Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBL AÐ.IÐ hafði getað orðið steínt fyrir ólöglega meðfero málsins.. Tveim dögum’ síðar, 24. okt. 1725, kröfðust þeir amtmaður og verjandi dóms í máliriu og kvað Þorleifur prófastur hann upp einn samdægurs í Kópa- vogi. Lýsti hann amtmami sýknan af dauða ungfrú Svartz- kopf og af áð vera í nokkru vit- orði um að hún hefði verið drep- in á eitri. Var sýknunin aðallega byggð á orðum og ummælum hennar sjálfrar. Ennfremur lýsti hann þær mæðgur, madömu Katharínu Pipers og ungf'rú Karen Holm, sýknar af því að, hafa valdið dauða ungfrú Swartskopf með eitri í mat, þar sem engin vitni höfðu borið það, að þær hafi átt nokkuð við þau matvæli, sem hún kvað sér gefið eitur í. Orð og ummæli Larsens og Kinchs skyldu ekkí á nokkurn hátt vera þeim amt- manni pg mæðgunum til áfeíl- is. Larsen yrði ekki dæmdur fyr- ir þéssum rétti, en Kinch skyldí greiða amtmanni 20 dali í ó- makslaun, líða dóm, sektir og aðför að lögum (N. I. 6—21—Í), sem lygari og rógberi; — ekkí var hann þó dæmdur til æru- missis, eins og Jón prófastúf' Halldórsson lætur í ljósi í frá- sögn sinni; -— En sækjandinn, Sigurður sýslumaður, skyldi eiga mál sitt undir kormngi. lh|EGAR þessi dómur var kveð •*ihn upp, voru öll skip sigld og gat amtmaður ekki sent hann fyr en 19. júlí.næsta sum- ar (með Keflavíkurskipi), eins og sjá má af bréfi hans frá Al- þingi þann dag til stiftamt- manns, Er.bréfið harðort mjög í garð ungfrú Swartskopf, fyrir allar hennar sakargiftir, og ekki síður í garð landfógeta, fyrir að hafa þær eftir. Með dómnum sendi amtmaður einnig varnar- rit sitt frá 22. okt. Þótt það verði ekki séð af þessu bréfi, þá var amtmanni kunnugt um, hvað gerst hafði í Höfn viðvíkjandi þessu máli. Bréf Hákonar sýslu- manná frá 28. sept. haustið áður til konungs hafði haft sín áhrif. Konungur skrifaði stiftamt- manni 8. febr. (1726), að hann hefði fengið að vita, að dóm- endur hefðu orðið ósammála, af því að séra Þorleifur hefði ekki viljað láta bera vitni í málinu um orð, sem hefðu verið töluð fyrir meira en einu ári; kvaðst konungur nú vilja bæta Jóni biskupi Árnasyni í dómnefnd- ina, og að vitnin mættu bera allt í málinu, sem gæti skýrt það, einnig um orð, sem töluð hefðu verið fyrir lengri tíma en 1 ári. Jafnframt gaf konungur út ný skipunarbréf samkvæmt þessu til þeirra allra, biskups, pró- fasts og sýslumanns, og lagði fyrir stiftamtmann og senda þeim þau með fyrstu ferð. — Með bréfi til landfógeta, dags. '15. apríl, sendi stiftamtmaður skipunarbréfin til hans og bað hann afhenda þau, og skrifaði samdægurs amtmanni og sendi honum eftirrit af bréfi konungs til sín. Komu bréf þessi bingað 21. maí. — Amtmaður hafði sótt um að mega fara utan, en það vildi konungur (25. apríl) ekki leyfa honum fyr en málið væri á enda kljáð (sbr. bréf stjórnarinnar til stiftamtmanns, Rabens, 27. apríl) og tilkynntí stiftamtmaður amtmanni þáð litlu síðar (30. apríl); kvað hann sig taka það ekki lítið sárt, eink- um þar eð álitið væri, að kon- ungur hefði hann grunaðan. Stiftamtmaður hafði gott álit á amtmanni og var amtmaður fulltrúi hans hér. Þeir vpru kunnugir hvor öðrum og fór jafnan vel á með þeim. Sjá um stiftamtmann í Safni til sögu íslands, II., 760—61. Málsrannsóknir og vitna- íéiðsla þeirra rannsóknardóm- andanna þriggja frá 1726 mun ekki lengur til hér, én af bréfi amtmanns til stiftamtmanns 20. ág. má sjá, að réttarhöld þeirra hafa byrjað 10. þess mán. og að nokkur vitni höfðu þá komið fyrir réttinh, er amtmaður skrifaði bréf sitt. í þessu bréfi gefur amtmaður ungfrú Swarts- kopf einni sök á því, að mál þetta -hafi risið, en jafnframt hellir hann skömmum yfir land- fógeta, — sem blóðþyrstan óvin sinn «>g - öiu í idarman n. Aítur skrifar amtmaður . stiftamt- manni 28. s. m. og sendir honum þá jafnframt dóm þeirra þre- menninganna frá 24. s. m. Um leið hefir hann lagt drög fyrir, saksókn á hendur Frantz Swartskopf; gétur þess að Kineh hafi íengið sinn dóm og hyggst að finna Larsen í fjöru síðar, Segir að sér hafi nú ekki verið stefnt fyrir þennan rétt og þykir lítið hafa orðið úr höggi, svo hátt sem til var reitt. —■ Gleymir ekki að hella úr skálum reiði sinnar yfir land- fógeta að síðustu. Fáum dögum síðar (2. seirt.) skrifar hann konungi, rekur gang málsins og talar óvirðu- lega um störf dómanda hið fyrra sumarið, segir að Hákon hafi farið heim fyr en nokkurn mann ‘varði, eftir að þeir höfðu setið yfir málunum á fimmtu viku, við brennivínsdrykkju og á þann hátt, sem guð muni bezt vita. — Segir hann að dómur sá, sem feldur hafi verið 24. síðastliðins mán., hafi verið í samræmi við hinn fyrri. — Síð- ari hluti bréfsins er mestmegnis skammir um landfógeta og síð- an Appolloníu i gröf hennar, fyrirbænir fyri,r-^ér til konungs, ef einhverjir af hinum haturs- fullu og jafnvel blóðþyrstu ó- vinum skyldu fara að skrifa hon- um um sig o. s.; frv. — Bréf þetta sendi hann til stiftamt- manns til góðra meðmæla, á- samt bréfi til þans. sjálfs, dags 10. s. m.; barmar hann sér þar mjög yfir þeirrii illu meðferð, sem hann hafi .ijijitt þola í þessu auma landi vegua. þessara mála- ferla. — Má nætri geta, að þetta hafa heldur eugar sældarstund- ir verið fyrir aintmann. Er sem hrinið hafi á þpj^um bölbænir stúlku þeirrar. er Appollonía sagði landfógeta frá, að hefði veslast upp af þunglyndi vegna þess, að Fuhrmann hefði verið trúlofaður svikið hana hún hana hennar óskað lionum mikils ils og Ógæfu, og aé pág inætti koma yfir hann áðu/cn hann dæi. Sú ósk hefir orðið úppfylt í ríkum mæli. Honum hafoi nú að vísu tekist að fá sig dæmdan sýknan af dauða Appolloníú, og sömu- leiðis Káren HoÍm, sem hann virðist hafa unnað, og móður hennar. En orðróminn hér og erlendis var óhægt að kæfa nið- ur, og allar illar grunsemdir hér og þar. Og ekki var alt bú- ið enn, hann átti eítir að ná sér niðri' á þeim Larsen og Wulf landfógeta. Og svo hafði staðið í skipunarbréfi konungs til dómandanna, að endanlegum dóm þeirra ætti undir éins að senda inn fyrir hæstarétt til frekari athugunar. Það er nú að svo búnu óvíst, hvort hæstiréttur hefir nokkru sinni fjallað um sjálft aðalmálið, eins og staðið hefir til, en af frá- sögn Jóns prófasts Halldórsson- ar, í Safni II, 775, sést það, að sumarið eftir, 1727, stefndi Kineh, sem þá var orðinn und- irkaupmaður á Vestfjörðum, þeim Þorleifi prófasti og Fuhr- mann amtmanni fyrir hæstarétt. Var stefnan lesin yfir gröf séra Þorleifs, því að hann var þá þeg- ar kominn fyrir hinn æðsta dóm- stól; hann drukknaði í kvísi úr Markarfljóti 12. jan. (sbr. Ann. 1400—1800, I, 529), þar sem síð- an heitir prófastsáll.*) En *) Sbr. Árb. Fornl.fél. 1902, 12; hann er raunar nelndur Gunnars- hólmalæna á uppdrætti herfor- ingjaráðsins. henni fyrrum og í tijp*ðum; kvað hafg í veikindum amtmaður fór utan, til að standa fyrir máli sínu. Það fór sem von var, að Kinch var sýknaður, því að framburður hans hafði verið sannur og hann hefði gert rangt í að leyna því, sem Appollonía sagði honum á banabéði sínum. Var amtmaður dæmdur til að greiða Kinch 300 dali. Enn frem- ur skyldi hann greiða WuK land- fógeta 50 dali, og var það vel sloppið, og aðra 50 dali til Krist- jánshafnarkirkju. í Mælifells- annál (Ann. 1400—-1800, I. 638 —39) segir, að hann hafi auk þess mátt láta úti 500 dali til Frantz Swartskopf, þróð^gÚAp- polloníu, „er hún átti í láni hjá honum“. en þar mun eitthvað blandað málum; hann átti ó- greidda henni 100 dali, er hún dó, nefnilega helming þess, er honum bar að greiða henni það ár (1724); hafði Frantz Swarts- kopf farið fram á það í Höfn (24. marz 1725), að sér yrðu þeir greiddir, en stiftamtmaður vildi láta það bíða, unz máíið væri útkljáð. Dómendur virðast hafa sloppið við allar sektir fyr- ir sinn ranga dóm um Kinch. Séra Þorleifur hafði að sönnu dæmt hann. einn í fyrstu og var nú dáinn, en svo sem áður er sagt, virðast dómendur allir hafa samþykt þann dóm, eða annan eins, sumarið 1726. Wulf landfógeta hefir senni- lega þótt ilt að búa við hatur amtmanns á Bessastöðum og fór hann utan sumarið eftir að dómur þeirra þremenninganna var kveðinn upp, 1727; sigldi hann með Stykkishólmsskipi. en amtmaður með Eyrarbakka- skipi. Var Wulf síðan í Höfn embættislaus, en hafði þriðjung fógetalaunann. — Stiftayitrnað- ur gat ekki komið FuíTrmann vini sínum til hjálpar; honum var einnig stefht fyrir alrra- hæstrétt þetta sama sumar; hann dó 29. september. Amtmaður kom hingað næsta sumar og skömmu s'íðar fór ma- dama Pipers utan.!;:) Hefir hann sennilega ekki latt hana og henni ekki þótt girnilegt að búa hér lengur við illan orðróm og níðvísur, sem ílugu um land- ið.**) — Karen varð eftir hjá (Frh. á 8. síðu.) *Y Sbr. Mælifellsannál, Ann. 1400—1800, I., 697; „Hólma kerl- ing“ er eflaust gamla konan, en ekki Karen dóttir hennar. **) Tveim dogurn eftir að dóm- urinn var kveðinn upp í Kópavogi 1726 stefndi amtmaður tveim dönskum mönnum þangað fyrir rétt 27. s. m. út af ummælum ann- ars þeirra, Anders Schaviniusar, um amtmann og' heimilisfólk hans. í eins konar varnarskjali, sem A. (Frh. á 8. síðu.)

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.