Alþýðublaðið - 13.06.1944, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1944, Síða 4
^TBmBL£2SÐ Þriðjudagur 13. júuí 1944. Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjórtn og afgreiðsla í Al- i-ýðunúsinu vió IT Útgefandi: Alþýðuí'lokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lpusasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fram rétt bróðirhðnd UM HELGINA bættist ein þjóðin enn í hóp þeirra, sem raunverulega hafa viður- kennt íslenzka lýðveldið áður en stofnun þess er Jýst yfir. Svíar hafa nú falið sendifull- trúa sínum hér, herra Otto Johansson, að vera sérstakur sendiherra Svíþjóðar eða „envoyé en misson spéciale“ á lýðveldishátíðinni. Eru Svíar önnur Norðurlandaþjóðin, sem útnefnir sérstakan fulltrúa fyr- ir sína hönd vegna fyrirhugaðra hátíðahalda hér á landi í tilefni af stofnun lýðveldisins. Áður hafði norska ríkisstjórnin í London falið sendiherra sínum hér að mæta á lýðveldishátíð- inni, sem sérstakur sendiherra Noregs, eins og kunnugt er. * Vinarþel það, sem lýsir sér í þessum ráðstöfunum Norður- landaríkjanna tveggja í garð ís- lands og íslenzku þjóðarinnar, er íslendingum mjög kærkom- ið. Svo mikilsverðar og þýðing- armiklar sem viðurkenningar engilsaxnesku ríkjanna eru fyr- ir okkur fslendinga, hefði þó slegið verulegum skugga á gleði þjóðarinnar á hinum einstæðu tímamótum ef hræðraþjóðir okk ar á Norðurlöndum hefði vant- að í hóp þeirra þjóða, sem sýna okkur þann mikilsverða vott virðingar og vinsemdar að út- nefna sérstaka fulltrúa við há- tíðahöldin, er í hönd fara. Við Norðurlandiaþjóðirnar eru ís- lendingar tengdir sterkum bönd um frændsemi og náinnar kynn- ingar. Og það er áreiðanlega ekki ofmælt, þótt sagt sé að fyr- ir öllUm þorra íslendinga vaki ekki aðeins að viðhalda tengsl- unum við hin Norðurlöndin, heldur einnig að styrkja þau og efla á komandi árum. En því er ekki að neita, að ýmsum bjó nokkur uggur í brjósti um það, að frændþjóð- ir okkar mundu ekki sjá sér fært að viðurkenna stofnun ó- háðs íslenzks lýðveldis á þessari stundu. Bar þar fleira en eitt til. Konungsættir Norðurlanda eru náskyldar. Djúp samúð með Dönum og konungi þeirra er ríkjandi * alls staðar á Norður- löndum. Og loks lýstu skrif sumra sænskra blaða nú nýver- ið nokkrum misskilningi á af- stöðu íslendinga. En nú hefir úr þessu rætzt á hinn ákjósanlegasta hátt. Svíar og Norðmenn hafa nú komið til móts við okkur og bjóða okkur vélkomna í 'hóp annarra al- frjálsra og fullvalda þióða. Og engar kveðjur, sem okkur ber- ast í sambandi við lýðveldis- stofnunina, .verða kærkomnari, enda þótt við kunnum að eiga meira undir öðrum þjóðum hvað snertir frelsi okkar og fiAlveldi á komandi árum. * í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins um útnefmngu herra Otto Johansson sem sérstaks sendiherra Svíþjóðar á 'lýðveld- ishátíðinni er kornizt svo að orði, að ríkisstjórnin skoði af- „Eg vil skrifa um pði Viðtal við ungt skákl, Óskar Aðalstein iuð- jónsson, frá ísafirði ARIÐ 1941 kom út vestur á ísafirði, skáldsaga eftir kornungan höfund, sem vakti allmikla athygli fyrir frumlega framsetningu og hinn glögga skilning á efnisvali sínu. Höf- undu^þnn var aðeins 21 árs að aldri,' verkamannssonur, alinn upp í fátækt, og hafði áður, þá 19 ára, sent frá sér eina stutta skáldsögu, „Ljósið í kotinu“. Skáldsaga hans, hin síðari, hét hörðu nafni: „Grjót og gróður“, enda lýsti hún hörðum lífskjör- um verkamannastéttarinnar, gerðist á verkamannaheimili og á verkstöðvum og fjallaði um strit og fátækt, miskunnarlausa baráttu við atvinnuleysi, sjúk- dóma og öryggisleysis, en bar samt i gér vonir og gróanda, sem gaf persónunum fyrirheit um bjartari og betri heim, meiri jöfnuð og aukið bræðralag. ^ Úthlutunarnefnd Rithöfunda- félags íslands veitti þessum unga rithöfundi, Óskari Aðal- steini Guðjónsyni, myndarlega viðurkenningu við úthlutun á síðasta ári fyrir þessa skáldsögu hans. Var þetta mikill sigur fyrir hið unga og lítt reynda skáld •— og þessi viðurkenning hefur nú gert honum kleift, að taka sér nokkurt frí og ferðast hingað til höfuðstaðarins og dveljast hér í hringiðunni nokkurn tíma. Ég fékk mikinn áhuga fyrir þessum höfundi, strax og ég hafði lesið „Grjót og gróður.“ Mér fannst að ég fyndi í þessari skáldsögu hans trú á lífið og framtíðina, nýjan tón, sem mað- ur finnur varla hjá hinum yngstu skáldum okkar, gleði yfir lífinu og öllu, sem þess er. Ég gat enga löngun fundið hjá honum til þess að lýsa aðeins tötrum og skarni og velta sér í því — en sá bókmenntaskóli hef- ur verið mjög í hávegum Hafð- ur undanfarin ár og verjð tal- inn i/óttækni! Ég notaði því tækifærið einn daginn og átti viðtal við unga ísfirzka rithöfundinn, sem engu ómerkari rithöfundur og sfeáld en Guðmundur Gíslason Haga- lín hafði sagt mér að væri ó- venju mikið mannsefni, frum- legt og sjálfstætt, sem þegar hefði skapað sér stefnu í bók- menntum, þrátt fyrir einangru.n og æsku. Öskar Aðalsteinn er nú 25 ára gamall. 1 Það er gaman að kynnast góðu mannsefni og hlusta á það tala: „Ég er víst langt frá því að vera bölsýnismaður,“ segir Óskar Aðalsteinn Guðjónsson. „Menn eru misjafnlega' gerðir og mér þykir ákaflega vænt um lífið. Mér finnst of mikið af hatri í kringum mig, of mikið af ofstæki og „absólútisma“. Ég hef Öbilandi trú á gróðri mann- lífsins og ég vil skrifa um hann. Mér finnst að ég sjái sönnun þess alls staðar, að bölvunin víkur fyrir gildi lífsins og mann- anna. Erfiðleikarnir eru sigr- aðir vegna framtaks einstakling- anna og samtaka þeirra, sorgin gleymist og hveríyr fyrir von- inni, og bölsýni verður að lúta í lægra haldi fyrir mætk lífs- ins og dásamlegri frjóygun þess. stöðu Noregs og Svíþjóðar „sem framrétta bróðurhönd til áfram haldswidi samvinnu“. Þessa skoð un mun og öll íslenzka þjóðin leggja í afstöðu frændlþjóðanna. Og almenningur hér á landi fagnar yfir því ekki síður en yfir sjálfri viðurkenningunni. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson. Þetta finnst mér að sé raunsæi, miklu fremur en allt sýslið í ruslinu! Þessa lífsskoðun 'hefur fátækt verkamannsheimili gefið mér, þjóðmálastefna í litlum bæ úti á landi, mín eigin athugun á því, sem fram fer aílt í kringum mig í náttúrunni og meðal mann anna og lestur góðra bóka, sem ég skal játa, að vinur minn, Guðmundur Hagalín hefur oft leiðbeint mér með.“ —- Og þú ert alltaf að skrifa9 „Ég hef haft óslökkvandi blek þorsta frá því að ég man fyrst eftir mér! Það hefur alltaf verið mesta nautn mín að skrifa, þó að sumt hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég hef skrifað margar sögur og flestar eru geymtíar og verða geymdar á kistilbotni. „Ljósið í kotinu“ skrifaði ég 17 ára. „Grjót og gróður“ skrifaði ég 19 'ára. Ég hefði víst aldrei þorað að láta gefa þetta út, nema vegna þess að ég var hvattur til þess. Ég lét undan, af því að mér fannst að Guðmundur Hagalín bæri á því alla ábyrgð — og hann hafði nógu breitt bakið.“ — Og nú? „Nú er komin í prentun ný skáldsaga, sem ég hef skrifað á undanförnum tveimur árum. Hún gehist á árunum 1938 til 1942, aðallega í litlu sjávar- þorpi. Hún lýsir að vísu mörg- um persónum, en grundvöllur hennar eru tímamótin, þegar við rísum úr atvinnuleysi í mikla vinnu og mikið fé. Annars er þetta að mestu saga ungrar sveitastúlku úr dalnum, sem missir móður sína og verður þá fyrst ljóst að hún er sjálfstæð persóna. Ég skrifa um lífsbar- áttu þessarar stúlku, hvernig hún kynnist blæbrigðum lífs- ins, slokknuðu fólki og vítamín lausu, sterku fólki með reynslu og trú, þjóðfélagslegum hrær- ingum, efnishyggjulegu mati á lífinu og mætti manneskjunnar til þess að sigra og sjá það bezta. Landið hverfur að vísu sjónum þess stunduim í þoku- mistri erfiðleika, sorgar, styrj- aldar og ógna, en svo stígur það aftur fram í magni sólar og nýs frjósams lífs. Sagan heitir: „Húsið í hvamminum“, en hús- ið í hvamminum er byggt af höndum tweggja elskenda, sem skapa sér heimili með trú í Það leikur ekki á tveim tung- um, að allir íslendingar óska þess að megai' halda áfram að vera í sem nánastri samvinnu við frændþjóðirnar á Norður- löndum, þó að hin stjórnarfars- legu tengsl, sem þeir ihafa verið í við eina þeirra, verði nú rofin. hjarta og bjartar vonir og skóflu í höndum. Þau byggja heimili sitt sjálf frá grunni. Sagan er um 20 arkir í Skírnis- broti og kemur út þegar fer að líða á sumarið, hjá Isrún h.f. á ísafirði.“ — Og ertu byrjaður á ann- arri? „Ég hef drög að henni í koll- inum. Við, sem erum ungir, verðum að hafa verkefni. Ég bíð nú fyrst eftir viðtökunum, sem þessi nýja bók mín fær.“ -- Hvað v-iltu sesja um aðra rithöfunda? „Ekkért nema gott. Hver fer sína leið ;— og vonandi liggja þær allar til aukins þroska. En ég vil segja, að ég dáist að þreki eldri rithöfundanna. Það er ólíkt að byrja rithöfuhdar- feril sinn nú, eða vár fyrir 20— 30 árum. Það var ekki heiglum hent, að brjóta sér braut yfir þau klungur. Þeir skrifuðu soltnir og allslausir. Þetta voru hetjur. Nú er öðru máli að gegna. Þetta ætti að verða til þess að hæfileikar nýttust bet- ur. í gamla daga lifði aðeins það sterkasta. Nú getur líka það veika notið ylsins og skapað fi-jómagn. Við skulum vona, að það verði til þess að auka gróð- ur íslenzkra bókmennta.“ V. S. V. Augtýsingar, sem birtast eiga f Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs» ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsin u, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að> kvöldl. Haupum tuskur H úsnaQþavinunstofan Baldursgofu 30. Prófessor Richard Beck verður til viðtals 1 Stjórnarráðs- húsinu, þriðjudaginn, miðvikudag- inn og fimmtudagihn (13., 14. og 15. þ. m.) kl. 10 til 12 f. h., fyrir þá, sem vilja spyrja hann frétta ,af íslendingum Vestanhafs. VÍSIR er ekki eins fagnandi yfir undirtektum Þjóðvilj- ans undir skrif Mbl. um sam- stjórn allra flokka eins og Mbl. sjálft. —- Vísi farast orð um þetta sem hér segir: „. . . Allt starf kommúnistanna gengur ,út á það að eyðileggja flokkana með því að veikja trú þjóðarinnar á þeim og til þess eru öll meðul góð og gild að þeirra dómi. Þeir vita sem er, að því lengur sem þeir geta flekað flokk- ana til samstarfs og samráðs við sig, því veikara verður traust borg- aranna á flokkunum, því meiri ó- ánægjan og því meiri upplausnin. En það er eins og sumir menn og sumir flokkar hafi óbilandi trú á heilindum þessara yfirlýstu nið- urrifsmanna þjóðfélagsins. Meira að segja gengur „hin heilaga ein- feldni“ svo langt, að komúnistarn- ir eru teknir svo hátíðlega, að tal- að er um „vaxandi skilning“ og að þeir séu farnir að ræða málin með „alvöru og velvilja“ í því skyni að koma á víðtæku „sam- starfi allra flokki“, eins og fram kemur í Mbl. í gær, en þar er gerð að umræðuefni forustugrein, sem birtist í Þjóðviljanum í fyrradag. Þeir, sem taka kommúnistana trú- anlega og treysta heilindum þeirra og velvilja geta vafalaust lesið út úr línum greinarinnar að þeir séu fullir af velvilja og óðfúsir til samstarfsins. En þeir, sem þekkja hugarfar þeirra og starfsaðferðir, hljóta að lesa skrif þeirra eins og þau eru stíluð. í greininni í Þjóðv. segja þeir, að það sé svo fávíslegt að ekki sé orðum á það eýðandi, að ætla sér að stofna til samstarfs án þe«* að mynda sér málefnagrundvöll. Þetta hlýtur að valda miklum vonbrigð- um og verða hryggðarefni þeim, sem hafa haldið því fram, að „rödd þjóðarinnar11 kallaði á aðra flokka til samstarfs við kommúnistana án nokkurs málefnasamnings. — Af þessu má nokkuð marka að sam- vinna kommúnistanna verður ekki seld eins ódýrt og sumir hafa bú- izt við, sem héldu að hún fengist fyrir eitt lítið „vinstrabros11. En kommúnistarnir eru vanir að bera kápuna á báðum öxlum. Þess vegna láta þeir líklega um að sam- vinna geti nú þrátt fyrir allt tek- izt ef hinir flokarnir vilji vera góðu börnin og verða þeim „sam- mála um fain veigamestu atriði“. En það er „að þeir miklu fjár- munir, sem ,nú hafa, safnazt á hend- ur einstaklinga, verði notaðir til að efla framleiðsluna og þá fyrst og fremst sjávarútveginn“. Þetta eru falleg orð enda eru þau prent- uð upp í Mbl., sem aldrei víkur styggðaryrði í garð aðstandenda Þjóðviljans.“ Það kemur fram í þessum skrifum Vísis, eins og jafnan, að það eru skiptar skoðanir hjá þessum samflokksblöðum um afstöðuna til kommúnista. Verð- ur þess og vart um fleira en það eitt, að þessi tvö málgögn Sjálfstæðisflokksins séu á önd- verðum meiði í afstöðu sinni til manna og málefna. Getum nú aftur afgreitt með stuttum fyrirvara: Vibur Holstein Einangrun VIKURSTEYPAN Lárus Ingimarsson Vitastíg 8. Sími 3763. ðfbreiðii Atþýtublaðið. \

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.