Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 06.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 06.08.1939, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■; \ ^LIR, sem þekktu Jóakim Jósafatsson, vissu, að hann var gainall brennivínsberserkur. Enda væri synd að segja, að hann færi dult með pað, gamli í'maðurinn. Þegar hann var orðinn : vel hreyfur, átti hann pað oft = tit, að segja frá afrekum sínum frá fyrri árum, og var hann pá gafnan í essinu sínu. Jóakim var einn af pessum gömlu mönnum, sem lifðu í elli sinni á afrekum fyrri ára. For- * tiðin er heimur peirra og vitund. iEnn í dag upplifa peir svaðilfarir - ]k sjo og landi, enn í dag eru þeir sjálfir miðdepill æskudáða og at- hafna i pessu þorpi. Og því skyldu þeir ekki vera það? Höfð« þeir kannske ekki drepið nógu marga hákarla og drukkið nógu mikið brennivín til þess að eign- ast stöðugan þegnrétt í ríki minninganna? Þetta kvöld —■ það var í þorra- byrjun — sat hann hjá eina fé- laga sínum frá fyrri árum, sem enn var á lífi, Þórkatli í Hjalli. — Jóakim sagði honum sögurfrá fyrri árum, þegar hann hafði far- ið í kappdrykkju við tvo Norð- menn, drukkið þá út báða tvo og síðan drukkið erfi þeirra í vænni mörk af brennivíni. „Því þá drakk maður brennivín, eins og þú manst, en ekki sætinda- gutl eins Oig nú“ bætti hann við og spýtti fyrirlitlega út í horn. Þórketill hafði að vísu heyrt þessa sögu og aðrar slíkar á hverjunr degi í fjörutíu ár, en aðdáunin var jafnauðsæ á andliti hans, eins og þegar hann heyrði hana í fyrsta sinn. — Þeir höfðu drukkið margt staupið saman, kaflarnir, og löngum komið vel saman. — Þórketill hafði lengst af verið lítill fyrir sér, hann hafði ætíð verið heldur veikbyggður og gert sér fátt til frama. Það var því ekki að furða, þó. að þeim kæmi vel saman; Jóakirn hafði ailtaf frá nógu að segja, og Þór- ketill var hinn ákjósanlegasti á- heyrandi. Þórketill gamli var heldur eng- inn brennivínsberserkur; hann átti vanda til að fá klígju af því, sem hann drakk (og stundum uppsölu). — Það var víst mag- inn, sem farinn var að bila. — En Jóakim hafði sjálfsagt göðan n«ga, — og Þórketill bar ótví- ræða virðingu fyrir hinum ágætu hæfiíeikum vinar síns — á því sviði sem öðrum. — Jóakim dró pytlu upp úr vasa sírnyn. „Það er „petta“ af apó- tekinu,“ sagði hann; „pað er þó allténd bragðmeira en bölvað- ur ekki sen spanjólinn. Satt að segja hefi ég ekki smakkað al- mennilegan sopa, síðan þeir bönnuðu brennivínið.“ Þórketill gamli saup furðu hraustlega á og gretti sig hroða- lega. — „Já; það má rnikið vera, ef peir taka ekki upp á pví að banna að flytja sykur og kaffi — eða jafnvel tóbak! Það má skoll- inn vita, hve langt þeir geta komist í þessum afstyrmiskredd- um.“ — Þórketill gamli andaði þungt, er hann hafði haldið þessa ræðu; — hann var óvanur slikum hluturn — og skellti krukkunni niður á borðið, orðum sínum til áherzluauka. — Jóakim varð hálf hvumsa við þessari mælgi vinar síns, því satt að segja gaf hann ekkert um slík staffírugheit í karlhróinu. — En svo kinkaði hann brosandi kolli, gáfaður á svip, eins og prófessor í sálarfræði. — Vertu í eilífri náðinni; þeir eru ánægðir, höfð- ingjarnir, meðan þeir geta náð í eítthvað handa sjálfum sér, ein- hverja góða lö'fg, eða heldurðu kannske, að þeir leggi sér „lampaspritt“ til munns? — Nei, ónei, fuglinn minn, það geturðu sótbölvað pér upp á.“ — Gömiu mennirnir þögðu um stund og dreyptu öðru hvoru á krukkunum sínum. — Þetta voru annars ljómandi fallegar krukkur, og Þórketill gamli tímdi aldrei að taka þær fram, nema þegar Jóakim vinur hans kom til hans. Það voru límdir á pær rósóttir miðar með einhverjum útlenzkum áletrunum. Saga þeirra var ekki síður merkileg en útlitið. Þær höfðu endur fyrir löngu komið frá útlandinu með sultutau á tertu, sem sjálfur kaupmaðurinn át með kaffinu sínu. — Það var því ekki að furða, þó að Þórketill gamli reyndi eftir getu að vernda þessa dýrgripi frá tímans sínag- andi tönn. — Þannig héldu þeir áfram, unz flaskan var tóm. — Þórketill hallaði sér fram á hendur sínar, sem hann hafði lagt upp á borð- ið- Hann starði um stund niður á kvlstóttu greni-borðplötana sína, eins og hann væri að reyna að lesa einhverja hulda sögu út úr öllum rifunum og sprungunum í plötunni. — En brátt sigu augna- lokin niður yfir gömlu augun hans, sem ekki hafði tekizt að leysa hina huldu sögu borðplöt- unnar, — og seig mók á Þór- keúl gamla. — Jóakim réri fram og aftur í stólnum. „Sjáðu til, Ketill minn, svona er heimurinn, sjáðu, sko; það er ekki nóg til af brennivíni handa öllum, nei, ónei, sko; mennirnir eru orðnir svo margir. — Það er ekkert afgangs handa okkur, körlunum, — nema „þetta“ af apótekinu. Önnur var öldin, Ketill minn, þegar við drukkum upp úr brennivínskútnum sæla á tveimur sólarhringum; manstu það? Eða pegar „franzmaðurinn" strandaði á Eiðinu og við lifðum ekki á öðru en hákarli og brenni- víni í hálfan mánuð; manstu það, karlinn minn, ha? — Ertu sofn- aður, fuglinn minn, ha? ■— O- jæja; þú hefir jafnan ræfill verið garmurinn." Jóakim gamli Jósafatssen stóð upp og rölti út og heimleiðis. Hann var nokkuð reikull í spori, en komst þó heim hjálparlaust; — hann var vanastur því. — Honum gekk illa að sofna, þegar hann var lagstur fyrir. Hann bylti sér fram og aftur, en hann gat með engu móti sofnað, — það gerði bansettur hóstinn. — Brjóstið var farið að gefa sig, virtist alveg vera að bila. Ojæja, það var að vonum, því allt bilar í henni versu, fyrr eða síðar.“ Jóakim fékk slæma hóstahviðu og hann kófsvitnaði. — Það hrikti harkalega í kofanum hans, — hann var svo sem farinn að gefa sig líka, sem von var; hann var líka orðinn gamall, kofa- hróið. Jóakim gamli reis upp í rúm- inu sínu. Hann strauk skeggið sitt, sem nú var oröið næsta ótót- legt, og hlustaði á stonninn, sem gnauðaði við gluggann. Stonnur- inn hafði jafnan verið förunautur hans í lifinu og fiutti hann hon- um jafnan fornar myndir, skugga liðinna - daga. Myndir frá góðu árunum, þegar hann var ungur og hraustur og bakið beint- — Enginn hafði getað drukkið eins fast og Jóakim Jósafatsson, — það vi«sa allir. — Hann byltí s«r Krónprinsessa 50 ára. Louise krónprinsessa í Sví- þjóð átti 50 ára afmæli 13. júli síðastliðinn. nokkrum sinnum í bólinu sínu, gamli maðurinn, og stundi við. Hann hóstaði, svo að brjóstið ætlaöi að rifna. — Loks sofnaði Jóakim gamli Jósafatsson óg dreymdi um forna frægð — frá þvi ham var æðstiprestur i nrust- eri Bakkusar. Jóakim gatnla fór dagversnandi hóstinn og þyngslin fyrir brjóst- inu. — Honum var ráðlagt áð fara til læknis, en hann var í fyrstu mjög mótfallinn því, en loks lét hann þó tilleiðast, fyrir prábeiðni Þórkefils gamla. Læknirinn „hlustaði“ hann og skoðaði lengi og rækilega og muldraði eitthvað í kampinn á meðan. „Þetta er búið; þér meg- ið fara í.“ — Læknirinn settist við skrifborðið og skrifaði eitt- hvað á pappírsræmu, setn hann fékk svo gamla manninum. Jóakinr gantli hélt sig kunna að lesa, eins og hvern annan, en petta var ofvaxið Iestrarkunnáttu hans. — „Hvað á ég að gera við þetta?“ spurði hann. „Þér farið með þenna seöil á apótekið og fáiÖ svo þar glas með meðulum, — en munið, að þér eigið ekki að drekka úr því í einu, heldur „eina matskeið þrisvar á dag,*“ eins og á lyf- seðlinum stendur. — Og veriö þér nú sælir;-----vesgú næsti.“ Jóakitn gamli fór með lyfseðil- inn heirn til sín og reyndi að lesa jtað ,sem á hann var skrifað. En þetta voru eintóm krákustrik og óskiljanlegar rúnir, svo haiin var engu nær eftir. Jóakim gainli rölti með seðil-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.