Alþýðublaðið - 25.09.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.09.1943, Blaðsíða 5
JLaugardagur 25. sept. 1943, ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞAÐ eru engar öfgar þótt sagt sé, að tilkynning þessi kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Yfirlýsingunni um undantekningarnar tóku menn með stillingu. En yfirlýsingin um dauðadómana kom eins og reiðarslag. Þegar Oslóbúar vöknuðu til vinnu morguninn eftir var varla hægt að þekkja þá lengur. Enginn dráttur sást í neinu andliti og allir fóru beina leið á vinnustaðina. Hvergi sást merki um ótta eða skélfingu. Sérhver maður bjó yfir hatri og harmi. Þegar kunnugt varð að Hansteen og Wickström höfðu gert allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að hindra verk- fallið, varð reiðin enn þá magn- aðri. Enginn var í vafa um, hvers vegna Hansteen hafði verið myrtur. í meira en ár hafði hann orðið að semja við Þjóðverja. Trúnaðarmennirnir fóru alltaf til hans, þegar þeir þurftu á hjálp að halda. Þenn- an tíma hafði hann verið miklu meira en aðeins lögfræðilegur xáðunautur Alþýðusambandsins 1 samningunum við Þjóðverja hafði hánn sýnt að hann var þeim langsamlega fremri að hyggindum. Þeir urðu að smá- börnum frammi fyrir þessum tilgerðarlausa, unga manni. Og verst var, að þeir fundu þetta sjálfir. I Alþýðusambandinu var hann og Bueland öflugustu and- stæðingar Þjóðverja. Terboven átti margs að hefna daginn, sem hann lét taka Viggo Han- steen af lífi. — En þeir voru fáir. sem þekktu Rolf Wick- ström. Smám saman upplýstist þó, að hann var 29 ára gamall járniðnaðarmaður frá Skabo. Sem formaður félags síns hafði hann barizt á móti verkfallinu. Honum var ljóst, að opinber barátta myndi draga slæman dilk á eftir sér. Og svo átti hann að verða eitt af fyrstu fórnar- lömbum nazistanna. Margir á- líta, að Ludvik Bueland hafi átt að vérða hitt fórnarlambið, en ekki Rolf Wickström. En hann var fjarverandi þegar til- kynningin um undantekningarn ar var birt. Frá því 18. júní jhafði hann ekki tekið neinn þátt í verkalýðsbaráttunni. Það var hann, sem tekinn var fasi J.r í sölum Stórþingsins. Svo var honum sleppt úr fangelsi, en harðbannað að taka þátt í vorka lýðsbaráttunni. Nú var hann tekinn fastur á ný upp við Tyrifjord, langt fyrir utan oað svæði, sem undantekningin gilti, stefnt fyrir herrétt g dæmdur til dauða. Eins var t'a-- ið með Josef Larsson, sem af öllum mætti reyndi að koma í veg fyrir verkfallið. Hann hafði verið formaður sam- bands járniðnaðarmanna. Hvers Fílar á vegum úti. Fílarnir, sem myndin sýnir eru staddir á veginum milli Melbourne og Sydney í Ástr- alíu. Farandflokkur hefir þá til sýnis ásamt fleirum dýrum. En þegar flokkurinn ferðast milli borga eru fílarnir látnir annast flutning farangursins og útbúnaður sýningarflokksins Síðari grein : Skotln I Oslo 10« september ’41 vegna voru þeir dæmdir? S .vr- ið liggur í augum uppi. Báiir voru ákveðnir verkalýðssinnar, sem stóðu í vegi fyrir áform- um nazistanna gegn verkalýðs- samtökunum. Báðir voru seinna náðaðir og líflátsdóminum breytt í ævilangt fangelsi. Þann 11. sepember var svo tilkynnt, að rektor háskólans, dr. Didrik Arup Seip prófessor hefði verið settur af'. Stjórn Þjóðhjálparinnar var líka rekin, ennfremur. var Alþýðuhjálpin leyst upp og stjórn Norðmanna sambandsins var sett af með miklum hátíðleika. Það var ekki ástæðulaust þótt menn spyrðu, hvað þessi félög kæmu „marx- istisku verkföllunum11 við. Mönnum létti þó við það, að ekki skyldu fleiri dauðadómar vera framkvæmdir. Þetta var eitt af seinustu kvöldunum, sem Oslóbúar höfðu útvarps- tæki sín. Frá Lundúnum og Stokkhólmi heyrðum við frétt- irnar frá sænska iðnþinginu, þar sem forseti Alþýðusam- bandsins, August Lindberg, hafði haldið sína stuttu og ein- földu ræðu við hinn blóm- skrýdda, norska fána. „Skelf- ingu losnir höfum við hlustað á Sendisveinn óskast strax. Upplýsingar hjá afgreiðslumanni Alþýðublaðsins. Sími 4909. Ungl Hafnarfjörður. inga vanfar til að bera blaðið til kaupenda í Hafn- arfirði. - Upplýsingar hjá SigríÖi Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10. Hafnarfirói. tilkynningarnar um tvo af félög um okkur, sem þýzka setuliðið í Noregi hefir tekið af lífi. Ég vil ekki minnast á þann viðbjóð sem við höfum á þessum glæp. Við munum aldrei gleyma þess- um félögum okkar og munum halda minningu þeirra í heiðri —“. Það var eins og skyndi- lega hefði birt í dimmu stof- unni okkar. Við stóðum ekki einir í baráttunni. Á fimmtudag voru handtökur stöðvaðar, en svo hófust þær aftur á föstudag af fullum krafti. Þá voru m. a. varafor- maður norska Alþýðuflokksins og ritari hans, þeir Einar Ger- hardsen og Hjálmar Dyrendahl hnepptir í varðhald. Sumir trún aðarmanna verkalýðsins sluppu burtu gegnum greiparnar á Gestapo. Ákveðið hafði verið, að allir yrðu kyrrir í Noregi meðan nokkur líkindi voru á því að hægt væri að starfa þar lengur því miður biðu menn of lengi, og margir góðir menn, sem hefðu getað innt af hönd- um ágæt störf erlendis, sitja nú um óákveðinn tíma innan f angelsisvegg j a. Þegar undantekningarreglu- gerðin var upphafin þann 16. september, sátu mörg hundruð Norðmanna í fangelsi. Engirtn veit, hversu margir þeir voru. Daginn eftir að Terboven hafði tilkynnt, að undantekningar- reglugerðin væri numin úr gildi, gaf hann út tvær nýjar reglu- gerðir, sem í rauninni gerðu undantekningarreglugerðina gildandi um allt landið. í fyrri reglugerðinni stóð: „1. Sá, sem með verkfalli, verkbanni, skemmdarstarfsemi á vinnu- stöðvum, eða með því að æsa fólk reynir að draga úr afköst- um og trufla vinnufriðinn. verður dæmdur í fangelsi, eða til dauða, ef um alvarlegar sakir er að ræða.“ í hinni reglu- gerðinni stóð, að þetta skyldi gilda um allt landið. Herlögin áttu því að gilda áfram. Meðan f jöldafangelsanirnar fóru fram, tóku nazistarnir stjórn verkalýðsmálanna alger- lega í sínar hendur. Strax að morgni hins 10. september höfðu Tangen, Hansteen og all- ir formenn fagsambandanna verið teknir fastir. einkennis- búin, þýzk lögregla hafði um morguninri tekið sér stöðu í skrifstofum Alþýðusambands- ins. Starfsmönnunum, sem þar voru, var bannað að yfirgefa vinnustað. Jafnframt voru gjaldkerar sambandanna kall- aðir á ráðstefnu. Þar fengu þeir tilkynningu um, að öllum bankaviðskiptum væri lokað. Enn fremur var þeim skipað að láta af höndum suma sjóðí sambandanna. Gjaldkerarnir áttu, með líf sitt að veði, að sjá svo látnir norskir nazistar og fylgt. í stöður þeirra, sem hnepptir voru í fangelsi, voru svo látnir norskri nazistar og liðhlaupar. Þjóðverjar og nazistar Quisl- ings notuðu tækifærið til þess að ná undir sig öllum valdastöð- um innan norsku verkalýðs- samtakanna. Þeir náðu á vald sitt víðtækri skipulagningu og stórum fjárfúlgum. En það, sem. raunverulega þýðingu hefir í baráttu verkalýðsins: viljann til þess að berjast gegn fátækt og kúgun, hafa þeir ekki getað bugað, heldur hafa þeir styrlct hann. Terboven notaði van- hugsað verkfall sem tylliástæðu til þess að myrða og handtaka marga of helztu andstæðingum sínum. Hann áleit, að hann gæti ógnað norsku þjóðinni til þess að láta bugast. Afleiðingin var þveröfug við það, sem til var ætlast. Ekkert hefir stuðlað meira að því að þjappa norsku þjóðinni saman en skotin 10. september 1941. Blaðið „Fri Fagbevegelse“ lýsti ástandinu á eftirfarandi hátt 11. október 1941: „Verka- lýðshreyfingin er á valdi naz- ismans. Þeir vinna markvíst að því að neyða Alþýðusambandð til þess að hneigjast að naz- isma. Meðlimum alþýðusam- takarina er ljóst, hvað skeð hef- ir og hvert stefnir. Þeir haga sér samkvæmt því. Þeir borga árgjöld sín með semingi og fara ekki með neitt mál til fé- lagsstjórria sinna. Illa er mætt á þeim fáu fundum, sem haldn- ir eru. Verkamennirnir snúa með djúpri fyrirlitningu baki að þeim keyptu „verkfærum“, sem nú eru „trúnaðarmenn“ í skrifstofunum. Þeir bíða eftir hinum nýja vinnudegi, sem þeir vita að í vændum er. Hvað líður gjaldþrotamálinu mikla, sykurseðlasvika- málinu og fleiri málum. Prestarnir í útvarpinu — jazz- inn — og annað bréf frá Rúnka í Rauðhólum. H ANNES Á SJÓNARHÓLI" skrifar mér á þessa leið: „Einu sinni var spurt: Hvað dvel- ur orminn langa? Nú er spurt: Hvað dvelur réttvísina að fella dóm í stóru málunum frá s. 1. vetri, gjaldþrotamálinu hans Guðm. H. og sykurseðlafölsunarmálinu?! — Mánuður eftir mánuð Iíður svo, að ekki er með einu orði minnzt á þessi mál. Þetta er farið að vekja undrun. Það var þó ekki lítill bæxlagangurinn, þegar verið var að skýra frá þessum málum upp- haflega. Stærsta gjaldþrotamál á íslandi! stærsta svikamál á íslandi! var hrópað.“ „SÍÐAN HÓFST nokkurra mán- aða rannsókn — síðan þögn. Var kannske aldrei neitt í raun og veru athugavert við þessi mál? Ef svo væri, ætti réttvísin að lýsa því yfir opinberlega. Ef engin slík yfirlýs- ing kemur og enginn dómur fellur í málunum, fær alþjóð þá hug- mynd, að þau séu „svæfð“ af ein- hverjum ekki hollum ástæðum.*5 „ÉG VERÐ AÐ SKRIFA nokkur orð um útvarpsmessurnar. Fyrír mitt leyti — og ég veit, að svo er um fleiri — er ég óánægður með það, livað fáir prestar taka þátt í þeim. Á sumrin eru hér oft á ferðalagi prestar utan af landi, og ætti þá að fá þá til að embætta í annarri hvorri kirkjunni, eða Háskólakapellunni. Hinn tíma árs- ins á að skipta útvarpsmessunum miklu jafnar milli Reykjavíkur- prestanna en gert er. Eins og stendur og að undanförnu er lang- oftast útvarpað ræðum þriggja þeirra, en mjög sjaldan hinna fimm.“ „HVAÐ VELDUR ÞESSU? Það verður að segjast, að fólk er ó- ánægt yfir þessu, bæði hér í bæn- um og úti á landinu. í fyrsta lagi af því, að því finnst að útvarpið, sem er alþjóðastofnun, geri upp á milli prestanna, og í öðru lagi af því, að það — fjölmargt — vill fá að hlusta á þá presta, sem flytja boðskap, sem því er kær og hjart- fólginn, en svo er um boðskap þann, sem byggður er á sálarrann- sóknum nútímans. Reykjavíkur- prestarnir átta flytji jafnmargar ræður hver í útvarpið. Það er krafan.“ „ÉG VAR AÐ LESA greinina hennar Hallbjargar. Ekki bjóst ég við að jazzinn fengi annað eins rot- högg hjá henni, því hún leggur það ekki að ólíku, að hlusta á jazz tónlist og drukkinna manna söngl Þótt samlíkingin sé heldur slæm fyrir jazzinn, er hún samt góð. Hvorttveggja minnir á það lága, ó- þroskaða, villta. Jazzinn er kom- inn frá manntegund, sem stendur yfirleitt á lágu stigi, og er því eðli- legt, að honum bregði til fósturs. Mér finnst jazzinn vera nokkuð það sama fyrir ungu kynslóðina og lestur sorpskáldsagna, þar sem helztu lýsingarnar eru af kyn- ferðisöfgum og saurlifnaði. Hvort- tveggja miðar að því að draga Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.