Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 8
€ ALÞÝÐUBLAÐIÐ APPOLLONIA SWA8TSKOPF (Frh. af 6. síðu.) amtmanni, en ekki gekk hann að eiga hana. Hann lifði í 5 ár eftir þetta, dó 10. júní 1733 á Bessastöðum, 48 ára gamall, og var jarðaður þar í kórnum, - — þar sem Appollonía hvíldi fyrir. Tíu dögum fyrir andlátið arf- leiddi hann Karen Holm að öllu lausafé sínu og jafnfarmt öllu af gjaldi af fasteignum sínum með- an hún lifði, en eftir hennar daga skyldu réttir lögerfingjar hans njóta þeirra. — Árið eftir dó Cornelius Wulf landfógeti 1 Höfn. Jón prófastur Halldórsson í Hítárdal hefir eflaust þekt Fuhr- mann amtmann og verið hlýtt til hans. Hann kemst svo að orði um hann í Hirðstjóra-ann- ál (Safn II., 776—77): „Amt- maður Fuhrmann var með hærri mönnum á vöxt, fyrir- mannlegur, skarpvitur, vel tal-* andi, forfarinn í flestum lær- dómslistum og tungumálum, svo ég efast um, hvort hér hafi verið lærðari veraldlegur yfir- maður; þar með var hann frið- samur, Ijúfur, lítillátur, glað- sinnaður og veitingasamur. Á alþingi var oftast nær alsetið í kringum hans borð um máltíð af fyrirmönnum landsins og hans góðum vinum, er hann lét til sín kalla. Sótti ekki eftir neins manns falli eður hrösun, stundaði ti að halda landinu við frið og landsrétt. Hann var hér amtmaður 15 ár; vanséð, hvað fljótt ísland fær hans líka x öllu.“ í Bessastaðakirkju standa 2 afarmiklir koparstjakar á altar- inu, 57,5 cm. að hæð og 31,5 að þverm. um stéttina. Á þeim er svofeld áletrun á latínu: Hocce Par Lychnúchorum cum cæteris (Frh. af 6. síðu.) Sc. lagði fram, kvaðst hann hafa svo um mælt, að fyr en hann yrði gerður ærulaus skyldu sumir af heimilismönnum amtmanns verða gerðir það, þeir sem borið höfðu Ijúgviíni, og kannaðist hann við, að það væru þær Maren Jespers- dóttir og Gunnhildur Hemingsdótt- ir, eftir því sem þær hefðu sagt við hann og aðra og ekki játað fyrir réttinum. — Þetta mál var tekið fyrir aftur 27. spt. og stefnt fjölda vitna og kunnu sum þeirra háðvísur, sem eru skrifaðar eftir þeim í réttarbókina, um þessi vitni amtmanns o. fl., og báru A. Sc. fyrir að hafa farið með þær. Sá hann þá sinn kost vænstan, að biðja amtmann fyrirgefningar með mjög auðmjúkum orðum og éta ofan í sig ummælin um ljúgvitnin. Enn fleiri vísur .voru til en þessar, og eru til enn, og var ekki hægt fyr- ir neinn að bæla niður almanna- róminn um þetta mál. ornamentis Ecclesie Besseste- diensi - in usúm pium et per- petúum donavit dotavit Catha- rina Holmio Anno 1734: ... Þyngdin er sett á stéttirnar að neSan: . :1: lpd: 4 pd.: Þessa stjaka og aðra kirkjugripi hefir þá Karen Holm gefið Bessa- staða-kirkju fyrir legstað amt- manns árið eftir að hann dó. Sýknudómarnir í Swarts- kopfs-máli 1725 og 1726 eru eðlilegir, eftir þeim gögnum, sem lágu fyrir dómurunum. Annars vegar skýrslur um grun- semd veikrar konu, sem var dáin og' grafin ári áður en rann- sóknin hófst, hins vegar eiðfest- ur framburður lifandi vitna, sem voru nákunnug málavöxt- um. Annað mál er það, að rann- sóknin og vitnaleiðslan er und- arleg, þær persónur aldrei yfir- heyrðar, sem grunsemdin lá á. Sumum, sem lesið hafa frá- sagnir Jóns prófasts Halldórs- sonar eða Jóns Espóiíns um þetta mál, mun hafa komið til hugar, án þess þó, að þcir gefi tilefni til þess—, að Appollonia hafi fyrirfarið sér sjálf og reynt að koma því á þær mæðgur, þeim til bölvunar. — Sama er sagt að átt hafi að koma fram við tilraunir með ósjálfráðri skrift, sern gerðar voru fyrir nokkrum árum á Bessastöðum, sbr. tímaritið Iðunni, n. fl., VIII, 247—53 (E. H. Kvaran); en eins og þar er gefið í skyn, er ekki hægt að reiða sig mikið á slíkt. Og enginn, sem kynnir sér vel hin gömlu gögn málsins, mun geta fundið í þeim nokkrar lík- ur til, að Appollonía Swarts- kopf hafi fyrirfarið sér, — þótt ástæður hennar til þess virðist hafa verið meiri en sumra ann- ara, sem gripið hafa til slíks óyndis-úrr æðis. AÐSÓKN. Framh. af 3. síðu. til þess að geta eignast þig, svo að þú þyrftir aldrei framar að hlaupa á sunnudögum eða bera votaband. E(að var æfintýri barnslundarinnar, sem varð að engu í Ijósi fullorðinsáranna á sama hátt og draumar nætur- innar verða að hégóma í birtu dagsins. Og nú vissi ég ekkert um þig, ekki einu sinni hvort þú varst lífs eða liðinn. Viku síðar daginn fyrir Þor- láksmessu er ég að slæpast í einni þorpsbúðinni. Þá ber þar að gamlan bónda frá næsta bæ við Botn. Kemur mér þá í hug að ég skuli spyrja hann eftir Krumma, en get þó einhvern veginn ekki fengið mig til þess innan um allan þennan fólks- vaðal, sem þar er. Ég vík samt að honum kunn- uglega og segi: „Sæll vert þú, Jón minn.“ „Sæll og blessaður, þú ert þá hér kominn á fornar slóðir.“ „Og því ekki það, þang- að leitar jálkurinn, sem hann hefir mest þrælkaður verið.“ „Ó-já, svo er nú sagt.“ „En viltu annars ekki gera svo vel og koma heim í kofann til ömmu gömlu, ég hugsa að hún hafi heitt á könnunni. Og svo á ég kannske eitthvað,11 segi ég lágt um leið og ég laut að eyra gamla mannsins. „Á, já, já, það kynni nú að vera með ykkur, þessa ungu,“ segir hann í sama tón, „en þökk fyrir, 'hann er fjandi napur núna og svo setur að manni af þessu snöltri hérna á plássinu. Ég er löngu búinn að klára mig og er bara að bíða eftir honum Bjarna í Koti, hann er nú eins og þú veizt alt af heldur seinn og dontusamur í kaupstað.“ „Hún er líklega ekki tolluð þessi,“ segir gamli Jón um leið og ég set fyrir hann axlafulla ákavítisflösku, svo að hann geti fengið sér bragð á meðan við bíðum eftir kaffidropanum. „Nei, það máttu bölva þér upp á að hún ekki er. En hvernig hefir Einar gamli í Botni það núna?“ „Ha, hvað segirðu maður! hann, sem er dauður.“ „Nú, það hefi ég ekki heyrt.“ „Ja, það er nú það, hann dó í vor og búið var alt selt.1 „Jæja, það hefir líklega ekki farið hátt í þessu árferði?“ „O, læt ég það alt vera, þetta var metfé og kostagripir, sem hann átti, karlinn.“ „Var hann ekki fyrir löngu búinn a5 fella Krumma?“ „Ónei, ekki var það nú, en hitt var það, að honum mun hafa komið það til hugar, því ekki sagðist hann selja hann. Hann sagði sem sé, að klárinn hefði stórum versnað í skap- lyndi þegar þú fórst þaðan og verið eins og hálfeirðarlaus lengi á eftir.“ „En hvað varð þá af honum? Hver keypti hann?“ spurði ég með áreynslu, sem ég reyndi að dylja. „Það kærðu sig nú ekki marg- ir um hann, svona gamlan hest, svo hann lenti hjá Garðari á Grund, og ekki hefir hann tap- að á því, honum verður flest að fé, manninum þeim.“ „Garðar? Ég man ekki eftir „Nei, það er ekki von, hann er nýfluttur í sveitina eitthvað sunnan að. Hann er efnabóndi, en argasti skepnuníðingur.“ „Krummi hefir líklega ekki átt sjö dagana sæla þar.“ „Ó, biddu sannan. Nei, það var nú eitthvað annað. Fyrst var nú alltaf verið að and- skotast á honum á hverjum degi, því alltaf var hann lip- uf’ undir hnakknum. Svo helt- ist hann og þá var hann sett- ur fyrir plóg og svo var nátt- úrlega reitt á honum af döluix- um, þó hann haltur væri.“ „Gékk þeim aldrei neitt illa að ná honum?“ „O! anzvít- inn, þeir höfðu hann bara í afturfótahafti.“ „Því var mann- helvítið ekki kærður fyrir svona meðferð?“. „Ja, kærður — o, það er nú si sona, það hefðu kannske ekki maxgir viljað verða til þess. Þetta er allra bezti náungi hann Garð- ar greyið, bónþægur og hjálp- samur.“ „Það eru ekki nema mestu illmenni, sem fara svona með skepnur“, mælti ég þunglega, „en segðu mér samt meira um Krumma.“ „Ja, hann var nú víst sendur suður á Nes á úti- gang um veturnæturnar, en Magnús sendi hann heim aft- ur og þau orð með, að svona horaða og á allan hátt illa með- farna skepnu tæki. hann hvorki á fóður né útigang, og ef eig- andinn ekki lógaði honum strax, þá skyldi hann kæra hann“. „Nú, lógaði hann hon- um þá?“ „Nei, biddu fyrir þér, hann hélt hann þyrði að sjá framan í Manga gamla og hreppstjór- ann. Svo var Krummi látinn á dalinn eftir veturnáttakast- ið, og þar hrapaði hann frarn af Fæluhyrnunni í norðanhríð- inni, sem hann gerði núna um daginn.“ „Og þar hefir hann farist?“ „Já, blessaður vertu, ég held nú það. En það er flest- um óskiljanlegt, hvað skepnan hefir verið að gera uppi á há hyrnunni, þangað fara hest- ar yfirleitt aldrei, eins og þú þekkir — og sízt á veturna.“ Ég starði utan við mig á Jón gamla, þar sem hann var langt kominn með flöskuna. Ég sá í huganum stór, brún augu, hvítar tennur, sem nört- uðu vingjarnlega í mig, og volg- ar nasir, sem stungu sér vin- gjarnlega ofan í hálsakot mitt. Ég snýtti mér hátt og lengi til þess að reyna að losna við herpinginn í kokinu og leyna vatninu, sem sat í augunum.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.