Alþýðublaðið - 25.09.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.09.1943, Blaðsíða 6
ALÞVðUBLAÐIÐ Laugardagur 25. sept. 1943. Tilkynning frá Alþýðusambandi íslands. Námskeið Alþýðusambands íslands fyrir meðlimi sambandsins, hefst í Reykjavík 2. nóvember n.k. — Umsóknir sendist skrif- stofu sambandsins fyrir 25. okt. n.k. Alþýðusamband íslands. Vörubílaeigendur. Höfum fengið ágætis tegund (Gar Wood) vökvasturtur. HEILDSALAN H. F. Túngötu 6. Símar 5355 og 4126. Stúlkur vantar á Hótel Borg. Góð kjör. Herbergi getur komið til greina. Upplýsingar í skrifstofunni. UANNES A HORNINU Frh. af 5. síðu fólkið niður á við til hinna frum- stæðari dýra.“ RUNKI í RAUÐHÓLUM skrifar í dag: ,,Ég skrapp upp að Baldurs- haga í bráðabýtið í morgun í veg fyrir Alþýðublaðið til þess að sjá, hvernig kollega mínum á mennta- málasviðinu, Hannesi á Horninu, hefði tekizt að ráða fram úr hug- dettum þeim löllum og ýmislegum málfræðiskellum, er ég sendi hon- um í kunningjabréfi mínu hérna á dögunum til þóknanlegrar athug- unar, og sá ég þá, að smávegis kórvillur höfðu komizt þar að í prentsmiðjunni, línurugl og þess konar, sem Hannes minn mun þó ekki hafa átt neina sök á, því „þeta getur komið fyrir á allra beztu bæjum“, . eins og karlinn sagði.“ „AÐ ÞESSU SINNI vildi ég að- eins drepa á (það á þó ekki að vera nein ádrepa) eitt orð, sem ekki komst að í síðustu hugdettum mínum sökum þess, að það þurfti nokkurra skýringa við og útlist- unar, svo treggáfuðum mönnum tækist að finna út (útfinning mundi það verða nefnt á voru máli) hvað það þýðir. — Annars er útfinning ekki lakari en útþynning, uppfinn- ing, útsynningur eða útræna, hjá- ræna o. s. frv., svo að þetta er eitt hið bezta nýyrði, sem ég hefi fund- ið nýlega, og er allur réttur áskil- inn með notkun þess). Já, — þetta, sem ég nú vildi benda á, er það, að meðal hinna meiri háttar sjávardýra er hvalstegund ein, er gómskella heitir — bætist þá enn ein skellan við! — og var hún svo herkæn, að hún lætur neðri skolt sinn nema við yfirborð sjávarflat- arins, en efri skoltinn lætur hún standa lóðrétt upp úr sjónum. Verði \nú einhverjum það á, að ráa báti sínum eða skipi yfir neðri skoltinn, skellir hún þeim saman og gleypir svo - „heila dótið“, „menn og mús“. „EN SVO HEFIR og orð þetta víðtækari þýðingu: Það er oft notað til þess að sýna munnferðið (er þetta ekki nýyrði?) á' þeim, sem skrafa mikið (sbr. skerrjála eða skrafskjóða, sem einhver var að fræða oss um í útvarpinu í fyrra og taldi það víst þá, að eng- ínn skildi). Ekkert leiðrétti hann þó af þessu né skýrði, þótt þess væri full þörf.“ „EFTIR ÞESSU virðist mér því, að gómskella og skerrjála geti táknað eitt og hið sama, og svona getur það verið um ýmsar dettur og skellur, eins og áður var að vikið í hinni fyrri vísindalegri rit- gerðinni, sem aðeins var byrjun, en engin endalok, á hugdettum mínum. Nógu er af að taka, og það veitir ekki af, þótt fjólurnar séu tíndar upp úr öllum arfanum og illgresinu, sem hinir spreng- lærðu garðyrkjufræðingar vorir hafa sáð í hinn frjósama málfræði- matjurta gróðrarreit vorn.“ „FJÓLURNAR kvað mega rækta í jurtapottum heima hjá sér, og verða þær þá einna fallegastar, einkum ef að þeim er borin ein- hver stjórnmálamykja, en hana er ekki að finna hérna í Hólunum hjá mér, síðan þeim var umturn- að og velt niður í vegina hér í kring.“ Illa farið með gott mál. Frh. af 4. síðu. bandalaginu eins og til þess er stofnað. Ekki vegna þess, að það telji ekki, eins og komizt er að orði í samþykkt, sem gerð var á nýafstöðnu þingi þess, nána samvinnu við Alþýðusam- bandið mjög mikilsverða og æskilega, héldur vegna hins, að það telur slíka samvinnu að- eins hugsanlega „á hreinum stéttargrundvelli launþegasam- takanna, óháð öllum pólitísk- um flokkum“. En auk þess tel- ur það þátttöku af sinni hálfu í þeim samtökum, sem fyrir- huguð eru, ekki geta komið til greina, nema samkomulag yrði gert um stefnu þeirra milli þess og Alþýðusambandsins. Eins og sjá má á þessum und- irtektum opinberra starfs- manna, blæs ekki byrlega fyrir hinu fyrirhugaða bandalagi hinna vinnandi stétta; enda er það varla von eftir að komm- únistar eru með flokkspólitísk- an ávinning fyrir augum búnir. að falsa hugmynd þess eins og hér hefir verið lýst. Þeir hafa sannarlega haft lag á því að spilla fyrir góðu málefni. Soffia Ingvarsdóttir: Kvennaheimilið Hailveiprstaðir. ÞAÐ er alllangt síðan nokkr- ar framtakssamar konur vöktu athygli á því, að brýn þörf væri á, að hér í Reykjavík risi upp dvalarheimili og gisti- hús fyrir aðkomukonur. í þeirri stofnun ættu jafnframt að vera salarkynni fyrir fundi og sam- komur hinna ýmsu kvenfélaga bæjarins. Sókn þessa góða máls hefir verið helzt til hægfara. Þó er nú ýmislegt búið að gera þessu máli til undribúnings og ber það að þakka. Kvennaheimilið Hallveigar- staðir h.f. var fyrst stofnað til fjáröflunar í þessu skyni og öfluðust með hlutabréfasölu rúmar 43 þús. kr. Enn fremur á félagið nú til umráða tvær af glæsilegustu byggingarlóð- um bæjarins. Þessar lóðir eru samliggjandi og takmarkast ai Öldugötu, Túngötu og Garða- stræti. Auk þess er til í Hall- veigarsjóði um 50 þús. kr. Nú síðast hefir stjórn Kvenna- heimilisins Hallveigarstaðir h. f. leitað samstarfs við kvenfélög bæjarins. Hafa formenn þeirra flestra skrifað undir áskorun til alþingis um að veita á fjár- lögum 1944 styrk til byggingar Hallveigarstaða, sem notaður yrði þegar batnar í ári með byggingarefni. Kvennaheimili eru okkur mörgum að góðu kunn. Þau tíðkast í ýmsum borgun ná- grannaþjóða okkar og þyrftu Hallveigarstaðir sízt að vera eftirbátur þeirra hvað notagildi og fyrirkomulag snertir Hér á landi eins og annars staðar streyma ungar stúlkur til náms og dvalar til höfuð- borgarinnar. Það væri góð trygging umhyggjusömum for- eldrum, er senda dætur sínar frá sér, ef þeir vissu, að þær gætu átt athvarf í slíkri stofn- un undir reglubundinni umsjá, en þyrftu ekki að láta tilviljun ráða hvar þær koma til með að búa. Hér er mikill hörgull á við- unandi og viðráðanlega dýrum gististöðum. Mikill fjöldi kvenna utan af landi sækir höfuðborgina tíma og tíma bæði til að leita hér sérfróðra lækna og ýmsra annarra erinda vegna. ’Þessum konum myndi þykja slíkt kvennaheimili ákjósanleg- ur samastaður. Húsmóðir að austan og húsmóðir að vestan hafa' gott af því að kynnast og tala saman. Innan þeirra verka- hrings gera vart við sig sam- eiginleg vandamál. Síðast en ekki sízt hefir það mikla þýðingu fyrir kvenfélög- in hér í Reykjavík, að þau geti fengið samastað fyrir fundi sína og samkomur. Það hefir þráfaldlega sýnt sig, að kven- félög hafa verið frumkvöðlar að ýmsum menningar- og fram- faramálum. Það er því í engu ómerkt að styðja félagslíf kvenna. Meðlimir hinna ýmsu kvenfélaga og kvenfélögin í heild ættu því að ganga vel fram og styðja mál Hallveigar- staða bæði í orði og verki. Á morgun, sunnudaginn 26. sept., verður hér merkjasala til ágóða fyrir hið væntanlega kvennaheimili. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir á að bera eins og kunnugt er nafn Hallveigar, konu Ingólfs Arnarsonar. Án efa vilja allir Reykvíkingar sýna minningu hinnar fyrstu reykvísku húsfreyju þann sóma að kaupa merki dagsins og gera þannig sitt til að Hallveigar- staðir fái sem fyrst risið upp og með sem mestum sóma. Soffía Ingvarsdóttir. S DAGSBRÚN. Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 26. september nk. kl. 4 sd. í Iðnó. DAGSKRÁ: 1. Erindi: Atvinnuhorfur eftir stríð: Sigfús Sigurhjartarson ^ aljþingismaður. 2. Félagsmái: Atvinnuhorfur í vetur, næturvinnan við höfnina o. fl. 3. Dýrtíðarmálin og starf sex-manna-nefndarinnar: Þor- steinn Péturssou og Þóroddur Guðmundsson. alþingism. Verkamenn, fjölmennið og mætið stundvíslega. St jórnin. AU6IÝ5IÐ I ALÞÝDUILAÐINU Áuglfsing um hámarksverð. Með tilliti til árstíðarsveiflna á verði eggja hefir Við- skiptaráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggjum frá og með 25. september 1943. í heildsölu ...... Kr. 14,60 í smásölu ........ kr. 17,20 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin tilkynning Viðskiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 30. apríl i síðastliðinn. ^ Reykjavík, 24. sept. 1943. Verðlagsstjórinn. s s s s S 'V;. FlmmtuB idag: Frfi Gnðrún Sigirðar- dóttir Hofsvallag. 20 ÞAÐ er ekki vegna þess, Guðrún mín góð, ég grátlega finn og skil, að eg er ei fær um að yrkja það ljóð, er unnið hefirðu til. En til þess fór ég að byrja braginn, að bjóa þér: góðan daginn. Þín æfisól heldur úr hádegis- stað, en hvergi er á lofti ský. Þótt ártalið væri — ég veit ekki hvað, þú værir jafn ung fyrir því. Æskuna berðu á brá og í orðum og brosið er hlýtt eins og forðum. Þú valdir ung þinni orku svið og ei er það tilviljun nein, áð þú hefir kosið að leggja því lið, er læknar hin sárustu mein. Haf þökk fyrir allt, er þú veittir í verki til vegs fyrir Reglunnar merki. Haf þökk fyrir samúð og hlýja hönd, er hefir þú smælingjum rétt. Haf þökk fyrir vilja og „vakandi önd“, er vannstu í hag þinni stétt. Haf þökk fyrir ástúð og umhyggju þína, er angruðum vildir þú sýna. Að síðustu þakka ég svo fyrir mig, fyrir sérhverja hlýja stund. Mér var það gróði að þekkja þig og þína göfugu lund. Hvað vel er unnið þín sýnir saga. Sæl vertu alla daga. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum. Grein Clappers. Frh. af 3. síðu. aðstoða ekki við endurvopn- un Þýzkalands eða annarra árásarþjóða með því að selja þeim efni, sem mnu verða neituð þeim annars staðar. í SKÝRSLU SINNI gaf Roose- velt í skyn, hve mikið þarf til þess, að vinna sigur í nútíma hemaði. Sem betur fer fyrir frjálsa menningu, þá eru okk- ar megin í baráttunni jafn voldugar iðnaðarþjóðir og Rússland, Stóra-Bretland og Bandaríkin. Án þeirra væri ástandið í Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi, Spáni og meðal fjölda annarra þjóða ef til vill enn verra en í Danmörku nú se mstendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.