt nokkurn þátt í að ráða ung- frú Swartskopf af dögum. Hún neitaði því afdráttarlaust. Há- kon sagði að sækjandi ætti fyrst að koma með sínar spurningar til vitnanna, þá þeir verjandi og amtmaður, en dómendur síð- ast, ef þeim virtist nokkurri spurningu gleymt. Nú kom kona Kiers vísilög- manns fyrir réttinn með bréf frá honum, dags. þennan sama dag, mótmæli gegn því, að Mar- en leyfðist að bera vitni gegn eiðfestum vitnisburði konu hans. Er Maren nú ekki kvaðst hafa meira fram að bera til skýringar í málinu, mun hafa verið lokið yfirheyrslu hennar, og þrýtur nú það gagn, sem hér hefir verið farið eftir, útlegg- ing af málinu, að svo miklu leyti, sem það hefir verið á ís- *) Sama dag skrifaði landfógeti stiftamtmanni um vitnaleiðslurnar og afskifti amtmanns af þeim, og má sjá af svari stiftamtmanns 27. febr. 1727, að honum hefir mislík- að þetta. lenzku, með þeim málsskjölum í, sem nú hafa verið nefnd. Er óvíst, hvað fram hefir farið fyr- ir réttinum næstu daga, en til er útlegging af svari dómanda til sækjanda, dags. 28. sept., við bréfi hans frá deginum áður. Hafði hann þá enn látið í ljós, að hann hefði oftsinnis tekið eftir því, að vitnin hafi ekki mátt svara spurningum hans sam- kvæmt skyldu þeirra og eiði, heldur hefðu þær einungis verið bókaðar. Dómendur bera á móti því, að haft hafi verið á móti öðrum spurningum en þeim, er voru ónauðsynlegar og ekki til að skýra málið, heldur aðeins til að lengja réttarhöldin, og vara þeir sækjanda síðan við því að koma með aðrar spurn- ingara gn þær, sem gagnlegar séu í aðalmálinu. En sama dag- inn, sem þeir skrifuðu þetta svar til sækjanda (28. sept.) rit- aði annar þeirra, Þorleifur pró- fastur, stiftamtmanni, hvernig komið væri málunum og að hætta væri á að óánægja risi út af úrskurði hans um yfirheyrslu vitnanna (sbr bréf stiftamt- manns til prófasts 27. febr. 1726); en hinn dómandinn, Há- kon sýslumaður, ritaði samdæg- urs konungi bréf og gat komið því af stað strax með seinasta haustskipinu. Lét hann það þar í ljós m. a., að hætt væri við að málið yrði ekki upplýst á fullnægjandi hátt, sökum þess, að meðdómandi hans hliðraði sér hjá að láta vitnin svara sumum spurningum sækjanda. Sést þetta af bréfi amtmanns til konungs, dags. 2. sept. árið eftir, og það enn fremur, að Hákon sýslumaður og sækjandi hafa þennan sama dag (28. sept.) yf- irgefið réttarhöldin fyrirvara- laust. Eftir 8—10 daga fjarveru komu þeir báðir 'aftur og lýsti Hákon þá yfir því, að hann ætl- aði ekki að sinni að fást meira við málið og því síður ljúka því. Að svo mæltu fór hann burt aft- ur. Hinn dómandinn, Þorleifur prófastur, vildi samt ekki hætta að svo búnu, og mun hafa farið í því efni eftir vilja amtmanns. Hann lagði fram nokkru síðar, 22. okt., stórt og stórort varnar- skjal í málinu, með ærnum skömmum um þá landfógeta, Larsen, Kinch og sækjanda og fullt af latínuglósum að lærðra manna sið, til smekkbætis fyrir prófastinn. Skjalið er 11 arkar- síður og þó líklega ekki öllu fleiri setningar, því svo ósvik- inn er kancellí-cstýllinn á því. Ilafði amtmaður í hótunum að klekkja síðar á þeim Frantz Swartskopf og Larsen, sem ekki

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.