Alþýðublaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 6
________________ALÞYÐUBLAÐIP Skýrsla Stefáns Jóhanns Prh. al 4. síöu. var fram, að íslenzka hjóðin myndi verða djúpt snortinn af því ef konungur sæi sér fært að þýðast þann þjóðarvilja, sem ótvírætt hefði verið látinn í Ijós, og að það myndi í framtíðinni styrkja og varðveita þá virð- ingu og þá vináttu, sem konung ur nyti nú. Hið sama myndi og gilda um dönsku þjóðina. Hvort þessi málaleitun hefur haft afgerandi áhrif, er ekki kunnugt, en eins og vitað er, barst heihaóskaskeyti frá kon- umigi itdl alþingis 17. j.úní 1944 á Þingvelli, rétt um það leyti, sem lýðveldið var stofnað, ög mátti segja, að það skeyti hefði inni að halda viðurkenningu konungs á því, sem var að ger- ast hér á landi. Því skeyti var mjög fagnað meðal alþjóðar og konungi send þakkarskeyti bæði frá alþingi og ríkisstjórn fyrir hinar einlægu hamingjuóskir. Má því segja, að skilnaður- inn yrði á þann hátt, sem Al- flokkurinn vildi verða láta: í fyrsta lagi með löglegri niður- fellingu sambandslagasamn- ingsins, í öðru lagi með viður- kenningu konungs á stofnun lýð veldisins, og í þriðja lagi með viðurkenningu Norðurlanda- þjóðanna og hinna engilsax- nesku stórvelda, á stofnun lýð- veldisins. Ég vil fyrir mitt leyti ekki draga í efa, að Alþýðuflokkur- inn -hefur átt nokkurn þátt í því, að svo giftusamlega tókst, sem raun varð á, þar sem hann gerði allt, sem í hans valdi stóð til þess að framkvæmd skilnað- arins yrði með löglegum hætti og á sem virðulegastan hátt. Má Alþýðuflokkurinn vel við una þau úrslit, og tekur ekki nærri sér, þótt ómjúk orð féllu í hans garð, þegar hann reyndi á sinn hátt að beina skilnaðar- málinu inn á réttar brautir, er væru hollastar’og öruggastar fyrir framgang málsins. UtanríBcismál. Á 18. þingi Alþýðuflokksins var gerð ályktun um það, að sú ætti að vera utanríkismála- stefnan, að ísland hefði sem nánast samband við hin Norð- urlandaríkin sérstaklega, og yrði einnig virkur þáttakandi í alþjóðastarfsemi allra lýðræð isþjóðanna eftir stríðslokin. I samræmi við þessa ályktun, hélt Alþýðuflokkurinn því fram í samningaumleitunum um stjórnarmyndunina, að hvort tveggju þessi bæri að slá föstu í stefnu stjórnarinnar. Það var og gert, þar sem segir í stefnu yfirlýsingu hennar, að Ísland vilji hafa sem nánast samstarf í menningar- og félagsmálum við hin Norðurlandaríkin og að íslendingar taki þátt í því al- þjóðlega samstarfi, sem hinar sameinuðu þjóðir beiíta sér nú fyrir. Má því segja, að þeir þættir í utanríkismálastefnunni, sem Alþýðuflökksþingið markaði fyr ir ári síðan, hafi komið fram í sefnuskrá stjórnarinnar. Má flokkurinn því vel við una, en hann þarf einnig að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að þessu stefnuskráratriði stjórnarinnar, eins og öllum hin um, verði framfylgt svo vel sem kostur er á . Sérstaklega ber að leggju áherzslu á, að samstarfiði við hin Norðurlönd in hefjist svo fljótt sem unnt er, eftir stríðið og verði sem víð- tækast. Ekki er að efa, að fullur j vilji muni vera fyrir hendi hjá hinum Norðurlandaþjóðunum í þessa átt, og væri vel farið, ef hægt væri að framkvæma þetta sem fyrst og sem fullkomnast. Þótt Island sé lítið ríki og geti væntanlega ekki haft veruleg á- hrif á gang alþjóðamálefna, þá er því þó skyldt að láta sína veiku rödd heyrast í þeim mál- um og íslenzk stjórnarvöld eiga að vera ófeimin við það, að halda uppi ákveðnum stjálf- stæðiskröfum þjóðarinnar og yf irleitt rétti smáþjóðanna til þess að fá að lifa lífi sínu ó- háðar og öruggar. Það verður verkefni fyrir Al- þýðuflokkinn að vinna, að stríði loknu, og eins að berjast gegn á gengi og ásælni erlends auð- valds, og erlends stjórnmála- legs áróðurs, sem þegar er far- ið að gæta, með aðstoð íslenzkra stjórnmálamanna. Þarf Alþýðu flokkurinn að standa þar vel á verði. Innri starfsemi Al- þýSufiokksins. Þótt framkvæmdastjóri flokks ins muni ræða nokkuð um þetta mál í skýrslu sinni til flokks- þingsins, þykir mér þó rétt að drepa aðeins á það fáeinum orð rnn. Fyrir ári síðan urðu loks fram'kvæmdir á því að ráða flokknum sérstakan fram- kvæmdastjóra og valdist til þess Helgi Hannesson, sem reynzt hefur hinn bezti og ör- uggasti í stari sínu fyrir flokk- inn, og er þess að vænta, að héð an af hafi flokkurinn jafnan starfsmann í þjónustu sinni, sem verða mun til ómetanlegs gagns fyrir flokksstarfsemina. Ekki hefur stjórn flokksins enn tekizt að hrinda í fram- kvæmd því áhugamáli flokks- ins að gefa út sérstakt lands- jnálablað og hefur til þess skort .fjármagn. En í stað þess hefur .nokkuð verið undirbúin athug- un á því, að láta þau blöð, sem igeifin eru út í Vestfirðinga- og Norðlendingafjórðungi vera einskonar fjórðungslandsmála- blöð flokksins. Er knýjandi á- « % ðli í sumri og sol Hér á mymdinni sést kvik- myrudaistjarnan Rhonda Flem- inig á baðlströnd eiiruni í 'Hoilly- wood. Hnin nýtarr sumansins og rólfidmmar í ríkium mæli og su.ndáþrótitin er hennar bezita sporft. Siasfa vifean... Frh. af 5. sf&u. risa á fætur og heilsast með fasistakveðjunni. Að þessu sinni var þetta ekki gert og menn hurfu þegjandi út úr salnum. Skyttur foringjans við dyrn ar létu þá fara óáreitta. Það var orðið bjart í húsa- garðinum. Þetta var á sunnu- dagsmorgni og klukknahljómur heyrðist. Skytturnar horfðu á þá koma út, og fundarmönnum hlýtur að hafa runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, er þeir sneru baki við þeim til þess að stíga upp í bifreiðárnar, sem biðu: Skilnaðarorð Casanovas til Cianos voru: „Ungi maður. Þú munt greiða með blóði, það sem þú hefir aðhafzt í nótt.“ Grandi fór til konungshallar innar og afhenti viðhafnarmeist aranum afrit af hinni undirrit- uðu tillögu handa konungi. Mussolini byrjaði síðasta valdadag sinn á því að afhenda verðlaun í landbúnaðarskóla og reyndi að láta líta út eins og ekkert hefði í skorizt. Konungur beið í höll sinni, þess, að Mussolini kæmi af sjálfs dáðum. Klukkan fimm var Mus'solini ókiominin og lét kon- ungur þá senda eftir honum. Mussolini byrjaði að tala um framtíðarfyrirætlanir. Konung- ur sagði: „Stórráðið hefir greitt atkvæði. Þér eigið eftirleiðis engan skerf í framtíð Ítalíu. Ég mun taka við lausnarbeiðni yð- ar.“ Mussolini þaut út og spurði dyravörðinn: „Hvar er bifreið mín?“ Síðan kom sjúkrabifreið og flutti hann á brott. Hinn fallni einvaldur hafðí yfirgefið Róm fyrir fullt og allt. Að Mussolini skuli ekki hafa látið skyttur sínar drepa Grandi og samherja háns, er eitt af því undarlega sem fyrir kemur á stundum og breytir rás sögunn- ar. En skýringin er vafalaust sú, að fyrir mörgum árum síðan munaði minnstu, að Mussolini yrði að hröklast úr embætti er henn lét bófa sína myrða Matt- otti. Síðan það skeði hefir hann gætt þess að láta myrða menn á löglegan hátt. Þá getur vel hugsazt, að hann hafi haldið, að konungur, sem jafnan hafði stutt hann, myndi virða at- kvæðagreiðslu stórráðsins að vettugi. Síðar, þegar Mussolini sá villu sína í þessu, dæmdi fasist iskur dómstóll hans í Verona 18 meðlimi ráðsins til dauða og einn í 30 ára tugthús. Ciano, De Bono, Pareschi og tveir til hafa allir verið teknir iaf lífi. Hinir fara huldu höfði, á þeim hluta Ítalíu, sem enn er á valdi Þjóðverja, í hlutlausum löndum eða löndum banda- manna. Allir eru þeir hundelt ir og útvarpsstöðvar á Norður- Ítalíu útvarpa vikulega þeim boðskap, að þeir muni ekki kom ast hjá hefnd fasista. Grandi hef ir rakað af sér skeggið og tek- ið sér annað nafn enda hefir honum verið sýnd banatilræði fjórum sinnum. Allar eignir hans hafa verið gerðar upptæk ar og aðrar tekjulinir þorrið. Hann lifir nú í örbirgð. „En ég er ánægður,“ segir hann. „Þessi fundur stórráðsins var síðasta verkið í stjórnmálalífi mínu. Blöðin hafa sagt það, sem eft- ir er sögunnar. Mussolini var fluttur stað úr stað, unz Þjóð- verjar björguðu honum. í stað þess að biðja um frið þegar í stað lýsti Badoglio' marskálkur yfir þvi að styrjöldinni yrði haldið áfram. Sex dýrmætum vikum var eytt í samningsvið- ræður og á meðan gafst Þjóð- verjum tími til þess að flytja að liðsauka. En það dregur ekki úr &penn ingnum við þennan sögulega fund, þegar menn þorðu að horf ast í augu við einvaldsberra og segja honum að koma sér út. stæða til að vinna að því eins og unnt er, á næstunni að efla bæita oig útbrieiða blaða koat flx)kksinis - Eiitt nýmæli hefur þó tekizt að framkvæma á kjörtíma bilinu, og það er útgáfa smá- rita, en þau hafa verið gefin út 4 samtals. Að mínu viti hefur út gáfa þessi heppnazt vel, og þyrfti þar að vera framhald á. Ennþá skortir Alþýðuflokk- ,inn nægilega rúmgott húsnæði ,fyrir starfsemi sína, og þarf nauðsynlega að vinna að lausn þess máls og er von til að úr því rætist. Með föstum fram- kvæmdastjóra, góöu skrifstqfu- húsnæði, nægilegri aðstoð á skrifstofu, sem fullkomnustum blaðakosti. útgáfu smárita eða jafnvel tímarits, fundum um landið eftir því sem við verður komið, — með þessu móti væri ,hægt að vinna mjög mikið að útbreiðslu stefnumála Alþýðu- flokksins, því að ég dreg ekki í efa, að mkill jarðvegur sé hér tfyrir stóraiukið fylgi jafnaðax- stefnunnar, ef reynt er, eftir því sem efni og ástæður leyfa, með öll fyllstu tæki til áróðurs og útbreiðslu. Ég skal játa, að of lítið hefur verið unnið að út- breiðslumálunum á síðasta kjör tímabili, þótt nokkuð hafi þeim verið sinnt, en ég hygg að miðr stjórnin hafi það sér til afsök unar, að fé hefur skort til þess að útbreiðslustarfsemin væri ■ eins fullkomin og skyldi, en úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst og allra bezt. St Jórn málahorf ur. Það er nokkrum vanda bund ið að segja um horfur í íslenzk ,um stjórnmálum á þessum tíma mótum. Engar kosningar hafa farið fram á þessu kjörtímabili pg verður því ekki með nokk- urri vissu sagt um, hvernig fylgi flökkanna er háttað. En nú und ir stríðslokin gætir þess að nokk ur ókyrrð er á ýmsu í íslenzk- um stjórnmálum, og sum ein- kenni þess sjást, að nábúaflokk arnir til beggja handa geti riðl- asit. Það er leÆtir'tekibarvertt að ,tvö aðalblöð Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík esu nú á önd- verðum meið út af dægurmál- unum, og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gefur út KÓrstakt riit til .þeiss að deila á stjórn Framsóknarflokksins og einstaka leiðtoga hans. Það mun .einnig vera svo, að einstaka menn í Sósíalistaflokknum hafa undan því kvartað, að „,kratisminn“, sem þeir svo nefnda, hiafa fullmikið stumigið upp kollinum innan flokks þeirra, og þurfi því áður en langt um líður að hreinsa þar til, enda væri það með ólíkind um, að slíkur flokkur, sem al- veg er stjórnað af kommúnist- um, geti bætt við sig eða haldið fylgi lýðræðissinnaðra manna. Yiðbúrðir þeir, sem að stríð- inu loknu kunna að gerast úti í heiminum, munu áreiðanlega hafa mikil áhrif á íslandi. Ég hield að ekki sé ástæð'a til þess fyrir Allþýðuifliokkinin' að kvíða því að stefna hans fál efcki hljómgrunn víða í nágranna- löndunum. Allt mælir með því, að á Norðurlöndum, í Bretlandi og víða um Norðurálfuna vérði jafnaðarstefnan á vegum lýð- ræðis sterk og ráðamikil. Það má einnig búast við því, áð kommúmi'stminn skjóiti upp koJI ,inum í ýmsum löndum, e. t. v. sterkari en áður, en það mun þó verða meira stundarfyrirbrigði, bundið umróti styrjaldarár- anna og næstu árin á eftir. Ekki þætti mér heldur undar- legt þótt umrótið úti 1 heimi hefði áhrif í þá átt að skýra línurnar í íslenzkum stjómmál um, og þá meðal annars í þá átt, . að iSósíalistatfilolíkurinn fái ekki til lengdar leikið tveim skjöldum, haft á sér yfirvarp lýðraaðis, umbóta og þjóðernis, en þó staðið undir stjórn Fimmtudagur 30 nóv. 1944b- hreiima kommúnista, •er byEBq einræði og lúta stjóm erlends stórveldis. Má mikið vera, ef umrótið eftir stríðið verður ,ekki til þess að efla og styðjla. lýðræðið og hina vinstri-siim- ,uðu umbótaflokka, en veikja, e» stundir líða, áhrif kommúnista flokkanna. Én tíminn mun leiða þetta allt í ljós, og Alþýðuflokk urinn hefur að mínum dóm3 jniklu hlutverki að gegna nú f stríðslokin, því hlutverki, að viinna að velferðairmálum verk«s lýðsins og þjóðarinnar allrar á þeim grundvelli, sem hann hef ,ur starfað frá upphafi, — grund velli lýðræðis og þingræðis, með það fyrir augum að knýja ífram sem miestar félagsliagair umbætur með jafnaðarstefnuria sem lokatakmark, jafnaðar- .stefnu, sem sé borin upp af full komnu lýðræði í stjórnmáluna og atvinnumálum. Það er mikið verkefni, sem bíður flokksins„ og fyrir framtíð íslenzku þjóð- arinnar er mikils um vert, a0 Alþýðuflokkurinn verði sem Sterkastur í íslenzkmn stjórn- jmálum. * Miðstjórnin leggur nú fyrir þingið gerðir sínar á liðnu kjör tímabili, og verður eins og ávalHí áður að sæta þeim dómi, sena flokksþingið fellir. Ég held að riíiðstjórnin geti, þegar hún lít- ur yfir verkefni síðasta kjör- tímabils, og það, sem þokast hef jur áleiðis, með nokkrum réttS haldið því fram, að hún haff ekki litlu áorkað á þeseu tíma- ,bili. En þó skal ég fúslega játa, að gjarnan hefði það mátt meirá vera, en svo er jafnan, jafnvel þótt sæmilega vel sé unnið. Én það er hlutverk þessa. þings, að draga þær línur og móta þá stefnu, er Alþýðu- flokknum ber að fylgja í dæg- urmálum á næstu árum. 3ANNES A HORNINU Framh. af 5. síöu. lífinu að eins til að eyða fé og punta síg, sem það kallar svo, og er það til áminningar um þa3) hvað nauðsynlegt það er að slík- ir óvitar hafi ekki leyfi til a@ sóa fjármunum í algera vitleysu, sem gefur lífinu svo alls ekkerfc gildi. Við þekkjum það of vel aJ reyhslu hvernig einstaklingar, karlar og konur, eru algerlega vanmáttug af alsleysi, hvað svc sem út af ber, því áður var búið að sóa öllu í eina og aðra vit* leysu.“ „SEM BETUB fer eru þó tM manneskjur enn þá, sem gefa sér tíma til að vinna verk sín svo vel að af ber, og vildi ég óska þess að niðurlæging sú, sem hro® ! virknin veldur í sér hverju verki mætti hverfa úr störfum okkar. Lærum störfinn svo vel sem skylt er, svo að kaupandinn fái það í flíkinni sem honum ber, og af- neitum hvers konar útlendm rusli, sem að okkur er rétt.“ Hannes á liorninu. Úrval 5. hefti 3. órgans er nýkomið í bókaverzlanir. Af efni þessa heftís má nefna: Fáninn, Farartæki fe-amtíðarinnar, Eru reykingar ó- skaðlegar?, Lífgun drugnaðra, En hægt að verjast þreytu?, Gift fyr ir guð (smásaga), Hujndar vísa ‘ blindum veg, Smáir matarskamm* ar framvegis, Um blóðþrýsting, Hraðlestir loftsins, Þetta auga sér . . . ., Manndómur æskunnax, Bergmálsmælirinn, Hin írsku sjóa armið, Viðarherzla, Málspjöll og blótsyrcji, Hárlitun er hættuleg, Hábkaleg blóðblöndun, Birtfeldn- ingar eru ekki hættulegir, Matur, sem nú fer forgörðum og bókt» Klukka handa Adanoborg, eftlí’ john Hersey (framh. frá 4. hefti).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.