Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 06.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 06.08.1939, Blaðsíða 2
 Urn þessar mundir stendur heyskapurinn yfir, og er þá jafnan mikið að gera með þeim þjóð- um, sem lifa á kvikfjárrækt. Þessi mynd er frá Slóvakíu og sýnir heyskaparfólk, sem hefir tekið sér hvíld frá störfum stundarkorn. ekkert óefnilegur drengur að sjá.“ „Og ég tók ekki eftir því, að hann væri með þeim, þá er þeir fóru,“ mælti bóndi. „Ætli þeir hafi nú séð fyrir honum?" „Ekki held óg það,“ svaraði Ingibjörg. „Hann hefir líklega orðið eftir. Ég held, að þú hefðir átt að fá hann fyrir smala.“ Hefirðu orðið vör við hann?“ mælti bóndi. „Það væri gaman að sjá hann.“ Ingibjörg fann nú Sigurð og sagði honum, að faðir sinn vildi ta'a við hann, — „og vertu nú uppburðargóður," ráðlagði hún honum. Sigurður fór nú inn með henni. „Hvað er þetta?“ spurði bóndi, „ertu hér enn? Fórstu ekki með félögum þínum?“ „Ónei, svaraði Sigurður. „Hvað held- urðu að nú verði um þig?“ spuröi bóndi. „Ég veit ekki,“ svaraði Sigurður. „Viltu vera hjá mér í vetur og fara til mín í Vor fyrir smala?“ spurði bóndi. „Pað vil ég feginn," svaraði Sig- lurður. Hann var svo í Kalmans- tungu um veturinn. Sigurður var bónda mjög fylgisamur og reyndi til þess að vera sem lagnastur og ötulastur við fjárgeymsluna með honum, en Ingibjörg sparaði ekki að láía hann eiga gott, svo að honum fór mikið fram að afli og vexti um veturinn. Um vorið ,er Hólamenn komu að sunr.an úr verinu, komu þeir (við í Kalmanstungu og hittu Sig- urð. Þeir spurðu, hvort hann vi.di ekki koma með þeim norður aftur, en hann neitaði því og sagðist nú ekkert vera upp á þá kominn. Þeir ættu nú líka eftir áð borga sér peninga, er þeir hefðu lofað sér í hiaust er var, og ef þeir greiddu þá ekki af hendi þá þegar, þá skyldi hann koma upp um þá við húsbóndann, að þeir hefðu verið að gabba sig, og væri þá ekki að vita, hve góðu þeir ættu að fagna þar fram- vegis. Hólamenn vildu ekki að klækir þeirra yrðu hljóðbærir og greiddu Sigurði heldur sinn pen- Xieninginn hver. Síðan skildu þeir og varð fátt um kveðjur með þeim. Sigurður var smali í Kalmans- tunigu nokkur ár, og hélt Ingi- björg alltaf í hönd með honum. Síðan kvæntist hann henni og var ftjá tengdaföður sínum, unz hann dó. Þá varð hann bóndi í Kal- manstungu. Samfarir þeirra Ingi- bjargar voru hinar beztu og leið peim vel alla æfi. Jóa Steinsson op systur hans. Sleinn biskup Jónsson á Hólum og frú Valgerður kona hans áttu nokkur börn, og koma þrjú þeirra við þessa sögu: Jón Steinsson, sem tók sér viðurnefn- ið Bergmann, og systur hans tvær, Jórunú og Helga. Bróðir Síeins biskups hét Þorgeir og er sagt, að hann hafi búið úti á Skaga, áður en hann fór að Hól- um og varð ráðsmaður hjá bróð- ur sínum 1716. Þorgeir var af- bragðs læknir, og er það fært í frásögur um hann, að hann hafi komið inn auganu á konu, sem hafði dottið svo illilega að aug- áð lá úti á kinn; gat hann gert það að verkum, að konan fann lekkert til í auganu, en blind var hún á því alla ævi eftir fallið. Þorgeir átti lækningabók ágæta, og er sagt, að Jón bróðursonur hans háfi lagt undirstöðuna til læknislistar sinnar hjá honum, en þá hefir hann verið mjög ungur, hafi hann aðeins verið 16 eða 17 vatra, er hann sigldi 1714. Jón var þrjú eða fjögur ár erlendis og sóaði mjög fé sínu, en lærði læknisfræði. Jón Espólín lýsir Jóni svo, að hann hafi verið skáld gott og haft gáfur til hvers, sem vera skyldi, og svo góður læknir, að það hafi verið að minnum haft. Ýmis kvæði eru itil pnn í idag eftir Jón Steinsson, og sögumaður minn segír á- vallt hafa heyrt honum eignuð kvæðin „Ég veit eina baugalínu" og „Björt mey og hrein", sem annars eru venjulega eignuð séra S'.efáni Ólafssyni og prentuð eru 1 Ijóðmælum hans. Vísa þessi kvað og vera eftir Jón Berg- mann. Biið til máls með bjartan háls ber af áls ljóss sólum> dokkin frjáls er dýja báls dóttir Páls á Hólum. Það eru munnmæli, að sama vorið, sem Jón fór frá meistara þeim, er hann lærði læknislistina hjá hafi hann eitt sinn gengið hjá húsi hans og litið inn um glugga á læknisstofu einni, þar sem hann var kunnugur. Þetta var um kvöld. Jón sá inn um gluggann, að meistarinn var að reyna að ginna orm upp í múnn á magaveikri stúlku, er lá þar á borði, með hunangi og öðrum meðulum, en gekk það illa, því að í hvert skipti, sem ormurinn kom upp i kverkarnar á stúlk- unni og læknirinn kom með tang- arsnápana að hausnum á honum, hrökk hann undan og ofan í stúlkuna aftur. Jóni leizt ekki á þetta. Hann kallaði inn og sagði; „Gör Tangen varm, Herre.“ Ljós stóð á borðinu hjá lækninum. Hann ylaði töngina og tókst þá að ná í orminn. Sumir segja, að læknirinn hafi jafnskjótt hlaupið út með korða og ætlað að reka Jón í giegn, því að hann hafi óttazt, aÖ tiann mundi verða sér snjallari að frægð og aðsókn, ef hann ílendist þar. Jón hefir að öllum líkindum komið til Islands aftur sumarið 1717, og segir Jón Espólín, að hann hafi komið út á Akuœyri, en. munnmælín segja, að hann hafi komið út í Hofsós. Þegar hann var stiginn af skipsfjöl, gerði hann boð heim til Hóla, aö sækja sig og varnað sinn, og var þá maður sendur eftir honum út á Hofsós. Þeir fóru yfir Kol- beinsdal á inneftirleið, þar sem nú heitir Flekkuhvammur. Þegar þeir voru komnir yfir ána, stigu þeir af baki og tóku ofan af koffortahes'tum þeim, er þeir höfðu með sér; sáu þeir þá tvær kindur nálægt sér, utarlega í Ás- tungu, aðra hvíta, en hina svarta, Jón bað fylgdarmann sinn að hjálpa sér að handsama kindurn- ar. Þeir náðu þeim og bundu þær sauðbandi. Því næst opnaði Jón koffort sín, tók upp skurðfærí sín og skar annan bóginn af báðum kindunum. Síðan saumaði hann svarta bóginn á hvítu kind- ina, en á meðan hann var að þessum starfa, var hinn bógurinn orðinn svo líflítill, að Jón treysti sér ekki til að græða hann aftur við svörtu kindina, og slátruðu þeir henni. Jón sendi nú fylgdar- mann sinn heim með kofforta- hestana, en varð sjálfur eftir hjá kiadinni og dvaldist þar í þrjá sólarhringa, þangaö til hann var orðinn viss um, að hún mundi lifa; batnaði kindinni að fullu. Hún lifði mörg ár eftir þetta og varð hin vænsta ær, en

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.