Alþýðublaðið - 25.09.1943, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 25.09.1943, Qupperneq 7
Laugardagur 25. sept. 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ Bœrinn Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. 12.10- 15.30- 19,25 20.00 20.30 20.45 21.15 21.35 21.50 22.00 24.00 ÚTVARPIÐ: —13.00 Hádegisútvarp, —16,00 Miðdegisútvarp. Hljómplötur: Samsöngur. Fréttir. Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. Upplestur: „Islandsklukk- an“; sögukafli (Halldór Kiljan Laxness rithöf.). Einsöngur:' Kristinn Þor- steinsson frá Akureyri. Hljómplötur: Gamlir dansar Fréttir. Danslög. Dagskrárlok. Á rakarastofnnni og yfirleitt hvenær sem þér hafið stund til lesturs, þá er HEIMIL- ISRITIÐ tilvalið. Það kemur ut mánaðarlega með léttar smásögur og úrvals smá- greinar. Efnið er sérstaklega val- ið til lesturs í frístundum og hvíldar frá störfum eða lestri þyngri bóka. Ritið er smekklegt og handhægt. Það má stinga því í vasann og hafa með sér hvert sem er, án þess að mikið fari fyrir því Fæst í næstu bókabúð. ^ehullisriíi S Afgr. Garðastr. 17. Símar: 5314-2864. i ^PIymouth s s s \ \ IModel 1942 tli sölu. Tilboð S ^ sendist afgreiðslu blaðsins) ^ fyrir 1. okt. merkt ,Plymouth ^ * 1942’. S ! i Nýslátrað dilkakjöt Lifur Svið Kindabjúgu Miðdagspylsur Kjötverzlanir Hjalta Lyðssonar, Grettisgötu 64. Hofsvallag. 16, (Verka- mannabústöðum). Fálkagötu 2. Sendisveinn óskast 1. okt. hálfan eða allan dag- mn. G'ÓTSVtm GARÐASTR.2 SÍMI 1899 Sextuqar í úm: fiflð'anBOf EiRsrsson EXTUGSAFMÆLI á í dag Guðlaugur Einarsson verka maður, Reykjavíkurvegi 27, Hafnarfirði. Fyrir 20 árum fluttist Guð- laugur úr átthögum sínum í Rangárþingi og settist að hér í Hafnarfirði. Gerðist hann skjótt góður liðsmaður Alþýðu- flokksins, og hefir rúm hans þar jafnan verið vel skpiað, þvi að maðurinn er heill og ein- lægur með ágætum hverju því málefni, sem hann ann og tel- ur verðugt fylgis. Þessi ein- lægni hans og áhugi ko mog glöggt fram í Verkamannaie- laginu Hlíf, en þar hefir hann verið félagsmaður síðan hann fluttist hingað. Ekki er þetta þó svo að skilja, að Guðlaugur hafi að jafnaði haft sig mikið í frammi í flokks- eða félagsmál- um, því að hann er að eðlisfari fáskiptinn og enginn málrófs- maður. En vel megum við' fé- lagar hans muna það, að stund- um komu viturlegar og ger- hugsaðar tillögur um úrlausn mála frá þessum yfirlætislausa manni, þegar mikinn vanda bar að höndum. Hafði hann þá oft, við sína rólegu íhugun, komið auga á atriði, sem miklu máli skiptu, en okkur hinum hafði sézt yfir í baráttuhitan- um. Guðlaugur er prýðilega greindur maður og ágætlega ritfær, þó að fátt hafi hann lát- ið koma fyrir almenningssjónir frá sinni hendi, því miður. Ver hann tómstundum sínum mjög til lesturs og annarra bóklegra iðkana. Eru bækur þær, sem hann les, ekki valdar af verri endanum, enda hefir hann aflað sér mikillar þekkingar á bók- menntalegum efnum. Mun ætt- fræði honum éinna hugþekkast viðfangsefni. Guðlaugur er kvæntur Krist- ínu Kristjánsdóttur frá Mar- teinstungu, greindri og góðri konu. Ég vil nota tækifærið við þessi tímamót í lífi Guðlaugs Einarssonar til þess að þakka honum fyrir góða viðkynningu og gott samstarf í flokks- og fé- lagsmálum. En alveg sérstak- lega þakka ég honum fyrir fölskvalausa einlægni og frá- bæran trúnað við þessi sameig- inlegu áhugamál okkar undan- farin 20 ár. Að síðustu óska ég Guðiaugi og hans ágætu konu góðs gengis á ókomnum árum. Kjartan Ólafsson. Nokkrir vagnhestar og hryssur verða til sölu, ó- dýrt á morgun, (sunnudag) kl. 4—8 síðdegis við Geit- háls. Frh. af 2. síðu. væri um að ræða bein fjárfram lög úr ríkissjóði til stuðnings þessum kirkjubyggingum. Brynjólfur dvaldi og alllengi við afstöðu sína til þjóðkirkj- unnar almennt. Kvaðst hann mótfallinn því, að ríkið styrkti nokkurt trúarfélag öðru fremur og þjóðkirkja ætti engin að vera. Aðrir ræðumenn bentu Brýnj ólfi á, að með frumvarpi. þessu væri ekki verið að gera ráð fyr ir fjárútlátum úr ríkissjóði vegna þessara kirkjubygginga, heldur það, að hið opinbera legði ekki stein í götu fjáröfl- unarinnar. En með henni væri beinlínis verið að létta útgjalda byrðum af ríkissjóði. Hvað skoð unum þingmannsins á kirkju- málum almennt viðvéki, þá vár honum bent á, að honum myndi heppilegra að berjast fyrir af- námi þjóðkirkjunnar þegar til endurskoðunar stjórnarskrár- innar kæmi. heldur en blanda því í þetta mál. Gísli á Bíldudal notaði þetta tækifæri ti-1 að ræða skattamál almennt. Kvað' hannn skatt- heimtuna keyra úr öllu hófi. Ekki gat hann þess þó, að hann myndi bera fram tillögur til breytinga á skattalöggjöfinni í sambandi við þetta mál. Eftir langar, leiðinlegar og þreytandi umræður um þetta mál, þar sem þingmenn töluðu á stundum fyrir nálega auðum stólum í deildinni, var loks gengið til atkvæðagreiðslu. Voru frumvörpin því næst sam þykkt með 8 atkv. gegn 2 (Brynj ólfur og Steigr. Aðalst. á móti) og vísað til 3. umr. HeilbriBðisskýrslor. Frh. af 2 .síðu. lúshreinsun nálgaðist það að takast. Það er lítið fyrirtæki að telja alla landsbúa, en Hag- stofan kann um það að bera, hve erfitt er að láta engan sleppa undan talningunni. A því má nokkuð marka það, — hver vanhöld yrðu á því, að allir lúsakroppar landsins næðust til hreinsunarinnar, að ekki sé talað um, hverjir erfið- leikar yrðu á því að láta enga lúsina sleppa lifandi undan -- Og er hér komið að kjarna málsins. Að óbreyttu menning arástandi þjóðarinnar, að þv er tekur til persónulegs þrifnað- ar, mundi hún að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum frá hreinsuninni vera orðin jafn lúsug aftur. Þjóð, sem er á því menningarstigi, að hún umber lús og kann ekki eða hirðir ekki um þrífa sig — hvert heimili og að kalla hver einstaklingur — hlýtur að verða lúsug og á skilið að vera það. Lúsin verður ekki unnin með neinni leiftursókn ofan að, heldur með aukinni menningu, hvers heimilis og hvers ein- staklings, sem seint og sígandi vinnst, unz lúsin á sér hvergi griðland og verður ekki við vært. Hér er fyrst og fremst verkefni skólanna, ekki sízt kennara-, alþýðu- og hús- mæðraskóla, sem læknum er skylt að styðja í þessum efn- um með ráðum og dáð, en því mega þeir vel koma við í sam bandi við skólaeftirlitið, enda gera það margir. í hendur skóla og heimila hefir þegar verið allvel búið af hinu opin- bera að þessu leyti, með því að hverju barni er fengin ókeypis kennslubók, sem meðal annars veitir glögga fræðslu um lús og önnur óþrif, svo og hvernig þeim megi verjast. Um hið sama efni má og fá ýtarlegri fræðslu í sóttvarnareglum þeim, er heilbrigðisstjórnin TILKYNNING. Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til hækkaðrar vísitölu, að frá og með 1. okt. megi saumalaun ekki vera hærri en hér segir: I. Klæðskeraverkstæði: Á klæðskerasaumuðum karlmannafötum mega sauma- laun eigi vera hærri en kr. 320,00 fyrir einhneppt föt, en kr. 530,00 fyrir tvíhneppt föt. Fyrir klæðskerasaumaðar kven- kápur mega saumalaun vera hæst kr. 183,00, en fyrir dragt- ir kr. 202,00. Fyrir algenga skinnavinnu má reikna hæst kr. 20,00, auk hinna ákveðnu saumalauna. II. Hraðsaumastofur: Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst kr. 275,00. Hjá klæðskeraverkstæðum og hrað- saumastofum skulu saumalaun á öðrum tegundum fatnaðar vera í samræmi við ofangreint verð. III. Kjólasaumastofur: Saumalaun á kápum mega hæst vera kr. 150,00, nema ef um algenga skinnavinnu er að ræða, þá hæst kr. 170,00. Fyrir saum á drögtum má hæst taka kr. 165,00. Reykjavík, 24. sept. .1943. Verðlagsstfórínn. s \ s \ s \ s, s \ s S s s s s s < s s S s * * gefur út og hvert heimili á kost á að fá ókeypis. Mikil stoð væri það þessum og öðr- um þrifnaðarmálum í landinu, ef hvert sveitarfélag hefði á að skipa ötulli og vel lærðri hjúkrunarkonu, er leiðbeindi um þrifnaðarhætti og aðra heilsuverndarstarfsemi á heim ilum. Er hér nærtækt verkefni handa kvenfélögum landsins að beita sér fyrir, en stjórn heilbrigðismálanna, skylt að veita þeim fulltingi sitt. Um illa umgengin salerni og salernaleysi á heimilum er svipuðu máli að gegna og lús- ina. Þar eiga skólar og kenn- arar líkar skyldur að rækja. En salernamenning skólanna sjálfrar lofar sjaldnast miklu góðu um tilþrif í þeim efnum, og mættu skólalæknar gerast þar kröfuharðari og fylgja kröfunum betur eftir en þeir hafá almennt gert til þessa.“ Hveragerði. Frh. af 2. síðu. ilum og sveitahúsi Menntaskól ans í Reykjavík. Skal á útmán- uðum 1944 láta fara fram land skipti milli jarða í Reykjaeign- inni og ætla fyrir framtíðarstað vegna sjúkrahúsa og mannúðar stofnana, svæðið frá Baðstofu- hver að klettahæðinni austan við túnið í Reykjakoti. Jarðirnar Vellir og Kross skulu haldast í einkaábúð, þar til að því kem- ur, að ríkisstofnanir þær, sem starfræktar eru á Reykjaeign, þurfa að halda á til sinna þarfa einhverju af landi nefndra jarða eða jörðunum öllum. 4. gr. Stjórnarnefnd Reykja- eignarinnar hefir umboð yfir framangreindum fimm jörðum og landshlutum, sem síðar kann að verða bætt við samkvæmt fyrirmælum alþingis. Nefndin innheimtir landsskuld af leigu- jörðum og lóðum, sem tilheyra Reykjaeign, svo og gjöld fyrir ‘ hlunnindi, sem leigð eru um stundarsakir. Hún byggir jarð- irnar Velli og Kross, meðan það þykir henta, og ráðstafar mannvirkjum, sem einstakir menn eiga á eigninni, jafnótt og leigutíminn rennur út. Engar byggingar né önnur mannvirki má gera á landi Reykjaeignar, nema áður komi til samþykki nefndarinnar, enda liggi þá fyr ir fullkomnar teikningar og á- ætlanir um verkið. Nefndin get ur veitt afnotarétt af landi eða hlunnindum til 5 ára í senn, enda komi samþykki ráðherra til og trygging fyrir, að mann- virki, sem leigutakar kunna að reisa á þessu ríkislandi, verði eftirsóknarverð eign fyrir ríkið. þegar leigutíminn er liðinn. IStjórnarnelfnd Reyikjaeignar sendir fjármálaráðuneytinu í j&núar ár /hvert skýi'slu um tekjur og gjöld af eigninni, svo og um framkvæmdir og umbæt ur, sem þar hafa verið gerðar á síðastliðnu ári. 5. gr. Þegar ríkisstjórnin hef ur notað heimild laga nr. 42. |3<). júlí 1942 og framkvæmit kaup á landi því, sem liggur milli Varmár, Kamba, Öxna- lækjar og Grýtu, skal þessi eign, að viðbættri jörðinni Kröggólfs stöðum í sömu svejit, standa undir sérstakri nefnd, sem kall ast, stjórn Hveragerðiseigna. í nefnd þessari e|ga sæjti þrír menn. Gilda um kjör þeirra á- kvæði sveitarstjórnarlaganna. Atkvæðisrétt til að kjósa þessa nefnd hafa allir, sem heima eiga á landi Hveragerðiseigna þrjá mánuði ársins eða meira. 6. gr. Stjórnarnefnd Hvera- gerðiseigna hefir fyrir hönd rík isins umboðsvald yfir Hvera- gerðiseignum. Hún hefir enn- fremur vald venjulegrar sveita stjórnar yfir eftirtöldum málum á landi Hveragerðiseignar: Vega gerðum, að frátöldum þjóðveg- um, rafmagnsmálum, jarðborun um, leiðslum á landi eignanna vlegna gufu vatns og mann- virkja. Stjórnarnefnd Hvera- gérðiseigna getur tekið lán gegn veði í landi og mannvirkjum Hveragerðis til þeirra fram- kvæmda í þorpinu, sem til eru teknar í þessum lögum, enda komi til samþykki meirihluta þeirra, sem kosningarétt hafa samkvæmt lögum þessum varð andi málefni eignarinnar, svo og samþykki fjármálaráðherra. Stjórn Hveragerðis fær þóknun fyrir störf sín eftir sömu regl- um og tíðkast um sveitarstjórn ir. Ráðherra ákveður með reglu gerð fyrirkomulag kosninga til stjórnarnefndar Hveragerðis, um verksvið nefndarinnar og að stöðu hennar gagnvart ráðu- neytinu.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.